Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Orð eru til alls fyrst. Til eru orð í íslensku yfir alls kyns fyrirbærisem benda til sköpunarkrafts og geislandi ímyndunarafls, enekki síður nákvæmni og greinandi hugsunar. Mörg finnum viðí elstu handritum og eru enn jafn fersk í tungutaki dagsins og
þau voru fyrir átta hundruð árum. Önnur eru splunkuný og eiga eftir að
sanna sig í daglegu máli. Orðin geyma minningar um líf í landinu, hvern-
ig við höfum skynjað umhverfi okkar og okkur sjálf. Fjölbreyttur veð-
urorðaforði íslenskunnar minnir á endalausa baráttu við náttúruöflin og
orðtök um störf á sjó og á landi eru heimildir um atvinnuhætti sem við
fæst þekkjum í dag. Að sama skapi höndla þau nýjustu flókna og sí-
breytilega tilveru okkar á 21. öldinni. Íslenskan hefur alltaf þrifist best í
samspili við erlend tungumál
og nýjar hugmyndir – og svo
er enn – þó að áskoranirnar
séu að sönnu flóknari nú en
nokkurn tíma fyrr.
Í Safnahúsinu við Hverf-
isgötu í Reykjavík er sýning
þar sem óravíddir íslensks
orðaforða eru kannaðar. Þar er sýnt nýstárlegt myndbandsverk í þrívídd
þar sem við fylgjumst með hvernig orðin tengjast saman og spinna vef
sinn, og virðast orðaþyrpingarnar hringsóla hver um aðra eins og stjörn-
ur vetrarbrautarinnar. Það er magnað að gefa sig þessu sjónarspili
orðanna á vald og njóta auðlegðar tungumálsins. Sýningin byggist á
Orðaneti Jóns Hilmars Jónssonar sem er birt á vefslóðinni málið.is, en til
grundvallar eru hundruð þúsunda orða og samsetningar þeirra.
Mér datt í hug að benda lesendum á þessa óvenjulega sýningu um ís-
lenskuna þegar ég hlustaði í vikunni á snjallan og skemmtilegan pistil
sem Stephen Fry flutti eins og honum er einum lagið á BBC 2. Þar hvet-
ur hann landa sína til að vera frjálsa og skapandi í umgengni við móð-
urmálið sitt enskuna, hræðast ekki regluverk og strangar umvandanir –
heldur njóta þess að tjá sig. Við lærum flest að tala móðurmál okkar án
þess að vita af því og eigum ekki að óttast að leika okkur með það. Skoðið
það: www.facebook.com/watch/?v=457010668409339. Orð hans eiga líka
erindi við okkur.
Vitundarvakningin um íslenskuna sem mennta- og menningar-
málaráðherra hefur hleypt af stokkunum byggist ekki síst á sköp-
unarkraftinum sem felst í tungumálinu og þeirri grósku og styrk sem er í
íslenskum bókmenntum og textagerð. Orðaforðinn eflist ekki af sjálfu
sér, heldur með lestri og alls kyns örvun. Ef við gefum krökkum færi á að
leika sér að íslenskunni á allan mögulegan máta, eins og Fry hvetur okk-
ur til að gera, lesa sína uppáhaldstexta í skólanum, romsa út úr sér orð-
um og reyna á þolrif tungunnar, skrifa og tala eins og þau lystir, er fram-
tíð íslenskunnar björt. Vinsældir hraðmælskra og orðsnjallra rappara
eru vísbending um að það sé kannski lag að vekja áhuga þeirra á óravídd-
um tungunnar ef þau velja sjálf miðilinn og textana sem höfða til þeirra.
Leikur að orðum
Tungutak
Guðrún Nordal
gnordal@hi.is
Sl. miðvikudag birtist í ViðskiptaMogganum, eittathyglisverðasta viðtal, sem birzt hefur árumsaman við forstjóra opinbers fyrirtækis. Þar erum að ræða viðtal Baldurs Arnarsonar blaða-
manns við Birgi Jónsson, nýjan forstjóra Íslandspósts. Í
því viðtali kveður við annan tón en fólk hefur átt að venj-
ast frá þeim sem stjórna fyrirtækjum eða stofnunum á
vegum ríkisins.
