Morgunblaðið - 08.07.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.07.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist 18. október 1927 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 24. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðmundur Sig- urðsson bóndi og sjómaður og Helga Jónsdóttir húsfreyja. Sigrún var sú fjórða í röð sex systkina. Alsystkini Sigrúnar eru Björn, látinn, Vigdís og Ingi Sigurjón. Systur Sigrúnar sammæðra voru Fanney Breiðfjörð og Benedikta Ketilríður Breið- fjörð, báðar látnar. Sigrún giftist 1947 Halldóri Þ. Ásmundssyni, f. 15. júní 1917, d. 17. janúar 2001, múr- ara. Foreldrar hans voru Ás- mundur Helgason, útvegsbóndi og rithöfundur, og Sveinbjörg an settust þau að á jörðinni Hlíð í Grafningi, en þá var Sig- rún 11 ára. Sigrún vann að bú- störfum sem barn en fór á ung- lingsaldri að vinna í Reykjavík með föðursystur sinni, Vil- borgu, og síðar með systur hennar, Sigrúnu Ástrósu, við saumaskap. Hjá þeim lærði hún margt um hannyrðir, einnig að sníða og sauma alls kyns fatn- að. Sigrún og Halldór hófu bú- skap hjá foreldrum Halldórs að Grettisgötu 44 en byggðu síðan hús að Borgarholtsbraut 19, Kópavogi sem þau fluttu í árið 1951 og voru þau með þeim fyrstu sem settust að í Kópa- vogi. Síðar byggðu þau og bjuggu að Mánabraut 11 og þaðan fluttu þau að Hamraborg 16. Sigrún vann við heimasaum framan af og saumaði meðal annars herrafatnað og prjónaði barnaföt. Síðar vann hún við flatkökubakstur hjá Friðriki Haraldssyni, bakara. Sigrún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð síðustu árin sem hún lifði. Útför Sigrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 8. júlí 2019, klukkan 13. Stefánsdóttir hús- freyja. Börn Sigrúnar og Halldórs eru Ásmundur Birgir, f. 10. mars 1948, maki Sigrún Harð- ardóttir, Helga Guðný, f. 7. nóv- ember 1949, Erna Bryndís Halldórs- dóttir, f. 3. ágúst 1951, d. 17. júní 2014, og Bjarni Guðberg, f. 11. júní 1957, maki Annika Maria Frid. Sigrún og Halldór eign- uðust 12 barnabörn auk all- margra stjúpbarnabarna og barnabarnabarna. Skömmu eftir fæðingu Sig- rúnar flutti fjölskyldan úr Reykjavík til Þorlákshafnar og var þar í sjö ár. Þar voru þau með fé og Guðmundur starfaði einnig við sjómennsku. Þaðan fluttu þau að Hlíðarenda í Ölf- usi og bjuggu þar í þrjú ár. Síð- Komið er að kveðjustund, móðir mín andaðist 24. júní sl. á nítugasta og öðru aldursári. Hún var mér mjög náin. Fal- legar minningar um gefandi augnablik og góðar samveru- stundir fara í gegnum hugann. Þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur með nærveru sinni og ljúfmennsku. Móðir mín var áhugasöm um sitt fólk, hvatti það til dáða og gaf hrós. Hún fór í gegnum misstrembin verkefni með jafnaðargeði og sterkum vilja. Hún fékk heila- blóðfall aðeins 49 ára gömul og lamaðist hægra megin og var um tíma í hjólastól. Hún þurfti að læra margt upp á nýtt, svo sem að ganga, tala og skrifa. Hún var reyndar málhölt það sem eftir var ævinnar, en gekk þó vel að tjá sig og lærði skrautskrift með vinstri hönd til að efla sig í ritun. Hún gerði krossgátur og sudoku lengst af og spilaði brids. Með mark- vissri endurhæfingu komst hún á fætur, þó að hún drægi annan fótinn og önnur höndin væri máttlítil. Það kom ekki í veg fyrir að hún bakaði og sinnti ýmsu sem mörgum hefði þótt ómögulegt. Hennar einkunnar- orð voru: „ég geri það sem ég get“ og stóð við það allt sitt líf. Hún var góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Henni var alveg ljóst að heil- brigt líferni væri mikilvægt til að halda heilsu. Hreyfing var þar lykilatriði en hún stundaði leikfimi með Halldóru á RÚV á árum áður og fylgdi vídeóspólu Sigurðar Guðmundssonar íþróttarfrömuðar, fór í göngu- túra m.a. með Hana nú-klúbbn- um í Kópavogi sem var fé- lagsskapur eldri borgara. Að vetrarlagi gekk hún í bílakjall- aranum í Hamraborginni. Hún hafði gaman af dansi og gerði ótrúlegustu hluti í þeim efnum en tognaði reyndar í tangó í eitt skipti, sem henni fannst svolítið fyndið. Jákvæðni var mömmu í blóð borin. Hún hafði gaman af að ferðast bæði innanlands og til fjarlægra landa. Fyrsta ferðin sem foreldrar mínir fóru saman til útlanda var með Gullfossi á 25 ára brúðkaupsafmælinu þeirra og var það algjört ævin- týri. Við systkinin fórum með móður okkar í eftirminnilega ferð til Ungverjalands á 75 ára afmælinu hennar. Við tókum til öryggis og til að létta ferðina hjólastól með en skiptumst svo á að sitja í honum og bruna um Búdapest sem móðir okkar var mjög ánægð með. Mamma var aðeins 19 ára þegar hún giftist pabba og þurfti forsetaleyfi til þess. Við stríddum henni stundum á þessu. Hjónaband þeirra var reyndar mjög farsælt. Þau stóðu saman í blíðu og stríðu. Eitt af því sem móðir mín sótti árlega voru Hinsegin dag- ar alveg frá upphafi Gleðigöng- unnar hér á landi, henni fannst viðburðurinn skipta máli til að auka skilning á að minnihluta- hópar eigi tilverurétt í samfé- laginu eins og aðrir. Hún hafði gaman af íþróttakappleikjum og alla tíð fylgdist hún með landsleikjum í fótbolta og hand- bolta, með strákunum og stelp- unum okkar. Hún var stemn- ingsmanneskja. Móðir mín var mikil hunda- gæla og alltaf þegar einhver fjölskyldumeðlimur var með hund uppgötvaði viðkomandi vin í mömmu og var fljótur að setjast við fætur hennar. Foreldrar mínir byggðu í Kópavoginum árið 1951, eða áð- ur en hann varð kaupstaður, og bjuggu í því bæjarfélagi upp frá því. Þarna ólumst við systk- inin upp og nutum okkar í ná- grenni við Rútstúnið og klettana í Borgarholtinu. Móðir mín var trúuð og var viss um að hitta sitt fólk á nýj- um slóðum eða tilverustigi þeg- ar hún kveddi þennan heim. Megi henni verða að ósk sinni. Helga G. Halldórsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Innra með okkur bærast blendnar tilfinningar er við kveðjum elskulegu ömmu okk- ar, Sigrúnu. Við finnum fyrir sorg yfir því að fá ekki lengur að finna fyrir hennar ástríku nærveru en á sama tíma finn- um við þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Af ömmu eigum við margar yndislegar minningar. Amma hafði unun af því að ferðast og gerði það eins og hún gat á sín- um efri árum. Hún hafði unun af bakstri og handavinnu og hún og Halldór afi gáfu okkur meðal annars útsaumaðar myndir og handgert jólaskraut í gjafir. Amma og afi kenndu okkur að spila spil á gamla mátann og afi átti það til að draga fram harmónikkuna sína og spila fyrir okkur, sælla minninga. Það var alltaf gott að heimsækja ömmu og afa í Hamraborgina. Þau voru ynd- islegt fólk og góðir foreldrar fyrir mömmu okkar, Ernu Bryndísi, sem lést árið 2014. Amma var líka frábær fyr- irmynd. Hún lét fötlun sína aldrei stjórna lífi sínu og barð- ist fyrir því að fá að gera sem mest sjálf, eins og hún gat. Þannig var mamma líka, í veik- indum sínum, og teljum við að þennan eiginleika hafi mamma sótt til ömmu. Amma var ótrú- lega þrautseig, það vita allir sem hana þekktu. Hún var mjög réttsýn og fylgdi alltaf hjartanu. Amma tók öllum í fjölskyldunni eins og þau voru og fylgdist með þeim vaxa og blómstra. Hún sýndi fólkinu sínu mikinn áhuga og studdi og hvatti okkur í sífellu áfram í námi, lífi og starfi. Hún var með eindæmum ástrík mann- eskja og enginn af hennar af- komendum komst upp með að gleyma því að knúsa hana í hverri heimsókn. Hún elskaði okkur og við hana. Amma Sigrún var yndisleg manneskja sem skilur eftir sig hlýju og kærleik í hjarta okkar. Ljós hennar mun lýsa áfram í lífi okkar. Gabríela Bryndís Ernu- dóttir og Helga Bryn- dís Ernudóttir. Elsku amma Sigrún, nú kveðjum við þig með hjörtun full af kærleika. Þú hélst í höndina á okkur þegar við lærðum að ganga, lesa og skrifa. Þú þurftir sjálf að læra að skrifa og tala upp á nýtt þegar þú fékkst heilablóðfall. Þú gafst aldrei upp og hafðir það sem mottó að reyna alltaf þitt besta. Þú kenndir okkur börnum og barnabörnum að kærleikurinn er allt. Margt var þér til lista lagt, bæði í mat- argerð og handverki, sem prýddi stofu ykkar afa og veggi ættingja. Þú varst einstaklega leikin í höndunum og listakona af guðs náð. Litagleðin og blómadýrðin sem fylgdu mynstrum þínum eru mjög sér- stök hvort sem um er að ræða myndir, teppi eða klæðnað. Við þekkjum þig sem sterka klára konu sem var óhrædd við að gera og vera til staðar fyrir okkur öll. Þótt við séum ánægð með að þú fáir nú að hvílast með afa Halldóri munum við sakna þín mikið og þinnar hlýju nærveru. Þú hafðir alltaf stað fyrir okkur í hjarta þínu og varst aldrei að flýta þér þegar við þurftum á hlustun og vini að halda. Þegar kvefpestir voru í gangi sagði amma ávallt við okkur að vera dugleg að taka lýsi og borða fisk, þá yrðum við hraust. Það var gaman að læra af þér amma, að sjá og skilja hlýju ástúðina sem þið afi sýnd- uð hvort öðru og ræktuðuð. Amma hafði yndi af því að ferðast og upplifa nýja hluti og menningu. Hún kom meðal annars fjórum sinnum í heim- sókn til Ragnhildar og fjöl- skyldu í Danmörku undanfarin tíu ár og nú síðast hélt hún upp á níutíu ára afmælið sitt þar með pomp og prakt. Lífsgleðin var smitandi hvort sem var í dansi, leik eða spilamennsku. Þú hefur sýnt okkur barna- börnunum að með vilja og þrautseigju sé allt hægt. Það var heiður að leiða þig þar til þú kvaddir þennan heim og vonandi ertu nú með Halldóri afa, dansandi og syngjandi með harmonikkuspil í bakgrunni. Við munum alltaf elska þig amma. Minningin lifir. Sigrún, Ragnhildur og Stefán Ari. Sigrún Guðmundsdóttir ✝ GuðmundurKarlsson fædd- ist í Reykjavík 18. nóvember 1940. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 25. júní 2019. Foreldrar hans voru Karl Petersen slökkviliðsmaður á Reykjavík- urflugvelli, f. 8. ágúst 1914, d. 3. nóvember 1993, og Sigríður Inga Guðmundsdóttir verka- kona, f. 23. október 1918, d. 25. apríl 1998. Guðmundur var næstelstur fjögurra systkina. Elstur er Þór- ir Kristinn Karlsson, f. 12. ágúst 1936, maki Jean Karlsson. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Jónína Karlsdóttir Winter, f. 25. maí 1945, maki James Winter, f. 16. desember 1941, einnig bú- sett í Bandaríkjunum. Yngst er Guðbjörg Karlsdóttir, f. 8. maí 1956, maki Haraldur Óskarsson, f. 6. janúar 1955. Þau búa ásamt fjölskyldu sinni í Vest- mannaeyjum. Guðmundur ólst upp í Reykja- 2015. 3) Auður Ósk, f. 5. sept- ember 1973, og er sonur hennar Dagur, f. 2001. Guðmundur og Svanhvít bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af í Vaðlaseli 1 en þar byggðu þau heimili sitt árið 1976 og bjuggu í til ársins 2001 þegar þau fluttu á Barðastaði 45. Guðmundur stundaði nám í bifvélavirkjun og áttu bílar hug hans alla tíð. Hann fór ungur á sjó á fraktskip og ferðaðist víða. Guðmundur starfaði lengi sem atvinnubílstjóri hjá Símanum og Norðurleið og síðar sem krana- maður hjá Togaraafgreiðslunni og hjá Bjarna Sigfússyni. Guð- mundur starfaði einnig sem sjó- maður á Húnaröstinni og var Garðar með honum á sjó um tíma. Árið 1983 hóf Guðmundur eigin atvinnurekstur, GK bíla, þegar hann keypti sér sinn fyrsta sendiferðabíl. Hann sá um dreifingu hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð allt til ársins 1994 og á þeim tíma jók hann bílaflota sinn jafnt og þétt. Frá árinu 1997 hafa Guðmundur og Magn- ús sonur hans m.a. séð um dreif- ingu hjá Gasfélaginu en Guð- mundur starfaði í fyrirtæki þeirra til síðasta dags. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 8. júlí 2019, klukkan 13. vík og bjó þar alla tíð. Fyrstu árin á Kirkjuteigi 17 en fjölskyldan flutti síðan á Víðimel 69 árið 1951. Hinn 22. júlí 1967 giftist Guð- mundur Svanhvíti Magnúsdóttur, f. 5. maí 1940. Svanhvít átti fyrir Garðar Gunnarsson, f. 1. september 1960, giftur Berthu Eronsdóttur, f. 11. apríl 1962. Börn þeirra eru Hrefna Díana, f. 1978, Karl Guðni, f. 1982, Krist- inn Gunnar, f. 1984, Berglind, f. 1987, og Eron, f. 1989. Guð- mundur átti fyrir soninn Sævar, f. 11. febrúar 1962, og er dóttir hans Rakel Erla, f. 1988. Börn Guðmundar og Svan- hvítar eru: 1) Sigríður Inga, f. 29. júní 1967, og eru börn henn- ar Andri Már, f. 1992, og Linda Dögg, f. 1998. 2) Magnús Ingi, f. 10. júlí 1968, maki Ólöf Jóhanns- dóttir, f. 11. júlí 1975. Börn þeirra eru Ragnar Þórarinn, f. 1988, Elís Orri, f. 1998, Óttar Örn, f. 2006, og Bjarki Svanur, f. Elsku afi. Þín verður fyrst og fremst saknað sem góðs afa. Þú hugsaðir svo vel um þá sem stóðu þér nærri og þá sérstaklega þegar kom að því að elda góðan mat. Þín verður minnst sem hins duglegasta manns með bíladellu og það að nenna ekki einhverju var ekki til í þinni orðabók. Sama hvernig viðraði þá stóð bíllinn allt- af tandurhreinn í innkeyrslunni. Takk fyrir allar endalausu góðu minningarnar. Ég (Andri) mun aldrei gleyma þegar við fór- um með ömmu í útilegu á stóra Ford Econolinernum sem þú varst svo stoltur búinn að merkja nafninu þínu. Ég (Linda) mun aldrei gleyma samverustundun- um í Skorradalnum og hvað ég hlakkaði alltaf til að vakna og fá afa-hafragraut, besta hafragraut í heimi. Takk fyrir að vera góður afi. Takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Andri Már og Linda Dögg. Í dag kveð ég kæran bróður, Guðmund eða Gumma eins og hann var alltaf kallaður. Margar góðar minningar koma upp í hug- ann. Gummi var mjög atorkusamur ungur maður og gat mamma sagt okkur margar skemmtilegar sög- ur af honum og uppátækjum hans. Við ólumst upp á Víðimel og við húsið var mjög góður bílskúr sem var staðurinn hans þar sem bílar voru aðaláhugamál hans. Hann var annaðhvort undir bíl, ofan í bíl eða uppi í bíl að gera við, pússa og græja. Bílarnir hans urðu alltaf að vera hreinir og stíf- bónaðir. Mamma hafði á orði að það hefði alltaf verið erfitt að fá hann úr vinnugallanum. Sem ungur maður fór hann til sjós á fraktskip og fór víða, í slík- um ferðum kom hann alltaf með eitthvað fallegt handa mér, litlu systur sinni. Sérstaklega er mér minnisstætt að úr einni slíkri ferð gaf hann mér kápu, rauða með skinnkraga, þetta var þvílíkt flott flík, það átti sko enginn svona flott. Honum þótti ég litla systir hans hálfgerð dekurdúkka þar sem ég var langyngst á heimilinu, 16 árum yngri en hann. Okkur kom vel saman en honum þótti gaman að stríða mér. Mörgum ár- um seinna hafði hann á orði að það hefði nú ræst vel úr litlu dekur- dúkkunni. Gummi var duglegur, ósérhlíf- inn og mjög bóngóður, alltaf tilbú- inn að aðstoða aðra og sagði aldrei nei. Ég hef notið góðs af því, þar sem ég bý úti á landi og þurfti stundum að leita til hans, biðja hann að redda ýmsum málum fyr- ir mig. Gummi var alltaf í mjög góðu sambandi við foreldra okkar, kom mjög oft á Hringbrautina, bara líta við hjá þeim hvort ekki væri allt í lagi þar sem þau voru farin að eldast. Sérstaklega var það eft- ir að pabbi dó, þá kom hann á hverjum degi til mömmu til að at- huga hvort ekki væri allt í lagi og hvort það væri eitthvað sem hann gæti aðstoðað hana með. Árið 1983 stofnaði hann eigið fyrirtæki um rekstur sendibíla, sem hann rak til dauðadags með syni sínum Magnúsi. Í kringum þennan rekstur átti hann verk- stæðishúsnæði þar sem hægt var að halda sendibílunum í góðu standi. Það var alltaf gaman að koma í morgunkaffi á verkstæðið til hans. Þar hafði skapast sú hefð í gegnum árin að góðir vinir hans komu til að ræða lífsins gagn og nauðsynjar yfir góðum kaffibolla. Þetta var ómissandi í tilveru hans. Gummi bar hag barna sinna fyrir brjósti. Þau voru honum mikils virði og hann aðstoðaði þau eins og hann gat. Einnig voru barnabörnin hans honum dýr- mæt. Hann vissi ekkert betra en að hafa börnin og barnabörnin sín í kringum sig. Það var fastur liður í hans tilveru að á sunnudögum eldaði hann læri með dyggri að- stoð Svanhvítar og allir komu í mat. Þá sat hann við enda borðs- ins og horfði yfir hópinn sinn. Elsku Svanhvít og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur. Hvíl í friði elsku bróðir. Guðbjörg Karlsdóttir. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að Gummi sé farinn frá okkur, þetta gerðist allt svo snöggt. Ég hef þekkt Gumma nánast alla mína ævi og ég hef alltaf litið á hann og Svanhvíti sem foreldra- sett númer tvö þar sem við Auður dóttir hans vorum eins og sam- lokur og erum enn. Einnig bund- ust góð vinabönd þeirra og mömmu og pabba. Eftir standa dásamlegar minningar sem við áttum saman alla tíð og munu lifa áfram. Elsku Auður mín besta vin- kona og fjölskylda, við fjölskyldan í Vesturtúni 18 vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Brynja Rós Bjarnadóttir. Þegar ég kveð Guðmund Karlsson er þakklæti efst í huga. Það var ekki hægt annað en láta sér líka vel við hann, svo kvikan og léttan og ávallt til í að leysa hvers manns vanda. Verkstæði hans og Magnúsar sonar hans var ekki bara verkstæði. Þar rak Guð- mundur líka félagsmiðstöð og var þar oft margt um manninn, alltaf heitt á könnunni og ef eitthvað var að bílum manna þá var þeim kippt inn og það lagað undir vök- ulu auga Guðmundar. Hann þáði aldrei gjald fyrir þess konar, eina sem hann fór fram á var að menn væru léttir og lausnamiðaðir og töluðu ekki illa um náungann. Hann var víða heima og samræð- ur oftast fjörugar, sagðar sögur og rifjaðar upp svaðilfarir fyrri tíma. Þarna kynntist ég mörgum heiðursmanninum, margir þeirra búnir að ljúka vinnudeginum og komnir á eftirlaun og sóttu í félagsskap hver annars. Þar gátu menn viðrað áhyggjur sínar og deilt gleði eftir daganna formi hverju sinni. Þar er skarð fyrir skildi. Um leið og ég þakka Guðmundi samfylgdina vil ég votta Svanhvíti minni, Magnúsi og öðrum að- standendum samúð mína. Vindurinn hvíslar í vanga minn og vætla tárin niður kinn. Til söknuðar nú ég í sálu finn sem fann ég ekki áður. Með guðs englum gengur andi þinn í gleði og ekki þjáður. (HB) Heimir Bergmann Vilhjálmsson. Guðmundur Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.