Morgunblaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
RESOURCE DRYKKIR
MÁLTÍÐ Í FLÖSKU
Resource drykkirnir frá Nestle eru sérstaklega orku- og próteinríkir næringardrykkir
sem henta fyrir einstaklinga sem þurfa viðbótarnæringu. Hægt er að fá drykkina með
eða án trefja. Ein flaska samsvarar einni máltíð.
Fæst í öllum helstu apótekum
Þróttur átti ekki í neinum vandræðum með að vinna
Magna á heimavelli er liðin mættust í 10. umferð 1.
deildar karla í fótbolta, Inkasso-deildinni, á laugardag.
Þróttur skoraði tvö mörk á innan við mínútu eftir tæp-
lega hálftíma leik og þurfti ekki að spyrja að leikslokum
eftir það.
Þróttur var kominn í 3:0-forystu eftir 35 mínútur og
vann að lokum ótrúlega sannfærandi 7:0-sigur. Besta
tækifæri Magna kom á 38. mínútu en Gunnar Örvar Stef-
ánsson nýtti ekki vítaspyrnu.
Belginn Jasper Van Der Heyden skoraði tvö mörk fyr-
ir Þrótt og Sindri Scheving, Árni Þór Jakobsson, Daði
Bergsson, Rafael Victor og Baldur Hannes Stefánsson komust einnig á
blað. Mörk þeirra Árna Þórs og Baldurs Hannesar voru þeirra fyrstu deild-
armörk hér á landi. Baldur Hannes er 17 ára og fastamaður í U17 ára
landsliði Íslands.
Þróttur er nú í áttunda sæti með 13 stig, en Magni er í neðsta sæti með
aðeins sex stig og einn sigur í tíu leikjum. johanningi@mbl.is
Þróttarar skoruðu sjö mörk
Daði
Bergsson
0:1 Atli Arnarson 42.
0:2 Atli Arnarson 60.
1:2 Þórir Guðjónsson 89.
I Gul spjöldDamir Muminovic, Elfar Freyr
Helgason, Viktor Örn Margeirsson
(Breiðabliki), Björn Berg Bryde, Arn-
þór Ari Atlason, Ásgeir Börkur Ás-
geirsson (HK).
MM
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
BREIÐABLIK – HK 1:2
M
Aron Bjarnason (Breiðablik.)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breið.)
Björn Berg Bryde (HK)
Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Atli Arnarson (HK)
Leifur Andri Leifsson (HK)
Valgeir Valgeirsson (HK)
Dómari: Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson, 6.
Áhorfendur: 2.483.
KÓPAVOGUR/EYJAR/
AKRANES
Jóhann Ingi Hafþórsson
Arnar Gauti Grettisson
Bjarni Helgason
HK vann sterkan 2:1-sigur á Breiða-
bliki í Kópavogsslag í 12. umferð
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í
gærkvöldi. HK er nú með ellefu stig,
eins og Víkingur R., og áfram í hörð-
um fallslag. Sigurinn gerði það hins
vegar að verkum að ÍBV er lang-
neðst og tap Breiðabliks varð til
þess að KR er langefst.
Það virtist vera spurning hvenær
en ekki hvort Breiðablik kæmist yfir
í fyrri hálfleik. Thomas Mikkelsen
fékk hvert færið á fætur öðru, en
gekk illa að hitta á markið. Í efstu
deild getur lið í fallsæti refsað liði í
toppbaráttunni og það er nákvæm-
lega það sem HK gerði. HK-ingar
stóðu af sér storminn og Atli Arn-
arson skoraði einfalt mark seint í
hálfleiknum. Eftir hlé hélt þemað
áfram. Mikkelsen klikkaði á færum
og aftur refsaði Atli. Blikar hentu
öllum sínum mönnum fram undir
lokin og tókst að minnka muninn, en
þrátt fyrir gríðarlega pressu hélt
HK út.
