Morgunblaðið - 06.07.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
ÚTSALA
verslunin.companys
companyskringlan
30–40%
AFSLÁTTUR
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hvar er laxinn? spyrja veiðimenn
sem veiðileyfasalar sig þessa dagana
og ekki að undra, myndin sem töl-
urnar draga upp af laxveiðinni til
þessa er ekki ýkja björt. Af fimmtán
aflahæstu ánum og veiðisvæðunum
til þessa hefur aðeins veiðst meira
nú í einni, Eystri-Rangá, en á sama
tíma í fyrra. Og aðeins veiðst betur í
tveimur en á sama tíma fyrir tveim-
ur árum. Og hér er ekki einungis
hægt að kenna hinum fordæmalausu
þurrkum í júnímánuði um, því það
hefur líka veiðst minna í ám í öðrum
landshlutum. Sem beinir sjónum að
hafinu: hvernig reiddi þeim seiðum
af sem gengu til hafs í fyrra?
„Menn hafa eðlilega áhyggjur,“
sagði einn viðmælenda úr hópi veiði-
manna í gær. Og annar, Ingólfur Ás-
geirsson staðarhaldari við Þverá og
Kjarrá, sagði stöðuna vissulega und-
ir væntingum en hvatti fólk jafn-
framt til að bíða aðeins með að fella
dóma um laxagöngur sumarsins, það
gætu enn komið góðar göngur í júlí.
„Veiðitölur endurspegla ekki hvað
er gengið í árnar á Vesturlandi, alls
ekki,“ sagði Haraldur Eiríksson hjá
Hreggnasa þar sem hann var við
Laxá í Kjós í gær, en hún er æði
vatnslítil. „Svona er veiðin og ég er
pollrólegur,“ bætti hann við og sagði
góðar fréttir, að þegar aðeins þykkn-
aði upp yfir Grímsá í Borgarfirði og
Kjósinni í fyrradag þá „sprautaðist“
smálaxinn inn, fyrstu raunverulegu
smálaxagöngurnar í báðar ár. „Og
nú eru skyndilega 50 laxar í Kvísl-
arfossi. Fyrir vikið er betra hljóð í
okkur en fyrir tveimur dögum. Það
hefur staðið illa á straumum og að-
stæðurnar verið erfiðar, ætli hin
hefðbundna Jónsmessuganga sé
ekki bara að koma fyrst núna,“ sagði
hann.
Betra en takan sýnir
Ingólfur sagði svipaða sögu ofan
úr Borgarfirði: „Það eru ágætar
göngur núna í Þverá,“ sagði hann,
„betri göngur en takan sýnir og það
á sér einhverjar skýringar. Það eru
nú um hundrað laxar telja menn í
Kaðalstaðahyl,“ en það er einn besti
veiðistaðurinn í neðsta hluta Þverár.
Ingólfur bætti við að besti dagur
sumarsins til þessa í Þverá og
Kjarrá hefði verið á miðvikudag er
19 var landað, 10 náðust síðan á
fimmtudag. „Hollið sem er nú í
Þverá er komið með eina 15 eftir
fjórar vaktir,“ sagði hann. Og fall-
egir stórir laxar eru inni á milli í afl-
anum, 84, 89 og 96 cm laxar.
Þegar horft er á veiðitölurnar í
Þverá og Kjarrá til þessa voru þær á
miðvikudag aðeins rúmlega tíu pró-
sent þess sem hafði veiðst á sama
tíma í fyrra, en það verður að taka
tillit til þess að áin var ekki fiskgeng
í júnímánuði. Það er fyrst nú á síð-
ustu dögum, eftir að tók að rigna, að
fiskur hefur getað þokast upp ána.
Laxinn hefur því þurft að bíða í
Brennu, ármótunum í Hvítá, en þar
er veitt með þremur stöngum. 107
hafði verið landað þar á miðvikudag
á stangirnar þrjár sem er gott en
samt minna en síðustu ár.
Absúrd sjóbirtingsár
„Við sjáum laxinn bíða við ósa
Laxár og Dölum og Laxár í Kjós,“
sagði Haraldur Eiríksson og líkti því
við störukeppni sem myndi ekki
ljúka fyrr en aðstæður breyttust til
batnaðar og laxinn kæmist upp í árn-
ar. Því þegar þeir koma, eins og í
Laxá í Dölum smá ganga í gærkvöldi,
þá fengu veiðimenn þar neðst í ánni
strax fimm.
„En sjóbirtingurinn hefur heldur
betur gengið óhikað hér í Kjós,“
bætti hann við og að meðalvigt veidds
birtings fyrstu viku veiðinnar hefði
verið um tíu pund. „Það er eins og
tveggja ára lax, bara sterkari. Það
stefnir í absúrd ár hér hvað sjóbirt-
ingsgöngur varðar.“
En hvað laxinn varðar hvatti Har-
aldur menn til að vera rólega og
minnti á að svipað hafði veiðst í Kjós-
inni á þessum tíma sumrin 2007 og
2014 en þá urðu lokatölur í ágætu
meðaltali.
Nú er veiði hafin í öllum ám á norð-
austurhorninu. Í Svalbarðsá veiddust
fjórir í fyrsta hollinu en fyrsta
alvörugangan birtist á miðvikudag og
þá veiddust tíu á stangirnar tvær,
átta stórlaxar og tveir smálaxar en
þeir mæta því snemma þar í ár.
