Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Fylkir Þórisson, sem er á 78. aldurs-
ári, gengur nú lengstu pílagrímsleið í
Noregi, Veg Ólafs helga, frá Osló til
Þrándheims. Er leiðin 643 kílómetrar
að lengd og var ein mikilvægasta píla-
grímsleið í Evrópu á miðöldum. Leið-
ina gengur Fylkir einsamall, að frá-
töldum fyrsta og síðasta deginum en
yngsta systir hans, Þorbjörg Þóris-
dóttir, sem búsett er í Osló, gekk með
honum fyrsta dag ferðalagsins og
hyggst slást í för með honum þann
síðasta. Fylkir segir að fjölskylda
hans á Íslandi, systkini, börn og
barnabörn, fylgist grannt með ferð-
inni í gegnum samfélagsmiðilinn In-
stagram sem Fylkir notar til að deila
myndum af ferðalaginu.
„Ég er bara að athuga hvort ég geti
gert þetta á mínum aldri,“ segir Fylk-
ir spurður hvers vegna hann hafi lagt
af stað í þennan langa leiðangur. „Svo
átti ég vísa gistingu á báðum endum.
Systir mín býr í Osló og sonur hennar
í Þrándheimi,“ segir Fylkir.
„Ég er alltaf eitthvað að ganga. Ég
geng svona fimm til tíu kílómetra á
hverjum degi,“ segir hann og bætir
við að mikilvægt sé að hreyfa sig þeg-
ar fólk fari að eldast.
Skemmtilegast að kynnast fólki
Fylkir lagði af stað frá Osló 10. júní
síðastliðinn og býst við að verða kom-
in til Þrándheims 10. júlí næstkom-
andi. Hann segist vera á undan áætl-
un og kveðst hafa búist við því að
verða lengur á leiðinni en hann hafi
verið.
„Ég er að stinga af miklu yngra
fólk en ég er. Ég er búin að losna við
heilmikið af samferðafólki sem hefur
tekið sér hvíldardaga,“ segir Fylkir
og bætir við að hann hafi aðeins tekið
sér einn hvíldardag frá 10. júní.
Fylkir segir að það sem honum
þyki skemmtilegast á göngunni sé að
kynnast nýju fólki, bæði fólki sem er
að ganga pílagrímsleiðina og fólki í
móttöku á gististöðum og í fjallakof-
um sem eru víða á leiðinni.
„Maður hittir fjölda fólks frá hinum
og þessum þjóðum sem er að koma
sérstaklega til að ganga þessa leið.
Ég er búinn að ganga lengi með bæði
Belgíumanni og stúlku frá Sviss,“
segir Fylkir. Hann bætir við að nátt-
úran sé auk þess mjög falleg og að
gamlar stafkirkjur og ýmsar minjar
frá víkingatímanum séu víða á leið-
inni sem gaman sé að skoða. Segist
Fylkir hafa orðið var við nokkurt
dýralíf á ferð sinni en kveðst hvorki
hafa komið auga á moskusuxa né elgi.
Hann hafi þó séð nokkur dádýr og
rekist á tvær rjúpur í Dofrafjöllum
sem hann er nýlega búinn að ganga
yfir.
Fylkir segir að kalt hafi verið á
leiðinni miðað við árstíma en á fjöll-
um fór hiti niður í -1 gráðu. Segir
hann þó að ferðin hafi gengið mjög
vel og að hann hafi hvorki látið kulda
né aldur hindra sig.
Hann kveðst þó vera farinn að
hlakka nokkuð til að komast á leið-
arenda. „Þetta er nú alveg orðið
nokkuð gott,“ segir hann og hlær.
Þrándheimur
Osló
Fylkir Þórisson lagði 10. júní í
gönguna frá Osló og áætlar að
koma 10. júlí til Þrándheims.
Leiðin er um 640 km.