Einhverjir HK-ingar voru eflaust
skíthræddir í stöðunni 2:1, þar sem
Breiðablik náði í ótrúlegt 2:2-
jafntefli í fyrri leik liðanna í deildinni
í sumar. Þá komst HK einmitt líka í
2:0. Í þetta skiptið sluppu HK-ingar
með skrekkinn. Á öðrum degi hefði
Breiðablik unnið þennan leik stórt.
Ef Thomas Mikkelsen hefði nýtt
færin sín hefði leikurinn verið allt
öðruvísi. Ef, var og hefði og allt það.
HK-ingar voru að mörgu leyti
heppnir, en þeir sköpuðu sér sína
eigin heppni. Vinnslan í liði HK var
gríðarleg og Ásgeir Börkur Ásgeirs-
son var í essinu sínu á miðjum vell-
inum að brjóta upp sóknir og gera
leikmönnum Breiðabliks erfitt fyrir.
Fyrir aftan hann var Arnar Freyr
Ólafsson sterkur í markinu og Björn
Berg Bryde og Leifur Andri Leifs-
son skipuðu flott miðvarðapar. HK
var langt því frá að spila leiftrandi
sóknarbolta í mörkunum. Einfald-
leikinn réði ríkjum og var árangurs-
ríkur.
Gunnleifur Gunnleifsson er aug-
ljóslega ekki alveg heill heilsu og
hann átti sína sök í fyrra markinu.
Viktor Örn Margeirsson átti líka erf-
itt uppdráttar og lítið kom úr Brynj-
ólfi Darra Wilumssyni. Thomas
Mikkelsen gerði vel í að koma sér í
færi, en afskaplega illa í að klára
þau. Þetta eru leikirnir sem KR
finnur leið til að vinna, en lið eins og
Breiðablik getur misstigið sig í. Þess
vegna munar sjö stigum á liðunum
og KR er að stinga af. HK finnur
leiðir til að ná í stig hér og þar, sem
ÍBV nær ekki í. Þess vegna eru HK
og önnur lið að skilja Eyjamenn eftir
í rykinu. johanningi@mbl.is
KR-ingar eru óstöðvandi
KR-ingar unnu sinn áttunda sig-
urleik í röð þegar þeir sigruðu Eyja-
menn á Hásteinsvelli á laugardag,
2:1. Óskar Örn skoraði frábært
mark á 21. mínútu þegar hann fór
illa með Óskar Zoëga og lúðraði
boltanum á nærstöngina. Besti mað-
ur vallarins, Arnþór Ingi Krist-
insson, bætti við öðru marki KR á
63. mínútu en Guðmundur Magn-
ússon klóraði svo í bakkann fyrir
Eyjamenn á 90. mínútu þegar hann
skoraði með laglegum skalla.
KR-ingar virðast vera nánast
óstöðvandi en í leiknum voru þeir
ekki að spila sinn besta fótbolta enda
bauð Hásteinsvöllur ekki upp á það.
Þeir vinna samt leikinn nokkuð
örugglega og var sigur þeir aldrei í
hættu. Það segir kannski jafnframt
til um það hvar liðin eru í deildinni
en Eyjamenn sitja á botninum og
KR-ingar á toppnum en það leit
þannig út að Eyjamenn höfðu bara
hreinlega ekki trú á því að þeir væru
að fara vinna þennan leik.
Eyjamenn frumsýndu tvo nýja
leikmenn í þessum leik; miðjumann-
inn Benjamin Prah og framherjann
Gary Martin. Það vita allir sem
horfa eitthvað á fótbolta hvað Gary
Martin getur, þrátt fyrir að hann
hafi ekki sýnt neitt í þessum leik fyr-
ir Eyjamenn. Benjamin heillaði und-
irritaðan alls ekki og miðað við spila-
mennsku hans í þessum leik er hann
ekki að fara að hjálpa Eyjamönnum í
þeirri baráttu sem þeir eru í, en eins
og staðan er núna lítur allt út fyrir
það að ÍBV spili í næstefstu deild-
inni á næsta ári. sport@mbl.is
ÍA leitaði aftur í einfaldleikann
ÍA er komið aftur á sigurbraut
eftir 2:0-sigur gegn Fylki á Akranesi
á laugardaginn. Tryggvi Hrafn Har-
aldsson kom Skagamönnum yfir
strax á 13. mínútu og Viktor Jónsson
tvöfaldaði forystu Skagamanna á 80.
mínútu og þar við sat.
