Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. ✝ ArnheiðurHelgadóttir fæddist 21. sept- ember 1928 í Ey V- Landeyjum. Hún lést 30. júní 2019 á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Fossheimum, Sel- fossi. Foreldrar hnnar voru Helgi Pálsson og Margrét Árna- dóttir. Systkini hennar: Kristín, f. 1918, Ásta, f. 1920, d. 2012, Guðfinna, f. 1922, d. 2004, Helgi, f. 1937. Maki Arnheiðar var Þorvald- ur Þorleifsson, f. 1925, d. 1955. Synir þeirra eru Helgi, f. 1954, maki Einar Logi Sigurgeirsson. Börn: a) Kristín Eva, maki Sig- urður Kristmundsson. Eiga þau dótturina Elmu Katrínu. b) Sól- veig Arna, c) Ragnheiður Björk og d) Þorvaldur Logi. 2) Karl Þór, f. 1975, maki Ósk Sveins- dóttir og dóttir þeirra er Karen Eva. Karl Þór á einnig Matthías Hrafn með Örnu Halldórsdóttir. 3) Katrín, f. 1988, maki Egill Jó- hannsson. Eiga þau dótturina Ronju Kristínu. Arnheiður lifði tvo sambýlis- menn: Gunnar Guðmundsson, d. 1983, og Böðvar Stefánsson, d. 2015. Hún sótti menntun í hús- mæðraskólann á Laugarvatni og sinnti ýmsum störfum um ævina, en vann lengst af í vefn- aðarvörudeild Kaupfélags Ár- nesinga uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Arnheiður verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 8. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. og Þorvaldur, f. 1955. Maki Helga er Þórey Hilmars- dóttir, f. 1956. Syn- ir Helga og Arndís- ar Guðmundsdóttur, d. 2002, eru: 1) Þór- ir, f. 1982, maki Vil- borg Gísladóttir og eiga þau dæturnar Heklu og Bríeti. Þórir á einnig Arndísi Öldu með Margréti Kristjánsdóttur. 2) Þorvaldur Páll, f. 1989, maki Rosemary Erin Haskell. Maki Þorvaldar er Erlín Kristín, f. 1955. Börn þeirra eru: 1) Arnheiður Sigríður, f. 1973, Elsku amma, amma Lyngó. Það er hlý og góð tilfinning að hugsa um þig og söknuðurinn er mikill. Kleinur, Lukex, kandís, blóm, jóla- kaka og saumaskapur er eitthvað sem minnir okkur svo á þig, allt bragðaðist einstaklega vel hjá þér, ristaða brauðið, te-ið og kisufisk- urinn hennar Flixu sem Kalla fannst svo góður. Þú varst svo fal- leg, með snjóhvíta hárið þitt. Allar minningar um þig eru einstaklega góðar, hlýjar og skemmtilegar. Þú varst svo góð amma, það var alltaf nóg að gera og þú varst alltaf tilbú- in að vera með okkur í leik eða að „vinna“ í garðinum eða öðru. Þú hjálpaðir okkur að skapa og búa til eitt og annað, að gera hugmyndir okkar að veruleika, til dæmis ef einhverja dúkkuna vantaði ný föt þá varst þú strax farin að finna efni og klippa og sníða föt á dúkkurnar, ekki lengi gert! Mörg handverk eftir þig liggja hjá allri fjölskyld- unni því þú vildir að öllum væri hlýtt og því eiga allir sokka, vett- linga og peysur úr ull. Við nutum góðs af því hversu dugleg og klár þú varst að sauma. Það voru ófá sparidressin sem voru saumuð af þér við ýmis tilefni, hugmyndir að kjólum sem við stelpurnar lýstum fyrir þér urðu að alvörukjólum! Á Lyngheiðinni og síðar á Suður- enginu var yfirleitt mikið af blóm- um og plöntum og garðurinn þinn alltaf svo fallegur og þú gast sagt frá öllum blóma- og plöntunöfnum hvort sem það var úti í göngu í náttúrunni eða í garðinum þínum. Í minningunni er ákveðinn ævin- týraljómi yfir öllu sem við gerðum með