Vegur Ólafs helga frá Osló til Þrándheims
Kortagrunnur:
Wikimedia Commons/Carta Marina
Ljósmynd/Fylkir Þórisson
Göngugarpur Myndin var tekin 1. júní, þá átti Fylkir 208 kílómetra göngu
eftir til Þrándheims en þangað liggur pílagrímsleiðin sem hann gengur.
Gengur 643 kílómetra
með rúm tvö ár í áttrætt
Fylkir stingur miklu yngra fólk af á Vegi Ólafs helga
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Mönnunarvandi er ástæðan fyrir því
að 15 af 31 rúmi á geðdeild Landspít-
ala (LSH) númer 33A verður lokað
og munu standa lokuð næstu fjórar
vikurnar. Fjárskortur á deildinni er
ekki ástæðan. Þetta segir Páll Matt-
híasson, forstjóri LSH, í samtali við
Morgunblaðið um sumarlokanir á of-
annefndri geðdeild LSH sem fjallað
var um í Morgunblaðinu í gær.
Mönnunarmálin batna ekki
„Þetta er eitthvað sem hefur verið
gert á hverju ári í að minnsta kosti
áratug. Ástæðan er mönnunarvandi,
einkum vegna hjúkrunarfræðinga.
Það er málið. Þetta er klínísk þjón-
usta sem við viljum hlúa að og efla og
fjárskortur spilar þar ekki inn í með
beinum hætti,“
segir Páll.
Hann segir það
ekki vera ný tíð-
indi að vöntun sé
á hjúkrunarfræð-
ingum og segir:
„Mönnunarmálin
hafa því miður
ekki verið að
batna. Mönnun-
arvandi vegna
hjúkrunarfræðinga er mjög víða.“
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
sagði María Einisdóttir, fram-
kvæmdastjóri geðsviðs LSH, að al-
gengasta ástæða þess að fólk væri
lagt inn á deildina væri sjálfsvígs-
hætta. Um þetta segir Páll: „Þetta er
almenn móttökugeðdeild. Ef þú ert í
sjálfsvígshættu þá leggstu annað-
hvort inn á þessa deild eða svokall-
aða bráðageðdeild, sem er með enn
meiri gæslu. Þeir sem eru í mestri
hættu fara þangað. Það er alltaf for-
gangsraðað og fólk sem er í alvar-
legri sjálfsvígshættu kemur alltaf
inn.“
Geta ekki dekkað sumarfríin
Spurður frekar um ástæðurnar
sem liggja að baki ákvörðuninni
svarar Páll: „Hásumarið er sá tími
sem fólk fer í frí og við þurfum að
loka hluta deildarinnar.“ Þá nefnir
hann að í ár sé hluti deildarinnar lok-
aður í styttri tíma en undanfarin ár.
„Við myndum vilja hafa deildina
opna en þetta þurfum við að gera
víða á spítalanum. Við erum að loka
töluverðum fjölda rúma og það er
gert vegna skorts á starfsfólki. Við
höfum ekki umframmönnun og
náum ekki að ráða að öllu leyti inn í
sumarafleysingar til að dekka sum-
arfrí.“
Þá segir Páll að að einhverju leyti
dragi úr álagi yfir hásumarið. „Það
dregur aðeins úr því á geðsviði, en
ekki mikið.“
Betra en að „smyrja þunnt“
Spurður hvort unnt sé að flytja
starfsfólk milli deilda til að manna
stöður svarar Páll: „Það er verið að
gera það töluvert. Við erum alltaf að
reyna að besta mannskapinn. Til að
tryggja öryggi í þjónustu er stund-
um betra, í stað þess að smyrja
starfsfólki mjög þunnt, að þétta það
saman á einum stað og hafa þjónustu
fullnægjandi þar.“
Í samtali við Morgunblaðið vísaði
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra spurningum um málið til
Páls og vildi ekki tjá sig um það.
