Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Öryggis-lögreglan íAustur-
Þýskalandi, ógn-
valdurinn Stasi,
var birtingarmynd
tilraunar til að
hafa heilt þjóð-
félag undir eftirliti. Hlutverk
Stasi var að fylgjast með borg-
urunum með öllum tiltækum
ráðum. Allir voru á skrá og
menn njósnuðu hver um annan
og veittu öryggislögreglunni
upplýsingar. Þeir sem lentu á
svörtum lista gátu litlar vonir
gert sér um framgang og fjöl-
skyldur þeirra voru einnig
brennimerktar.
Tilraun ráðamanna í austur-
þýska alþýðulýðveldinu til að
vakta borgarana öllum stund-
um í vöku jafnt sem svefni vek-
ur flestum ugg og óhug. Ein-
hverjir fylltust þó öfund. Má
gera ráð fyrir að sú hafi verið
raunin hjá valdhöfum í Peking
og voru þeir þó býsna ötulir
við að fylgjast með almenn-
ingi.
Nú hefur taflinu hins vegar
verið snúið við. Stasi er horfið
veg allrar veraldar og Kínverj-
ar teknir til við svo rækilegt
eftirlit með borgurunum að
Austur-Þjóðverjarnir blikna í
samanburði.
Kínverjar hafa tekið
tæknina í sína þjónustu og
fylgjast með fólki nánast við
hvert fótmál. Hvarvetna eru
myndavélar, alls 200 milljónir
að talið er, og alls kyns grein-
ingabúnaður og upplýsinga-
bankar eru notaðir til að skrá
ferðir manna og greina hverjir
eru á ferð. Þá eru lögreglu-
menn jafnvel með snjallgler-
augu til að bera kennsl á fólk.
Eftirlitið er síðan notað til
að vega fólk og meta og raða
því upp. Ekki er nóg með það
heldur er það notað til að
niðurlægja fólk opinberlega.
Fjallað var um þetta kerfi í
Kína í fréttaskýringu í Morg-
unblaðinu á fimmtudag og var
það sláandi lesning. Þar er það
kallað „sómastöðukerfi“ og
kemur orðið því til skila hvað
átt er við.
Eftirlitsæðið er slíkt að
hermt hefur verið í fréttum að
yfirvöld komi fyrir smáfor-
ritum í símum ferðamanna við
landamæraeftirlit til að geta
fylgst með þeim á meðan þeir
dvelja í Kína.
Ýmislegt getur orðið til þess
að fólk hrapi niður sómastig-
ann í þessu kerfi og verði skil-
greint ótraustvekjandi ein-
staklingar. Þar má nefna allt
frá lánum í vanskilum til gagn-
rýni á stjórnvöld á félagsmiðl-
um og þaulsetu við tölvuleiki.
Sumir byrja með mínus í
kladda þessa kerfis áður en
nokkuð annað er
fært inn. Það á til
dæmis við um uig-
hura, sem eru fjöl-
mennir í Xinjiang
og sæta sennilega
mestu eftirliti
allra þjóðfélags-
hópa í Kína.
Þeir sem lenda í neðsta
þrepinu í sómastöðukerfinu
eiga ekki sjö dagana sæla. Þar
munu vera um 13 milljónir
manna. Segir í fréttaskýring-
unni að yfirvöld líti á þetta fólk
sem „letingja, slæpingja og
sníkjudýr“.
Kerfið er síðan notað til að
spilla fyrir fólki í neðri stigum
þess með ýmsum hætti. Í
fréttaskýringunni er tekið sem
dæmi að fólk með of lága
sómastöðu fái ekki að kaupa
flugmiða og verði að kaupa
miða með hægfara lest í stað-
inn. Allt er skráð og fólki ein-
faldlega vísað frá í miðasöl-
unni.
Þá eru reikniritar notaðir til
að breyta hringitóni „óæski-
legra“ einstaklinga. Þegar
símar þeirra hringja á al-
mannafæri vita allir nær-
staddir um leið að þar er á ferð
einstaklingur sem ekki er í
náðinni.
Í ofanálag hafa stjórnvöld
smíðað smáforrit sem segir
notandanum hverjir í nágrenni
hans séu slæpingjar. Þegar ýtt
er á einstaklinginn á kortinu
birtast ýmsar upplýsingar, þar
á meðal fullt nafn og ástæður
fyrir því hversu lágt skrifaður
viðkomandi er. Það eina sem
vantar er fullt heimilisfang.
Það er þó birt að hluta til.
Opinber smánun er ekki
eina refsingin. Þeir sem hrapa
niður sómastigann eru útilok-
aðir frá vel launaðri vinnu og
lánum af ýmsum toga og fá
ekki að bóka hótelherbergi.
Börn þeirra fá ekki að ganga í
einkaskóla.
Ekki er síður ógnvekjandi
að eina leiðin til að mjakast
upp sómastigann á ný er að
segja til annarra.
