Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 48
Opið virka daga frá kl. 11 til 18 laugardaga frá kl. 11 til 17
Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen)
70%
afsláttur af öllum vörum
Hreinsun!
Troðfull verslun af merkjavöru
Opið
á morgun
sunnudag
13 til 17
Jófríður Ákadóttir, sem gengur
undir listamannsnafninu JFDR, flyt-
ur lágstemmdar útgáfur af til-
raunakenndri popptónlist sinni á
stofutónleikum Gljúfrasteins á
morgun. Jófríður mun leika á gítar
og kemur systir hennar fram með
henni og leikur á píanó.
Stofutónleikar Gljúfrasteins eru
haldnir hvern sunnudag frá júní út
ágúst og hefjast allir kl. 16. Miðar
eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins
samdægurs.
Systur á Gljúfrasteini
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi
Pálsson þurfti að ákveða hvort
hann myndi spila í Ísrael eða Rúss-
landi á komandi keppnistímabili á
sömu stundu og hann var í þann
veginn að verða faðir í fyrsta skipti.
Haukur valdi Kazan í Rússlandi.
„Þetta er í raun allt í smá móðu hjá
mér,“ segir Haukur Helgi við
Morgunblaðið. »39
Þetta er í raun allt í
smá móðu hjá mér
Íslensk þjóðlög flutt
á nýstárlegan hátt
Tríóið Máninn líður mun flytja ís-
lenska tónlist á nýstárlegan hátt í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á
morgun kl. 20.30. Tríóið skipa Anna
Jónsdóttir sópran, þýski píanóleik-
arinn Ursel Schlicht og landi henn-
ar Ute Völker harmonikkuleikari.
Schlicht og Völker hafa sérhæft sig
í spuna og tilraunakenndri tónlist
og hafa mikla reynslu af því að
tengja saman ólíka heima tónlistar.
Tríóið mun flytja íslensk þjóðlög og
lög eftir Jón Leifs.
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Upphaf ljóðsins Fjallgöngu eftir
Tómas Guðmundsson kemur upp í
hugann í spjalli um grjóttínslu við
Steinþór Björnsson á Hvannabrekku
austur í Berufirði. Sveitalífið er fjöl-
breytt og að ýmsu þarf að hyggja.
Ábúendur á Hvannabrekku hafa
ræktað land á mjög grýttu svæði
lengur en elstu menn muna og mik-
ilvægur þáttur í ræktun landsins er
að tína grjótið og fjarlægja það.
„Grjóttínslan er liður í vinnunni
okkar og það fylgir því að vera bóndi
að rækta túnin og endurrækta þau,“
segir Steinþór Björnsson bóndi.
Þessu fylgi líka hagkvæmni, því með
meira ræktarlandi heima þurfi ekki
að heyja úti um allt. „Þessi blettur,
sem við erum að hreinsa núna, er um
tveir og hálfur hektari en ræktað land
okkar er rúmir 40 hektarar og hefur
allt verið grjóthreinsað. Mismikið
samt.“
Tún brunnin
Steinþór er yngstur sjö systkina.
Hann fæddist á Hvannabrekku og
hefur búið þar allt sitt líf en tók við
rekstrinum af foreldrum sínum 1999.
„Það æxlaðist þannig að ég tók við af
foreldrum mínum,“ segir hann. Bætir
við að systkinin hafi farið í annað
nema ein systirin, sem sé líka bóndi.
„Undirlendið hérna er ekkert nema
grjót, framburður úr lækjum, og
grjóttínslan hefur fylgt mér alla tíð.
Ég get ekki sagt að mér hafi þótt
þetta skemmtilegt, ekki frekar en
börnunum okkar, en tínslan venst eins
og hvað annað. Það þarf að gera þetta
og ekki gengur að skorast undan því,
en yfirleitt er tínt á hverju ári, gjarn-
an frá sauðburði og fram að slætti.“
Sláttur er ekki hafinn á Hvanna-
brekku en Steinþór vonast til þess að
geta byrjað um helgina. „Ég vil helst
klára grjótið og sá og fara svo að
heyja,“ segir hann. Áður en tínslan
hefst þarf að plægja og jarðvinna
svæðið. Hann segir að grjótið sé af
öllum stærðum og gerðum en allt haf-
ist þetta að lokum. „Við skjótumst í
tínsluna tvo til fjóra tíma á dag.“
Miklir þurrkar hafa sett strik í
heyskapinn. „Veðrið hefur verið fínt
en alltof þurrt,“ segir hann um
sprettuna. „Það er mjög mikið brunn-
ið hjá okkur enda hefur varla komið
væta síðan í apríl nema hvað aðeins
hefur blotnað nokkrum sinnum á
steinum og svo var smá rigning um
helgina.“
Hjónin Steinþór og Auðbjörg Stef-
ánsdóttir eiga átta börn og sex þeirra
búa enn heima. Þau eru með um 200
nautgripi og þar af 33 mjólkandi kýr.
Auk þess nokkrar kindur. Hann segir
að fjölskyldan sé samhent í öllum
störfum enda þurfi svo að vera með
hagkvæmni í huga. „Við gerum sem
mest sjálf,“ áréttar hann.
Í grjóttínslu á Hvannabrekku Fjölskyldan frá vinstri: Guðrún Lilja, Stefán Valur, Steinþór bóndi, Guðmundur
Hálfdán, Auðbjörg bóndi, Gunnur Margrét, Karólína Björt og Anna Jóna.
Grjóttínsla í blóðinu
Fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði ræktar land á
mjög grýttu svæði við bæinn Það er vont en það venst
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson