Morgunblaðið - 06.07.2019, Side 38

Morgunblaðið - 06.07.2019, Side 38
38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Ítalskt nautsleður Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr. Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr. Roby sófar fyrir heimilið Sendum um land allt  Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik vann til bronsverðlauna á Opna Evrópumótinu sem lauk í Sví- þjóð í gær. Ísland vann spennuþrung- inn sigur á Hvíta-Rússlandi í leiknum um þriðja sætið, 30:29, þar sem Bene- dikt Gunnar Óskarsson var marka- hæstur með sex mörk. Tryggvi Þór- isson var valinn besti varnarmaður mótsins, en það var lið Færeyja sem stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Svíum í úrslitaleik, 36:29.  Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Astana þegar hann skoraði fyrra mark liðsins í 2:0- sigri á Tobol í toppslag efstu deildar í Kasakstan. Rúnar gekk til liðs við Ast- ana í síðasta mánuði.  Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar lið hans Vålerenga vann stórsigur á Bodö/Glimt, 6:0, í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Þetta var fjórða deildarmark hans í 14 leikjum með Vålerenga á tímabilinu. Eitt ogannað EM U18 kvenna B-keppni, leikin í Makedóníu: Tyrkland – Ísland............................... 103:41  Búlgaría, Sviss og Portúgal eru einnig með Íslandi í riðli og næsti leikur er við Portúgal á morgun. KÖRFUBOLTI HANDBOLTI Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Leikur um bronsverðlaun: Hvíta-Rússland – Ísland...................... 29:30 UPPRUNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Landsbyggðarliðin fjögur í úrvals- deild kvenna í fótbolta hafa teflt fram fleiri uppöldum leikmönnum á þessu keppnistímabili en liðin sex af höf- uðborgarsvæðinu sem eru í deildinni. Þveröfugt við karladeildina þar sem Fylkir teflir fram langflestum heimamönnum er kvennalið Fylkis það lið kvennadeildarinnar sem hefur alið upp fæsta leikmenn. En rétt eins og hjá körlunum er það Breiðablik sem á flesta leikmenn í deildinni í heild. Þar eru líka fleiri uppaldir leikmenn í öðrum liðum deildarinnar en hjá Kópavogsfélag- inu sjálfu en samtals 18 leikmenn sem spila í deildinni í ár koma upp- haflega úr röðum þeirra grænu. Skoðum hvernig liðin tíu í deildinni eru samsett, miðað við þá leikmenn sem hafa komið við sögu í leikjunum til þessa. Þór/KA 11 + 3 Akureyrarliðið er með hæsta hlut- fall heimakvenna í sínu liði en 11 af 18 leikmönnum sem hafa spilað með liðinu í deildinni í ár eru Akureyr- ingar. Sex uppaldar hjá KA og fimm hjá Þór. Þór/KA hefur notað þrjá er- lenda leikmenn og fjórar eru upp- aldar hjá öðrum íslenskum liðum. Þrír Akureyringar leika með öðr- um liðum í deildinni, tvær þeirra með KR, Laufey Björnsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir, og Lillý Rut Hlynsdóttir leikur með Val. Keflavík 11 + 0 Nýliðar Keflavíkur hafa notað 11 uppalda leikmenn í deildinni (af 20) og auk þess þrjá frá öðrum Suð- urnesjaliðum og fjóra erlenda leik- menn. Enginn Keflvíkingur leikur með öðru liði í deildinni. ÍBV 10 + 3 Margar ungar Eyjastúlkur hafa komið inní lið ÍBV í ár og síðasta ár, og eru orðnar helmingur liðsins, tíu af þeim tuttugu sem hafa spilað í ár. Sex af hinum eru af erlendu bergi brotnar, þar á meðal Cloé Lacasse sem nú er orðin íslensk. Þrjár aðrar Eyjakonur leika í deildinni, Margrét Lára og Elísa Við- arsdætur með Val og Sóley Guð- mundsdóttir með Stjörnunni. Selfoss 10 + 1 Selfoss er með rúmlega 50 prósent hlutfall í sínu liði, tíu uppalda leik- menn af nítján. Fjórar koma að utan en hinar fimm af landsbyggðinni, Eg- ilsstöðum, Reyðarfirði og Rangár- þingi. Eini Selfyssingurinn í öðru liði í deildinni er Guðmunda Brynja