Morgunblaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
595 1000
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a. Verona
g
y
17. október í 4 nætur 119.595
Borg frægustu elskenda allra tíma, Rómeó og Júlíu.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Grunur um fleiri E. coli-sýkingar
Annað barnanna sem lögð voru inn vegna alvarlegrar sýkingar er útskrifað
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Grunur leikur á að fleiri séu smit-
aðir af E. coli-bakteríu sem valdið
getur blóðugum niðurgangi og í al-
varlegum tilfellum nýrnabilun og
blóðleysi. Þetta staðfestir Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir.
Fjögur börn á aldrinum fimm
mánaða til sjö ára greindust með al-
varlega sýkingu af völdum bakterí-
unnar og voru tvö þeirra lögð inn á
Barnaspítala Hringsins síðastliðinn
fimmtudag, alvarlega veik og með
nýrnabilun. Annað barnið var út-
skrifað síðastliðinn föstudag.
„Það er verið að leita víðar núna.
Þegar við förum að leita meira þá
förum við að finna meira en það er
enginn sem er svona veikur eins og
þessi börn,“ segir Þórólfur.
Uppsprettan í Bláskógabyggð
Spurður hvort fleiri hafi smitast
svo staðfest sé segir Þórólfur:
„Það er verið að kanna það en það
liggur ekki alveg ljóst fyrir.“
Aðallega eru það börn sem eru
talin smituð enda eru þau viðkvæm-
ari fyrir bakteríunni og veikjast
frekar af hennar völdum en full-
orðnir.
Uppruni smits barnanna sem
sýktust er talinn vera í Bláskóga-
byggð í Árnessýslu og eru önnur
möguleg tilvik einnig þaðan.
„Við vinnum eftir því að þetta sé
ein uppspretta,“ segir Þórólfur.
Enn er óljóst hvaðan smitið kem-
ur nákvæmlega en unnið er að því
að greina það.
Fólk getur smitast af bakteríunni
með menguðum matvælum eða
vatni, með beinni snertingu við dýr
eða úrgang dýra.
Gæti haft varanleg áhrif
Eins og áður sagði liggur eitt
barnanna enn á Barnaspítala Hrings-
ins.
Viðar Örn Eðvarðsson, læknir á
spítalanum, segir að meðferðin
gangi vel.
„Þetta gengur samkvæmt áætlun
eins og við má búast. Þetta er
hættulegur sjúkdómur sem er verið
að meðhöndla og það gengur vel.“
Spurður hvort sýkingin muni hafa
varanleg áhrif á heilsu barnanna
segir Viðar:
„Flestir ná sér vel en það er ekki
útilokað að nýrnastarfsemin geti
verið eitthvað skert þegar frá líður.
Það er ómögulegt að segja á þessu
stigi málsins og það verður bara að
fá að koma í ljós. Við munum fylgja
börnunum vel eftir.“
Aðhaldsaðgerðir eru áætlaðar á
Landspítalanum og eru þær að
hluta til hafnar, samkvæmt
forstjórapistli Páls Matthíassonar,
forstjóra Landspítalans, sem birtist
síðastliðinn fimmtudag.
Í pistlinum segir að þrátt fyrir að
fjárframlög til heilbrigðisþjónust-
unnar hafi aukist séu þau „ekki í
samræmi við þá hratt vaxandi þjón-
ustuþörf sem við þurfum að mæta“.
Af þeim sökum séu nú hafnar að-
gerðir „í því augnamiði að draga úr
rekstrarkostnaði og horfum [við]
sérstaklega til tækifæra sem liggja í
öflugu umbótastarfi spítalans og
annarra leiða að sama markmiði,“
segir í pistli Páls.
Þessar aðhaldsaðgerðir felast í
því að ekki verði ráðist í ný verkefni
nema fjármögnun sé tryggð, niður-
skurði á ferðakostnaði, endurskoðun
á yfirvinnu og að
ekki verði ráðið í
nýjar stöður
„nema þar sem
brýn klínísk þörf
krefur. Þá er
unnið er að því að
tryggja að
ábyrgð og
ákvarðanir fari
saman og að skýr
fjármálaáætlun
styðji við reksturinn“, segir í pistli
Páls.
Einnig segir Páll að tækifæri til
hagræðingar séu fólgin í endurröð-
un innan skipurits Landspítalans.
