Morgunblaðið - 06.07.2019, Side 14

Morgunblaðið - 06.07.2019, Side 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á þessum áratug hefur erlendum póstsendingum fjölgað mikið hjá Ís- landspósti. Tapið af hverjum pakka safnaðist saman en sendingunum fjölgaði með vaxandi netverslun. Það var þó ekki fyrr en í október í fyrra sem Íslandspóstur óskaði eftir framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna þessa. Umsóknin var sam- þykkt en sjóðurinn er tómur og mun fjárhæðin, hálfur annar milljarður, því að öllum líkindum falla á ríkis- sjóð og þar með skattgreiðendur. Tapið er einkum tilkomið vegna endastöðvagjalda sem leiða af samn- ingum við Alþjóðapóstsambandið (UPU). Íslandspósti er skylt að veita þjónustuna á tilteknum kjörum. Vegna þessara gjalda hafa m.a. sendingar frá Kína, sem skilgreint er sem þróunarland hjá UPU, verið niðurgreiddar á Íslandi. Er slíkum niðurgreiðslum ætlað að jafna að- gang landa að póstmarkaðnum. Skyldan nær til erlendra pakka sem eru allt að 20 kílóum. Með nýju viðbótargjaldi sem tók gildi með lagasetningu 3. júní sl. á sendingargjaldið að endurspegla kostnaðinn. Gjaldið er 400 krónur á sendingar frá Evrópu og 600 krónur fyrir sendingar utan Evrópu. Samkvæmt lögum um póstþjón- ustu skal íslenska ríkið „tryggja öll- um landsmönnum á jafnræðis- grundvelli aðgang að ákveðnum þáttum póstþjónustu, alþjónustu, með ákveðnum gæðum og á viðráð- anlegu verði“. Frá og með næstu áramótum mun einkaréttur Íslands- pósts á dreifingu áritaðra bréfa undir 50 grömmum falla niður. Hundraða milljóna tap árlega Árið 2017 fól stjórn Íslandspósts danska ráðgjafarfyrirtækinu Copen- hagen Economics að meta ófjár- magnaða alþjónustubyrði fyrir- tækisins. Markmiðið var meðal annars að meta tap af erlendum pakkasendingum sem Íslandspóstur mat á hundruð milljóna árlega á nokkurra ára tímabili. Niðurstaða greiningarinnar var að ófjármögnuð byrði Íslandspósts vegna alþjónustuskyldu væri sam- tals 2,6 milljarðar árin 2013-2017. Þar af voru 1,64 milljarðar vegna er- lendra pakkasendinga. Á grundvelli þessa sneri Íslandspóstur sér til Póst- og fjarskiptastofnunar og ósk- aði eftir framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu til að fá tapið bætt árin 2013-2017 og 2018. Skipting kröf- unnar er hér sýnd á grafi. Íslandspóstur vísaði í þessu efni til pósttilskipunar Evrópusam- bandsins en þar er lýst aðferðafræði við að reikna út hreinan kostnað af alþjónustunni. Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar 14/2009 að þótt tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög rúm- ist aðferðafræðin „innan gildandi póstlaga og sé í samræmi við við- tekna framkvæmd stofnunarinnar á undanförnum árum“. Var bættur með hækkunum Póst- og fjarskiptastofnun birti í maí á þessu ári tvær ákvarðanir vegna umsóknarinnar. Annars vegar ávörðun 13/2019 um að kostnaður Íslandspósts vegna einkaréttar og hefðbundinnar al- þjónustu hefði verið bættur upp í gegnum gjaldskrárhækkanir í gegn- um tíðina, ásamt því sem skert þjón- usta hefði dregið úr kostnaði. Um- sókn um framlag úr sjóðnum vegna þessa var því hafnað. Taldi stofn- unin að krafan hefði í för með sér að „arðsemi af bréfum innan einka- réttar yrði langt umfram eðlilega arðsemi“ umrædd ár. Íslandspósti er heimilt að taka tillit til alþjón- ustubyrði í gjaldskrá innan einka- réttar að því marki sem stofnunin hefur ákvarðað. Íslandspóstur hefur hækkað gjaldskrá vegna innlendra sendinga nokkrum sinnum síðustu ár og er hún orðin ein sú hæsta í Evrópu. Jafnframt var á árunum 2015 og 2017 dregið