Morgunblaðið - 08.07.2019, Side 16

Morgunblaðið - 08.07.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 Jörðina byggja margir kynstofnar: svartir, brúnir, rauðir, gulir og hvítir. Við furðum okkur stund- um á þessum fjöl- breytileika, ef við erum ekki of bundin við út- skýringar hinnar hefð- bundnu kennsluskrár skólakerfisins um áhrif sólar og veðráttu á út- lit manna. Egypsk steinsúla, sem geymd er í breska mannkynssögusafninu í London greinir frá uppruna kyn- stofna jarðarinnar samkvæmt þess- ari fornu heimild. Þar segir að svartir Afríkubúar séu hið upprunalega mannkyn plánetu okkar, jarðarinnar. Gulir og hvítir komu hins vegar utan úr geimnum, nánar tiltekið frá innri og ytri vetrarbraut, samkvæmt þess- ari heimild og settust að hér á jörð. Til að forðast deilur um akra og beiti- lönd settist einn hópurinn að í Aust- urlöndum nær en hinn hópurinn langt austur í Asíu. Þetta munu hafa verið tveir kynstofnar frá ólíkum plánetum og ber útlit þeirra þess glöggt vitni. Annar er gulur á hörund og svarthærður, lágvaxinn og með eylítið skásett augu, en hinn er ljós á húð, hávaxinn og með ljóst hár. Þannig útskýrir egypska steinsúlan tilurð hvíta mannsins og þess gula. Svo er að sjá, sem öll tækni sé frá þessum geimflökkurum komin, enda ber tæknimenning siðmenning- arinnar þess greinilegt vitni. Lítum þá á útskýringu, sem er að finna í Enoksbók. Hún segir svo frá að hvíti maðurinn sé sonur Guðs. Þar segir frá fæðingu Nóa, þess er byggði örkina. Er honum lýst svo, að útlit hans hafi verið ólíkt öðrum mönnum. Ástæðan var sú, segir í Enoksbók, að engill hafi átt mök við móður hans. Nói var hvítur og rauð- ur að lit og hár hans var hvítt sem snjór. Faðir hans sagði kvíðafullur: „Mér hefur fæðst furðulegur sonur, ólíkur mönnum, en svipar til himn- eskra sona Guðs. Hann er ekki af- sprengi mitt, heldur engla.“ (Enoks- bók 106. kapítuli 5.-6. vers). Svo er að sjá, sem Nói og líklega fleiri samtímamenn hans hafi þekkt til þessa utanjarðarkyns, sem köll- uðust englar eða synir Guðs. Er ekki betur að sjá samkvæmt Enoksbók en að þarna hafi komið fram nýtt kyn manna, sambland engils af himni og jarðneskrar móður. Nútímamaðurinn hef- ur orðið vitni að erfða- tækni og klónun og fræðingar um fljúgandi furðuhluti hvetja fólk til þess að opna augu sín fyrir tilvist mannkyna víðar í alheimi en ekki eingöngu við okkar sól. Lífs má vænta við hverja sól og líklegt að það sé lögmál um al- heim allan. Þar sem ljós er, þar er byggð. Þar sem er ljós, þar er líf. Plánetu okkar hafa mannkyn fjar- lægra sólkerfa heimsótt oftar en einu sinni. Fornminjar og gamlar ritn- ingar geyma sögu þeirra. Þær er að finna víðs vegar um jörðina. Indíánar Ameríku eiga munnmælasögur um stjörnufólk, sem heimsótti ættbálka indíána og bjuggu á stjörnunum. Himinbúar áttu einnig mök við heimamenn. Guðir settust að á Olympusfjalli í Grikklandi hinu forna. Jehóva tyllti sér niður á Sín- aífjall og talaði við Móse. Enoksbók segir frá Enok, sem fór til himins í eldlegum vagni, vegna þess að Guð nam hann burt. „Verustaður hans er á meðal engla.“ (Enoksbók 106:7). Mannkynssagan geymir ótrúlega sögu fyrir alla þá, sem skólaðir hafa verið í hefðbundinni heimsýn. Enoksbók segir svo frá: „Heilög börn munu stíga niður af himni og sæði þeirra mun sameinast mannanna börnum.