Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
✝ Ragna Jóhann-esdóttir fæddist
í Reykjavík 24. des-
ember 1945. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
9. maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Svava
Magnúsdóttir, f. 11.
júní 1921, d. 25.
ágúst 1998, og Jó-
hannes Þóroddsson,
f. 10. febrúar 1917, d. 5. júní
2002. Stjúpfaðir hennar var Páll
Haukur Kristjónsson, f. 25. sept-
ember 1920, d. 22. október 1993.
Systkini Rögnu eru: 1) Magnea
Jóhannesdóttir, f. 8. maí 1940,
eiginmaður Ingvi R. Einarsson
og eiga þau fjögur börn. 2) Krist-
ín Jóhannesdóttir, f. 21. sept-
ember 1944, d. 17. ágúst 2012,
eignaðist hún tvö börn þar af er
eitt látið. 3) Hulda Jóhannes-
dóttir, f. 14. janúar 1953, hún á
Þórir Erlendsson, f. 13. ágúst
1971, maki Berglind Ólafsdóttir,
börn þeirra eru a) Jóhanna Stein-
unn, sambýlismaður hennar er
Birnir Jarl Eyjólfsson og eiga
þau einn son, Óðin Helga. b)
Björn Bjarki, c) Ragnheiður Ýr,
d) Rebekka Rán og e) Birgir Örn.
Börn Rögnu og Gunnars Eld-
ars eru: 4) Matthías Þór, f. 21.
mars 1976, 5) Jóhannes Örn, f. 8.
september 1977, maki Trine
Lundhave, börn hans eru Cecilia
og Jónas. 6) Karl Eldar, f. 30.
apríl 1979, barn hans er Gunnar
Valur. 7) Ágúst Fannar, f. 4. sept-
ember 1981. 8) Kristensa Valdís,
f. 27. september 1982, maki
Svanur Heiðar Tryggvason, börn
þeirra eru Ágúst Váli Eldar,
Ragna Bentey Eldar, Þröstur
Elímar Eldar, Eldbjörg Lára
Eldar og Leó Dreki Eldar.
Ragna var fædd á Sólvallagötu
68 þar sem hún bjó fyrstu árin og
hóf skólagöngu sína í Melaskóla.
Lengst af starfaði hún sem hús-
móðir en fékkst við hin ýmsu
störf svo sem fiskvinnslu og skúr-
ingar. Síðast starfaði hún hjá
Múlalundi.
Útför Rögnu hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
þrjár dætur.
Sammæðra eru
systkini: 4) Sig-
urður K. Pálsson, f.
1. febrúar 1959, eig-
inkona Elsabet
Baldursdóttir, eiga
þau saman þrjú
börn en Elsabet á
tvö fyrir. 5) Jónína
Pálsdóttir, f. 23.
desember 1961, eig-
inmaður Michael
Degnan, Jónína á eina dóttur. 6)
Magnús Geir Pálsson, f. 28. ágúst
1963, d. 19. maí 2014, eiginkona
Áslaug Sif Gunnarsdóttir og eiga
þau tvö börn.
Ragna giftist 13. júní 1976
Gunnari Eldari Karlssyni, f.16.
október 1947, d. 18. júlí 1999, og
eignuðust þau fimm börn saman
en fyrir átti Ragna þrjú börn. 1)
Reynir Ástþórsson, f. 22. júlí
1965, 2) Jóhanna Gústafsdóttir, f.
14. apríl 1970, d. 2. júlí 1973, 3)
Mamma, þú mikla dugnaðar-
kona, það var erfitt að fá þetta
símtal í vinnuna þegar þér hrak-
aði svo mikið uppi á spítala. Þú
hélst eins og við að þetta yrði
bara smástund á spítala og svo
heim aftur eins og í öll hin skiptin
en nei, þarna var þinn tími kom-
inn. Þú barðist eins og hetja við
þín veikindi sem á endanum tóku
þig frá okkur en ég veit að þú ert
komin á betri stað. Ég veit að
pabbi tók vel á móti þér enda hef-
ur hann saknað þín í öll þessi ár
eins og við söknum ykkar beggja.
Elsku mamma og besta amma í
öllum heiminum, Gunnar Valur
saknar þín endalaust en hann
heldur fast í allar góðu minning-
arnar.
Já þær voru margar fallegar
stundirnar sem þið áttuð saman
og elsku mamma mín takk fyrir
að þola mig. Sama hvað gekk á
hjá mér þá vissi ég að ég gat allt-
af leitað til þín, þú varst best.
Okkar fallegu stundir geymi ég í
hjarta mínu, elska þig og sakna
þín elsku besta mamma mín, sé
þig síðar.