„Þá er unnið að því að tryggja að
ábyrgð og ákvarðanir fari saman og
að skýr fjármálaáætlun styðji við
reksturinn,“ segir í pistli Páls.
Páll segir að fleira muni koma til
en nánari útfærsla á hagræðingunni
sé væntanleg í ágústmánuði.
Í pistlinum tekur Páll fram að
reynt verði að komast hjá því að láta
hagræðinguna bitna á sjúklingum.
Hagræðing mikilvæg
„Leiðarljós í slíkri vinnu sem og
annarri hér á spítalanum er að sjúk-
lingar eru í öndvegi og því sjáum við
fyrir okkur að aðhaldsaðgerðir verði
mestar í öðrum rekstrarþáttum en
beinni klínískri þjónustu.“
Páll segir takmörkun kostnaðar
nauðsynlega í heilbrigðiskerfinu og
að best gangi þegar einblínt er á
skilvirkni og dregið sé úr sóun.
„Með þessari aðferðafræði hefur
okkur einnig tekist að draga úr
kostnaði á ýmsum sviðum og það er
mikilvægt í því umhverfi sem við
störfum í.“ ragnhildur@mbl.is
Rekstrarhagræðing
fyrirhuguð á Landspítala
Niðurskurður á ferðakostnaði og yfirvinna endurskoðuð
Páll
Matthíasson
Dómstólasýslan
hefur áhyggjur
af stöðu Lands-
réttar á meðan
rétturinn er ekki
fullskipaður en
málsmeðferðar-
tími hans heldur
áfram að lengj-
ast.
Greint var frá
þessu í fréttum
Stöðvar tvö og RÚV um helgina.
Síðan Mannréttindadómstóll
Evrópu komst að þeirri niðurstöðu
að ekki hefði verið rétt staðið að
skipan dómara við réttinn hafa
fjórir dómarar af fimmtán ekki ver-
ið við störf.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir dómsmálaráðherra útilokar
ekki að dómarar verði settir tíma-
bundið við Landsrétt eða viðbót-
ardómarar skipaðir til að vinna á
uppsöfnuðum málafjölda.
Skrifstofustjóri Landsréttar hef-
ur sagt að ófremdarástand muni
skapast innan skamms þar sem ell-
efu dómarar hafi ekki undan og
tæp 500 mál verði óafgreidd um
næstu áramót. ragnhildur@mbl.is
Fjölgar
mögulega
dómurum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
Um 500 mál óaf-
greidd um áramótin
Færri fengu snæðing en vildu á matarmark-
aðnum í Laugardalnum um helgina en maturinn
kláraðist hjá flestum söluaðilum tveimur tímum
fyrir lokun á laugardaginn vegna mikillar að-
sóknar. Hinir sársvöngu kúnnar máttu því bíða
með að smakka á lystugum kræsingum mark-
aðarins til hádegis daginn eftir. Markaðurinn
verður haldinn aftur um næstu helgi. Ætli þá
verði nóg til að bíta og brenna?
Maturinn kláraðist tveimur tímum fyrir lokun
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Gestir matarmarkaðarins röðuðu í sig veitingum
9.092 skattgreiðendur eiga inneign
hjá ríkisskattstjóra sem nemur um
500 milljónum króna. Er ástæðan
fyrir þessu sú að embættið er ekki
með bankaupplýsingar hjá viðkom-
andi og getur þar af leiðandi ekki
lagt inn peningana. Frá þessu var
greint á mbl.is í gær. Er þetta að-
eins tölfræði fyrir höfuðborgar-
svæðið, þar sem þeir sem búa er-
lendis eru jafnframt skráðir.
7.761 gjaldandi er einstaklingur
en 1.159 þeirra eru lögaðilar. Tæp-
lega helmingur einstaklinganna er
búsettur erlendis og 919 þeirra eru
látnir og inneignin því í eigu dánar-
búsins.
Í pósti embættisins til mbl.is seg-
ir að ríkisskattstjóri sé, í samstarfi
við Fjársýslu ríkisins og Stafrænt
Ísland, að vinna í að gjaldendum
sem eigi inneign hjá ríkissjóði sé
gert viðvart.
500 milljónir ósótt-
ar hjá skattinum