Viðtalið hefst á þessum orðum blaðamannsins:
„Það er hátt til lofts og vítt til veggja á skrifstofu Birg-
is Jónssonar, nýs forstjóra Íslandspósts, við Stórhöfða í
Reykjavík. Gestum er vísað til sætis í leðursófum og
listaverk prýða veggi. Útsýni er út á sundin. Þessi fyrsta
upplifun af fyrirtækinu bendir ekki til að það sé „tækni-
lega gjaldþrota“ eins og Birgir orðar það í samtali við
ViðskiptaMoggann.“
Í framhaldi af þessum orðum blaðamanns segir Birg-
ir:
„Hér er fínt að vera nema hvað maður
situr hérna eins og í gröf. Það heyrist
ekki neitt og enginn kemur. Við erum
með heilan gang fyrir framkvæmda-
stjórn, þar sem allir framkvæmdastjórar
hafa stórar skrifstofur. Þetta tíðkast ekki
í nútímafyrirtækjum, sérstaklega ekki fyrirtækjum eins
og þessu. Magnið er mikið í umsvifum félagsins en hagn-
aðarprósentan lág.“
Ætli þessi hispurslausa lýsing geti kannski átt við
fleiri opinber fyrirtæki og stofnanir?
Þegar Birgir er spurður um vandamál Íslandspósts
segir hann:
„Fyrst og fremst að yfirbygging og almennur kostn-
aður í fyrirtækinu er alltof hár. Hér er alltof mikið af
starfsfólki. Stjórnunarlagið – millistjórnendur og yf-
irstjórn – endurspeglar ekki tekjugrunn félagsins. Sama
má segja um skrifstofurnar. Það er búið að skerða þjón-
ustu, fækka dreifingardögum, loka pósthúsum og hækka
verðskrána mikið en ekki búið að taka nógu mikið til í yf-
irbyggingunni.“
Og forstjórinn bætir við:
„Ég veit ekki hvað við getum skorið mikið niður en
það er mjög mikið, hleypur á hundruðum milljóna …
Hér hefur ekki verið sami agi á almennum rekstri og hjá
mörgum fyrirtækjum. Ég veit ekki hvort það end-
urspeglar eignarhaldið eða hvort þetta er gömul stofn-
anamenning. Hitt veit ég að slíkt myndi ekki viðgangast í
einkafyrirtæki. Það hefði ekki efni á því. Íslandspóstur
hefur lengi verið rekinn með tapi og það er ekki búið að
bregðast við því með öllum tiltækum ráðum, af því að
það hefur einhvern veginn verið litið svo á að ríkið, eig-
andinn, myndi á endanum koma til bjargar. Venjulegt
fyrirtæki á einkamarkaði hefði farið á hausinn. Þetta
fyrirtæki er tæknilega gjaldþrota, alla vega strand.“
Og spurður um fækkun starfsmanna segir Birgir:
„Það verður mest breyting á fjölda starfsmanna í yf-
irbyggingu fyrirtækisins og stjórnunarstöðum.“
Hér er skýrt talað. Lýsing hans á Íslandspósti end-
urspeglar þá tilfinningu sem almennir borgarar hafa fyrir
opinbera kerfinu hér á Íslandi.
Hverjir bera ábyrgð á því að þetta hefur verið látið við-
gangast í þessu litla landi og fámenna samfélagi?
Það er augljóst að þar bera stjórnmálamennirnir, hinir
kjörnu fulltrúar, sem sitja á Alþingi og í ríkisstjórn mesta
ábyrgð. Þeir eiga að að vera það aðhald sem kemur í veg
fyrir að svona „stofnanamenning“ verði til og vaxi mönn-
um yfir höfuð. En þeir hafa ekki veitt það aðhald. Þeir
hafa orðið samdauna „kerfinu“ og það á við um ráðamenn
í öllum flokkum í mjög langan tíma.
Eitt af því, sem vakti athygli í kjölfar
hrunsins var að á sama tíma og einkafyr-
irtæki fækkuðu fólki og áttu ekki annars
kost var ekki um slíkar aðgerðir að ræða
hjá opinberum aðilum þótt eitthvað væri
um launalækkanir.
Stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi afstöðu til
ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn hvatti lengi til þess að
því yrði sniðinn stakkur eftir vexti. Og einu sinni boðaði
hópur ungra manna í Sjálfstæðisflokknum „báknið burt“.
En þær raddir þögnuðu og Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki skorið sig úr öðrum flokkum að þessu leyti í langan
tíma.
Það er kominn tími til að breyting verði á. Stjórnkerfið
er ekki aðeins orðið ofvaxið bákn, sem tekur til sín of mik-
ið af skattfé þegnanna, sem væri betur varið annars stað-
ar, heldur vinnur það leynt og ljóst að því að sölsa undir
sig þau völd, sem samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins
eiga að vera í höndum kjörinna fulltrúa.
