Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 40 ára Guðrún ólst upp í Bíldudal til sjö ára aldurs og hefur síðan þá búið að mestu í Garðabæ. Hún er sál- fræðingur að mennt frá HÍ. Hún er sérfræð- ingur hjá Virk starfs- endurhæfingarsjóði. Börn: Bjartur Helgason, f. 1998, Kristín Birta Helgadóttir, f. 2002, Baldur Logi Ingason, f. 2007, og Dagbjört Hulda Ingadóttir, f. 2013. Foreldrar: Eyjólfur Þorkelsson, f. 1942, fv. fiskútflytjandi, og Bjarney Gísladóttir, f. 1943, fv. skrifstofustjóri. Þau eru bú- sett í Kópavogi. Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  HrúturMundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áður en þú lætur til skarar skríða. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú er bjartsýn/n í dag. Makinn eyðir of miklu að þínu mati, reyndu að koma honum á rétta braut. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundum þarf að vita hvenær á að henda sér út í djúpu laugina og hvenær ekki. Vinur leitar til þín og biður um hjálp 21. júní - 22. júlí  Krabbi Slakaðu á á meðan þú safnar upp- lýsingum og reyndu að einblína ekki á að fá vilja þínum framgengt. Gakktu meira en þú gerir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ástarævintýri, rómantík, orlof og ánægjulegt félagslíf höfða mikið til þín þessa dagana. Rifrildi er í uppsiglingu við náinn vin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver er ekki að segja allan sann- leikann. Vertu á verði, þú færð tilboð sem þú ert efins um. Gakktu hægt um gleðinn- ar dyr. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin ástæða til að hleypa öllu í bál og brand þótt fólk þurfi að setjast niður og ræða viðkvæm mál. Hafðu þetta í huga og reyndu að hafa stjórn á skapi þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leyndarmál sem náinn vinur á mun koma þér á óvart. Þér finnst ekki sanngjarnt að þurfa að gera allt á heim- ilinu. Virkjaðu fólkið þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lærðu að slappa af. Reyndu að finna tíma fyrir sjálfa/n þig. Þú lætur allt of oft í minni pokann heima fyrir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur það í hendi þér að skapa eitthvað frumlegt og mjög sérstakt í dag. Eftir hressandi kaffibolla gæti verið að þú sæir vinnuna sem blessun en ekki byrði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferð- inni. Ekki sækja vatnið yfir lækinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum verður þú að treysta á dómgreind þína, þegar þú ert búin/n að velta við öllum steinum í málinu. Gerðu það í dag sem þú getur, eins vel og þú get- ur. Á þessum tíma höfðu Loftorku- feðgar verið að ýta í mig hvort mig langaði ekki aftur í bygginga- gamalt hús þar sem við höfum endurbyggt og njótum þess að dvelja þar. Ó li Jón Gunnarsson fæddist 7. júlí 1949 á Bálkastöðum í Hrúta- firði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum með bræðrum sínum og frænd- systkinum Eiríksbörnum á hinu býlinu. „Ég gekk í farskóla í Staðar- hreppi sem á þeim tíma var rekinn til skiptis í stofunni heima á Bálkastöðum eða á Reykjum. Tvær vikur í skóla og ein vika frí, en þá áttum við að læra heima. Tók fullnaðarpróf 12 ára, var svo heima einn vetur uns ég fór í Reykjaskóla sem þá var héraðs- skóli. Tók þar gagnfræðapróf hafísvorið 1966. Eftir gagnfræða- prófið fór ég á samning í múrverki hjá heiðursmanninum Jóni Dags- syni, múrarameistara á Sauð- árkróki, og fór í Iðnskólann þar.“ Óli Jón varð múrarameistari 1973 og fór í Tækniskóla Íslands, sem síðar sameinaðist Háskólanum í Reykjavík, og útskrifaðist þaðan byggingatæknifræðingur 1975. Óli Jón vann fyrst á verkfræði- stofu Guðmundar G. Þórarins- sonar uns hann fór til Akureyrar og vann þar hjá tæknideild Ak- ureyrarbæjar í rúmt ár. „Ég réðst síðan sem byggingafulltrúi í Borg- arnes og starfaði þar uns ég réð mig til Konráðs Andréssonar í Loftorku og vann hjá honum þar til ég var ráðinn bæjarstjóri í Borgarnesi í árslok 1987 og gegndi því starfi fram að kosningum 1994. Eftir kosningarnar var ég ráð- inn bæjarstjóri Borgarbyggðar, sem þá var nýstofnuð við samein- ingu nokkurra sveitarfélaga, og var það til vormánaða 1999, en þá var mikil óöld í bæjarstjórninni eftir aukna sameiningu í Borg- arbyggð. Tveimur mánuðum síðar var ég ráðinn bæjarstjóri í Stykk- ishólmi og sá Rúnar Gíslason, for- seti bæjarstjórnar, svo um að fundurinn væri haldinn á afmæl- isdaginn þegar ég varð 50 ára og var bæjarstjóri þar til hausts 2005. Í Stykkishólmi var yndislegt að vera og keyptum við hjónin okkur bransann. Það var afskaplega freistandi á þeim uppgangsárum, en súrnaði þegar frá leið í gegnum hrunið þegar nánast allur bygg- ingariðnaður hrundi. Við nokkrir lykilstarfsmenn störtuðum Loft- orku aftur eftir gjaldþrot 2009 og rákum það í gegnum erfiðleika- tímabilið fyrstu árin á eftir og að lokum vorum við orðnir tveir eftir af eigendahópnum ég og Bergþór sonur minn sem kom með okkur að endurreisninni. Eftir að við seldum fyrirtækið hef ég verið að dútla smávegis við bygginga- framkvæmdir.“ Óli Jón hefur starfað með Lionshreyfingunni í rúmlega 40 ár og var gerður að Melvin Jones- félaga fyrir mokkrum árum. Einn- ig er hann í frímúrarastúkunni Akri á Akranesi. „Í tengslum við störf mín hef ég lent í fjölda stjórna, ráða og nefnda, meðal Óli Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri og fv. bæjarstjóri – 70 ára Fjölskyldan Samankomin til að halda upp á afmæli Óla Jóns í Villa Marina í Terranuova Bracciolini í Toskana. Frá vinstri: María, Rúnar, Óli Jón, Bergþór, Erik Óli, Ósk, Jóhann Gunnar og Kolbrún. Á myndina vantar Lottu Ósk. Heldur upp á daginn í Toskana Með barnabörnunum Óli Jón ásamt Lottu Ósk og Erik Óla. Hjónin Ósk og Óli Jón stödd á Hawaii fyrir 20 árum. 40 ára María er Reykvíkingur og er rafmagnstækni- fræðingur að mennt frá Óðinsvéum í Danmörku. Maki: Steingrímur Már Jónsson, f. 1979, framleiðslutæknifræðingur hjá BM Vallá. Börn: Jón Emil, f. 2007, Kristinn, f. 2009, og Egill, f. 2013. Foreldrar: Kristinn Gíslason, f. 1941, rafiðnfræðingur, og Lísa Gísla- son, f. 1941 á Sandey í Færeyjum, vann ýmis störf. Þau eru búsett í Kópavogi. María Kristinsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Þorleifur Ágúst Sveinsson fæddist 25. nóvember 2018 í Reykjavík kl. 18.52. Hann vó 4.082 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Margrét Svandís Þórisdóttir og Sveinn Þorleifs- son. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.