Koss og knús til þín.
Þinn sonur,
Karl Eldar Gunnarsson.
Elsku besta mamma mín.
Símtölin okkar voru oft tíu
sinnum á dag og alltaf var það
það sama sem við sögðum hvor
við aðra og hlógum svo að því.
„Hæ, hvað er frétta?“ „Æ, ekki
neitt, en hjá þér?“ svona byrjuðu
símtölin okkar. Alltaf gátum við
spjallað saman þó það hafi ekki
verið nema tveggja mínútna sím-
tal. En það þurfti líka fleiri en eitt
símtal á dag til þess að heyra í
þér, þess vegna urðu þau alltaf
svona mörg. Þú vissir best og
gast alltaf leiðbeint mér með allt
saman og ég hlustaði vel á þig.
Ég man þegar ég varð ólétt að
mínu fyrsta barni hvað þú varst
glöð. Þú komst með mér í allar
mínar mæðraskoðanir og sýndir
hversu spennt þú varst að bíða
eftir barnabarninu þínu. Þú varst
viðstödd fæðingu fyrsta barns
míns og það var yndislegt að hafa
þig þar. Ég hefði ekki getað þetta
án þín, elsku mamma mín. Þegar
ég fæddi barn númer tvö ári síð-
ar, þá sagðir þú við mig þegar
kyn barnsins kom í ljós, þetta er
hún Ragna og auðvitað var hún
skírð Ragna eftir þér.
Þegar þú sast við eldhúsborðið
og ég stóð við eldavélina að elda
matinn, heyrðist allt í einu: „Ég
er svo stolt að þér Stensa mín,
svo stolt,“ og ég brosti mínu
breiðasta brosi. Þessum orðum
gleymi ég aldrei.
Þegar þú komst með alla
skartgripi þína til mín og sagðir,
þetta vil ég að þú eigir og svo
dætur þínar seinna meir.
Þú elskaðir barnabörnin þín
svo mikið og þau elskuðu þig, þú
vildir allt fyrir þau gera, laumaðir
þúsundkalli til þeirra af og til.
Þau eignuðust sko bestu
ömmu sem hægt var að hugsa
sér. Þú vildir ávallt passa þau og
fá að eyða tíma með þeim. Þú tal-
aðir mörgum sinnum við þau í
símann. Þau eiga ótal minningar
af þér, elsku mamma, sem ég
auðvitað held áfram að varðveita
með þeim.
Þetta er enn svo óraunveru-
legt, þú sem varst svo hress dag-
inn fyrir andlát þitt. Ég hafði
heimsótt þig dag hvern upp á
spítala og stundum tvisvar á dag,
bara til þess að vera með þér og
fá að sjá þig. Við vorum búnar að
plana að fara í sumarbústað sam-
an. Þú vildir fá að koma heim til
okkar og fá að vera þar þegar þú
áttir að fara af spítalanum, en það
gerðist aldrei. Ég fékk að eiga
síðustu stundirnar með þér uppi
á spítala. Við töluðum saman í
klukkutíma um hversu vænt okk-
ur þætti hvorri um aðra og
hversu heitt ég elskaði þig og þín
síðustu orð til mín voru, ég líka.
Ég gisti hjá þér uppi á spítala síð-
ustu nótt þína og mun ég ávallt
vera þakklát fyrir það.
Elsku mamma, allar minning-
ar okkar varðveiti ég vel.
Guð gaf þér svo sannarlega
vængi tvo og fljúgið þið pabbi nú
saman.
Þín dóttir,
Kristensa Valdís.
Ragna amma mín var sterk-
asta kona í heimi og hún var
besta amma sem hægt var að
eiga. Þegar ég var pínulítil áður
en ég byrjaði á leikskóla þá pass-
aði amma mig oft þegar mamma
og pabbi voru að vinna. Alltaf
þegar ég var hjá pabba þá pass-
aði amma mig þegar að hann var
að vinna. Við tengdumst því mik-
ið og það var gott að tala við hana
og við urðum mjög góðir vinir.
Allir sem höfðu ömmu mína í
lífi sínu voru mjög heppnir og ég
elskaði hana meira en út af lífinu.
Mig langaði svo að hún kæmi í
ferminguna mína en hún var of
veik og ég heimsótti hana á spít-
alann eftir veisluna og var hjá
henni. Þremur dögum seinna, á
afmælisdaginn minn, veiktist hún
mjög mikið og daginn eftir af-
mælið mitt dó hún.
Mér líður svo illa í hjartanu en
ég er líka svo þakklátur fyrir að
átt hana fyrir ömmu mína og
minningin um elsku bestu ömmu
mína mun alltaf búa í hjarta
mínu.