Það verður að ráðast til atlögu við þetta kerfi og koma
böndum á það. Og til þess þarf fólk með það hugarfar, sem
fram kemur í máli Birgis Jónssonar í fyrrnefndu viðtali.
Kannski eru ráðandi öfl í öllum stjórnmálaflokkum orð-
in svo samdauna þessu kerfi eða samvaxin því að þau skilji
ekki hvað hefur verið að gerast í kringum þau.
Hættan sem vofir yfir þeim er þá þessi:
Að fram komi stjórnmálaafl á Íslandi sem hafi það sem
eitt af helztu stefnumálum sínum að koma böndum á op-
inbera kerfið, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum og
skera rækilega niður þann óþarfa kostnað, sem lýsir sér,
eins og hjá Íslandspósti í alltof stórri yfirbyggingu á einu
smæsta lýðveldi veraldar.
Slíkt stjórnmálaafl gæti í krafti slíks málflutnings sópað
til sín fylgi frá flokkunum sem hafa annaðhvort orðið sam-
dauna kerfinu eða gengið því á hönd.
Ungu mennirnir í Sjálfstæðisflokknum, sem boðuðu
„báknið birt“ fyrir bráðum hálfri öld, höfðu rétt fyrir sér.
Kannski er kominn tími til að einhverjir í þeim her-
búðum dustið rykið af „gömlum“ hugsjónum.
Ferskir vindar blása –
frá Íslandspósti
„Báknið burt“ þarf
að endurnýjast.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þótt furðulegt sé, átti Josíf Stalínmarga vini í Norðurálfunni um
miðja tuttugustu öld. Hér á landi
voru þeir raunar fleiri en víðast ann-
ars staðar. Flokkur þeirra, sem
hafði kastað kommúnistanafninu og
kenndi sig við sósíalisma, fékk nær
fimmtung atkvæða í þingkosningum
1946 og 1949. Naut hann rausnar-
legra, en leynilegra framlaga frá
Moskvu, sem auðveldaði honum að
reka voldug útgáfufyrirtæki og
kosta verkföll í stjórnmálaskyni.
Andstæðingarnir sættu ofsóknum
og útskúfun, ef og þegar til þeirra
náðist, ekki síst rithöfundar. Eins og
Þór Whitehead prófessor lýsir í
smáatriðum í bókinni Sovét-Íslandi,
óskalandinu, beittu kommúnistar
ekki aðeins ofbeldi í vinnudeilum,
heldur reyndu líka með öllum ráðum
að koma í veg fyrir Keflavíkursamn-
inginn 1946. Þeir létu svívirðingar
ekki duga, heldur veittust að ráða-
mönnum á götum úti og fóru að
heimilum þeirra.
Það þurfti kjarkmenn til að skora
þetta illvíga lið á hólm. Ásgeir Pét-
ursson, sem lést í hárri elli 24. júní
2019, var slíkur kjarkmaður. Hann
var laganemi, þegar hann birti árið
1948 tímamótagrein þess efnis, að
lýðræðissinnar yrðu að sameinast
um að tryggja lög og reglu í landinu.
Það féll síðan í hlut hans að skipu-
leggja varalið til stuðnings lögreglu,
þegar kommúnistar gerðu sig lík-
lega til að ráðast á Alþingishúsið 30.
mars 1949 og hindra afgreiðslu
þingsályktunartillögu um aðild Ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu.
Tókst að hrinda þeirri árás, en ein
áreiðanlegasta heimildin um at-
burðarásina þann örlagadag er
rækilegur hæstaréttardómur frá
1950.
Sennilega er annað framtak Ás-
geir síður kunnugt. Hann var að-
stoðarmaður Bjarna Benedikts-
sonar í menntamálaráðuneytinu
1953-1956, og er óhætt að segja, að
þeir hafi í sameiningu skipulagt
gagnsókn lýðræðissinna í menning-
armálum. Þeir Guðmundur G. Haga-
lín og Kristmann Guðmundsson,
sem kommúnistar höfðu lagt í ein-
elti, fengu til dæmis störf, þar sem
hæfileikar þeirra fengu að njóta sín,
og Almenna bókafélagið var stofnað
17. júní 1955 til að búa borgara-
legum rithöfundum skjól. Rek ég
stuttlega þá sögu í formála bók-
arinnar Til varnar vestrænni menn-
ingu: Ræður sex rithöfunda 1950-
1958, sem Almenna bókafélagið gaf
út 1. desember 2018 á 100 ára af-
mæli fullveldisins. Ásgeir Pétursson
var einn þeirra manna, sem stóðu
vörð um fullveldi Íslands, þegar á
reyndi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Ásgeir Pétursson