Morgunblaðið - 08.07.2019, Page 13

Morgunblaðið - 08.07.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Léttur dúnjakki • 90% dúnn/10% fiður, þéttvafið nylon efni • Einstaklega þægilegir, hlýir og léttir, ferðapoki fylgir hverjum dúnjakka • 5 mismunandi litir • Stærðir: XS - 4XL – henta báðum kynjum Vnr: 1899 707 Verð: 13.480 kr. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, játaði sig sigraðan í þing- kosningum Grikklands í gær og þar með féll vinstristjórn Syriza-flokks- ins. Hægri miðjuflokkurinn Nýi lýð- veldisflokkurinn vann öruggan sigur í kosningunum og bentu nýjustu tölur til þess að leiðtogi flokksins, Kyriakos Mitsotakis, muni leiða hreinan meiri- hluta á næsta þingtímabili, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Þá höfðu atkvæði verið talin í meirihluta um- dæma og var Nýi lýðveldisflokkurinn með 39,7% atkvæða og Syriza-flokk- urinn með 31,6% atkvæða. Kjörsókn var aðeins um 57%. Fráfarandi fjármálaráðherra Grikklands, Euclid Tsakalotos, sagði í samtali við fréttastofu TV ERT: „Það er ljóst hver niðurstaðan er. En okkar tími mun koma,“ að því er AFP grein- ir frá. Verði lokatölurnar sem áður segir munu 158 þingmenn Nýja lýðveldis- flokksins taka sæti á þinginu, þar sem alls sitja 300 þingmenn. Flokkur frá- farandi forsætisráðherrans, Tsipras, myndi fá 86 þingsæti. Sigurvegari kosninganna fær 50 sæti aukalega og því fengi Nýi lýðveldisflokkurinn hreinan meirihluta á þingi. Nýi lýðveldisflokkurinn tekur við stjórnarkeflinu eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu í fjögur ár en síðast sat hann í ríkisstjórn árið 2014 með Gríska sósíalistaflokknum. Mitsotak- is, leiðtogi Nýja lýðveldisflokksins, útskrifaðist úr Harvard og er fyrrver- andi ráðgjafi hjá McKinsey. Hann er og sonur fyrrverandi forsætisráð- herrans Constantine Mitsotakis, sem hefur setið einna lengst allra lands- manna á þingi. Nýi lýðveldis- flokkurinn sigraði  Gríska ríkis- stjórnin fallin  Afgerandi sigur AFP Sigur Almenningur þarf nú að leggja nafn Mitsotakis minnið. Fjöldi manns fagnaði hinsegin dögum á götum úti víða í Evrópu um helgina. Skipuleggjendur hinsegin daga í London sögðu að hundruð þús- unda hefðu látið sjá sig, en gestir voru fjölskrúðugir og margir hverjir vel skreyttir öllum litum regnbogans. Í Madríd söfnuðust fjögur hundruð þús- und manns á laugardag á lestarstöðinni Atocha og lagði mannfjöldinn af stað í Gay Pride-gönguna þaðan. Aðgerðasinnar segja að hatur gegn hin- segin fólki fari vaxandi í Evrópu þar sem ráðamenn í Póllandi, Ungverja- landi og fleiri Evrópulöndum telji réttindi hinsegin fólks brjóta í bága við fjölskyldugildi. Því eigi baráttan enn langt í land, þrátt fyrir áunninn ár- angur. AFP Hundruð þúsunda fögnuðu hinsegin dögum í London Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Írönsk stjórnvöld tilkynntu á blaða- mannafundi í gær að „innan fárra stunda“ yrði úran auðgað umfram það sem kjarnorkusamningur ríkis- ins við stórveldin kveður á um. Nú er 61 dagur liðinn síðan írönsk stjórn- völd óskuðu eftir virkri aðstoð stór- veldanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína vegna viðskiptaþvingana Banda- ríkjamanna. Dygði aðstoðin ekki til, innan 60 daga, myndu þau auka framleiðslu úrans. Varautanríkisráðherra Írans, Ab- bas Araqchi, gagnrýndi Evrópuþjóð- ir fyrir að hafa ekki staðið við skuld- bindingar þess efnis að grípa inn í og minnka áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna, sem skóku íranskt hagkerfi. Hann sagði að meginvandi landsins væru erfiðleikar í olíuvið- skiptum og áhrif refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þá hafa írönsk stjórnvöld þegar hótað því að halda áfram að safna birgðum af þungavatni til kjarnorku- framleiðslu í borginni Arak í Íran. „Þriðja skrefið eftir 60 daga“ Andað hefur köldu á milli Írans og Bandaríkjanna að undanförnu. Yfir- völd í Washington hafa sakað Íran um fjölda árása á bandarísk olíuskip auk þess af hafa skotið niður eftirlits- dróna á vegum Bandaríkjanna í Te- heran í júní síðastliðinn. „Við vonumst til að ná sáttum í mál- inu en ef ekki þá tökum við þriðja skrefið eftir 60 daga,“ sagði hann og bætti við að nánari upplýsingar bær- ust frá Teheran á „hverri stundu“. Araqchi í sagði að Íranar væru enn viljugir til að ganga til samninga en hjálparúrræði Evrópusambandsins hafi ekki dugað til þess. Evrópusam- bandið setti á fót sérstaka leið, INS- TEX, til þess að veita Írönum aðstoð vegna afleiðinga refsiaðgerða Banda- ríkjanna. Fjárveitingar voru hafnar í lok júní síðastliðins. Fram úr í síðustu viku Samkvæmt skilmálum kjarnorku- samkomulagsins frá árinu 2015 er land- inu heimilt að auðga úran upp að 3,67%. Landið fór fram úr því magni, 300 kíló- grömmum, sem samkomulagið heimil- ar að eiga af auðguðu úrani, í síðustu viku. Úran til kjarnorkuvopnafram- leiðslu þarf að vera auðgað um 90% eða meira. Aðgerðir íranskra stjórnvalda eru þvert á vilja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Bandaríkin hættu aðild að kjarnorkusamkomulaginu árið 2018. Fara enn gegn kjarnorkusamningi  Írönsk stjórnvöld tilkynntu í gærmorgun að úran yrði enn auðgað umfram samningsákvæði „innan fárra klukkustunda“ Íranar vilja semja, líklega ekki fyrr en Bandaríkin aflétta viðskiptaþvingunum AFP Ávarp Abbas Araghchi sagði að Ír- an myndi fara gegn samningnum. Bandaríski millj- arðamæring- urinn og fjárfest- irinn Jeffrey Epstein hefur verið handtekinn og ákærður fyrir mansal. Ákær- urnar tengjast ásökunum sem áður hafa komið fram að því er fram kemur á fréttavef BBC. Epstein var handtekinn í New York og mun mæta fyrir dóm í dag. Lögmaður Epsteins hefur ekki tjáð sig um ákærurnar. Hinn 66 ára Epstein hefur áður verið kærð- ur fyrir að beita fjölda tánings- stúlkna kynferðislegu ofbeldi. Árið 2008 játaði hann að hafa nálgast og greitt ólögráða einstaklingi fyr- ir vændi. Hann náði dómsátt og sat því í 13 mánuði í fangelsi og varð skráður barnaníðingur en slapp við lífstíðardóm vegna tilslakana dómara. Fyrr á árinu kom fram að saksóknarar í málinu brutu lög með því að upplýsa ekki fórnar- lömb Epsteins um tilslakanirnar. Epstein aftur hand- tekinn fyrir mansal BANDARÍKIN Jeffrey Epstein

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.