Óla- dóttir í KR. Stjarnan 10 + 0 Í gjörbreyttu liði Stjörnunnar eru tíu uppaldir Garðbæingar af 22 leik- mönnum sem Kristján Guðmundsson hefur teflt fram í deildinni. Fjórar koma úr Fjölni og þrjár úr FH en að- eins ein erlendis frá, og hún er horfin á braut. Engin Stjörnukona er í öðru liði í deildinni. Breiðablik 8 + 10 Hálft lið Breiðabliks er uppalið í Kópavogi, átta af þeim sextán sem hafa spilað í deildinni. Enginn er- lendur leikmaður (þó Fjolla Shala spili fyrir Kósóvó kemur hún úr Leikni R.) og af hinum sjö koma tvær frá Hetti á Egilsstöðum, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Heiðdís Lillýjardóttir. Breiðablik er hinsvegar sér á báti að því leyti að tíu uppaldir leikmenn félagsins leika með sex öðrum liðum í deildinni. Valur, Fylkir, HK/ Víkingur og KR eru hvert um sig með tvo Blika í sínum röðum, Þór/ KA og Stjarnan einn hvort. HK/Víkingur 8 + 1 Af átján leikmönnum sem spilað hafa með HK/Víkingi í deildinni eru átta uppaldir, fimm þeirra úr Víkingi og þrjár úr HK. Af hinum tíu eru þrír erlendir leikmenn. Margrét Eva Sigurðardóttir er í láni hjá Fylki og er sú eina úr HK/ Víkingi sem er hjá öðru félagi í deild- inni. KR 8 + 1 Vesturbæjarliðið hefur teflt fram 22 leikmönnum i deildinni og af þeim eru átta uppaldir KR-ingar. Tíu leik- menn koma frá níu íslenskum fé- lögum og KR er með fjóra erlenda leikmenn, tvo þeirra úr Eyjaálfu. Eini KR-ingurinn í öðru liði í deild- inni er Dagmar Mýrdal í Keflavík. Valur 6 + 4 Af 17 leikmönnum sem Valur hef- ur notað í deildinni eru sex uppaldir á Hlíðarenda. Sjö leikmenn koma utan af landi, þrjár þeirra frá Akranesi og systurnar Margrét og Elísa frá Vest- mannaeyjum. Fjórar Valskonur eru í öðrum lið- um í deildinni, m.a. Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, og Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Breiðabliks. Fylkir 6 + 1 Nýliðar Fylkis eru með lægsta hlutfall uppalinna leikmanna í deild- inni, sex af þeim 20 sem hafa komið við sögu til þessa hafa alist upp hjá félaginu. Eina Fylkiskonan í öðru liði er Rut Kristjánsdóttir hjá ÍBV. Flestar frá Aftureldingu Afturelding er það félag utan efstu deildar sem á flesta leikmenn þar, sjö talsins. Þar af leika tvær með Fylki og tvær með HK/Víkingi. FH og Fjölnir eiga sex leikmenn hvort félag í deildinni, ÍA, Höttur og KFR eiga fjóra leikmenn hvert, Haukar, Þróttur R. og Grindavík þrjá hvert, Leiknir R., Völsungur og Sindri eiga tvo leikmenn hvert og þá eru fulltrúar frá Víkingi Ó., KS, Vestra, Val á Reyðarfirði, ÍR og Víðis í Garði í hópi leikmanna efstu deildar í ár. Heima er best á Akureyri  Landsbyggðarliðin fjögur með flesta uppalda leikmenn í úrvalsdeild kvenna  Flestir leikmanna deildarinnar eiga rætur að rekja til Breiðabliks Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Um langt árabil hefur verið hátt hlutfall Akureyringa í leikmannahópnum hjá Þór/KA. Kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á góðu skriði á mótum erlendis og verða áfram í eldlínunni um helgina. Haraldur Franklín er efstur fyrir lokahringinn á móti í Svíþjóð sem er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Har- aldur er samtals á tíu höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot. Axel Bóasson er í þriðja sæti á sjö höggum undir pari. Guðmundur Ágúst er að leika á Slovakia Challenge- mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, næst- sterkustu mótaröð álfunnar. Guðmundur lék annan hringinn í gær á fimm höggum undir pari, en aðeins einn kylfingur lék betur. Guðmundur bætti sig um sjö högg frá fyrsta hring, fór í gegnum niðurskurðinn og leikur þriðja og fjórða hring um helgina. Eru á skriði á erlendri grund Guðmundur Ágúst Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.