úr skyldum hvað varðar útburð innan alþjón- ustu. Taka til greina 1.463 milljónir Hins vegar ákvörðun 14/2019 þar sem stofnunin tók að hluta til greina umsókn um framlag úr jöfnunar- sjóðnum vegna ófjármagnaðrar byrði af erlendum póstsendingum. Stofnunin tók til greina kröfu Ís- landspósts vegna þessa, alls 1.463 milljónir króna. Íslandspóstur var rekinn með tapi 2013, 2014 og 2015 en með hagnaði 2016 og 2017. Með þessu framlagi breytist myndin og öll árin verður reksturinn sennilega með hagnaði. Áætlun Íslandspósts á ófjármögn- uðum kostnaði við alþjónustuskyldu félagsins byggði sem áður segir á aðferðafræði Copenhagen Econo- mics (CE). Útreikningar CE taka til ársins 2016 og yfirfærði Íslands- póstur niðurstöðurnar á hin árin tímabilið 2013-2017. Áður hafði Póst- og fjarskipta- stofnun farið yfir greiningu Íslands- pósts á kostnaði vegna alþjónustu vegna ársins 2013. Þá vann Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands sams- konar greiningu fyrir samgöngu- ráðuneytið sem tók til ársins 2015. Fram kom í bréfi Póst- og fjar- skiptastofnunar til Íslandspósts 23. nóvember í fyrra að í báðum þessum greiningum hefði verið komist „að hliðstæðum niðurstöðum og CE um hver hin „hefðbundni“ alþjón- ustukostnaður Íslandspósts væri“. Þ.e. kostnaðurinn án erlendra pakkasendinga. Íslandspóstur hefur frá árinu 2013 stuðst við svokallað LRAIC- líkan. Jafnframt gerði fyrirtækið nýjan kostnaðargrunn í samráði við endurskoðunarfyrirtækið KPMG og var hann sannreyndur af Póst- og fjarskiptastofnun. Með nýja líkaninu gat CE stuðst við alþjóðlega staðla við mat á ófjármagnaðri alþjónustu- byrði Íslandspósts. Vísað til kröfu Símans Í ákvörðun 14/2019 vísaði Póst- og fjarskiptastofnun til umsóknar Sím- ans um framlag úr jöfnunarsjóði al- þjónustu á sínum tíma. Úrskurðar- nefnd fjarskipta og póstmála féllst í máli 1/2007 á varakröfu Símans að því undanskildu að upphæðin var lækkuð í 163,2 milljónir króna með vísan til ýmissa atriða. Taldi nefndin í því tilviki að Síminn ætti bótarétt aftur í tímann, enda hefði fyrirtækið sannanlega orðið fyrir kostnaði sem leiddi af alþjónustubyrði. Póst- og fjarskiptastofnun studdist við það fordæmi í ákvörðun 14/2019, jafnvel þótt það stæði ekki með afgerandi hætti í póstlögum að bótaréttur væri afturvirkur. Upphæðin í tilviki Íslandspósts er nífalt hærri, eða 1.463 milljónir sem áður segir. Upphæðin tekur mið af framlagi vegna einkaréttar en dreif- ing á póstsendingum sem eru undir 50 grömmum fellur undir hann. Þá var tekið mið af óefnislegum ávinn- ingi vegna þjónustunnar og fyrningu krafna fyrir 30. október 2014. Alls fyrndust 167 milljónir af kröfunni vegna erlendra sendinga. Hún skipt- ist þannig að 1.640 milljónir voru fyrir árin 2013-2017 og 365 milljónir fyrir árið 2018, alls 2.005 milljónir. Fyrningu slitið með umsókn Almennur fyrningarfrestur kröfu- réttinda er fjögur ár. Leit Póst- og fjarskiptastofnun svo á að fyrningu hefði verið slitið gagnvart jöfn- unarsjóði með umsókn Íslandspósts 30. október 2018. Skýrsla Copenhagen Economics lá fyrir í mars 2018 og sendi Íslands- póstur hana til Póst- og fjarskipta- stofnunar 9. apríl sama ár. Íslands- póstur lagði hins vegar ekki fram kröfur á grundvelli hennar fyrr en í lok október sama ár. Með hliðsjón af fyrningarákvæðum virðist þessi um- þóttunartími hafa kostað félagið á annað hundrað milljónir. En sökum þess hversu langur tími var liðinn frá 1. janúar 2013 hefði hluti fyrn- ingarinnar komið til hvort sem er. Samkvæmt póstlögum er gert ráð fyrir að innheimt sé jöfnunargjald til að