“ (Enoksbók 39:1). Mann- kynssagan þarfnast endurskoðunar. Svo er einnig um hinn takmarkaða sannleika, sem kenndur er innan skólaveggja siðmenningar okkar tíma. Hugur hvíta mannsins leitar til stjarnanna. Sú þrá að ferðast um víð- áttur geimsins og setjast að á fjar- lægum plánetum fjarlægra sólkerfa, þar sem aðrar sólir ylja mönnum í öðrum vetrarbrautum, er honum ríkulega í blóð borin. Hann leitar uppruna síns. Hann horfir til himins, því hann er afsprengi engla. Afsprengi engla Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Plánetu okkar hafa mannkyn fjarlægra sólkerfa heimsótt oftar en einu sinni. Höfundur er áhugamaður um mann- kynið og fornar heilagar ritningar. einar_ingvi@hotmail.com Þann 19. febrúar sl. gaf sjávar- útvegsráðherra út reglugerð um hval- veiðar til fimm ára. Með því var lagður grund- völlur að frekari hval- veiðum Íslendinga á grundvelli gamals vana og gamalla en full- komlega úreltra sjón- armiða. Í augum margra var þetta hrein tímaskekkja. Svipað því, að haldið yrði áfram kolavinnslu og notkun kola við hitun og orkugjöf. Þann 12. marz sótti svo Hvalur hf. um leyfi til langreyðaveiða á grund- velli þessarar reglugerðar. Í millitíðinni komu upp mikil mót- mæli við setningu þessarar nýju reglugerðar, og var Hvalur hf. jafn- framt kært fyrir margvísleg brot á ákvæðum veiðileyfa, reglugerða og laga. Ríkissaksóknari tók undir tvö þessara kæruatriða í apríl en síðan bættist nýtt alvarlegt kæruatriði við í lok apríl, en viðurlög við því meinta broti, veiðar án gilds leyfis, varða allt að 6 mánaða fangelsi. Öll eru þessi meintu brot nú í sakamálarannsókn hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Um miðjan maí lét Fréttablaðið síðan framkvæma skoðanakönnun á afstöðu Íslendinga til hvalveiða og reyndist yfirgnæfandi meirihluti unga fólksins andvígur hvalveiðum, auk þess sem meirihluti þjóðarinnar tók afstöðu gegn hvalveiðum. Þetta fór auðvitað ekki fram hjá sjávarútvegsráðherra, og – eins og góðu stjórnvaldi sæmir – tók hann þessa þróun inn í sína stjórnsýslu, þrátt fyrir að hann hafi efalaust mátt sæta hörðum þrýstingi og jafnvel ákúrum hvalveiðimanna fyrir það. Sjávarútvegsráðuneytið staðfesti 28. júní sl. að sjávarútvegsráðherra hefði ekki veitt Hval hf. neitt nýtt leyfi til langreyðaveiða. Skortur á veiðileyfi er því hin raunverulega og sanna grunnástæða fyrir því, að Hvalur hf. gat ekki eða getur farið á langreyðaveiðar í sumar. Falsfréttir um þessi mál hafa verið í gangi um nokkurra vikna skeið, en þær hófust á því, að Stöð 2 átti viðtal við skipstjórann á Hval 9, hinn 4. júní sl., þar sem skipstjórinn skýrði frá því, að leyfi til langreyðaveiða hefði komið of seint, ekki fyrr en í „lok febrúar“, sagði hann, og því hefði und- irbúningstími fyrir veið- ar í sumar verið of skammur. Yrði ekki af veiðum. Þetta var auðvitað röng framsetning. Það lá aldrei neitt leyfi fyrir. Síðan breytti Hvalur hf. skýringunni á nið- urfalli veiða í þá veru, að markaður fyrir langreyðakjöt í Japan hefði reynzt erfiður og því hefði verið hætt við veiðar. Þessi skýring brýtur þó nokkuð í bága við það, að Japanir sjálfir eru – illu heilli – að hefja stórfelldar en ólöglegar hvalveiðar í atvinnuskyni þessa dagana. Skyldu þeir gera það, án sölumöguleika á kjöti? Er kannski verkun Hvals hf. á hvalkjöti undir berum himni – skortur á hreinlæti við verkun matvöru, ófullnægjandi holl- ustuhættir – ástæðan fyrir markaðs- vanda Hvals hf.? Það er brýnt, að nákvæmar og réttar ástæður fyrir niðurfalli lang- reyðaveiða við Ísland komi fram, m.a. af þessum ástæðum: 1. Sjávarútvegsráðherra, forsætis- ráðherra og ríkisstjórn eiga rétt á því, að um þetta viðkvæma og mik- ilvæga mál sé fjallað á nákvæman og réttan hátt, eftir að þessir aðilar höfðu sætt mikilli og harðri gagnrýni fyrir setningu reglugerðarinnar í febrúar, bæði hérlendis og víða um heim. 2. Skv. skoðanakönnun Frétta- blaðsins, sem nefnd er hér að framan, er yfirgnæfandi fjöldi ungra Íslend- inga, 87% af þeim sem afstöðu tóku á aldrinum 18-24 ára, og meira en helmingur landsmanna á móti hval- veiðum. Allt þetta fólk á rétt á því að vita að þegar á reyndi og til kom veittu stjórnvöld ekki nýtt leyfi til langreyðaveiða. 