Mannekla ástæða lokananna
Páll
Matthíasson
Fjárskortur ekki ástæða þess að hluti geðdeildar 33A er lokaður næsta mánuðinn
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Útlit er fyrir góða berjasprettu þegar
líður á sumarið og líkur á að hægt
verði að líta í berjamó á sunnan- og
vestanverðu landinu eftir rúman mán-
uð. Þetta segir Sveinn Rúnar Hauks-
son, læknir og einn helsti berja-
sérfræðingur landsins.
Hann segir mikla bjartsýni
ríkjandi hjá berjaáhugafólki sunnan-
og vestanlands eftir mikla ótíð undan-
farin ár en algjör berjabrestur var, að
sögn Sveins, á vestanverðu landinu í
fyrra.
Sætukopparnir lofa góðu
„Ég á bara von á góðu. Það verð-
ur ekki fyrr en um miðjan ágúst sem
við getum farið að taka fram ílátin en á
sumum stöðum má fara að líta í kring-
um sig í byrjun ágúst, svona í hand-
tínslu. En maður fer kannski ekki í
neina stórútgerð fyrr en í lok ágúst,“
segir Sveinn. „Við höfum aldeilis feng-
ið sólina og hlýjuna í maí, júní og það
sem af er þessum mánuði. Ég heyri úr
ýmsum áttum, sérstaklega hér sunn-
anlands, að sætukopparnir hafa verið
að lofa góðu um bláberjasprettuna,“
segir Sveinn og bætir við að sjálfur
hafi hann orðið var við fallega sætu-
koppa í Elliðaárdalnum, á Mýrunum
og í Eldborgarhrauni í júnímánuði.
„En maður veit aldrei alveg. Það
er ekki alltaf treystandi á sætukopp-
ana. Þeir þurfa jú að verða að berjum
en þegar verðrið er svona, sérstaklega
hlýindin í maí og júní þá má mikið vera
ef lyngið ætlar að bregðast okkur,“
segir Sveinn og hlær.
Hann segist lítið hafa heyrt um
berjahorfur á austanverðu landinu en
býst við að þar gæti berjasprettan orð-
ið verri en annars staðar vegna veðurs.
Þarf ekki að fara langt
„Ég á von á því að fyrsta sprettan
verði á fallegum og góðum berja-
stöðum í Borgarfirði, í Dölunum, á
sunnanverðum Vestfjörðum og svo
hreinlega hér um sunnanvert landið,“
segir Sveinn og bætir við að gott berja-
land sé að finna í Grímsnesi og á Þing-
völlum. „Svo er um að gera að kíkja í
Esjuna og fara fyrir ofan bæinn í Heið-
mörk og þangað sem kallað var Geit-
hálsinn hér áður fyrr. Þar eru berja-
lönd. Það þarf ekki að fara langt.“
Von á góðri
berjasprettu
Morgunblaðið/Ómar
Bláber Mikil bjartsýni ríkir um að
berjaspretta verði góð í haust.
Líkur eru á að
stutt sé í berjatíð
Lögreglan á Krít hefur handtekið
tvo þýska karlmenn sem grunaðir
eru um að hafa nauðgað 19 ára ís-
lenskri konu í bænum Hersonissos í
síðasta mánuði. Báðir karlmennirnir,
sem eru 34 ára og 38 ára, neita sök
og segjast aldrei hafa hitt konuna.
Greint er frá málinu í The Greek City
Times en DV fjallaði um málið í gær.
Konan var í fríi á eyjunni og hitti
hún mennina tvo á veitingastað. Þar
fengu þeir hana til að koma með sér
út af staðnum og leiddu hana áleiðis í
húsasund þar sem þeir réðust á hana
og skiptust á að nauðga henni. Menn-
irnir flúðu síðar af vettvangi og
komst konan til baka á hótelið þar
sem hún gisti, en hún var mjög skelk-
uð. Konan tilkynnti nauðgunina til
lögreglu og gekkst undir læknis-
skoðun. Stuttu síðar voru mennirnir
handteknir.
Íslenskri
konu nauðg-
að á Krít