fjármagna mögulega byrði vegna alþjónustu. Það skuli renna í jöfn- unarsjóð í vörslu Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). Um er að ræða tvo aðskilda sjóði. Annars veg- ar er sjóður fyrir fjarskipti og hins vegar fyrir póstþjónustu. Samkvæmt ársreikningi jöfn- unarsjóðs fjarskipta var hrein eign hans 8,94 milljónir í lok árs 2017. Jöfnunarsjóður póstþjónustu er hins vegar tómur enda hefur hann aldrei verið virkjaður. Í ákvörðun PFS 14/2019 segir að ef viðkomandi ráðuneyti og síðan Al- þingi ákveði að markaðurinn skuli greiða hið útreiknaða tap Íslands- pósts vegna erlendra sendinga myndi fyrirtækið greiða um 82% af álögðu jöfnunargjaldi, eða um 1,2 milljarða. Á sama stað segir að slík gjaldtaka sé óheppileg leið til að afla fjár til að bæta slíka byrði. Hún myndi „án efa valda öðrum mark- aðsaðilum verulegum vandræðum“. Gjaldaleiðin leysir ekki vanda „Við skoðun á jöfnunargjaldsleið- inni verður að mati PFS að horfa til þess að ÍSP myndi greiða megin- hluta gjaldsins og að eftirstöðvarnar mundu falla á aðra markaðsaðila. Jöfnunargjaldsleiðin myndi því í reynd ekki leysa þann vanda sem upp er kominn í rekstri fyrir- tækisins sem tengist hinum erlendu póstsendingum og án efa valda öðrum markaðsaðilum verulegum vandræðum,“ segir þar orðrétt. Þar sem jöfnunarsjóður póstþjón- ustu er tómur þarf að leita annarra leiða til að greiða áðurnefndar 1.463 milljónir vegna ófjármagnaðrar al- þjónustubyrði Íslandspósts af er- lendum pakkasendingum. Með nýjum póstlögum sem taka gildi um næstu áramót verður breyt- ing á hlutverki sjóðanna. Heimildar- maður blaðsins sagði söfnun í jöfn- unarsjóð með gjaldtöku vera hægvirka og erfiða fjármögnunar- leið fyrir tilfallandi verkefni, á borð við kröfu Íslandspósts. Framlög úr jöfnunarsjóði fjarskipta hafi nýst ágætlega til að standa straum af kostnaði við símsvörun neyðarlínu. Póstmarkaðurinn hefur kært ákvörðun 14/2019 til úrskurðar- nefndar fjarskipta og póstmála og farið fram á að hún sé felld úr gildi. Biðin var Íslandspósti dýrkeypt  Félagið tók á sig mikið tap vegna erlendra sendinga árum saman áður en það sótti um bætur 380 480 545 650 595Íslandspóstur og erlendir pakkar Pakkar Rekjanleg bréf Bréf 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Milljónir kr. 2013 2014 2015 2016 2017 Samtals Hraði og tíðni sendinga 80 65 145 Erlend bréf 135 225 295 475 510 1.640 Dreifi ng í dreifbýli 365 370 375 235 180 1.525 Sendingar fyrir blinda 5 10 10 10 10 45 Alls 505 605 680 800 765 3.355 Einkaréttur** -125 -125 -135 -150 -170 -705 Samtals 380 480 545 650 595 2.650 Rekstrarafkoma -118 -51 -121 119 212 41 Ófjármagnaður kostnaður við alþjónustu Íslandspósts* 2013-2017 *Samkvæmt aðferðafræði Copenhagen Economics sem er byggð á kröfum um útreikning á alþjónustubyrði, sem settar eru fram í viðauka við pósttilskipun ESB. **Óefnislegur ávinningur. H ei m ild : S ký rs la Rí ki se nd ur sk oð un ar Heimild: Íslandspóstur ohf. Fjöldi sendinga frá útlöndum 2009-2018 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fyrirtæki sjálf þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja um bætur til stofnunarinnar vegna alþjónustubyrði. Eins og rakið er hér til hliðar sótti Íslandspóstur um bætur vegna erlendra sendinga í októ- ber 2018. Skv. heimildum blaðs- ins stóðu engar tæknilegar ástæður í vegi þess að Íslands- póstur hefði getað sótt um bæt- urnar fyrr. Erlendum sendingum tók að fjölga mikið frá 2013, sem varð félaginu dýrt. Þurfa að hafa frumkvæði FYRIRTÆKI OG BYRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.