Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 12
12 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Samkvæmt nýrri skýrslu Lands- nets er hætta á því að á einhverj- um tímapunkti árið 2022 verði framboð af raforku á Íslandi ekki nægilegt til að svara eftirspurn. Sverrir Jan Norðfjörð er framkvæmda- stjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets og segir hann fyrir- tækið gefa út nýja spá ár hvert þar sem reynt er að sjá fyrir þró- un afl- og orku- jöfnuðar næstu fimm ára: „Núna sýnir spáin að ár- ið 2022 fara líkur á aflskorti yfir viðmiðunarmörk og gæti leitt til þess að á álagstímum þurfi að draga úr framboði á raforku á viss- um svæðum eða til tiltekinna kaup- enda.“ Skýrslan skoðar raforkujöfnuð landsins í heild sinni og segir Sverrir erfitt að segja til um hvar í dreifikerfinu séu mestar líkur á að vandinn komi fram, en væntanlega yrði brugðist við með því að draga úr framboði á rafmagni til notenda sem þegar eru skilgreindir sem skerðanlegir. Væru það t.d. fisk- vinnslur sem nota rafmagn til fisk- bræðslu, og hitaveitur. „Þessir kaupendur geta í sumum tilvikum brugðist við með því t.d. að nota ol- íu á meðan vöntun er á raforku.“ Margir meðalstórir kaupendur bætast við Þó að taka þurfi alvarlega hætt- una á mögulegum raforkuskorti segir Sverrir að spáin þýði ekki að ófremdarástand skapist á allra næstu árum og er árviss skýrsla Landsnets einkum til þess gerð að vekja athygli orkukaupenda og -framleiðenda á hvert kann að stefna. Hann bendir á að þótt eng- ar stórar virkjanir séu í farvatninu standi til að taka í notkun tvær litl- ar rafmagnsvirkjanir á næstu fimm árum og sumar virkjarnir væri hægt að stækka til að auka orku- framboð. Er einkum tvennt sem veldur því að eftirspurnarhliðin fer vaxandi: fólksfjölgun og opnun gagnavera: „Þróunin undanfarið hefur verið óvenjuleg að því leyti að margir meðalstórir kaupendur – gagnaver- in – eru að koma inn á markaðinn,“ útskýrir Sverrir og bendir á að orkuþörf gagnaveranna geti verið mismikil, en meðalstórt íslenskt gagnaver notar á bilinu 10-15 megavött og þau stærstu meira en 30 megavött. „Til samanburðar eru virkjanirnar tvær sem bætast við á næstu fimm árum að framleiða samtals um 15 megavött: Brúar- virkjun um 10 MW og Hólsvirkjun rúmlega 5 MW.“ Aukin raforkuþörf heimila og vinnustaða eykst síðan að jafnaði um 1,5-2% á ári og gæti vaxið eitt- hvað hraðar en það á komandi ár- um ef orkuskipti í samgöngum ganga hratt fyrir sig. „Ef öllum fólksbílum væri skipt út fyrir raf- magnsbíla væri afl- og orkuþörf þeirra á við eina Blöndustöð, eða um 150 MW, og eru þá undan- skildir vörubílar, strætisvagnar og rútur,“ segir Sverrir en bætir við að heimili og vinnustaðir nýti um 20% af afli og orku sem framleidd er í landinu, og stórnotendurnir hin 80%. Aukin hætta á aflskorti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ójafnvægi Orkuþörf heimila og vinnustaða eykst að jafnaði um 1,5-2% á ári. Vinsældir rafbíla gætu þýtt að eftirspurnin ykist enn hraðar.  Fólksfjölgun og opnun nýrra gagnavera hafa haft þau áhrif að líkur á aflskorti í íslenska raforkukerfinu verða komnar yfir viðmiðunarmörk eftir þrjú ár Sverrir Jan Norðfjörð 8. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.52 126.12 125.82 Sterlingspund 157.43 158.19 157.81 Kanadadalur 96.01 96.57 96.29 Dönsk króna 18.932 19.042 18.987 Norsk króna 14.673 14.759 14.716 Sænsk króna 13.396 13.474 13.435 Svissn. franki 127.1 127.82 127.46 Japanskt jen 1.1611 1.1679 1.1645 SDR 173.61 174.65 174.13 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.6377 Hrávöruverð Gull 1414.4 ($/únsa) Ál 1771.