Morgunblaðið - 08.07.2019, Side 1
M Á N U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 158. tölublað 107. árgangur
Á EKKI
SUMARHÚS
SJÁLFUR
VEÐRIÐ LÉK
VIÐ GESTI Í
EYJUM
FINNST
HAGYRÐINGAR
SKEMMTILEGASTIR
GOSLOKAHÁTÍÐ 10 TÍMARITIÐ STUÐLABERG 28HAGSMUNAGÆSLA 11
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hyggst kanna
hvort upplýsingar í nýrri skýrslu Rík-
isendurskoðunar gefi tilefni til að
kanna starfsemi Íslandspósts.
Eftirlitið vísar til ákvörðunar (8/
2017) um aðgerðir til að styrkja sam-
keppnisaðstæður á póstmarkaði.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir ákvörð-
uninni hafa verið ætlað að tryggja
eðlilegan samkeppnisgrundvöll og að
ekki væri með ólögmætum hætti ver-
ið að nýta tekjur af einkarétti til að
eiga í samkeppni á sviðum þar sem
hún á að ríkja.
„Við áréttum jafnframt að sér-
stakri eftirlitsnefnd sem starfar sam-
kvæmt skilyrðum eftirlitsins sé ætlað
að tryggja að farið sé að leikreglum í
þessu efni,“ segir Páll Gunnar.
Að fengnum frekari skýringum á
ályktunum Ríkisendurskoðunar muni
eftirlitið taka afstöðu til þess hvort
nauðsynlegt sé að taka uppgjör og
þ.m.t. kostnaðarskiptingu Íslands-
pósts til skoðunar á vettvangi eftir-
litsnefndarinnar eða eftirlitsins.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
Íslandspóst segir að „starfsemi fé-
lagsins sem er í samkeppni [sé] ekki
látin bera neina hlutdeild í sameigin-
legum föstum kostnaði jafnvel þótt
samkeppnisreksturinn nýti sér sömu
framleiðsluþættina“.
Farið sé að leikreglum
Samkeppniseftirlitið kannar hvort Íslandspóstur hafi virt sátt sína við eftirlitið
Forstjóri eftirlitsins segir sáttinni ætlað að tryggja samkeppni á póstmarkaði
MBjörgun í pólitískum … »4
Nýtur einkaréttar
» Íslandspóstur hefur einka-
rétt á bréfum sem eru léttari
en 50 grömm og skapar það
félaginu stöðugar tekjur.
» Pósturinn á hins vegar í
samkeppni við einkafyrirtæki
um dreifingu á öðrum sviðum.
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur og prófessor í félagsfræði við
Háskóla Íslands, segir að fréttir af
mönnum sem teknir voru með 16
kílógramma skammt af kókaíni á
Keflavíkurflugvelli í maí, hafi aðeins
lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn.
Fréttirnar telur hann vera eins konar
„endurspeglun á ástandi“ hér á landi.
„Við höfum sögu af þessu hér
heima. Við höfum fengið stór mál og
höfum þá getað séð það hversu mikil
áhrif þetta hafði á markaðinn í kjöl-
farið og það hefur í mesta lagi áhrif í
mjög skamman tíma,“ segir Helgi.
Segir hann að svo virðist sem fíkni-
efnainnflytjendur „hinkri“ í skamma
stund eftir að stórar aðgerðir kom-
ast í hámæli. Telur hann mál af
þessu tagi gefa vísbendingu um
hversu mikil eftirspurn sé eftir fíkni-
efnum í samfélaginu.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn tekur undir með
Helga og segir áhrif vegna lögreglu-
aðgerða þar sem lagt er hald á mikið
magn fíkniefna tímabundin og að
ómögulegt sé að segja til um hversu
lengi þau vari. „Við erum að fást við
opinn markað, það er bara því miður
þannig.“ » 14
Hafa að-
eins lítil
áhrif
Morgunblaðið/Kristinn
Fíkniefni Mikil eftirspurn virðist
vera eftir fíkniefnum hér á landi.
Eftirspurn eftir
fíkniefnum mikil
Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvöfalt fleiri heimsmeistaratitla í
knattspyrnu en nokkurt annað lið, en það fagnaði sínum fjórða titli eftir
sigur á Evrópumeisturum Hollands í úrslitaleik í Lyon í gær. Bandarísku
heimsmeistararnir hafa ekki aðeins vakið athygli fyrir góða frammistöðu
inni á vellinum, heldur einnig fyrir það að nota sviðsljósið til þess að benda
á kynjamisrétti á ýmsum sviðum í knattspyrnuheiminum. »25
Einstakt heimsmeistaralið Bandaríkjanna
AFP
Veitur ohf., dótturfyrirtæki
Orkuveitu Reykjavíkur, vilja örva
lághita borholu á Norðurnesi, norð-
anverðu Geldinganesi, til vatns-
framleiðslu. Það er hægt að gera
með því að dæla vatni í borholuna
undir þrýstingi svo hún framleiði
meira vatn.
Veitur hafa auglýst eftir verk-
taka til að örva borholuna. Það er
gert með pakkara, einskonar tappa
sem settur er inn í borholuna í þeim
tilgangi að stýra því hvert vatnið
sem dælt er ofan í holuna fer.
Engar holur á Geldinganesi eru
tengdar inn á hitaveitu Veitna, en
ef örvun og borun heppnast stend-
ur til að tengja þær inn á kerfið. »6
Vilja örva borholu
Hætta er á því að á einhverjum
tímapunkti árið 2022 verði framboð
á raforku á Íslandi ekki nægilegt til
að svara eftirspurn. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu Landsnets.
Skýrslan skoðar raforkujöfnuð
landsins í heild sinni og segir Sverr-
ir Jan Norðfjörð, framkvæmda-
stjóri þróunar- og tæknisviðs
Landsnets, erfitt að segja til um
hvar í dreifikerfinu vandinn yrði
mestur. Raforkuþörf heimila og
vinnustaða eykst að jafnaði um
1,5-2% á ári og gæti vaxið eitthvað
hraðar en það á komandi árum ef
orkuskipti í samgöngum ganga
hratt fyrir sig. „Ef öllum fólksbílum
væri skipt út fyrir rafmagnsbíla
væri afl- og orkuþörf þeirra á við
eina Blöndustöð, eða um 150 MW,
og eru þá undanskildir vörubílar,
strætisvagnar og rútur,“ segir
Sverrir. »12
Vara við mögulegum aflskorti árið 2022
Rafmagnsbíll Fjölgun rafmangsbíla mun
auka raforkuþörf þjóðarinnar.
„Það er enginn sem er svona
veikur eins og þessi börn,“ segir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir.
Hann staðfestir að grunur sé
uppi um að fleiri séu smitaðir af E.
coli-bakteríu sem valdið getur
nýrnabilun og blóðleysi í alvar-
legum tilfellum.
Fjögur börn hafa nú þegar
greinst með alvarlega sýkingu af
völdum bakteríunnar en tvö þeirra
voru lögð inn á Barnaspítala
Hringsins með nýrnabilun. Annað
barnanna var útskrifað síðastliðinn
föstudag.
„Þetta er hættulegur sjúkdómur
sem er verið að meðhöndla,“ segir
Viðar Örn Eðvarðsson, læknir á
Barnaspítala Hringsins. „Flestir ná
sér vel en það er ekki útilokað að
nýrnastarfsemin geti verið eitthvað
skert þegar frá líður.“ »2
Fleiri gætu verið smitaðir af E. coli
Morgunblaðið/Eggert
Eftirfylgni Læknar Barnaspítalans fylgja
börnunum vel eftir að sögn Viðars.