3. Í júlí 2018 mótmælti 41 þjóð, þar á meðal allar okkar helztu vina- og viðskiptaþjóðir, áframhaldandi lang- reyðaveiðum við Ísland. Allar þessar þjóðir, svo og allir aðrir – ekki sízt unga fólkið víða um heim, sem lætur nú í vaxandi mæli til sín heyra og að sér kveða í dýra-, náttúru- og um- hverfisverndarmálum – eiga líka rétt á því að fá að vita sannleikann í mál- inu. 4. Útflutningsatvinnuvegir lands- ins, sem hafa í mörgum tilvikum átt undir högg að sækja á erlendum mörkuðum, vegna hvalveiða Íslend- inga – líka ferðaþjónusta –, eiga enn- fremur rétt á, að hið sanna um niður- fall hvalveiða komi skýrt fram. 5. Í þágu allra landsmanna, ímynd- ar landsins og orðspors þess, í þágu merkisins Íslands, er líka nauðsyn- legt og brýnt, að það komi fram, að ráðamenn landsins hafi horfið frá frekari leyfisveitingum til lang- reyðaveiða. Varðandi endanlega stöðvun hrefnuveiða, þá er rétt ástæða sú, að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá sjávarútvegsráðherra, útvíkkaði griðasvæði hrefna á Faxaflóa í þeim mæli, að hrefnuveiðar eru ekki lengur arðbærar. Reyndar virðast þær aldr- ei hafa verið það; alla vega ekki miðað við afkomu útgerðarfyrirtækja. Á dögunum var frétt á ARD, helztu sjónvarpsstöð Þýzkalands, sem byggðist á þeim falsfréttum, sem í gangi hafa verið á Íslandi; var þar skýrt frá því í aðalfréttatíma, að lang- reyðaveiðar yrðu ekki stundaðar á Ís- landi í sumar, þar sem leyfi hefði komið of seint og markaðir fyrir hval- kjöt væru erfiðir, og hefði það hindr- að; (hin illa) stefna stjórnvalda í hval- veiðimálum væri óbreytt. Það er brýnt, að leiðrétta þessar falsfréttir snarlega og hreinlega; það fara engar langreyðaveiðar fram í ár einfaldlega vegna þess, að sjávar- útvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnin veittu ekkert leyfi til slíkra veiða. Stjórnvöld eiga heiður skilinn fyrir að taka af skarið í málinu með þess- um hætti. Með þessu hafa Íslend- ingar tekið stórt skref fram á við í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd og bætt ásýnd sína og ímynd á al- þjóðavettvangi. Stefna leiðrétt – sjávarút- vegsráðherra á heiður skilinn Eftir Ole Anton Bieltvedt » Það eru því stjórnvöld landsins sem stöðv- uðu hvalveiðar Íslend- inga, nú eftir meiri eða minni veiðar í nær 17 ár. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Í ágætri MS-ritgerð Erlu Bjargar Aðal- steinsdóttur, Sjálfbær skipulagsgerð á Íslandi, við Líf- og umhverfisvís- indadeild Háskóla Ís- lands, árið 2016, fjallar hún m.a. um nokkur mismunandi umhverf- isvottunarkerfi sem hægt er að nota til að meta gæði skipulags: DGBN-kerfið sem er þýskt, breska kerfið BREEAM og bandaríska kerfið LEED. Þessi kerfi nota nokkuð sam- hljóma skilgreiningu á því hvað sé sjálfbært skipulag. Í ritgerðinni bend- ir Erla Björg á að: „Sjálfbær þróun skiptist í þrjá þætti; félagslega, um- hverfislega og efnahagslega þætti og er markmiðið að í allri ákvarðanatöku og framkvæmdum sé haft jafnvægi á milli þessara þriggja þátta og að ekki skuli horft á þá sem aðskilda þætti (Reid, 1995).“ Vistvænt skipulag merkir hinsvegar einungis að lág- marka neikvæð áhrif byggðar á um- hverfið. Mikilvægt er að hafa þessar skilgreiningar á hreinu eins og önnur orð og hugtök sem notuð eru í sam- bandi við skipulag hér á landi þannig að fólk geti gert sér fulla grein fyrir því sem er til umræðu og ákvörðunar. Árlega er innheimt svokallað „skipulags- gjald“ af öllum nýbygg- ingum sem nemur um fjórum milljörðum, til þess að standa undir faglegu skipulagi, til við- bótar við það sem rekst- ur Skipulagsstofnunar og skipulags sveitarfé- laga kostar. Samt er mjög algengt að allt milli himins og jarðar sé kallað skipulag. Þannig er hönnun (e. design) t.d. á götum og torgum kölluð skipulag og sama máli gegnir um fyrirkomulag bygginga (e. layout). Svokallað deili- skipulag (e. detail planning) er heldur oft ekki annað en fyrirkomulag eða hönnun á húsakroppum, án