Besta veiðin í sumar hefur verið á
því svæði sem var opnað fyrst, við
Urriðafoss í Þjórsá, en misgóð eftir
dögum. Stundum er áin ærið moruð
og þá vill veiðin vera lakari.
Veiðin í Rangánum fer misvel af
stað en betur veiðist nú í þeirri
eystri en á sama tíma undanfarin ár,
og mikið veiðist af rígvænum
tveggja ára laxi sem gleður veiði-
menn.
Og ekki eru allir stangveiðimenn
með lax á heilanum því sumir kjósa
silunginn. Þeir hafa margir verið
kátir undanfarið, til að mynda sá
sem mokaði upp urriða á Skagaheiði
og birti stoltur mynd af aflanum, yfir
þrjátíu fiskum, á samfélagsmiðlum,
og annar sem veiddi þrjár bleikjur í
góðri á í Öxarfirði í fyrrakvöld í híf-
andi roki, hverja á eftir annarri á
sömu fluguna, Ölmu Rún: 52, 56 og
60 cm langar. Draumaveiði það.
„Menn hafa eðlilega áhyggjur“
Afar rólegt yfir laxveiðinni Fyrstu smálaxagöngur loks mættar í Grímsá og Kjósina Haraldur
Eiríksson hjá Hreggnasa bendir á að aðstæður hafi verið einstaklega erfiðar „Er pollrólegur“
Morgunblaðið/Einar Falur
Eftirsóttir Hilmar Jónsson háfar fallegan hæng í Fosshyl í Selá en hann tók
flugu veiðimannsins Sams Ratcliffe fyrsta veiðidag sumarsins í ánni.
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 100 200 300 400
Staðan 3. júlí 2019
Veiðivatn
Stanga-
fjöldi Veiði
4. júlí
2018
5. júlí
2017
Urriðafoss í Þjórsá 4 427 577 435
Eystri-Rangá 12 235 86 98
Blanda 14 135 299 371
Miðfjarðará 6 118 320 451
Brennan (í Hvítá) 3 107 188 150
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 12 93 208 365
Þverá - Kjarrá 14 91 843 656
Haffjarðará 6 91 320 312
Elliðaárnar 6 81 228 238
Laxá í Aðaldal 17 70 113 100
Grímsá og Tunguá 8 66 175 133
Norðurá 15 55 557 575
Víðidalsá 8 36 76 148
Langá 12 35 195 331-
Flókadalsá 3 33 82 141
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
Baldur Arnarson blaðamaður og rit-
stjórn Morgunblaðsins teljist hafa
brotið siðareglur félagsins í umfjöllun
um starfslok Auðuns Freys Ingvars-
sonar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Félagsbústaða hf. Séu brotin
ámælisverð.
Frétt um starfslokin birtist í Morg-
unblaðinu og á mbl.is þann 4. mars sl.
Auðun kærði til til Siðanefndar og
kvartaði yfir því, að fréttaefnið hefði
ekki verið borið undir hann áður en
fréttin birtist. Einnig beindist kvört-
un hans að efnishlið fréttarinnar. Í úr-
skurði siðanefndar kemur fram að
Auðun ritaði bréf til ritstjórnar Morg-
unblaðsins 11. mars og fór m.a. fram á
að grein sem fylgdi bréfinu yrði birt í
blaðinu. Ekki var orðið við því. Í
Morgunblaðinu 11., 13. og 14. maí var
frekari umfjöllun um málið og 15. maí
birti blaðið grein eftir Auðun þar sem
hann fjallar um málið.
Í niðurstöðu siðanefndar segir að
siðareglur leggi engar sérstakar
kvaðir á blaðamenn um að bera efni
frétta undir þá sem fjallað er um, en
að telja eigi blaðamanni skylt að bera
frétt undir aðila máls ef telja megi að
fréttin skaði hann eða sé honum til
vanvirðu. Er það álit nefndarinnar að
Baldur Arnarson, sem skrifaði frétt-
ina, hafi ekki vandað upplýsingaöflun
sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í
vandasömu máli.
Einnig telur nefndin að umfjöllun
um ástæðu starfsloka Auðuns beri
merki um að ekki hafi verið vandað til
upplýsingaöflunar. Nefndin segist þó
ekki geta amast við því að þar sé getið
um aðrar ástæður starfsloka en þær
sem Auðun vilji halda á lofti. Hið
sama eigi við um trúnaðarskýrslu
sem blaðamaður virðist hafa undir
höndum og það að blaðamaður kjósi
að lýsa óánægju ótilgreindra aðila
sem megnri.
Loks segir siðanefnd að ritstjórn
Morgunblaðsins hafi ekki brugðist við
réttmætri kvörtun Auðuns þegar
hann vakti athygli hennar á að blaða-
maður hefði ekki haft samband við
hann við vinnslu fréttarinnar, með því
að gera strax grein fyrir sjónarmiðum
Auðuns eða birta grein sem hann ósk-
aði eftir að yrði birt. Hafi ritstjórnin
því ekki sýnt honum fyllstu tillitssemi
svo sem ætlast verði til og 3. grein
siðareglna BÍ boði.
Í siðareglum BÍ segir að siðanefnd
greini brot í flokka eftir eðli þeirra: a)
ámælisvert, b) alvarlegt og c) mjög al-
varlegt. Sé óskað eftir birtingu í við-
komandi fjölmiðli ef um brot sam-
kvæmt skilgreiningu b) og c) sé að
ræða.
Fyllsta tillits-
semi ekki sýnd