þér. En við kynntumst því líka þegar við urðum eldri og aðeins farin að hafa meiri skoðanir á hlut- unum í lífinu að þú hafðir sterkar skoðanir á mörgum málefnum, daglegu lífi, pólitík og ýmsum mál- efnum. Við vorum þó ekki alltaf al- veg sammála um allt en það var mjög gaman og fróðlegt að spjalla. Við erum svo þakklát að börnin okkar fengu að kynnast þér. Þeim fannst mjög gaman að fara til Ömmu Löngu eins og þau kalla þig. Þú náðir alltaf svo vel til barna, alltaf tilbúin að syngja, leika og dansa. Svo átti nú Amma Langa alltaf góðgæti handa öllum. Takk fyrir allt elsku amma. Við vitum að þér líður vel og þú ert bú- in að hitta marga sem þér þykir svo vænt um. Við munum sakna þín og geyma minningar um þig í hjörtum okkar og við munum halda minningu þinni á lofti með sögum af þér, því þú varst frábær fyrirmynd! Þar til næst, fingur- koss! Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Arnheiður (Adda Sigga), Karl Þór (Kalli Þór), Katrín (Kata) og fjölskyldur. Þegar dagarnir eru langir og sumarið skartar sínu fegursta kvaddi Adda frænka langa og fal- lega ævi. Óhætt er að segja að lífið hafi ekki alltaf farið um hana blíð- um höndum en alltaf stóð hún upp aftur með sínu hæga fallega fasi og hélt áfram sinni lífsgöngu, stund- um bognaði Adda mín en brotnaði aldrei. Ung að árum, rétt að hefja lífið, varð hún fyrir því mikla áfalli að missa manninn sinn frá drengj- unum sínum tveimur, öðrum barn- ungum og hinum rétt ófæddum. Í kjölfarið flutti mamma með mig til systur sinnar og saman bjuggu þær sér heimili og hjálpuðust að með börnin sín. Við urðum fjöl- skyldan Adda, Stína og börnin og áttum farsæla og ljúfa æsku. Þannig varð Adda mér miklu meira en venjuleg móðursystir. Hún var hin mamman mín þegar ég var að alast upp. Hún var heima fyrstu árin og sá meira um okkur krakkana, heimilið og mat- seld en mamma var útivinnandi. Adda var húsmæðraskólagengin eins og það hét þá og allt lék í höndum hennar hvort sem það var matseld, bakstur, saumaskapur eða prjón. Þær voru ófáar flíkurn- ar sem hún sneið og saumaði á okkur. Hún hélt því áfram nánast alla ævi að sauma og prjóna á af- komendur sína. Allt svo fallegt og vandað. Þegar ég var unglingur og ekki voru til miklir peningar til að kaupa föt var nú gott að eiga Öddu að. Hún kenndi mér á saumavélina sína og leiðbeindi en oft held ég hún hafi nú gert þetta að mestu og látið mig halda að ég hafi gert allt sjálf. Að minnsta kosti urðu til fal- legir kjólar, buxur, jakkar og fleira sem kom sér vel og var mik- ið notað. Þær systur voru nánar og gerðu margt saman, ferðuðust og nutu lífsins. Seinna eignuðust þær svo sambýlismenn og fluttu í sundur þegar við krakkarnir vor- um vaxin úr grasi en alltaf hefur verið einstakt samband í litlu fjöl- skyldunni okkar sem aldrei hefur rofnað. Nú kveður mamma Öddu systur sína með þakklæti fyrir allt sem þær áttu saman. Ég vil að lok- um þakka fyrir allt sem Adda var mér og mínum í lífinu, það var ómetanlegt. Blessuð sé minning hennar. Anna Þóra Einarsdóttir. 