Morgunblaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
Er heitt í vinnunni?
Þín eigin skrifborðs-
kæling!
Á vinnustað eða
hvar sem er!
Kæli-, raka- og
lofthreinsitæki,
allt í einu tæki.
Hægt að tengja
bæði við rafmagn
eða USB tengi.
Verð aðeins
kr. 24.900 m.vsk.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póst-
markaðarins, telur ákvörðun Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS) um að taka til greina
1,5 milljarða bótakröfu Íslandspósts setta
fram „í pólitískum tilgangi“. Markmiðið sé
„að reyna að réttlæta að stjórnvöld bjargi
fyrirtækinu úr þeirri þröngu stöðu sem
stjórnendur og stjórn þess höfðu komið því í“.
Fjallað var um ákvörðun PFS í Morg-
unblaðinu á laugardag. Sá
hluti bótakröfu Íslands-
pósts sem PFS tók til
greina varðar erlendar
sendingar Íslandspósts
(ÍSP) 2013-2017.
Reynir segir bæturnar
ekki eiga sér lagastoð.
„Það er ljóst að ákvörð-
un PFS um greiðslu úr
tómum jöfnunarsjóði [al-
þjónustu] getur ekki stað-
ið, enda engin heimild að
lögum fyrir afturvirku fjárframlagi úr jöfn-
unarsjóði alþjónustu. Í ljósi þess hversu aug-
ljóst það er að ákvörðun PFS er ólögmæt er
mikilvægt að hafa í huga þá hagsmuni sem
stofnunin kann að hafa af niðurstöðu hennar,“
segir Reynir.
Eftirlit PFS til skoðunar
„Það liggur fyrir að samgönguráðuneytið
er með til skoðunar hvernig PFS hefur sinnt
eftirliti með ÍSP vegna alvarlegrar fjárhags-
stöðu fyrirtækisins. Slæma fjárhagsstöðu má
samkvæmt gögnum málsins rekja til gjald-
skrár alþjónustu sem PFS bar lögum sam-
kvæmt að hafa eftirlit með og framfylgja að
hún uppfyllti skilyrði 4. mgr. 16. gr. laga um
póstþjónustu. PFS kaus hins vegar að sitja
með hendur í skauti meðan ÍSP stefndi hrað-
byr í þrot. Þótt fjárhagsvanda ÍSP megi
rekja til slæmra ákvarðana stjórnar ÍSP þá
hefði virkt eftirlit komið í veg fyrir að stjórn
og stjórnendur ÍSP kæmu ríkisfyrirtækinu í
þá stöðu sem það er í dag, en á því ber PFS
fulla ábyrgð.“
– Hvaða áhrif hafði það á samkeppnisstöðu
ÍSP að geta aukið við hlut sinn í erlendum
pakkasendingum þrátt fyrir tap, sem hafi
safnast saman í trausti þess að verða bætt?
„Með því að stunda áralanga undir-
verðlagningu á virkum markaðssvæðum í
trausti þess að fá tapið bætt úr ríkissjóði hef-
ur ÍSP augljóslega skapað sér forskot gagn-
vart keppinautum.“
Setja hlutina í nýtt samhengi
– Nýr forstjóri Íslandspósts ræddi í viðtali
við ViðskiptaMoggann 3. júlí um óhagræði í
rekstri félagsins sem ekki hafi verið tekið á.
Hvaða áhrif hafa þessar upplýsingar þegar
kemur að túlkun alþjónustubyrði ÍSP? Er
rétt að ræða um alþjónustubyrði þegar tap
vegna óhagræðis er mögulega jafn mikið síð-
ustu ár og nýi forstjórinn lýsir?
„Þótt svör nýs forstjóra komi ekkert á
óvart hljóta þau að setja hlutina í annað sam-
hengi gagnvart alþjónustubyrðinni. Það er al-
veg ljóst að óhagkvæmur rekstur ÍSP á und-
anförnum árum getur ekki fallið undir
alþjónustubyrði, en við mat á alþjónustubyrði
verður að hafna öllum kostnaði sem ekki er
nauðsynlegur við að veita þjónustuna.
Nú virðast stjórnendur ÍSP hafa komist að
þeirri niðurstöðu að hægt sé að hagræða um
hundruð milljóna á ári. Samkvæmt sam-
þykktum ÍSP ber stjórn ÍSP ábyrgð á því að
setja gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga.
Það hlýtur því að vera hafin vinna við að end-
urskoða gjaldskrár félagsins þar sem hag-
ræðinu verður skilað til notenda í samræmi
við lögin.“
Snýr að viðskiptavinum
– Hvernig birtist óhagræði í rekstri ÍSP
gagnvart samkeppnisaðilum?
„Ég held að málið snúi fyrst og fremst að
viðskiptavinum ÍSP innan einkaréttar þar
sem óhagkvæmur rekstur er lagður til grund-
vallar lögbundinni gjaldskrá. PFS hefur haft
fulla heimild til að hafna kostnaði sem ekki
telst nauðsynlegur við að veita þjónustuna.
Það hefur stofnunin hins vegar ekki gert þótt
fullt tilefni hafi verið til líkt og svör forstjóra
fyrirtækisins staðfesta.
Fram hefur komið að tap ÍSP megi rekja
til mikillar magnaukningar erlendra sendinga
árið 2013 og að það skýri rekstrarvanda ÍSP.