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.27 ($/fatið) Brent Þýski alþjóðabankinn Deutsche Bank hyggst fækka starfsfólki um 18.000 og þannig spara um 7,4 milljarða evra ár- lega. Jafngildir þetta því að um það bil fimmti hver starfsmaður bankans missi vinnuna. Stendur m.a. til að loka hlutabréfa- sviði bankans og draga úr fjárfestinga- bankastarfsemi. Þá mun 74 milljarða virði af verstu eignum Deustche flytj- ast yfir í sk. „slæman banka“. Stjórnendur bankans reikna með að þessi uppstokkun muni valda því að 2,8 milljarða evra tap verði á rekstri Deutsche á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt heimildum Reuters má vænta uppsagna hjá útibúum Deutsche um allan heim og líklegt að niðurskurðurinn bitni harkalega á starfsstöðvum bankans í New York og London þar sem verðbréfaviðskipti hafa verið í forgrunni. ai@mbl.is Uppstokk- un hjá Deutsche ● Leiðtogar þjóða Afríku komu saman á fundi Afríku- bandalagsins í Nia- mey, höfuðborg Níger, á sunnudag til að setja Fríversl- unarbandalag Afr- íku formlega á laggirnar. Fríversl- unarbandalagið (e. African Continental Free Trade Area AfCFTA), mun sam- anstanda af 55 þjóðum þar sem búa samtals um 1,3 milljarðar manna. Viðræður hafa staðið yfir í fjögur ár en vonir standa til að með því að liðka fyrir viðskiptum innan álfunnar takist að leysa úr læðingi efnahagslega krafta þjóða Afríku. Aðildarríki munu fella niður, sín á milli, tolla á flestum vörum og reiknað er með að það hafi þau áhrif að auka viðskipti innan álfunnar um fjórð- ung til meðallangs tíma litið. Að jafnaði mynda viðskipti við önnur ríki innan álfunnar aðeins 17% af út- flutningstekjum landa Afríku, en til samanburðar er hlutfallið 59% í Asíu og 69% í Evrópu, að því er Reuters greinir frá. Við upphaf fundarins í Niamey sagði Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands og formaður Afríkubandalagsins, að augu heimsbyggðarinnar beindust núna að álfunni, og að með fríversl- unarbandalaginu myndu ríki Afríku standa sterkar að vígi í samfélagi þjóð- anna. ai@mbl.is Fríverslunarbandalag Afríku tekur á sig mynd Abdel Fattah al-Sisi STUTT stjórnmála- og viðskiptagreinendur kalla „gler-hengiflugið“. Talað er um að konur rekist stund- um á glerþak á leið sinni upp met- orðastigann, en þeim er aftur á móti ýtt fram á brún gler-hengiflugsins með því að vera settar í valdastöðu þegar allt er komið í kaldakol. Þann- ig takist körlunum að fría sig ábyrgð og konurnar sitji uppi með skellinn. Hafa ráðning Lagarde til AGS á sín- um tíma og forsætisráðherratíð The- resu May verið nefnd sem dæmi um þetta fyrirbæri og sýndi bresk rann- sókn að mestar líkur voru á að FTSE 100 fyrirtæki réðu konur í stjórn eft- ir langvarandi erfiðleika í rekstri. Í viðtali við vefritið Quartz segir Lagarde að konur eigi að þiggja þannig stöður þegar þær bjóðast, m.a. vegna þess að áhættuþáttum hafi í reynd fækkað þegar fyrirtæki eða stofnun er í kröggum. Hún segir konur þó ekki eiga að láta sér nægja að taka aðeins tímabundið við stjórnvölunum. „Þær þurfa að bíta á jaxlinn, brosa og halda starfinu áfram, frekar en bara að sópa upp brotin og rétta síðan karlmanni kefl- ið.“ ai@mbl.is Christine Lagarde hvetur konur til að stökkva á tækifærið þegar þeim býðst að taka við stjórn fyrirtækis eða stofnunar á erfiðum tímum. Líkt og greint hefur verið frá ákvað leiðtogaráð Evrópusam- bandsins í síðustu viku að tilnefna Lagarde sem næsta seðlabanka- stjóra Evrópu, en hún hefur stýrt Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum frá árinu 2011. Lagarde bíður ærinn starfi hjá SBE og hefur tilnefning hennar orð- ið tilefni til umræðna um það sem Nýti gler-hengiflugið sér til framdráttar AFP Áskorun Christine Lagarde segir konur oft koma til bjargar.  Konum oft falið að taka við stjórn- unarstöðum þegar komið er í óefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.