Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 40
hnappagat sitt þegar liðið vann 2:1-sigur gegn Englandi í undanúrslitum keppninnar í ár á Ól- ympíuleikvanginum í Lyon. Liðið hefur nú unn- ið ellefu leiki í röð á heimsmeistaramóti sem er met. Liðið tapaði síðast leik í venjulegum leik- tíma á HM 2011 í Þýskalandi gegn Svíþjóð, 2:1, í riðlakeppninni 6. júlí á Volkswagen-vellinum í Wolfsburg. Þrátt fyrir tapið fór liðið alla leið í úrslit keppninnar þar sem banda- ríska liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Japan á Commerzbank-vellinum í Frankfurt, 3:1, en staðan eftir venju- legan leiktíma var 2:2. Leikmannahópurinn hefur breyst að- eins frá HM 2011 en enginn af þeim leik- mönnum sem byrjuðu gegn Englandi í und- anúrslitunum í ár voru í byrjunarliðinu gegn Japan árið 2011. Alex Morgan og Kelley O‘Hara byrjuðu báðar á bekknum en Megan Rapinoe var í byrjunarliðinu en hún var á bekknum gegn Eng- landi í ár. Þá hefur liðið einnig breyst talsvert frá úrslita- leiknum gegn Japan á HM 2015 í Kanada þar sem Bandaríkin unnu 5:2-sigur gegn Japan á BC Place-vellinum í Van- couver. Alex Morgan, Julie Ertz og Tobin Heath voru þær einu sem byrjuðu bæðu úr- slitaleikinn gegn Japan 2015 og undanúrslita- leikinn gegn Englandi 2019. Heimsmeistararnir líklegri Veðbankar hafa ekki mikla trú á hollenska liðinu í úrslitaleiknum og reikna þeir allir með nokkuð auðveldum sigri Bandaríkjanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda hefur liðið þrívegis fagnað sigri á þeim sjö heims- meistaramótum sem haldin hafa verið frá árinu 1991 og alltaf hefur liðið endaði á verðlauna- palli. Það skal hins vegar enginn afskrifa hollenska liðið sem hefur á að skipa stórhættulegum sókn- armönnum í bland við mjög ferska og öfluga miðjumenn sem eru gríðarlega góðir og öruggir með boltann. Leiðin hefur bara legið upp á við hjá þeim hollensku síðan íslenska kvennalands- liðið sendi þær heim af EM 2013 og það væri í raun eðlilegt framhald af uppgangi liðsins ef lið- inu tekst að landa þeim stóra á sunnudaginn. Íslenska landsliðið trekkti þær hollensku í gang AFP Marksækin Vivianne Miedema er 22 ára framherji og enskur meistari með Arsenal í vor en hún hefur skorað hvorki meira né minna en 61 mark í 81 landsleik fyrir Holland og mætir Bandaríkjunum í úrslita- leiknum á morgun. HM 2019 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bandaríkin og Holland mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu á Ól- ympíuvellinum í Lyon í Frakklandi á morgun. Í leiknum mætast besta landslið heims og besta landslið Evrópu en Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar á meðan Holland er ríkjandi Evrópumeistari. Bæði lið eru ósigruð á heimsmeistaramótinu í ár en á meðan Bandaríkin hafa verið eitt besta kvennalandslið heims undanfarna áratugi hefur stjarna hollenska liðsins skotist hratt upp á stjörnuhimininn á undanförnum árum. Ekki litið um öxl frá 2013 Á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð árið 2013 endaði hollenska liðið í neðsta sæti B-riðils loka- keppninnar með eitt stig. Fyrir lokaumferð riðlakeppnina átti hollenska liðið ennþá mögu- leika á því að fara áfram í átta liða úrslitin en Dagný Brynjarsdóttir gerði út um vonir hol- lenska liðsins þegar hún tryggði Íslandi 1:0- sigur á Myresjöhus-vellinum í Växjö hinn 17. júlí 2013 og sendi hollenska liðið þar með úr keppni. Lieke Martens og Daniëlle van de Donk voru báðar í byrjunarliði Hollands gegn Íslandi en þær eru algjörir lykilmenn í liðinu í dag. Eftir afhroðið á EM 2013 hófst ákveðinn uppgangur hjá liðinu sem fór alla leið í sextán liða úrslit á HM 2015 sem fram fór í Kanada en þar féll lið- ið úr leik gegn Japan. Liðið vann svo alla leiki sína á EM 2017 og stóð uppi sem óvæntur sig- urvegari eftir 