Ef ársreikningar félagsins eru skoðaðir þá
virðist hins vegar sem tap af alþjónustunni
megi fyrst og fremst rekja til þess að skipt
var um kostnaðarlíkan milli áranna 2012 og
2013 og eftir það hafi alþjónustan verið látin
bera allan fastan kostnað fyrirtækisins, m.a.
vegna sóknar á hina ýmsu samkeppnismark-
aði,“ segir Reynir.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Dýrkeypt Íslandspóstur tapaði árum saman fjármunum á erlendum pakkasendingum.
Björgun í pólitískum tilgangi
Framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins telur standa til að bæta Póstinum upp tap af undirverðlagningu
Reynir
Árnason
Samkeppniseftirlitið
birti á þriðjudaginn var
tilkynningu á vef sínum.
Kom þar m.a. fram að
eftirlitinu hafi „undan-
farið borist fyrirspurnir
er varða mögulega
skekkingu á samkeppn-
isstöðu á vettvangi Ís-
landspósts“. Þær fyrir-
spurnir tengist að hluta
nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar
um Íslandspóst.
„Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur
fram í málsgrein efst á bls. 43 að við út-
reikning á kostnaði við þá starfsemi Ís-
landspósts sem félagið hefur einkarétt á
sé gengið út frá því að einkarétturinn
standi undir öllum sameiginlegum og
föstum kostnaði og að önnur starfsemi,
þ.m.t. samkeppnisstarfsemi, sé ekki látin
bera neina hlutdeild í slíkum kostnaði.
Þetta skekki samkeppnisstöðu keppi-
nauta,“ segir í tilkynningunni. Síðan er
minnt á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
nr. 8/2017 sem byggist á sátt sem Ís-
landspóstur gerði við eftirlitið.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, segir ákvörðun 8/
2017 hafa verið ætlað að tryggja eðlileg-
an samkeppnisgrundvöll og að ekki væri
með ólögmætum hætti verið að nýta
tekjur af einkarétti til að eiga í sam-
keppni á sviðum þar sem hún á að ríkja.
„Við áréttum jafnframt að sérstakri eft-
irlitsnefnd sem starfar samkvæmt skil-
yrðum eftirlitsins sé ætlað að tryggja að
farið sé að leikreglum í þessu efni,“ seg-
ir Páll Gunnar.
Að fengnum frekari skýringum á álykt-
unum Ríkisendurskoðunar muni Sam-
keppniseftirlitið taka afstöðu til þess
hvort nauðsynlegt sé að taka uppgjör og
þ.m.t. kostnaðarskiptingu Íslandspósts
til skoðunar á vettvangi eftirlitsnefnd-
arinnar eða Samkeppniseftirlitsins.
Skekki ekki sam-
keppnisstöðu
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ RIFJAR
UPP SÁTT VIÐ ÍSLANDSPÓST
Páll Gunnar
Pálsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Látrabjarg þarf vernd því álag á
svæðið er mikið,“ segir Edda Kristín
Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Um-
hverfisstofnun. Hún sinnir land-
vörslu og öðrum verkefnum á sunn-
anverðum Vestfjörðum, meðal
annars við Látrabjarg sem nú stend-
ur til að friðlýsa. Frestur til að skila
inn umsögum þar rennur út þann 18.
júlí og þarf samþykki allra landeig-
enda svo friðlýsing, sem umhverfis-
ráðherra undirritar, nái í gegn.
Svæðið sem er undir í tillögunni nær
frá Bjargtöngum og þaðan alllangt
inn til austurs að þeim stað sem heit-
ir Bæjarbjarg.
Stærsta fuglabjarg Evrópu
Látrabjarg er stærsta fuglabjarg
Evrópu og hvergi á landinu verpa
jafn margir sjófuglar, til dæmis teg-
undir eins og álka og lundi sem eru á
válista. Einnig þykir vera
eftirtektarverð flóra og jarðfræði á
þessu svæði, hvar aukinheldur má
finna ýmsar menningarminjar.
„Svæðið hefur mikið aðdráttarafl
fyrir gesti sem heimsækja Vestfirði
og mikilvægt er að stýra þeirri um-
ferð með verndarráðstöfunum,“ seg-
ir á vef Umhverfisstofnunar.
Friðlýsing Látrabjargs og ná-
lægra slóða er mikilvæg, segir Edda
Kristín. Það helst í hendur við að
setja þurfi stjórnar- og verndar-
áætlun fyrir svæðið og vinna deili-
skipulag þess. Í framhaldinu verður
svo farið í framkvæmdir, svo sem
stígagerð. „Við skynjum jákvæðar
undirtektir fyrir friðlýsingu og höf-
um hvatt landeigendur hér – svo og
alla aðra – til þess að senda inn um-
sagnir,“ segir Edda Kristín.
Þörf á mótvægi
„Af hálfu sveitarfélagsins er mikill
vilji til þess að friðlýsing verði að
veruleika,“ segir Rebekka Hilm-
arsdóttir, sveitarstjóri Vestur-
byggðar. „Margir koma að Látra-
bjargi og álag á svæðið er mikið. Því
er þörf á mótvægisaðgerðum og slík
verkefni styðjum við heilshugar.“
Friðlýsing er mikilvæg
Látrabjarg þarf vernd vegna álags
90 þúsund manns á svæðið árlega
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Látrabjarg Horft af bjargbrúninni
að vitanum á Bjargtöngum.