þess að fé- lagslegum, umhverfislegum og efna- hagslegum þáttum séu gerð mikil skil. Samt á allt þetta skipulag, a.m.k. í orði kveðnu, að vera unnið af þar til bærum sérfræðingum fyrir bæði fólk og fyrir- tæki enda geta skipulagsmál bæði ver- ið mjög flókin og einnig haft mjög af- drifaríkar afleiðingar fyrir alla hlutaðeigendur. Þannig getur það haft mjög afdrifaríkar afleiðingar ef flókn- ar skipulagsákvarðanir eins og t.d. um Sundabraut, Landspítala og framtíð- arflugvöll á höfuðborgarsvæðinu eru teknar bara „si svona“ og án þess að félagslegar, umhverfislegar og efna- hagslegar afleiðingar séu jafnframt kannaðar. Samkvæmt skipulagslögum fer um- hverfisráðherra með yfirstjórn skipu- lagsmála og honum til aðstoðar er Skipulagsstofnun. Samkvæmt lög- unum hafa sveitarstjórnir þó heimild til að annast gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana. Skipulags- skylda nær til alls lands og hafs innan marka sveitarfélaga. Með þessu fyrir- komulagi hefði mátt ætla að þetta skipulag alls Íslands, sem getur skipt almenning mjög miklu máli, væri bæði unnið og stjórnað af hæfustu sérfræð- ingum á þessu sviði og að orða- og hugtakanotkun væri bæði skýr og skiljanleg. Í skipulagslögum er land- notkun (e. land use) t.d. skilgreind sem „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“ en landnýting (e. intensity of land use) sem samheiti yfir mælikvarða á það hversu mikil nýting lands er, svo sem nýtingarhlutfall og þéttleika byggð- ar“. Eitthvað virðist þessi hugtak- anotkun þó hafa skolast til hjá þeim fjölmörgu sem um þessi mál fjalla. Í nýlegu riti Ólafs Arnalds: Á röng- unni – Alvarlegir hnökrar á fram- kvæmd landnýtingarþáttar gæðastýr- ingar í sauðfjárrækt, bendir hann á mikilvægi þess að fjármagn sem ár- lega er veitt til sauðfjárræktar á Ís- landi styðji ekki við ósjálfbæra nýt- ingu landsins. Hér er um umtalsvert fé að ræða úr sameiginlegum sjóði okkar landsmanna, en Ólafur áætlar að það nemi á bilinu 6-7 milljörðum á ári. Þá bendir Ólafur á að lengi hafi verið vitað að gríðarlegt jarðvegsrof og hrun vistkerfa hafði átt sér stað á Íslandi og því sé skortur á aðkomu umhverfisráðuneytis athyglisverður, en það fer með málefni sjálfbærrar þróunar og framkvæmd nátt- úruverndar- og skipulagslaga og ber ábyrgð á að faglega sé unnið eftir þessum lögum. Fjölmargir aðilar koma að ákvörð- uðnum um landnotkun og landnýtingu Íslands með einum eða öðrum hætti, m.a. Landgræðslan og Skógrækt rík- isins, landbúnaðarráðuneytið, Um- hverfisstofnun, Matvælastofnun, Vegagerðin, umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun auk sveitarfélaga og ráðgjafa þeirra. Hvernig væri nú að allir þessir aðilar sem þiggja al- mannafé fyrir að móta stefnu og taka ákvarðanir um notkun og nýtingu Ís- lands færu að tala markvisst saman? Í alvöru – og bæði í þéttbýli og strjál- býli. Hættu að sjá einhverjar „framtíðarsýnir“ og settu sér í staðinn framkvæmanlega stefnu og markmið á einhverjum staðreyndagrundvelli, með þátttöku almennings og hags- muni okkar allra, sem borgum fyrir þessa vinnu, að leiðarljósi. Tíminn líður líka hratt. Nú er bráð- um fimmtungur liðinn af 21. öldinni og ekki er úr vegi að í þessu sjálfbæra skipulagi sé reynt að skyggnast svolít- ið fram í tímann, svona eina öld eða tvær og að við byrjum m.a. að búa okkur undir það þegar jöklarnir verða að öllum líkindum horfnir. Þetta ættu samt ekki að verða einhver trúar- brögð, enda er nóg pláss fyrir þau á öðrum vettvangi. Sjálfbært skipulag Íslands Eftir Gest Ólafsson » Sjálfbær þróun skipt- ist í þrjá þætti; fé- lagslega, umhverfislega og efnahagslega. Í allri ákvarðanatöku og fram- kvæmdum skal hafa jafnvægi milli þeirra. Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. skipark@skipark.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.