Enn er þetta kerfi ekki orðið
að fullu virkt en stefnt mun að
því að svo verði á næsta ári og
kínverskir ráðamenn eru svo
hrifnir af sköpunarverkinu að
þeir eru farnir að bjóða öðrum
einræðisherrum það til að auð-
velda þeim að herða tök sín á
valdataumunum.
Eins og bent er á í frétta-
skýringunni verður þjóðfélag,
sem vaktað er með þessum
hætti, eins og fangelsi. Eftirlit
með þessum hætti mun virka
eins og bremsa á fólk og hola
samfélagið að innan. Undur
hátækninnar eru orðin efnivið-
ur í ógeðfelldustu martröð
samtímans.
Kínversk stjórnvöld
stefna á að fylgjast
með öllum alltaf og
nota eftirlitið til að
draga fólk í dilka}
Undir eftirliti
Ö
rvæntingarfull pólitísk framganga
litlu Samfylkingarinnar heldur
áfram að vekja athygli. Nú síðast
þegar þau tala ítrekað gegn
sjónarmiðum sérfræðinga í þágu
sérhagsmuna innflutningsaðila. Forsvarsmenn
flokksins vefengja þannig sjónarmið heil-
brigðis- og lýðheilsusérfræðinga í æ fleiri mál-
um.
Þetta hefur verið sérstaklega áberandi þegar
kemur að varnaðarorðum gegn aukinni áfeng-
isneyslu sem fylgir svokölluðu brennivíns-
frumvarpi þeirra og þeirri stóru lýðheilsuvá
sem fylgir auknu sýklalyfjaónæmi með óheft-
um innflutningi á ferskum matvælum. Þá hefur
orðræða þeirra varðandi nýlegar tillögur um
aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga
verið undarleg. Fjórtán tillögur Embættis
landlæknis hafa fengið falleinkunn flokksins þrátt fyrir að
sumar þeirra væru til þess fallnar að stuðla að aukinni lýð-
heilsu. Tillögur svo sem að upplýsa neytendur betur, þótt
ekki sjái undirritaður ástæðu til að fara eftir tillögum eins
og að hækka skatta umfram það sem nú nú er. Hugsan-
lega er það svo að í huga Viðreisnar eru sérfræðingar ekki
sérfræðingar nema þeir starfi innan Evrópusambandsins
eða séu á snærum Félags atvinnurekenda. Spá fræði-
manna um að sýklalyfjaónæmi eitt og sér verði stærri
valdur að dauða en krabbamein eftir um þrjátíu ár virðist
altént ekki ná þeirra athygli. Það mætti segja að hægt
hefði verið að sjá þetta fyrir. Af fullkominni hræsni af-
hentu skammlífir ráðherrar flokksins í emb-
ættum lýðheilsuverðlaun og héldu ræður með
innantómum orðum sem var fórnað um leið og
færi gafst fyrir forsendur hinna ýtrustu við-
skiptahagsmuna Félags atvinnurekenda.
Kjósendur, sem jafnframt eru auðvitað
neytendur, hafa tekið eftir þessu ósamræmi og
vekja athygli á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að
enn sé langt í kosningar. Til dæmis má nefna
þegar einn núverandi þingmaður og þáverandi
ráðherra Viðreisnar óskar foreldrasamtökum
gegn áfengisauglýsingum velfarnaðar í mikil-
vægum verkefnum einn daginn en er vart
kominn úr ráðherraembættinu næsta dag þeg-
ar hann leggur fram brennivínsfrumvarp sem
vinnur gegn verkefnum samtakanna.
Sem betur fer sjá flestir í gegnum þessa
hræsni þegar Viðreisn þykist í þessum málum
í dag tala fyrir hagsmunum og frelsi neytenda en ekki sér-
hagsmunum innflutningsaðilanna. Hagsmunir neytenda
felast á endanum ekki í ódýrum vafasömum matvælum
heldur heilbrigði og langlífi. Það er skynsamlegt að upp-
lýsa neytendur um sjónarmið lýðheilsu- og heilbrigðis-
stétta en ekki vefengja og hunsa ábendingar þeirra. Við-
reisn er gott dæmi um flokk sem sinnir stefnulaust
sérhagsmunum kostenda flokksins, eltir tíðarandann og
þá sem eru virkir í athugasemdum, líkt og móðurskipið
Samfylkingin.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Viðreisn gegn lýðheilsu
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Skilningur á hreyfiveiki hefurfarið vaxandi að undan-förnu í kjölfar nýrrartækni, m.a. sýndarveru-
leika, sem hleypt hafi nýju blóði í
rannsóknir á þessu sviði. Fjallað
verður um hreyfiveiki á alþjóðlegri
ráðstefnu, sem hefst í Menningar-
húsinu Hofi á Akureyri á morgun og
stendur fram á miðvikudag.