Línur að skýr-
ast á toppi og
við botninn
HK vann Kópavogsslaginn KR að
stinga af og ÍBV að dragast aftur úr
Pepsi Max-deild karla
ÍA – Fylkir ................................................ 2:0
ÍBV – KR................................................... 1:2
Breiðablik – HK........................................ 1:2
Staðan:
KR 12 9 2 1 23:11 29
Breiðablik 12 7 1 4 23:15 22
ÍA 11 6 2 3 17:12 20
Stjarnan 12 5 4 3 19:16 19
Valur 12 5 1 6 21:18 16
Fylkir 11 4 3 4 18:20 15
FH 10 3 4 3 15:17 13
Grindavík 11 2 6 3 7:9 12
KA 11 4 0 7 16:19 12
Víkingur R. 10 2 5 3 15:17 11
HK 11 3 2 6 13:15 11
ÍBV 11 1 2 8 9:27 5
Inkasso-deild karla
Þróttur R. – Magni .................................. 7:0
Sindri Scheving 26., Jasper van der Hey-
den 27., 35., Árni Þór Jakobsson 43., Daði
Bergsson 50., Rafael Victor 56., Baldur
Hannes Stefánsson 84.
Staðan:
Fjölnir 10 7 1 2 20:9 22
Grótta 10 6 2 2 22:14 20
Þór 10 6 1 3 18:10 19
Víkingur Ó. 10 5 2 3 11:6 17
Fram 10 5 2 3 15:14 17
Keflavík 10 4 3 3 15:11 15
Leiknir R. 10 5 0 5 16:17 15
Þróttur R. 10 4 1 5 23:15 13
Haukar 10 2 4 4 14:16 10
Afturelding 10 3 0 7 12:23 9
Njarðvík 10 2 1 7 9:20 7
Magni 10 1 3 6 10:30 6
2. deild karla
Völsungur – Selfoss................................. 2:1
Ásgeir Kristjánsson 28., Sverrir Páll
Hjaltested 58. – Hrvoje Tokic 62.
Fjarðabyggð – KFG ................................ 3:1
Gonzalo Bernaldo 29., 81., Nikola Kristinn
Stojanovic 79. (víti) – Kristófer Konráðsson
34. Rautt spjald: Daníel Andri Baldursson
(KFG) 78.
Vestri – Leiknir F .................................... 1:0
Pétur Bjarnason 61.
Staðan:
Leiknir F. 10 6 3 1 20:9 21
Vestri 10 6 0 4 13:15 18
Selfoss 10 5 2 3 22:12 17
Völsungur 10 5 2 3 13:13 17
Fjarðabyggð 10 5 1 4 16:12 16
Víðir 10 5 1 4 17:14 16
Þróttur V. 10 3 4 3 12:14 13
Dalvík/Reynir 10 2 6 2 13:13 12
ÍR 10 3 3 4 13:13 12
KFG 10 4 0 6 17:22 12
Kári 10 3 2 5 20:21 11
Tindastóll 10 0 2 8 8:26 2
Ameríkubikarinn
Úrslitaleikur:
Brasilía – Perú ......................................... 3:1
Everton 15., Jesus 45., Richarlison 90. (víti)
– P. Guerrero 44. (víti). Rautt spjald: Gabr-
iel Jesus (Brasilíu) 90.
Bronsleikur:
Argentína – Síle....................................... 2:1
Agüero 12., Dybala 22. – A. Vidal 59. (víti).
KNATTSPYRNA