4:2-sigur gegn Damörku í úrslita- leik á De Grollsch-vellinum í Enschede í Hol- landi. Af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu úr- slitaleikinn gegn Danmörku 2017 voru átta í byrjunarliðinu í 1:0-sigri liðsins gegn Svíþjóð í undanúrslitum keppninnar í Lyon í ár. Mark- maðurinn Sari van Veenendaal, varnarmenn- irnir Desiree van Lunteren og Stefanie van der Gragt, miðjumennirnir Jackie Groenen, Daniëlle van de Donk og Sheride Spitse og loks sókn- armennirnir Vivianne Miedema og Lieke Mar- tens. Bandaríska liðið bætti enn einni rósinni í  Heimsmeistararnir mæta Evrópumeisturunum í úrslitaleik HM 2019 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Grindavík ............................... 0:0 Staðan: KR 11 8 2 1 21:10 26 Breiðablik 11 7 1 3 22:13 22 Stjarnan 12 5 4 3 19:16 19 ÍA 10 5 2 3 15:12 17 Valur 12 5 1 6 21:18 16 Fylkir 10 4 3 3 18:18 15 FH 10 3 4 3 15:17 13 Grindavík 11 2 6 3 7:9 12 KA 11 4 0 7 16:19 12 Víkingur R. 10 2 5 3 15:17 11 HK 10 2 2 6 11:14 8 ÍBV 10 1 2 7 8:25 5 Inkasso-deild karla Þór – Fram ............................................... 3:0 Aron Elí Sævarsson 38., Jónas Björgvin Sigurbergsson 67., Jakob Snær Árnason 88. Rautt spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram) 30. Grótta – Njarðvík .................................... 3:1 Pétur Theódór Árnason 44., 67., Axel Freyr Harðarson 62. – Ivan Prskalo 88. Víkingur Ó. – Afturelding...................... 2:0 Harley Willard 54., Sallieu Tarawallie 62. Staðan: Fjölnir 10 7 1 2 20:9 22 Grótta 10 6 2 2 22:14 20 Þór 10 6 1 3 18:10 19 Víkingur Ó. 10 5 2 3 11:6 17 Fram 10 5 2 3 15:14 17 Keflavík 10 4 3 3 15:11 15 Leiknir R. 10 5 0 5 16:17 15 Þróttur R. 9 3 1 5 16:15 10 Haukar 10 2 4 4 14:16 10 Afturelding 10 3 0 7 12:23 9 Njarðvík 10 2 1 7 9:20 7 Magni 9 1 3 5 10:23 6 3. deild karla Álftanes – KH ........................................... 2:3 Vængir Júpíters – Skallagrímur............. 1:0 Staðan: KV 9 8 0 1 21:8 24 Vængir Júpiters 10 7 0 3 17:11 21 Kórdrengir 9 6 2 1 23:9 20 KF 9 6 1 2 20:10 19 Reynir S. 9 4 3 2 15:11 15 Einherji 9 4 1 4 13:11 13 Sindri 9 4 1 4 18:18 13 Höttur/Huginn 9 2 3 4 14:17 9 Álftanes 10 2 3 5 15:19 9 Augnablik 9 1 3 5 13:21 6 Skallagrímur 10 2 0 8 12:28 6 KH 10 1 1 8 14:32 4 2. deild kvenna Sindri – Álftanes....................................... 2:3 Staðan: Völsungur 5 5 0 0 12:6 15 Grótta 6 4 1 1 13:4 13 Fjarð/Hött/Leikn. 6 3 0 3 21:6 9 Álftanes 5 3 0 2 14:7 9 Hamrarnir 5 2 0 3 6:8 6 Sindri 6 2 0 4 7:15 6 Leiknir R. 7 0 1 6 2:29 1 Kasakstan Tobol – Astana ......................................... 0:2  Rúnar Már Sigurjónsson lék í 78 mín- útur og skoraði fyrra mark Astana. KNATTSPYRNA Úrslitin í leikjunum þremur í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær- kvöld, Inkasso-deildinni, voru nokkuð áhugaverð en í öllum við- ureignunum höfðu liðin sætaskipti í leikslok. Það var toppslagur í Kaplakrika þar sem FH vann Þrótt R. 2:1 með mörkum Margrétar Sifjar Magn- úsdóttur og Nóttar Jónsdóttur. FH komst með því upp fyrir Þrótt og á toppinn með 16 stig og hefur nú stigi meira en Þróttur. Um miðja deild komst Aftureld- ing upp í fimmta sætið eftir 2:1- sigur á Tindastóli, sem var í fimmta sætinu fyrir leikinn. Þá stökk Fjöln- ir upp um tvö sæti og upp í það átt- unda eftir sigur á Haukum, sem sátu í áttunda sætinu fyrir leikinn. Fjölnir vann 3:2 eftir að Haukar höfðu komist í 2:0, en dramatíkin var í meira lagi þar sem Mist Þor- móðsdóttir Grönvold skoraði sig- urmark Fjölnis á fimmtu mínútu uppbótartíma með öðru marki sínu í leiknum. yrkill@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mark Samira Suleman skorar fyrir Aftureldingu gegn Tindastóli í gær. Sætaskipti eftir alla leiki gærkvöldsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.