Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
STONE STOOL
Kollur – fleiri litir
Verð 28.900,- stk.
TAKE Borðlampi –
fleiri litir
Verð 12.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
KABUKI
Borðlampi – fleiri litir
Verð 52.900,-
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég eins og fleiri sat hug-fanginn yfir HBO-þáttunum um Chernobyl,
hvar kjarnorkuslysið geigvænlega
árið 1986 var sett undir mæliker-
ið, ásamt tíðarandanum sem lék
um Sovétríkin á þeim tíma. Þætt-
irnir ganga alveg ótrúlega vel
upp, natnin við öll smáatriði
eftirtektarverð og maður sat sem
á bríkinni yfir hverjum einasta
þætti. Vissulega gægðust Holly-
wood-púkar fyrir horn öðru
hverju, óvelkomnir, en það voru
líka senur þarna sem voru hrein-
asta listaverk og verulega reynt á
þau mörk sem draumaverksmiðjan
setur hvað sköpun og tilraunir
varðar.
Í þessum pistli ætla ég að ein-
beita mér að einum þætti hvað
Chernobyl varðar en það er tón-
listin. Og engin smávegis rulla
sem hún spilaði en höfundurinn er
okkar eigin Hildur Guðnadóttir.
Það er ekki alltaf sem tónspor
þátta og kvikmynda er sér-
staklega tiltekið en snemma fór að
bera á því að nafn hennar var
nefnt sérstaklega, hvort heldur á
samfélagsmiðlum eða í öðrum
fréttum.
Hildur sagði í viðtali við
Reykjavik Grapevine að hún hefði
strax ákveðið að tóna tónlistina
niður eins og hægt væri, hún ætti
ekki að vera í forgrunni í drama-
tískum atriðum o.s.frv. Nei, tón-
listin þyrfti að vera greinanleg en
samt varla, líkt og geislunin sem
hékk yfir verinu og nálægum
byggðum. Þessi nálgun er það sem
gerir tónlistina svo snilldarlega.
Hildur nær á undraverðan hátt að
þræða hana inn í myndmálið,
þannig að hún verður órofa partur
af allri framvindu. Höfug og
ákveðin, listavel útfærð. Hildur
„neglir“ þetta með bravúr, og
þetta er það besta sem hún hefur
gert hingað til í þessum efnum.
Fyrir réttu ári helgaði ég ein-
mitt pistil kvikmyndatónlist henn-
ar. Mary Magdalene (2018) var
unnin ásamt Jóhanni Jóhannssyni,
falleg tónlist og stílar beggja
dansandi yfir. Sicario: Day of the
Soldado, var framhald af Sicario
(sem Jóhann „skoraði“) og tónlist-
in þjónar myndinni fyrst og síðast
og er eðlilega í svipuðum stíl og
tónlistin við myndina á undan. Í
Chernobyl er Hildi hins vegar að
takast nokkuð magnað, að undir-
stinga efniviðinn rækilega um leið
og hennar ára liggur yfir. Það er
ekki auðvelt að knýja svona nokk-
uð fram. Að þjóna myndmiðlinum
og eigin andagift. Tónlistin er
draugaleg, köld, stundum angur-
vær og falleg. Stundum hrollvekj-
andi, þar sem röraklangur, skæld
rafhljóð og verksmiðjuorg magnar
upp óttalega stemningu. Og allt í
algerum samhljóm við það sem á
skjánum er. Frábært!
Hildur heimsótti kjarnorkuver
í Litháen, framkvæmdi nokkurs
konar vettvangs-hljóðritun, og
smalaði inn hljóðum sem þar var
að finna. Ekki er að finna eitt ein-
asta hljóðfæri í tónsporinu, allt
sem við heyrum er unnið úr því
sem Hildur nam úr verinu. Afmæl-
isbróðir minn Hallgrímur Helga-
son talaði um að tónlistin væri í
raun eins og að kjarnorkuverið
sjálft hefði samið hana. Þetta kall-
ar fram pælingar Giorgio Moro-
der, þegar hann að var að semja
sína tímamóta-diskótónlist, að
hann væri til í að hún hljómaði
líkt og vélar hefðu samið hana.
Svona pælingar voru líka gegn-
umgangandi hjá Kraftwerk („rad-
ioactivity, is in the air, for you
and me“), hugleiðingar um tengsl
hins mennska og hins ómennska.
Chernobyl fjallar eðlilega um það,
þegar við missum tökin á því sem
var ætlað að þjóna okkur, hvort
heldur í formi orkugjafa eða
stjórnkerfis hins sovéska kommún-
isma. Hildur litar þessa sögu
glæsilega með tónlist sinni. Afrek
segi ég og nauðsynlegt að stinga
niður penna um þessa vörðu á leið
hennar.
Vísur kjarnorkuversins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tónskáld Hildur Guðnadóttir,
höfundur tónlistar við Chernobyl.
Kaldranaleiki Tónspor Hildar hæfir sjónvarpsþáttunum Chernobyl fullkomlega og fangar ömurðina. Hér má sjá stillu úr einum þessara mögnuðu þátta.
»Nei, tónlistinþyrfti að vera grein-
anleg en samt varla,
líkt og geislunin sem
hékk yfir verinu og
nálægum byggðum.
Tónlist Hildar Guðnadóttur við þáttaröðina Chernobyl hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli
Með henni hefur hún stimplað sig inn í alþjóðaheim kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlistar
Framleiðslufyrirtækið HBO Nordic,
sem heyrir undir bandarísku HBO-
sjónvarpsstöðina og framleiðslufyr-
irtækið, hefur ákveðið að fjármagna
gerð norskra sjónvarpsþátta, Ut-
mark, og mun Dagur Kári Péturs-
son leikstýra þeim. Þessu er greint
frá á vef norska ríkisútvarpsins
NRK. Handritshöfundur þáttanna
er Daninn Kim Fupz Åkeson sem
skrifaði m.a. handrit kvikmyndar-
innar Cold Pursuit.
Utmark verða átta gamanþættir
og sögusviðið fámennur bær úti á
landi. Mun hefnd koma mikið við
sögur og furðulegar persónur, m.a.
prestur sem hatar guð. Allir þekkja
alla en dag einn kemur nýr kennari í
bæinn í leit að betra lífi. Hann veit
ekki að utanbæjarmenn eru ekki
alltaf velkomnir í þessu litla sam-
félagi. Tökur á þáttunum eiga að
hefjast nú í sumar, skv. frétt NRK
en ekki hefur verið gefið upp hverjir
leika í þeim. Fyrirtækið Paradox
framleiðir þættina fyrir HBO Nor-
dic en það hefur m.a. framleitt kvik-
myndirnar Utøya 22. juli og Kon-
gens nei. Haft er eftir framleiðand-
anum Finn Gjerdrum að eftir langt
og spennandi ferðalag sé nú loksins
hægt að hefja framleiðsluna.
Utmark er önnur norska þátta-
röðin sem HBO Nordic festir kaup á
en sú fyrri er vísindaskáldskapar-
serían Beforeigners sem frumsýnd
verður 21. ágúst. Þá hefur Evrópu-
útibú HBO, HBO Europe, keypt
tvær sænskar þáttaraðir, Gösta sem
Lukas Moodysson skrifar og leik-
stýrir, og Bjørnstad sem byggð er á
bók Fredrik Backman. Ekki náðist í
Dag Kára við vinnslu fréttarinnar í
gær.
Leikstjóri Dagur Kári Pétursson.
Dagur Kári leikstýrir
norskum grínþáttum
HBO Nordic fjármagnar Utmark