„Við væntum þess að skilningur
okkar muni á komandi árum aukast
á þessu fyrirbæri og teljum jafnvel
að sitthvað sé í pípunum varðandi
lausn, þó ekki sé hún að fullu fram
komin,“ segir Hannes Petersen, pró-
fessor við læknadeild Háskóla Ís-
lands og háls-, nef- og eyrnalæknir á
Akureyri. Hannes er ráðstefnustjóri
en hann hefur farið fremstur í flokki
hér á landi í rannsóknum á sjóveiki.
Meðal þekktra vísindamanna
sem halda erindi á ráðstefnunni á
Akureyri má nefna John Golding og
Michael Gresty, sem báðir eru pró-
fessorar frá Bretlandi, og Laurence
Ratman Young, sem er yfirmaður
rannsókna á sviði heilbrigðismála
hjá NASA.
„Það er mikill fengur að því að
fá þessa vísindamenn á ráðstefnuna
og fróðlegt að heyra þeirra innlegg,“
segir Hannes.
Veikir í sjálfkeyrandi bílum
Fulltrúar allra helstu bílafram-
leiðenda heims eiga fulltrúa á ráð-
stefnunni, en það er kannski ekki
síst tilkoma sjálfkeyrandi bíla og
þróun þeirra sem orðið hefur þess
valdandi að rannsóknir á hreyfiveiki
af öllu tagi hafa aukist.
Hannes segir að ökumenn finni
að jafnaði ekki sjálfir fyrir bílveiki,
enda séu þeir með hugann í flestum
tilvikum bundinn við aksturinn.
Annað sé upp á teningnum þegar
menn láta fara vel um sig í sjálfkeyr-
andi bílum, þá blossi bílveikin upp
þrátt fyrir að vísindamenn hafi skoð-
að hreyfiveiki um alllangt skeið, án
þess að menn hafi áttað sig á hvað
veldur. Detti menn niður á lausn
gildir hún væntanlega fyrir öll far-
artæki sem valda hreyfiveiki; skip,
bíla, flugvélar, geimför og lestir.
Um 80% íslenskra sjómanna
finna fyrir sjóveiki við störf sín og
sjóriðu þegar í land er komið að því
er fram kom í rannsókn sem gerð
var hjá Slysavarnaskóla sjómanna.
Einkenni sjóveiki eru margvísleg, en
ógleði og uppköst þau sem eru hvað
mest truflandi. „Þessi einkenni
koma til vegna skynáreksturs sjón-
ar, jafnvægis- og stöðuskyns og þar
er þáttur jafnvægisins mikilvæg-
astur, einkum tengsl við starf ósjálf-
ráða taugakerfisins sem miðlar boð-
um um ógleði og uppköst.“ Engin lyf
eru til sem virka á sjóveiki.
Eftir töluverðu að slægjast
„Það hafa á liðnum árum komið
fram tækninýjungar, geimferðir og
sýndarveruleiki hafa orðið til þess
að blása nýju lífi í rannsóknir á
hreyfiveiki og þekking okkar hefur
aukist. Allt sem hjálpar til við að
auka skilning okkar er af hinu
góða,“ segir Hannes og bendir á að
með vaxandi aldri fólks aukist jafn-
vægisleysi, fólk svimar og það finnur
fyrir sundli í meira mæli en á yngri
árum og dettur oftar. Beinbrot hjá
fólki sem komið er yfir 75 ára aldur
skerða mjög lífsgæði þess og lífs-
líkur þeirra eru í raun verri en hjá
fólki á sama aldri sem greinist með
krabbamein.
„Það er því eftir töluverðu að
slægjast að komast að því hvað veld-
ur. Jafnvægið hefur verið kallað hin
þögla skynjun, við erum ekki með-
vituð um það fyrr en við töpum því,“
segir Hannes Petersen.
Alþjóðleg leit að
orsökum hreyfiveiki
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Rannsakar sjóveiki Hannes Petersen hefur verið í fararbroddi í rann-
sóknum á sjóveiki hér á landi en um 80% sjómanna finna fyrir slíku.
Á ráðstefnunni verður skrifað
undir viljayfirlýsingu um stofn-
un rannsóknaseturs um sjó-
veiki. Sjóveikisetrið verður eins
konar miðstöð rannsókna sem
tengjast sjóveiki. Að setrinu
standa Háskóli Íslands, Háskól-
inn í Reykjavík og Háskólinn á
Akureyri auk háskóla í Frakk-
landi en Hannes segir opið fyrir
þátttöku fleiri.
Sjóveikisetrið mun sinna
fræðslustarfi og rannsóknum.
Hannes tekur ásamt fleirum
þátt í rannsókn á rafvirkni í
heilaberki, en hún fer fram í Há-
skólanum í Reykjavík í sam-
vinnu við Háskóla Íslands.
Markmiðið er að reyna að finna
út hvar í heilaberki mannsins
hreyfiveiki á upptök sín og hvar
aðlögunin fer fram. „Ef við finn-
um út hvar upptökin eru er lík-
legra að við finnum leiðir til að
bregðast við. Við væntum þess
að rannsóknin skili okkur nýjum
svörum,“ segir hann.
Sjóveikisetur
á Akureyri
VILJAYFIRLÝSING