Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á mið tilskipunarinnar er að marka betur reglur sem gilda um fjártækni- fyrirtæki og greiðslumiðlun. Með því munu fleiri fyrirtæki, þar á meðal fjártæknifyrirtæki, geta veitt upp- lýsingar sem bankar bjuggu einir að áður. Þá hafa sérfræðingar varað við því að verðmæti banka kunni að rýrna svo um munar sé ekki brugðist rétt við. Spurður hvort hann óttist að eignarhlutur ríkisins í bönkunum rýrni á næstu árum segir Bjarni að ekki sé hægt að útiloka það. Bankar séu þó í góðri stöðu til að innleiða tæknina og halda þannig í við þró- unina. „Allir bankar gera sér grein fyrir því að örar breytingar hafa átt sér stað og munu eiga sér stað í fjár- málaheiminum. Fjártæknin er einn angi þessara breytinga og bankarnir hafa verið að innleiða tæknina. Með því hafa þeir reynt að grípa tækifær- in sem í henni felast. Það er eins í þessu og öðru, þeir sem sitja eftir verða fyrir tjóni. Það er ekki gott að segja á þessari stundu hvort verð- mæti bankanna geti rýrnað vegna uppgangs fjártækni, en það er ekki útilokað. Ég held að það sé óhætt að segja að allar líkur séu á því að þeir bankar sem sitja eftir og ekki fylgja þróuninni muni lækka í verðmæti,“ segir Bjarni og bætir við að Sjálf- stæðisflokkur hafi talað fyrir því að selja eignarhlut íslenska ríkisins í bönkunum. „Við höfum talað um að ríkið losi um eignarhald sitt í bönk- unum og sú vinna er í farvegi.Ég er þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið þá myndi það duga íslenska rík- inu að fara með hlut í einum kerf- islega mikilvægum banka. T.d. til að tryggja að höfuðstöðvar hans væru á Íslandi,“ segir Bjarni. Staðan óbreytt frá því í janúar Í janúar fyrr á þessu ári kom fram í viðtali við Bjarna að mikilvægt væri fyrir ríkið að draga úr umfangsmiklu eignarhaldi sínu á bönkunum. Að hans sögn er staðan óbreytt frá þeim tíma. Vonir standi þó til að hægt verði að hefja söluferlið á kjörtíma- bilinu. „Það væru vonbrigði að hefja ekki söluferli bankanna á þessu kjör- tímabili,“ segir Bjarni sem telur vel gerlegt að fara í árangursríka skrán- ingu á markað líkt og gert var í til- felli Arion banka. Þá kveðst hann vongóður um að hægt sé að fá hag- stætt verð fyrir bankana. „Ég held að það sé óvitlaus nálgun að miða við markaðsvirði Arion banka. Með því á ég við að við getum fengið sama margfeldi eigin fjár fyrir hina bank- ana tvo,“ segir Bjarni. P/B (Price to book) hlutfall Arion banka er 0,72. Sé horft til uppgjörs fyrstu þriggja mánaða hjá hinum bönkunum ásamt því að miða við sama P/B hlutfall, er verðmæti bank- anna um 300 milljarðar króna. Mark- aðsverðmæti Landsbankans væri þá tæpir 180 milljarðar kr. og Íslands- banka rétt rúmir 120 milljarðar kr. Enginn lýst yfir áhuga Bankar Svo virðist sem nær enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum.  Fjármálaráðherra segist ekki vita til þess að áhugi sé á ríkisbönkunum  Engin tillaga um söluferli borist frá Bankasýslu ríkisins  Fjártækni geti rýrt verðmæti FRÉTTASKÝRING Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég veit ekki til þess að aðilar hafi sýnt bönkunum áhuga. Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum rík- isins í bönkunum og mér er ekki kunnugt um að nokkur aðili hafi lýst yfir áhuga á að kaupa bankana í heilu lagi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísar hann í máli sínu til söluferlis Landsbanka og Ís- landsbanka, en til hefur staðið að selja bankana í nokkur ár. Lítil hreyfing hefur verið á málinu síðustu misseri. Að sögn Bjarna er þess beðið að tillaga um sölu bank- anna berist frá Bankasýslu ríkisins. Slík tillaga hefur enn ekki borist, en nú eru liðin fimm ár frá því að stofn- unin átti upphaflega að vera lögð nið- ur. „Við bíðum þess að það komi til- laga frá Bankasýslu ríkisins um að hefja söluferli