Morgunblaðið - 06.07.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.07.2019, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi- stund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir þjónar. Félagar úr kór Árbæj- arkirkju leiða sönginn og Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Messa 7. júlí fellur niður vegna sumarferðar Safnaðarfélags Ásprestakalls í Borgarfjörð. Ferðalangar taka þátt í messu í Reyk- holtskirkju kl. 14 þar sem séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur, djákna Ássafnaðar. Séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur Ásprestakalls prédikar. Áskirkja verður lokuð vegna sum- arleyfa sóknarprests og starfsfólk frá 8. júlí til 19. ágúst, og liggur helgihald kirkjunnar niðri á meðan. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta 7. júlí kl. 11. Boðið verður upp á kaffi og með því í anddyri kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni. Messan verður í umsjá sr. Brynhildar Óla El- ínardóttur og Heiðrúnar Back guð- fræðings. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Huldu Bragadóttur organista. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Félagar úr kór Bú- staðakirkju leiða sönginn undir stjórn Hjartar I. Jóhannssonar. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Hress- ing eftir messuna. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Guðni Már Harðarson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Dougl- as er organisti, félagar úr Dómkórn- um syngja. Minnum á bílastæðin við Alþingi. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11 við Vífilsstaðavatn í Garðabæ. Kirkju- gestir hittast á bílastæðinu við vatn- ið og þar verður guðsþjónusta. Að lokinni guðþjónustu er gengið í kring- um vatnið og guðspjall dagsins rætt. GLERÁRKIRKJA | Kvöldhelgistund kl. 20 í umsjón Gunnlaugs Garð- arssonar og Valmars Väljaots. Fyr- irbænir og sakramenti. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Grétar Hall- dór Gunnarsson prédikar og þjónar. Forsöngvari leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Þórdís Emelía og Björney Anna Ar- onsdætur leika á fiðlu. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Sr. María Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Næst verður messað í Grensáskirkju 11. ágúst kl. 11. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgistund sunnudag kl. 20. Prestur er Karl V. Matthíasson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messuganga við Vífilsstaðavatn í Garðabæ kl. 11 í umsjón sr. Jónu Hrannar Bolladóttur sóknarprests Ví- dalínskirkju. Ekki er messað í Hafn- arfjarðarkirkju þennan sunnudag. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt Grétu Konráðsdóttur og Jónu Heiðdísi Guð- mundsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Móttettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laug- ard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Jo- hannes Skoog organisti frá Svíþjóð leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa mið- vikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson, prestur er Eiríkur Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjón- usta 7. júlí kl. 14. Guðsþjónustan er í samstarfi við Félag fyrrverandi presta og mun sr. Svavar Stefánsson fv. sóknarprestur í Fella- og Hólakirkju prédika. Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari og Kristín Waage leik- ur á orgel. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11 Samkoma. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14 . English speaking ser- vice. LAUGARNESKIRKJA | Vegna sum- arleyfa starfsfólks verður ekkert helgihald í Laugarneskirkju í júlí- mánuði. Næsta guðsþjónusta verður 4. ágúst kl. 20. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11, sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og fer með hugleið- ingu. Þórður Sigurðarson spilar á org- el. Kirkjuvörður er Hildur Salvör Back- man. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta í Kapellu kl. 20. Katrín Valdís Hjart- ardóttir syngur ásamt Páli Pálssyni á bassa og Óskari Einarssyni á píanó. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Árni Þór Þórsson guðfræðinemi les ritning- arlestra og bæn. Barnasvæði með blöðum og litum til staðar fyrir yngri kynslóðina. Kaffi og samfélag á torg- inu eftir messu að vanda. Nánar á neskirkja.is SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari, Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng, messu- kaffi í lokin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Jón Bjarnason. Steinunn Arnbjörg Stef- ánsdóttir leikur á selló. ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Almennur söngur við gítarundirleik. Morgunblaðið/Helgi BjarnasonHof í Öræfum Hofskirkja. ORÐ DAGSINS: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15) Messur á morgun ✝ Theódóra Björg-vinsdóttir fædd- ist í Garðhúsum í Innri-Njarðvík 27. júlí 1937. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 12. júní 2019. Foreldrar hennar voru Magnús Björg- vin Magnússon, f. 9. júlí 1909, d. 14. des- ember 1958, og Jó- hanna Sigríður Jónsdóttir, f. 11. desember 1906, d. 15. nóvember 1981. Hún var þriðja í röðinni af fimm systrum, hinar eru: Ólafía Katrín, f. 1932, d. 2011; Björg, f. 1935, d. 2012; Kristín Ólöf, f. 1938; gift Trausta Ólafssyni og þau eiga þrjú börn, Einar Þór, Snorra og Guðlaugu Dóru. 5) Sigríður, f. 1966, gift Sigurði Böðvarssyni og þau eiga fjögur börn, Auði Örnu, Brynju, Bjarka og Fannar. Barnabarnabörnin eru átta. Dóra og Jónas bjuggu á Hellis- sandi í upphafi búskapar en flutt- ust til Reykjavíkur 1972. Dóra hafði verið heimavinnandi meðan börnin voru lítil og þau bjuggu á Hellissandi, en hún fór á vinnu- markaðinn eftir að þau fluttu suð- ur og vann ýmis störf, meðal ann- ars í saumastofu Hagkaups, raftækjaverslun, á elliheimilinu Grund og í verslun Hagkaups í Skeifunni. Samhliða dagvinnu skúraði hún jarðfræðideild Há- skóla Íslands í áratugi. Lengst af vann hún hjá Tollstjóraembætt- inu, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför hennar fór fram í kyrr- þey. Jónína Valgerður, f. 1943. Dóra giftist 31. desember 1962 Jón- asi Sigurðssyni, f. 4. ágúst 1927, d. 18. nóvember 1998, og ólu þau upp fimm börn saman. Þau skildu árið 1992. 1) Vilhjálmur Hafberg, f. 1953, giftur Svölu Geirsdóttur og þau eiga þrjú börn, Geir Má, Ragnar Má og Elínu Ósk. 2) Jarþrúður, f. 1959, og á hún eina dóttur, Jar- þrúði Birgisdóttur. 3) Lárus Skúli, f. 1960, hann á einn son, Ingvar Christiansen. 4) Auður, f. 1964, Elsku mamma, nú ertu farin og hvíldinni fegin. Þú varst svo löngu tilbúin til að fara og hitta systur þínar í draumalandinu. Ég vona að þær Kata og Björg hafi tekið á móti þér með gítarspili og söng. Mamma var í miðjunni af fimm systrum sem voru mjög nánar og góðar vinkonur og voru saman í saumaklúbb á sínum fullorðinsárum. Þær ólust upp við kröpp kjör á höfuðborgar- svæðinu, lengst af í Vogi sem var braggi staðsettur við Elliðavog. Þær voru allar flinkar í hönd- unum en þó bar Kata af. Engar dúkkur áttu þær svo Kata bara græjaði það með því að binda ut- an um kodda til að gera höfuð, teikna andlit og svo voru „dúkk- urnar“ kallaðar púða-lillur. Handavinna lék í höndum þeirra systra, sumar á saumavélar aðr- ar í útsaum og prjóni. Þú varst snillingur á saumavél. Saumaðir heilu samkvæmis- og hversdags- kjólana á margar konur á Hellis- sandi á meðan við fjölskyldan bjuggum þar. Og auðvitað saum- aðir þú allt á okkur börnin fimm. Þið pabbi keyptuð gamlan sumarbústað við Meðalfellsvatn sem þið kölluðuð „kofann“. Nokkrum árum síðar hófuð þið byggingu á nýjum bústað sem þið eydduð ómældum tíma að gera fínan og svo þurfti jú líka að gróðursetja aspir og