Gunnar Valur Karlsson.
Ragna
Jóhannesdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma okkar.
Við söknum þín svo mik-
ið, vildum að þú værir ekki
farin frá okkur, elsku besta
amma okkar. Þú varst
langbesta amma í öllum
heiminum, sem gerðir allt
fyrir okkur. Þú verður
ávallt í hjarta okkar. Sofðu
rótt, elsku amma okkar.
Þín barnabörn,
Ágúst Váli, Ragna Ben-
tey, Þröstur Elímar, Eld-
björg Lára, Leó Dreki.
Elsku pabbi
minn Ásbjörn
Magnússon.
Þetta er allt bú-
ið að gerast svo hratt en samt
fengum við smátíma og þú
fékkst að klára sumt sem ég
veit að þú vildir klára!
Ég er svo þakklát fyrir að þú
varst pabbi minn, þú kenndir
mér svo margt, þú varst með
aðra sýn á margt, þú varst
Pollýanna mín þú gast alltaf
Ásbjörn
Magnússon
✝ Ásbjörn Magn-ússon fæddist
29. desember 1948.
Hann lést 24.
júní 2019.
Útför Ásbjörns
fór fram 29. júní
2019.
séð það góða. Hjá
Þér voru allir
menn jafnir.
Þú þoldir aldrei
að talað væri illa
um neinn og sagðir
manni frekar að
líta í eigin barm
frekar en að vera
að horfa á aðra. Þú
vildir alltaf hjálpa
ef þú gast, það eru
svo margir góðir
gullmolar sem þú hefur gefið
mér, þú varst með svo fallega
sál.
Þú sagðir einu sinni við mig
að það gæti bara verið betra að
byrja á vitlausum fæti í lífinu
og enda það á réttum fæti,
þannig var spekin þín, elsku
pabbi minn, þú sást alltaf það
góða.
Það er heilt ævintýri búið að
vera að fá að fylgja þér, elsku
pabbi minn, þú varst skjólið
mitt og klettur, passaðir alltaf
litlu stelpuna þína eins vel og
þú gast, þú varst besti afi í
heimi. Það er svo vont að þú
sért farinn frá okkur. Ég veit
að þú ert alltaf hjá okkur og
fylgir okkur.
Minning þín lifir, elsku pabbi
og afi okkar.
Þuríður Ásbjörnsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát eiginkonu
minnar og systur,
GRÉTU SIGRÍÐAR HARALDSDÓTTUR,
Kórsölum 1.
Einnig fær starfsfólk á deild 12G
Landspítala sérstakar þakkir.
Hrafnkell Þorvaldsson
Sigrún J. Haraldsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR SALÓMON
ÁSGEIRSSON,
Stórholti 13, Ísafirði,
lést af slysförum fimmtudaginn 27. júní.
Útför hans verður gerð frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 13. júlí klukkan 14.
Ásgeir Guðmundsson Margrét Jónsdóttir
Arnar Guðmundsson Kristbjörg Tinna Sigurðard.
Aron Guðmundsson
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og
útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
BJÖRGVINS ÓLAFS GUNNARSSONAR
skipstjóra,
Austurvegi 5, Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Einnig þökkum við innilega öllum þeim sem aðstoðuðu hann í
Víðihlíð.
Rúnar Þór Björgvinsson Karen Mjöll Elísdóttir
Hrafnhildur Björgvinsdóttir
Gunnhildur Björgvinsdóttir Símon Alfreðsson
Óli Björn Björgvinsson Guðrún Jóna Magnúsdóttir
afabörn, langafabörn og langalangafabarn
Ásrkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR S. GUNNLAUGSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 62,
Reykjavík,
lést mánudaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 15.
Grétar Sigurgeirsson Gunnvör Sverrisdóttir
Margrét Óskarsdóttir Steinar Þór Guðlaugsson
Gylfi Óskarsson Guðrún Sigmundsdóttir
og ömmubörn
Elsku mamma, lieve schoonmoeder, amma
og langamma,
JÓRUNN JÓNSDÓTTIR,
Jólý,
skrifstofustjóri,
Háaleitisbraut 137,
Reykjavík,
sem lést 1. júlí verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
11. júlí klukkan 15.
Ingunn Elín Egilsdóttir Róbert Kaatee
Jórunn Agla
Jannie Brynja
Birgir og Róbert
Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR KRISTJÓNSSON
skipstjóri,
lést fimmtudaginn 4. júlí á dvalarheimilinu
Jaðri í Snæfellsbæ.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín M. Sigurðardóttir Svanbjörn Stefánsson
Sigurður V. Sigurðsson Kristín Björk Marísdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar