Morgunblaðið - 08.07.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
✝ Ólafur Mar-íusson fæddist í
Reykjavík 25. októ-
ber 1921. Hann lést
á bráðamóttöku
Landspítalans Foss-
vogi 24. júní 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Karól-
ína Andrea Dani-
elsen frá Eyrar-
bakka, f. 24. ágúst
1890, d. 25. júlí
1983, og Maríus Ólafsson frá Eyr-
arbakka, f. 28. október 1891, d. 4.
mars 1983. Systkini Ólafs voru:
Sólveig, f. 7.7. 1916, d. 19.7. 2000,
Sigríður, f. 21.6. 1919, d. 16.1.
1978, Karl, f. 21.4. 1925, d. 21.3.
1962, Guðný, f. 14.10. 1926, d. 6.7.
2008, Baldur, f. 23.3. 1928, d. 28.9.
2016.
Árið 1943 kvænist Ólafur Jó-
hönnu Guðrúnu Jónsdóttur, f.
29.6. 1924, d. 11.4. 2003. Börn
þeirra eru: 1) Jón Magni, f. 21.8.
1943, kvæntur Sigríði H. Magn-
hjá Haraldarbúð í miðbæ Reykja-
víkur þar sem hann hóf feril sinn
sem afgreiðslumaður. Þar kynnt-
ist hann Pétri Sigurðssyni og
stofnuðu þeir saman herradeild
P&Ó árið 1959 og ráku þeir versl-
unina saman í fjölda mörg ár.
Hann gekk í frímúrararegluna
1953 og var einn af 17 stofn-
félögum Lionsklúbbsins Ægis
1957 þar sem hann var sæmdur
Melvin Jones-orðunni sem er
æðsta viðurkenning Lionshreyf-
ingarinnar. Eftir að þau hjónin
fluttu til Hafnarfjarðar um sex-
tugsaldurinn var eitt af hans
áhugamálum garðrækt og fengu
þau hjónin margar viðurkenn-
ingar frá Hafnarfjarðarbæ fyrir
garðinn sinn. Einnig hóf hann að
mála myndir en hann hafði ungur
að aldri verið í listnámi. Hann
dustaði rykið af gömlu kylfunum
og gekk í golfklúbbinn Keili en
hann hafið á árum áður spilað
golf og var hann félagi í golf-
klúbbnum Keili langt fram á tí-
ræðisaldurinn.
Útför hans verður frá Foss-
vogskirkju í dag, 8. júlí 2019, kl.
15.
úsdóttur og eiga þau
tvö börn og fimm
barnabörn. 2) Ólaf-
ur Maríus, f. 31.5.
1946, d. 12.8. 1989.
Hann átti eina dótt-
ur sem á tvö börn. 3)
Gunnar, f. 14.6.
1950, d. 29.4. 2019,
eftirlifandi eig-
inkona hans er
Rannveig Sturlaugs-
dóttir og eiga þau
fimm börn, átta barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 4) Símon, f.
29.12. 1953, kvæntur Maríu Júlíu
Alfreðsdóttur og eiga þau tvo
syni, þrjú barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 5) Hanna, f.
17.3. 1962, gift Einari O. Gíslasyni
og eiga þau þrjá syni og þrjú
barnabörn.
Ólafur var fæddur og uppalinn
í Reykjavík þar sem hann ólst upp
ásamt fimm systkinum. Hann fór
snemma að vinna fyrir sér og
byrjaði aðeins 11 ára að sendast
Þá er afi farinn. Hann fékk
lengri tíma hér á jörðinni en flest-
ir. Hann bar sig alltaf vel og
kvartaði aldrei en ég veit að það
hafði áhrif á lífslöngunina þegar
sonur hans, pabbi minn, lést núna
í lok apríl.
Afi var flottur karl og fallegur
maður. Hann var um árabil áber-
andi í borgarlífinu sem Ó-ið í
Herradeild P&Ó. Hann rak þá
flottu verslun með Pétri vini sín-
um í næstum 30 ár, frá 1959 til
1986.
Það var alltaf gaman að koma í
búðina til afa, það var mikill æv-
intýraheimur að ganga inn í.
Búðin var líka á besta stað í bæn-
um, í Austurstræti þar sem Café
Paris hefur núna verið í mörg ár.
Afi og amma voru mér alltaf
góð og það var hátíð í bæ þegar
ég fékk að fara með Akraborg-
inni í heimsókn til þeirra og gista,
fyrst á Melhaga 14 þar sem þau
bjuggu til 1981 og svo á Heiðvang
7 í Hafnarfirði þar sem þau
bjuggu þar til amma dó 2003.
Eftir að mín fjölskylda flutti í
Hafnarfjörð í nágrenni við afa
fyrir 18 árum vorum við oftar í
sambandi en áður. Hann kom oft
til okkar í mat og þá fengum við
okkur oft drykk fyrir matinn og
spjölluðum saman um heima og
geima. Afi var skemmtilegur, það
var gaman að tala við hann og það
var gaman þegar hann kom í
heimsókn.
Afi var bóhem, en með fæturna
á jörðinni. Hann hafði gaman af
öllu sem var fallegt; tónlist,
myndlist, fólki, fótbolta, lífinu.
Hann hafði gaman af því að gera
lífið og umhverfið fallegt, var
handlaginn og alltaf að.
Hann hætti að vinna 1986 þeg-
ar hann og Pétur seldu P&Ó. Afi
var 65 ára gamall og hann og
amma flutt í Hafnarfjörðinn í
gott hús með stórum garði. Afi
ræktaði blóm í gróðurhúsinu sínu
og garðurinn var hans líf og yndi í
þau rúm 20 ár sem þau bjuggu
þar. Afi sá um garðinn, amma var
að mestu í öðru, og Hafnarfjarð-
arbær verðlaunaði þau nokkrum
sinnum fyrir garðinn glæsilega.
Hann tók líka upp á því eftir að
hann var fluttur í fjörðinn að
mála myndir, en sem ungur mað-
ur langaði hann að verða mynd-
listarmaður Hann sótti námskeið
og málaði, en örlögin höguðu því
þannig að lítið varð úr því fyrr en
hann var kominn á sjötugsaldur
og hættur að vinna. Í bílskúrnum
hlustaði hann á músík og málaði.
Fyrstu myndlistarsýninguna hélt
hann eftir að hann varð áttræður
og þá síðustu á Hrafnistu núna á
þessu ári. Hugurinn var eld-
skarpur til síðasta dags.
Við fórum stundum saman á
tónleika ég og afi eftir að hann
varð fullorðinn. Við fórum á
Blúshátíð, jólatónleika Borgar-
dætra, Van Morrison í Laugar-
dalshöllinni og eitt og annað og
alls staðar vakti hann athygli
þessi fullþroskaði flotti og vel
klæddi gaur, hrókur alls fagnað-
ar. Hann hafði yndi af músík og
spilaði á gítar þegar hann var
ungur maður með hljómsveit sem
hét Hawaii-kvartettinn og þar
voru með honum menn eins og
Ólafur Gaukur og Haukur Mort-
hens.
Afi var líka golfari þangað til
fyrir tveimur til þremur árum.
Var nú ekki góður sagði hann, en
fannst gaman og golfið og fé-
lagsskapurinn gerðu honum gott.
Afi var ekki bara afi minn, við
vorum nefnilega vinir, góðir vinir
og nú er afi vinur minn farinn.
Takk fyrir allt spjallið og sam-
veruna.
Ólafur Páll Gunnarsson.
Afi Óli var mikið uppáhald.
Góður, skemmtilegur og hlýr.
Hann var okkur afar kær og mik-
ilvægur. Góður afi og langafi sem
kom oft í mat þau 18 ár sem við
bjuggum í Hafnarfirði. Hann
sagði sögur, gerði galdur, fékk
sér gjarnan einn drykk fyrir
kvöldmat og kaffi og súkku-
laðimola í eftirrétt og spjallaði við
okkur um heima og geima.
Það var fastur liður að fá hann
til okkar í hádeginu á aðfangadag
í möndlugraut. Hátíðleg og mjög
jólaleg stemning því eftir mat
söng hann alltaf Heims um ból og
Óli Páll spilaði undir á gítar.
Aðdáunarvert að horfa á og
hlusta. Þetta var fastur liður al-
veg þangað til að við fluttum á
Akranes fyrir tæpum tveimur ár-
um. Góðir tímar og góðar minn-
ingar fylgja. Óli var góður afi sem
hafði áhuga á að heyra hvað
börnin okkar væru að gera og
hvernig þeim liði, sem sagt lang-
afa börnin hans. Spurði þau
spjörunum úr og var inni í þeirra
helstu málum, meira að segja
ástamálum. Hann hafði stál
minni og fylgdi gjarnan eftir mál-
um næst þegar hann kom í heim-
sókn. Hann knúsaði og hrósaði
þeim óspart. Óli Mar og Óli Páll
voru nánir vinir og bauð sá yngri
hinum eldri stundum með sér á
tónleika, gjarnan djass sem var
hans uppáhald. Ég minnist afa
Óla og ömmu Gullu með hlýju í
hjarta, blómahafi og gleði. Hvíl í
friði, elsku vinur, og takk fyrir
kærleik og góða vináttu.
Stella María
Arinbjargardóttir.
Ólafur Maríusson var einn af
17 félögum sem stofnuðu Lions-
klúbbinn Ægi hinn 6. mars 1957
og var því stofnfélagi klúbbsins.
Ólafur var til margra ára einn af
ötulustu sjálfboðaliðum í klúbbn-
um og Lionshreyfingunni. Hann
tók meðal annars þátt í myndar-
legri uppbygginu Lionsklúbbsins
Ægis á Sólheimum í Grímsnesi
um árabil, bæði með því að safna
fé til þeirra góðu verka og ekki
síður í fjölda sjálfboðaliðaferða til
Sólheima þar sem hendur voru
látnar standa fram úr ermum og
verkin látin tala. Ólafur var í far-
arbroddi klúbbfélaga við að koma
á legg einni öflugustu fjáröflun
klúbbsins fyrr og síðar, en það
var hið rómaða kútmagakvöld
Lionsklúbbsins Ægis sem haldið
hefur verið óslitið síðan við góðan
orðstír í rúm sextíu ár. Á þessu
kútmagakvöldi hafa safnast í
gegnum árin miklir fjármunir
sem notaðir hafa verið til góðra
verka, t.d. á Sólheimum, Grens-
ásdeild Landspítalans og svo
mætti lengi telja. Jafnframt því
að vera einn aðalhvatamaður að
kútmagakvöldinu sjálfu þótti
Ólafur einnig ómissandi á
skemmtikvöldum klúbbsins því
hann var hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi, svo eftir var tek-
ið. Ólafur var ritari Lionsklúbbs-
ins Ægis árin 1968-1969 og einnig
var hann formaður klúbbsins árin
1973-1974. Ólafur var handhafi
Melvin Jones-orðunnar, sem er
æðsta viðurkenning sem hver
Lionsfélagi getur hlotið, og auk
þess var hann gerður að ævi-
félaga í Lionsklúbbnum Ægi í
virðingarskyni fyrir fórnfús störf
sín í þágu klúbbsins og skjólstæð-
inga hans. Við eftirlifandi og
starfandi félagar í Lionsklúbbn-
um Ægi hugsum með hlýhug til
þessa merka stofnfélaga klúbbs-
ins okkar og færum fjölskyldu
hans og aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Lionsklúbbsins
Ægis, Rúnar Örn
Rafnsson, formaður.
Ólafur Maríusson
✝ Pálmar ÁrniSigurbergsson
fæddist í Reykjavík
3. apríl 1940. Hann
lést á Landspít-
alanum 19. júní
2019. Foreldrar
hans voru þau Sig-
urbergur Árnason
forstjóri og Lydía
Pálmarsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík.
Bræður Pálmars
eru Ólafur Viggó endurskoð-
andi, f. 1943, Grétar geðlæknir,
f. 1946, og Friðrik barnalæknir,
f. 1957. Pálmar eignaðist tvö
börn með Guðnýju Kristjönu
Pálmarsdóttur, f. 1939, Vilberg,
f. 1956, og Lydíu, f. 1957. Pálm-
ar kvæntist Kristrúnu Jóns-
dóttur, f. 22.1. 1942. Þau eign-
uðust tvö börn, Ágústínu
Guðrúnu, f. 10.3. 1959, og Einar
Berg, f. 16.1. 1961. Þau Krist-
rún skildu. Pálmar kvæntist á
ný árið 1967, Auði Péturs-
dóttur, f. 16.7. 1942. Dóttir
þeirra er Unnur, f.
4.2. 1979. Pálmar
og Auður skildu.
Eftirlifandi eig-
inkona Pálmars er
Jóhanna Snorra-
dóttir, f. 15.7. 1942.
Pálmar átti ellefu
barnabörn.
Pálmar lauk
verslunarprófi frá
Verslunarskól-
anum í Reykjavík.
Hann stundaði einnig nám í pí-
anóleik við tónlistarskólann.
Hann lærði hljóðfærasmíð og
stillingar hjá afa sínum, Pálm-
ari Ísólfssyni, og fór að því
loknu til frekara náms í hljóð-
færasmíð í Svíþjóð og Þýska-
landi. Að því loknu stofnaði
hann eigið fyrirtæki, Hljóð-
færaverslun Pálmars Árna ehf.,
og starfaði þar alla tíð til ársins
2017.
Útför Pálmars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 8. júlí,
klukkan 13.
Faðir minn var einstakur tón-
listarmaður. Hann var lærður
hljóðfærasmiður og rak um ára-
bil Hljóðfæraverslun Pálmars
Árna. Einnig rak hann orgel-
skóla, þar sem kennt var á raf-
magnsorgel.
Hann var mikill smekkmaður
bæði á tónlist, myndlist og þegar
hann var yngri fylgdist hann
mjög vel með tískunni. Ég man
eftir honum í bítlafötum með
engum kraga og ökklastígvélum,
sem var algjör nýlunda.
Pabbi var mikill húmoristi og
gleðigjafi og hló dátt að því sem
honum fannst spaugilegt.
Við hjónin nutum þeirra for-
réttinda að sækja tónleika með
pabba og Jóhönnu með Sinfón-
íuhljómsveitinni í áraraðir. Var
síðan farið heim og drukkið kaffi
og haldið áfram að tala um tón-
leikana. Pabbi hlustaði mikið á
tónlist, bæði djass, blúss og sí-
gilda. Hann spilaði á flygilinn
sinn á hverjum degi og jólalögin
byrjuðu að hljóma strax í byrjun
desember.
Elsku pabbi, ég og fjölskylda
mín erum búin að halda jól og
áramót saman í yfir 30 ár. Þín
verður sárt saknað.
Hvíl í friði.
Ágústína Guðrún
Pálmarsdóttir.
Eftir fráfall Pálmars Árna
Sigurbergssonar, tengdaföður
míns, koma margar góðar minn-
ingar fram í hugann.
Eftirminnilegar samveru-
stundir allt árið og hátíðlegar um
jól og áramót.
Pálmar var mikill sælkeri og
fagurkeri. Tónlistin skipaði alltaf
háan sess hjá honum en Pálmar
rak Hljóðfæraverslun Pálmars
Árna í áratugi með fullri þjón-
ustu, enda menntaður hljóðfæra-
smiður. Fjöldinn allur af gömlum
dýrgripum, hljóðfærum sem
hann gerði eins og ný, ber vott
um handbragð hans.
Við hjónin nutum þess að fara
með honum og Jóhönnu, eigin-
konu hans á fjölda tónleika
heima og erlendis.
Pálmari var boðið fyrir nokkr-
um árum í 100 ára afmæli til Bö-
sendorf í Leipzig. Bauð hann
mér með í þá frábæru tónlist-
arveislu. Eigendur þessa heims-
þekkta fyrirtækis báru mikla
virðingu fyrir Pálmari.
Skoðuðum við Tómasarkirkj-
una sem er tengd tónlistarsögu
heimsins órjúfanlegum böndum.
Orgelið þar er magnað að fegurð
og gæðum en frændi Pálmars,
Páll Ísólfsson, var þar aðstoðar-
organleikari í tvö ár.
Á fimmtugsafmæli Pálmars
bauð hann til veislu á Manor
House, hótelinu í Torquay, Eng-
landi. Einstök og ógleymanleg
gleðiferð. Einnig ferð um landið
fyrir ófáum árum. Nutum við
kvöldverðar á veitingastað á Ak-
ureyri. Spilað var á píanó undir
borðhaldinu og takmörkuð hrifn-
ing var hjá gestum yfir lagaval-
inu. Eftir að undirleikari til-
kynnti hlé var ekkert klappað.
Pálmar stóð þá upp og settist við
píanóið og spilaði flott lög með
djasssveiflu. Vel var klappað eft-
ir það.
Takk, Pálmar, fyrir allar góðu
gleðistundirnar.
Sigurður Örn Sigurðarson.
Pálmar og mamma kynntust
árið 1982. Þegar við sáum hann
fyrst var það á sólríkum sum-
ardegi í Akraselinu og Ítalir og
Þjóðverjar að keppa til úrslita í
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu. Hann var klæddur í
ljósblá föt í nýlenduherrastíl og á
hvítum skóm. Var það í fyrsta
skipti sem við sáum karlmann á
hvítum skóm. Pálmar var mikill
fagurkeri og hafði yndi af fal-
legum fötum og myndlist en
mest yndi hafði hann af tónlist.
Pálmar flutti fljótlega inn til
mömmu og þau gengu í hjóna-
band árið 1983 og höfðu verið
saman í þrjátíu og sjö ár þegar
hann var hrifinn á brott frá henni
svo snögglega 19. júní sl.
Í þeirra hjónabandi skiptust á
skin og skúrir eins og gengur og
gerist, en milli þeirra var sterkur
þráður, kærleikur sem fyrirgaf
allt. Þau skemmtu sér vel saman
og höfðu ávallt um sitthvað að
spjalla. Þau höfðu bæði vænan
skammt af kímnigáfu og höfðu
gaman af því að stríða hvort öðru
í glettni.
Pálmar ferðaðist mörg sumur
hringinn um landið til að stilla
hljóðfæri og mamma var oft með
honum í för. Hún fylgdist með
full aðdáunar þegar hann sat við
hljóðfærin, stillti og gerði við.
Enginn var betri hljóðfærasmið-
ur í hennar augum en Pálmar og
sagði hún sögur af illa leiknum
flyglum í félagsheimilum vítt og
breitt um landið, sem hann hafði
með töfrum blásið nýju lífi í.
Pálmar kom inn í líf okkar
systra þegar við vorum á ung-
lingsaldri, sem var á stundum
erfitt. Oft var þó glatt á hjalla og
mestu skipti að móðir okkar
hafði valið Pálmar til að eyða líf-
inu með. Þau ferðuðust mikið,
sérstaklega framan af. Fóru í
eftirminnilega ferð til Moskvu og
oftsinnis til Bretlandseyja og var
Jersey þeim sérstaklega kær.
Pálmar keypti þá falleg föt á
mömmu, sem hún á enn.
Níu barnabörn mömmu köll-
uðu Pálmar ávallt afa og Hró-
bjartur og Álfdís börn Elfu
Bjarkar voru mikið hjá ömmu og
afa Pálmari, deildu með þeim jól-
um til fullorðinsára, kíktu oft í
heimsókn og fengu þau hjón
ávallt til að hlæja. Pálmari þótti
vænt um „barnabörnin“ og var
að rifna úr stolti þegar Hrói út-
skrifaðist úr lögregluskólanum
um árið. Dætur Bergdísar, Sal-
vör og Katla, tóku miklu ástfóstri
við afa sinn og dvöldu löngum
stundum á Nýbýlaveginum, eld-
uðu fyrir þau hjón mat, sem þeim
þótti stundum framandi en alltaf
góður. Þau voru ófá myndskeiðin
sem við fengum send af Pálmari
við flygilinn að taka nokkur létt
og leikandi lög. Hvergi leið hon-
um betur en einmitt þar, við flyg-
ilinn við gluggann, umkringdur
málverkum af ýmsu tagi með
þakkláta áheyrendur í stofunni.
Pálmar fór snögglega og öll-
um að óvörum, sérstaklega móð-
ur okkar. Hún sagði hann of
þrjóskan til að gefast upp fyrir
dauðanum. Hennar harmur er
mikill, hún hefur misst lífsföru-
naut sinn og besta vin.
Samúðarkveðjur til allra
þeirra sem syrgja hann.
Bergdís, Elfa Björk og
Elín Jóhönnudætur.
Hann Pálmar, bróðir minn, er
látinn. Hann sem var svo ánægð-
ur að hafa komist á spítalann
nokkrum dögum áður. Hann
hafði fengið andarteppu heima
og hafði verið ráðlagt að fara á
spítalann ef það gerðist. Honum
leið vel þar og var á góðum bata-
vegi, þegar hann varð fyrir því
óláni að detta á spítalaganginum
og mjaðmarbrotna. Það reyndist
vera meira en líkaminn þoldi,
enda hafði hann um alllangt ára-
bil aðeins notast við eitt lunga.
Hitt hafði verið fjarlægt vegna
krabbameins. Þrátt fyrir þá fötl-
un hafði Pálmar verið það
sprækur, að maður átti til að
gleyma því að hún væri til stað-
ar. Hann fór allra sinna ferða um
borgina á bíl sínum og gekk upp
og niður langar tröppur og stiga
heima fyrir til að bera björg í bú
og lét engan bilbug á sér finna.
Inn á milli reyndi hann eftir
megni að sinna starfi sínu.
Heima fyrir sá hann oftast um
matseldina og flest annað, enda
var hans ágæta eiginkona, Jó-
hanna, ekki heil heilsu hin síðari
ár.
Pálmar var elstur okkar fjög-
urra bræðra. Foreldrar okkar,
Lydía Pálmarsdóttir og Sigur-
bergur Árnason, bjuggu á Mím-
isveginum þegar hann fæddist.
Nokkrum árum síðar flutti fjöl-
skyldan í Eskihlíð 5. Foreldrar
okkar voru gott og trúrækið fólk
og ólumst við bræður upp við
kristilegt og gott atlæti og virð-
ingu fyrir þeim, sem minna
máttu sín í samfélaginu. Oft var
af þeim sökum mannmargt
heima, ekki síst á matartímum.
Snemma kom í ljós að Pálmar
var afar músíkalskur og var sett-
ur í Tónlistarskólann, þar sem
afabróðir hans, Páll Ísólfsson,
var skólastjóri. Sóttist honum
námið einkar vel. Í KFUM, þar
sem faðir okkar spilaði á orgelið
undir sálmasöng unglingadeild-
arinnar, spilaði Pálmar iðulega á
flygilinn, föður sínum til samlæt-
is.
Síðar lærði Pálmar píanósmíð
og -stillingar hjá afa sínum,
Pálmari Ísólfssyni. Í framhaldi af
því fór hann til frekara náms í
Stokkhólmi og síðan Ludvigs-
burg í Þýskalandi. Pálmar var
einkar laghentur og sóttist nám-
ið vel. Með tímanum opnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Hljóðfæra-
verslun Pálmars Árna, og virtist
allt ætla að ganga honum í hag-
inn.
Pálmar var ætíð mjög létt-
lyndur og fyndinn, að okkur
bræðrum hans fannst, heima fyr-
ir, á uppvaxtarárunum. En þegar
gelgjuskeiðið tók að herja á
hann, virtist stundum, sem hann
hefði mætt ofjarli sínum. Hann
lenti er frá leið í vaxandi tilfinn-
ingalegum erfðleikum, sem
höfðu truflandi áhrif, ekki bara á
líf hans sjáfs, heldur, því miður,
stundum einnig þeirra sem síst
skyldi. Honum tókst ekki að
stilla sína sálastrengi að ráði fyrr
en seinna á ævinni.
Pálmar var alla tíð mjög vin-
margur og vinsæll heim að
sækja. Það sást best á píanó-
verkstæðinu. Það brást varla,
þegar ég heimsótti hann þar, að
þar sætu fyrir vinir hans og
kunningjar að spjalli.
Við Pálmar urðum góðir vinir
og félagar með árunum. Tónlist-
in sameinaði okkur. Ég lærði
margt af honum. Fyrir það verð
ég honum ævinlega þakklátur.
Þá vil ég ekki síður þakka Jó-
hönnu fyrir að hafa umborið mín-
ar tíðu heimsóknir og bið góðan
Guð að styðja hana og styrkja á
þessum erfiðu tímamótum.
Grétar Sigurbergsson.
Pálmar Árni
Sigurbergsson