birki. Pabbi keyrði ekki bíl svo þú sást um það eins og svo margt annað. Toppgrind full af timbri var al- geng sjón á meðan byggingu stóð. Þú varst rafvirkinn á heim- ilinu og áttir líka Black og Dec- ker-borvél. Þú kenndir mér að þvo, tókst okkur systurnar með í sameig- inlega þvottahúsið í blokkinni og kenndir að flokka í 40°, 60°og 90° þvott. Svo skúraðir þú í Jarð- fræðihúsi Háskóla Íslands í mörg ár. Þangað fórstu aldrei ein, alltaf vorum við börnin höfð með, pabbi eða við öll. Þar lærði maður ýmis handtök hjá þér. Þú varst engin rosa barna- gæla og varst ekki þessi amma sem bara breiðir út vænginn yfir barnabörnin. Vildir ekki vera að troða þér upp á okkur, sagðir þú. Eftir að ég og Siggi fluttum heim frá Noregi 1998 með dæturnar tvær varstu hjá okkur um hver jól og páska. Svo bættust tvíbur- arnir okkar við árið 2000 og öll kynntust þau ömmu Dóru á sinn hátt. Það var aldrei neitt mál að fá aðstoð frá þér ef maður bað um það en þú hafðir ekki oft frumkvæðið. Að skutla börnun- um mínum í dansskólann eftir að þú hættir að vinna var auðsótt mál. Í seinni tíð, þegar þú varst farin að veikjast, kom ég við hjá þér í Hraunbænum á hverjum degi eftir vinnu, til að aðstoða þig við að hita upp mat. Þegar ég kom svo heim sögðu börnin gjarnan: „Varstu að koma frá ömmu Dóru?“ Þau þekktu lykt- ina þína, sambland af ilmvatni og tóbaki. Haustið 2016 varstu svo heppin að fá litla íbúð í Seljahlíð í Breiðholti. Þar var þessi fína þjónusta; matur eins og á hóteli fjórum sinnum á dag, hárgreiðsla í hverri viku og lést laga negl- urnar og lakka í hverjum mán- uði. Mér fannst þú yrðir bara að halda áfram að vera falleg, fín og vel tilhöfð. Ég fór í Verðlistann á vorin, keypti fullt af fallegum lit- ríkum fötum á þig og þú ljómaðir í hvert sinn. Hinn 12. júní sofn- aðir þú svo friðsæl eftir hádeg- ismat í Seljahlíð og vaknaðir ekki aftur. Þín Sigríður. Theódóra Björgvinsdóttir ✝ Agnar Hall-grímsson fædd- ist 20. júní 1940 á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Hann lést á heimili sínu, Blikahólum 4, Reykjavík, 29. maí 2019. Foreldrar hans voru Hallgrímur Helgason, f. 29.8. 1909, d. 30.12. 1993, og Laufey Ólafsdóttir, f. 31.5. 1912, d. 11.8. 2003. Systkini Agnars eru Helgi, f. 11.6. 1935, Ólafur Þór, f. 18.9. 1938, Guð- Íslands með sagnfræði sem að- algrein í lok haustmisseris 1972. Agnar kvæntist Auði Óskars- dóttur úr Reykjavík 18. maí 1968. Þau slitu samvistum. Agnar fékkst við ýmis störf, vann hjá Samvinnutryggingum og kenndi við Iðnskólann í Reykjavík, en lengst var hann skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum. Rit- störf stundaði hann allnokkuð og eftir hann liggja m.a. ritverk um Hans Wíum, sýslumann, og Sunnevumálin og Sögu Skriðu- klausturs í Fljótsdal. Auk þess margar greinar um fjölbreytileg efni. Agnar var búsettur á Egilsstöðum um árabil, en flutti til Akureyrar 2003 og síðar (2010) til Reykjavíkur. Útför Agnars fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu, 12. júní 2019. steinn, f. 7.3. 1945, Guðrún Margrét, f. 27.5. 1948, d. 15.5. 2003, og Bergljót, f. 1.3. 1952. Agnar ólst upp á Droplaugarstöðum, nýbýli úr landi Arnheiðarstaða, sem faðir hans reisti 1942. Agnar lauk landsprófi miðskóla frá Eiða- skóla vorið 1957. Hann var stúd- ent frá Menntaskólanum á Akureyri 1963 og cand. mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla Það er vetur. Tveir drengir eru að renna sér á heimatilbún- um sleða niður Stekkhúslækj- argilið á Droplaugarstöðum. Gilið er fullt af snjó. Þeir byrja efst uppi að renna sér alveg niður að Stekkhúsunum, þar sem faðir þeirra er að sinna gegningum. Það er gaman hjá þeim. Þannig er ein fyrsta minning mín um Agnar bróður minn. Við ólumst upp í sveit í skjóli ástríkra for- eldra og vorum samrýndir bræð- ur í æsku, enda aldursmunur að- eins tvö ár. Agnar var tápmikill unglingur og óragur við