Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
hún geti ferðast frjáls um þær
slóðir sem voru henni kærastar.
Systrabörnum okkar þeim Guð-
jóni Ármann, Ólafi, Árna Þórði og
Þóru Sólveigu og fjölskyldum
þeirra sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa minningu systur okkar.
Við látum fylgja þessum orðum
vísur sem Valdís fékk á tíu ára af-
mælisdaginn.
Guðrún Valdís Guðjóns mæta dóttir
glöð og fríð sem nýútsprungin rós.
Æ þér vaxi allskyns dyggðar gnóttir
Auðn og viska, þróttur, prýði og hrós.
Lífs á vegi ljúfur Guð þig styðji
og leiði þig um ævi þinnar braut.
Böli öllu beint úr götu ryðji
og beini þér í Drottins náðarskaut.
(Jón Bjarnason.)
Friðný og Jóhanna Ármann.
Líf okkar manna einkennist af
tímamótum. Þau stærstu eru þeg-
ar við fæðumst og kveðjum. Guð-
rún Valdís var skírð við kistu
langömmu sinnar Guðrúnar Jóns-
dóttur. Gamalt segir að fjórðungi
bregði til fósturs og fimmtungi til
nafns. Hvort tveggja markaði eig-
indir Valdísar móðursystur minn-
ar og það í ríkum mæli. Dugnað-
ur, þrautseigja, umhyggja og
tryggð eru þar á meðal.
Allt frá barnæsku var Valdís
ein af mikilvægu persónunum
mínu lífi. Tveir elstu synir hennar
á mínum aldri og mikil samvera
og jafnvel sambúð við alla fjöl-
skyldu hennar lengst af. Þessi
samvera minnir um margt á
kommúnur hippatímans. Valla,
eins og hún var gjarnan kölluð,
systur hennar og eiginmennirnir
voru samstiga í uppeldi okkar
frændsystkinanna. Við dvöldum
lengri og skemmri tíma undir
verndarvæng móðursystra okkar
löngu eftir að hver þeirra hafði
stofnað sitt eigið heimili. Amma
okkar og afi, Sólveig og Guðjón,
voru tryggir bakhjarlar enda
reynslunni ríkari af frábærlega
vel heppnuðu uppeldi þeirra
systra.
Valla átti það til að vera hvöss í
orðavali. Einu sinni sem oftar
kom ég við á heimili hennar á leið
heim úr skóla í frí. Þegar ég
heilsa henni þá segir hún: „Ósköp
er að sjá þig auminginn, færðu
ekki nóg að borða þarna fyrir
norðan?“ Þetta var auðvitað bara
vel meint því eitt af því sem ein-
kenndi Völlu var að bera fram
góðan mat og mikið af honum.
Hún var mjög flinkur kokkur
og miðlaði af þeim hæfileikum til
ungmenna á Eskifirði sem kenn-
ari um árabil og víðar, sem ráðs-
kona til sjós og lands. Kökurnar
hennar í veislum voru rómaðar og
ég man að móðir mín leit mikið
upp til systur sinnar þegar kom
að matseldinni og leitaði oft ráða
og álits hjá henni.
Mamma og Valla voru mjög
nánar enda bara tvö ár sem
skildu þær að í aldri. Þær fóru
saman til Akureyrar, ungar
stúlkur til náms og til að
mannast. Þar styrktist þráðurinn
á milli þeirra sem aldrei slitnaði
og náði út yfir gröf og dauða.
Ég naut þessa sambands
þeirra systra í ríkum mæli hjá
Völlu. Það fann ég ekki síst þegar
undan fór að halla með heilsuna
hjá henni. Ég held að á stundum
hafi henni þótt eins og mamma
væri að syngja með henni, sprella
eða spauga.
Valla hafði góða söngrödd og
hafði yndi af því að beita henni.
Söng lengi í kórum og fór í söng-
ferðalög langt út fyrir landstein-
ana. Hún var alltaf til í að bresta í
söng á góðum stundum. Hámark-
ið var þó oftast þegar hún söng
Gunnuvísurnar ein eða með systr-
um sínum.
Í æsku var Valdís mikið á hest-
um að þeirra tíma hætti og hest-
urinn Þytur henni hjartfólginn.
