Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratug
a
reynsla
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Störf bændanna í Lambhaga á Rang-
árvöllum breytast mikið á næstu
dögum þegar þeir taka í notkun nýtt
og tæknivætt fjós. Öll líkamlega erf-
iðustu störfin verða unnin með sjálf-
virkum vélum og tölvubúnaði. Bænd-
urnir geta einbeitt sér að eftirliti og
stjórnun framleiðslunnar fram í tím-
ann. Opið fjós verður í Lambhaga í
dag.
„Við erum að auðvelda okkur
störfin. Við getum þá einbeitt okkur
að því að stýra framleiðslunni þannig
að húsið nýtist til fulls og hver gripur
skili sem mestu. Með stækkun er
einnig verið að bæta velferð dýr-
anna,“ segir Ómar Helgason, bóndi í
Lambhaga. Bræðurnir Ómar og
Björgvin og konur þeirra Margrét
Harpa Guðsteinsdóttir og Dóra
Steinsdóttir standa að Lambhaga-
búinu ehf. ásamt móður þeirra
bræðra, Sjöfn Guðmundsdóttur.
„Svo eigum við báðir fjögur börn
þannig að það standa margir að
þessu,“ segir Ómar.
Geta borðað með börnunum
Eldra fjós er fyrir í Lambhaga og
hefur oft verið byggt við það og húsið
lagfært. Það er að verða úrelt og sjá
bændurnir enga framtíð í því. Það
nýtist þó áfram, meðal annars fyrir
uppeldi gripa.
Bygging nýja fjóssins hefur tekið
ár en áður höfðu þau undirbúið fram-
kvæmdina í heilt ár. Fjósið er um
1.700 fermetra hús, ætlað fyrir 140-
150 mjólkurkýr, auk smákálfa. Þar
er aðstaða fyrir geldkýr og meira að
segja velferðardeild fyrir kýr sem
þarfnast sérstaks eftirlits.
Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu,
sjálfvirkt gjafakerfi sem saxar niður
heyið og blandar í það steinefnum
eftir þörfum og gefur úr vagni mörg-
um sinnum á dag. Og sópar fóður-
ganginn. Þá sér sjálfvirk flórskafa
um skítmoksturinn. Myndavélakerfi
er í fjósinu sem hægt er að fylgjast
með í símanum. Ómar segir að þægi-
legt sé að geta litið í símann og það
spari fýluferðir í fjósið, til dæmis
þegar verið er að bíða eftir burði.
Ómar bætir því við að nýja fjósið
auki möguleika þeirra bræðra á að
vera með fjölskyldum sínum. „Við
munum hitta börnin okkar meira.
Það er varla að við höfum borðað
með þeim kvöldmat.“
Fjósbyggingin hefur verið undir-
búin með því að fjölga gripum.
Bændurnir hafa því ágætan stofn til
að flytja í nýja fjósið. Framleiðslu-
rétturinn er þó ekki nægur til að
fullnýta bygginguna og standa und-
ir aukinni nyt með tilkomu mjalta-
þjóna. Erfitt er að bæta úr því
vegna mikilla takmarkana á framsali
kvóta.
Alltaf óvissa í landbúnaði
Ómar er oft spurður að því hvort
ekki sé varasamt að leggja út í 250
milljóna króna fjárfestingu eins og
staðan er í landbúnaði. Hann svarar
því til að svona hafi ástandið verið frá
því hann man eftir sér. Aldrei hafi
verið gott að búa, alltaf einhver
óvissa framundan, of stuttir búvöru-
samningar, tollamál og innflutningur
og ekki víst hvað megi framleiða mik-
ið. „Annaðhvort er að ráðast í þessa
framkvæmd eða draga saman.“
Margrét kona hans segir að þau
hafi öll óbilandi trú á íslenskum land-
búnaði og telji að trú neytenda og
skilningur fari vaxandi. Ómar bendir
á að alltaf sé hægt að finna ódýrari
vörur erlendis. „Af hverju erum við
að flytja inn vörur, yfir hálfan hnött-
inn, vörur sem við getum framleitt á
Íslandi? Þetta skiptir líka máli fyrir
loftslagið, kolefnisspor innfluttra
matvæla er meira en innlendra,“ seg-
ir Margrét og Ómar bætir því við að
landbúnaðurinn skipti ekki aðeins
máli fyrir bændur heldur einnig þétt-
býlið þar sem fjöldi fólks hafi vinnu
við þjónustu við landbúnað.
Vélar vinna öll erfiðustu störfin
Mikil sjálfvirkni er í nýju fjósi sem byggt hefur verið í Lambhaga á Rangárvöllum Opin fjós í dag
Bændurnir einbeita sér að því að stýra framleiðslunni og sjá til þess að hver gripur skili sem mestu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lambhagi Hjónin Dóra og Björgvin og Ómar og Margrét og með börnum sínum framan við nýja fjósið. Sjöfn móðir þeirra bræðra stendur einnig að búinu.