að taka sér ýmis- legt fyrir hendur. Að loknu barnaskólanámi í Fljótsdalnum fór hann í Eiðaskóla, þar sem við deildum saman herbergi einn vetur í sitthvorum bekk, en síðan lá leiðin í Menntaskólann á Ak- ureyri og að loknu stúdentsprófi 1963 í Háskólann, þar sem hann lagði stund á íslensk fræði og lauk þaðan cand. mag. prófi með sagnfræði sem aðalgrein í febr- úar 1972. Síðustu háskólaárin reyndust Agnari þó að ýmsu leyti erfið og reyndu á þrek hans, og þá tók að örla á sjúkdómi þeim, sem þaðan í frá setti mark sitt á lífsferil hans og samskipti við aðra. Agnar kvæntist Auði Ósk- arsdóttur úr Reykjavík 18. maí 1968, hinni ágætustu konu. Þau áttu nokkur góð ár, en slitu síðar samvistum. Eitt sumar vann Agnar hjá Samvinnutryggingum í Reykjavík og kenndi einn vetur við Iðnskólann í Reykjavík. Að námsárum loknum fluttist Agnar austur í heimahagana á Héraði og fór að vinna sem skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum undir stjórn Þor- steins Sveinssonar, sem reyndist honum sannur velgjörðarmaður. Árin í kaupfélaginu voru að ýmsu leyti góð ár, og þar var alltaf gott að hittast í litlu íbúðinni hans á Egilsstöðum, en svo heima á Droplaugarstöðum í öllum fríum. Árið 2003 flutti Agnar til Akur- eyrar og bjó þar næstu sjö árin. Síðan lá leiðin til höfuðborgarinn- ar, fyrst í Grafarvoginn, en síð- ustu sex árin var hann búsettur í Blikahólum 4 í Breiðholti. Síð- ustu árin hafði hann samskipti við fáa og lokaði sig af, helst voru það nokkrir félagar hans frá há- skólaárunum auk frænda hans, Hallgríms Helgasonar, sem reynst hefur honum ómetanleg hjálparhella. Helsta afþreying hans og áhugamál var að sitja á Lands- bókasafninu við skriftir og ýmis- legt grúsk, en hann fékkst alltaf talsvert við ritstörf, enda vel rit- fær og ritaði kjarngott mál. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tíma- rit um margvísleg efni. Þar var hann alltaf á heimavelli, hvernig sem allt snerist. Lífið fór oft um bróður minn ómjúkum höndum, en hann var þrautseigur að eðl- isfari og harður við sjálfan sig og gafst í rauninni aldrei upp, þótt á móti blési, heldur kraflaði sig í gegnum erfiðleikana með hörk- unni. Það var honum metnaðarmál að geta staðið á eigin fótum, eiga sína íbúð og vera ekki upp á aðra kominn. Það tókst honum líka. Margt leitar á hugann, þegar kær bróðir er kvaddur. Þar ber bernskuminningarnar hæst, en líka minningar frá öllum glöðum og góðum samverustundum, þeg- ar allt lék í lyndi og sól skein í heiði. Minningarnar ylja nú við leiðarlok. Vertu sæll, bróðir, og Guð geymi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Hallgrímsson. Agnar, föðurbróðir minn, Hall- grímsson er látinn tæpra 79 ára gamall. Sem barni þótti mér hann mjög merkilegur eins og reyndar aðrir ættingjar mínir, hvort sem þeir voru í móðurætt mína sem kemur úr Aðaldal í Þingeyjar- sýslu eða föðurætt sem er af Fljótsdalshéraði. Agnar gat verið svolítið stríðinn þegar maður var barn, togaði gjarnan í eyrun á manni og sneri upp á í glettni og ég man að manni var ekki alltaf alveg sama. En maður erfði það ekki, allra sízt þegar hann og þá- verandi kona hans, hún Auður Óskarsdóttir, komu færandi hendi að sunnan með dýrindis leikföng eða sælgæti. Og ekki voru bílarnir af verri endanum, oft Broncóar eða Willysar, þannig að flottari fannst manni þeir ekki geta verið. Einn er sá bíll sem þau áttu og er mér sérstaklega minnisstæður í barnsminninu, Ford nokkur Tau- nus. Vegirnir í þá daga, í kringum 1965-1970, voru vægast sagt mis- jafnir, oft stórgrýttir og holóttir. En Taunusinn þeirra Auðar og Agnars fór vel með farþegar sína og maður sveif áfram eins og á töfrateppi. Sú tilfinning fylgir mér alla ævi. Ég segi við Agnar frænda það sama og fólk sagði oft að skilnaði á öldum áður: Gakktu með guði. Hallgrímur Helgason. Agnar Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.