Þytur var lengi til á Skorrastað og
á honum hófst hestamennska
flestra afkomenda þeirra systra af
fyrstu kynslóð. Löngu síðar
tengdist Valla hestamennsku öðr-
um böndum er börnin hennar
eignuðust hesta. Lét hún þá ekki
sitt eftir liggja við að heyja ofan í
þá og sinna ef með þurfti.
Tímamót verða oft þegar ólíkar
aðstæður mætast. Þá er gjarnan
glaðst en einnig syrgt og saknað.
Valdís Ármann mun eiga stað í
hjarta þeirra sem nutu umhyggju
hennar og samfylgdar. Blessuð sé
minning hennar.
Þórður Júlíusson.
Valla móðursystir okkar hefur
kvatt tilveru okkar hér á þessari
jörð og þar með losnað undan
þeim viðjum sem sjúkdómur lagði
á hana síðustu æviárin. Þrátt fyrir
veikindi sín missti Valla aldrei
þann sterka persónuleika sem
henni var gefinn og glæsileikinn
sem yfir henni var hélst allt til
loka. Hún var dökk á brún og brá
og var einstaklega lagleg kona.
Einn gamall sveitungi okkar hafði
á sínum tíma líkt henni við Elísa-
betu Taylor, ekki slæm samlíking
það.
Valla var ein af fimm systrum
og það er óhætt að segja að þær
systur hafi haldið ákaflega vel
saman enda ólust þær upp hjá for-
eldrum sem héldu vel utan um sitt
fólk. Það ríkti mikil samheldni hjá
systrunum og við börnin þeirra
höfum fengið að njóta þeirra
gæða. Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann þegar við
hugsum um Völlu móðursystur
okkar og flestar tengjast þær
samverustundum fjölskyldnanna
á Skorrastað. Það er mjög eðlilegt
þar sem afi okkar og amma
bjuggu þar ásamt foreldrum okk-
ar. Á hátíðum, afmælisdögum og í
annan tíma komu systurnar með
fjölskyldum til að heimsækja for-
eldra sína og okkur þá um leið.
Það er ekki hægt að minnast
Völlu öðruvísi en upp í hugann
komi söngur. Hún var mikil söng-
manneskja og söng með kórum í
sínu byggðarlagi langt fram á ald-
ur. Á þessum vettvangi sáum við
hvað hún naut sín. Valla hafði
ákaflega bjarta og fallega söng-
rödd og hún hélt röddinni alveg
ótrúlega lengi. Hún kunni líka heil
ósköp af söngtextum og alls konar
ljóðum sem þær systur höfðu
meðal annars heyrt og lært í
æsku sinni. Löngu eftir að Valla
fór að finna mikið fyrir sjúkdómi
sínum var hreint undur að horfa á
hana þegar verið var að syngja.
Þá tók hún undir á fullum styrk
og hafði hvorki gleymst lag né
texti hjá henni.
Það var gott að koma á fallegt
heimili þeirra Völlu og Jóns á
Eskifirði. Þar var okkur alltaf
tekið opnum örmum og þau bæði
höfðingjar heim að sækja. Valla
var auðvitað snillingur í öllu sem
hét að búa til mat og framreiða
fallegar og góðar veitingar fyrir
gesti og gangandi. Ósjaldan var
millilent hjá þeim áður en haldið
var yfir Oddsskarðið. Ófá eru þau
skipti þegar ófært var fyrir okk-
ur, sem þekktum Oddsskarðið
ekki vel, að Jón bauðst til að fara
með okkur og kom okkur yfir á
Skorrastað.
Það var mikið þakkarefni. Við
erum núna smám saman að horfa
á þessar yndislegu Skorrastaðar-
systur hverfa frá þessari tilvist,
ekkert er eilíft og heldur ekki
þær. Valla er sú þriðja af systr-
unum sem kveðja og við vonum að
hún sé komin til þeirra sem voru
henni hugstæðastir allt til síðasta
andardráttar. Við systkinin og
fjölskyldur okkar, sendum Guð-
jóni Ármann, Ólafi, Árna Þórði,
Þóru Sólveigu og öllum afkom-
endum og tengdabörnum Völlu,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur við fráfall yndislegs ástvinar.