bankanna. Sú tillaga hefur ekki enn borist. Ferlið fer ekki af stað fyrr en tillagan hefur verið lögð fram og það er erfitt að segja til um hvenær það verður,“ segir Bjarni. Mikilvægt að fylgja þróuninni Líkt og komið hefur fram í um- fjöllun Morgunblaðsins undanfarnar vikur styttist nú óðum í innleiðingu nýrrar tilskipunar Evrópusam- bandsins, PSD2, hér á landi. Mark- verkefni sé að ræða. „Þetta er hugsað sem flottur veitingastaður þar sem verði er stillt í hóf. Við viljum að fólk geti t.d. komið þarna áður en það fer út að skemmta sér,“ segir Pálmar. Nýr aðili kom inn í viðræðurnar Líkt og ViðskiptaMogginn greindi frá í síðustu viku átti Þingvangur í viðræðum við tvo aðila um aðkomu að rekstri í húsnæðinu. Pálmar segir að slitnað hafi upp úr við- ræðum við báða. Þeirra í stað kom nýr aðili að samningsborðinu, sem vinnur nú að því að fá fleiri með sér í verkefnið. „Viðræðurnar við hina duttu upp fyrir og þriðji aðili kom inn í myndina. Við erum sátt- ir við það og nú er sá aðili að kanna hvort hann geti fengið fleiri með sér í verkefnið. Við viljum auðvitað fyrst og fremst fá góðan leigjanda og erum alveg til í að vera með í „startinu“ ef þörf er á,“ segir Pálmar. aronthordur@mbl.is Ráðgert er að nýr veitingastaður sem koma mun í stað Skelfisk- markaðarins í nýbyggingunni við Klapparstíg verði opnaður í haust. Þetta segir Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs. Fram undan eru lítilsháttar breyt- ingar á innréttingum húsnæðisins, sem vonir standa til að klárist í haust. „Þetta eru algjörar minni- háttar breytingar. Því verður þetta í raun nýr rekstur í núver- andi húsnæði með að mestu óbreyttum innréttingum. Menn hafa tekið þessu rólega enda vilj- um við vanda til verka. Staðurinn verður því aldrei opnaður fyrr en kannski í september,“ segir Pálm- ar og bætir við að um spennandi Nýr aðili í stað Skelfiskmarkaðarins  Veitingastaður opnaður með haustinu Morgunblaðið/Valli Veitingastaður Nýr staður kemur í stað Skelfiskmarkaðarins í haust. ● Vöruviðskipti júnímánaðar voru óhagstæð um 22,8 milljarða króna. Nam verðmæti vöruútflutnings 46,5 milljörðum króna og innflutnings 69,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Vöruviðskipti reiknuð á fob-verðmæti voru því óhagstæð um 22,8 milljarða króna. Sé horft aftur til júnímánaðar í fyrra voru viðskiptin óhagðstæð um 20,2 milljarða króna á gengi hvors árs. Mest lækkun milli ára var í við- skiptum með iðnaðarvörur, en verð- mæti vöruútflutnings í júní var um fjór- um milljörðum króna lægra en á sama tíma í fyrra. Mesta lækkun í innflutningi var í eldsneyti, smurolíu og neysluvör- um. Vöruviðskipti verulega óhagstæð í júnímánuði 6. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.23 125.83 125.53 Sterlingspund 157.5 158.26 157.88 Kanadadalur 95.73 96.29 96.01 Dönsk króna 18.932 19.042 18.987 Norsk króna 14.661 14.747 14.704 Sænsk króna 13.429 13.507 13.468 Svissn. franki 127.0 127.7 127.35 Japanskt jen 1.1612 1.168 1.1646 SDR 173.41 174.45 173.93 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.5458 Hrávöruverð Gull 1415.25 ($/únsa) Ál 1754.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.88 ($/fatið) Brent ● Icelandair hækk- aði mest allra fé- laga í kauphöllinni í gær, eða um 2,9% í 152 milljóna króna viðskiptum. Alls hefur verð bréfanna hækkað um 4,38% frá ára- mótum, en gengið stendur nú í 10,29 kr. Litlar hreyfingar voru á verði í kaup- höllinni í gær en næstmest var hækk- unin hjá Símanum eða 0,67% í 112 milljóna króna viðskiptum. Mest var lækkunin hjá Origo eða 1,57% í 3 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir kom Eik fasteignafélag, en verð bréfa félagsins lækkuðu um 1,25% í 31 milljónar króna viðskiptum. Icelandair hækkaði um 2,9% í kauphöllinni Kauphöll Ice- landair hækkar. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.