Guð og góðir englar vaki yfir
þér, elsku Valla okkar.
Elínborg, Jón, Sólveig,
Friðný og Guðjón.
Ég á Valdísi Ármann margt að
þakka. Ég kynntist henni 1961,
þegar ég var sex ára gamall. Þá
flutti hún ásamt Jóni manni sín-
um og börnum þeirra í næsta hús
við æskuheimili mitt á Eskifirði.
Fljótlega tókst mikill og góður
vinskapur á milli mín og Árna
sonar þeirra og áður en ég vissi af
var ég orðinn heimagangur hjá
þeim Jóni og Valdísi og fékk strax
á tilfinninguna að þar væri ég æv-
inlega velkominn. Það var
kannski aldrei sagt berum orðum
en þau Jón og Valdís höfðu sínar
aðferðir til að koma þessum skila-
boðum á framfæri og einatt
fannst mér ég meðhöndlaður eins
og einn af fjölskyldunni. Engu
breytti þótt plássið væri ekki allt-
af mikið. Laust fyrir jólin 1965
fluttu Jón og Valdís inn í bráða-
birgðaíbúð í nýreistu og hálfklár-
uðu húsi sínu en alltaf var gest-
risnin söm við sig.
Á þessum árum bjuggu konur
til föt á börn sín, hver eftir sínum
smekk og færni. Valdís var eng-
um eftirbátur á þessu sviði. Hún
saumaði og prjónaði á krakkana
sína og var ævinlega fús til að
koma til móts við heitar þrár
ungra manna um að tolla í tísk-
unni. Og það vafðist ekki fyrir
henni þótt hún hefði stundum
ekki önnur snið í höndunum en
mynd af einhverjum hljómsveit-
argæja á plötuumslagi. Oft kom
það fyrir, þegar hún var að útbúa
eitthvað á strákana sína, að hún
bjó til sams konar flík á mig.
Valdís var mikill dugnaðar-
forkur, hamhleypa til verka og
flest lék í höndunum á henni. Hún
var kappsfull og vildi láta sjá eitt-
hvað eftir sig.
Hún naut sín því vel á síldarár-
unum þegar saltað var í akkorði
og var annáluð fyrir snerpu sína á
því sviði. Oft varð vinnudagur
Valdísar langur því auk starfa
sinna utan heimilis hélt hún uppi
merki húsmóðurinnar með fá-
heyrðum myndarbrag. Það kom
því ekki á óvart að til hennar
skyldi leitað þegar grunnskólann
á Eskifirði vantaði heimilisfræði-
kennara.
Valdís kenndi við skólann árum
saman við góðan orðstír og mætti
nemendum með umhyggjusemi
og þolinmæði.
Valdís var músíkölsk og hafði
fallega söngrödd. Hún kunni
fjöldann allan af ljóðum og söng-
textum og naut þess að syngja;
söng m.a. í kirkjukórnum og
Eskjukórnum á meðan hann var
og hét.
Þeir sem háum aldri ná eiga á
hættu að skynjun þeirra á heim-
inum taki breytingum með árun-
um. Fyrir nokkrum árum fór að
bera á því að Valdís upplifði veru-
leikann stundum á annan hátt en
fólk í kringum hana. En það er
gott til þess að hugsa að henni
virtist alla jafna líða vel í sinni
veröld.
Nú hefur Valdís fengið þá hvíld
sem öllum er búin. Að leiðarlok-
um votta ég henni og fjölskyldu
hennar mínar hjartans þakkir
fyrir löng og góð kynni og sendi
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur.
Hilmar Hilmarsson.
Við erum til staðar þegar þú
þarft á okkur að halda
551 1266
Skipulag útfarar
Dánarbússkipti
Kaupmálar
Erfðaskrár
Reiknivélar
Minn hinsti vilji
Fróðleikur
Sjá nánar á
www.utfor.is
Vesturhlíð 9 Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar
með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Reynslumikið fagfólk
Elín Sigrún Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Ellert Ingason
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
Lögfræðiþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjafi
Sigrún Óskarsdóttir
Guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
utfor.is