24 ár eru liðin síðan ég kynntist henni Öddu. Þá kom hún upp í Reykholt í heimsókn til okkar Stefáns, með Böðvari tengda- pabba mínum. Þau höfðu kynnst í Hörpukórnum hér á Selfossi, kór heldri borgara. Hann stóð fyrir aftan hana í kórnum og dáðist að hárinu hennar, þessu hvíta, þykka hári. Þau rugluðu saman reytum sínum og bjuggu fyrst í Suðureng- inu og síðan í Grænumörkinni. Mjög vel fór á með þeim. Þau höfðu lík áhugamál; söng, lestur góðra bóka, dans og ferðalög, bæði innanlands sem og utan og oftar en ekki á fáfarnar slóðir. Eftir að þau keyptu húsbílinn sinn voru þau mjög dugleg að ferðast. Eftir andlát Böðvars flutti hún svo í fyrra á hjúkrunarheimilið Fossheima hér á Selfossi. Adda var hlédræg kona, það fór ekki mikið fyrir henni. Hún tók okkur í fjölskyldunni vel og von- andi fann hún slíkt hið sama frá okkur. Hjálpleg var hún og eru þær ófáar lopapeysurnar sem hún hjálpaði mér með þegar setja þurfti rennilás. Allt var svo sjálf- sagt. Ég og börnin mín þökkum Öddu fyrir samfylgdina. Helgi, Þórey, Þorvaldur og Erl- ín og fjölskyldur: Innilegar sam- úðarkveðjur. Anna Björg Þorláks- dóttir og fjölskylda. Arnheiður Helgadóttir ✝ Einar ÞórJónsson fædd- ist á Ísafirði 13. júlí 1963. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júní 2019. Foreldrar hans voru Jón Guð- laugur Borgfjörð Þórðarson, f. 19. mars 1931, og Ingi- björg Þórunn Jó- hannsdóttir, f. 28. apríl 1933, d. 10. september 2012. Einar Þór var næstyngstur sex systkina. Systkini hans eru Sigríður, f. 1951, Þórður Guðjón, f. 1953, Árni Guðlaugur, f. 1955, Sig- urður Albert, f. 1958, d. 1960, Sverrir Atli, f. 1961, og Jóhann Sigurgeir, f. 1965, d. 2015. Börn Einars Þórs og fyrrver- andi eiginkonu hans Kristínar Þóru Gunn- arsdóttur, f. 1962, eru Gunnar Þór, f. 14. janúar 1985, sambýliskona Se- rena Chan, og Kolbrún Þóra, f. 11. mars 1986, eiginmaður Kristinn Már Gíslason. Einar Þór verður jarðsunginn frá Lindakirkju í dag, 8. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi og tengdapabbi. Við sitjum hér og tárin leka nið- ur vanga okkar þegar allar minn- ingarnar streyma fram um þá yndislegu tíma sem við áttum saman. Þú varst faðir minn og vin- ur, ráðgjafi og verndari. Að missa þig var það sársaukafyllsta sem ég hef gengið í gegnum. Þú barð- ist hetjulega árum saman í gegn- um veikindi og mótlæti sem mörg- um hefðu þótt óyfirstíganleg. Hin fjölmörgu slys rændu þig líkamsburðunum, en þau unnu ekkert á glaðleikanum og elsku- legheitunum sem þú barst með þér. Þú varst ævintýragjarn og úrræðagóður, góður hlustandi og aldrei langt undan ef eitthvað bjátaði á. Að fara í bílferðir með þér var ógleymanlegt því yndislegri ferðafélaga var ekki hægt að ímynda sér og eru mér sértaklega í minni eyðibílaferðirnar okkar þar sem við ferðuðumst um vopn- uð bók, myndavél og pepsi max. Minningar sem þessar eru mér ómetanlegar og hjálpa mér í gegnum sorgina vegna ótímabærs fráfalls þíns. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtu- gjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells.) Við kveðjum þig með þínum eigin orðum: „Elska þig meira en orð fá lýst.“ Þín dóttir og tengdasonur, Kolbrún og Kristinn. Það er enn erfitt að sætta sig við það að Einsi bróðir sé dáinn. Vissulega var vitað að hann yrði ekki allra karla elstur, en samt kom andlát hans okkur á óvart. Hann var löngum sá sem hélt uppi lífi og fjöri í fjölskyldunni, var alltaf kátur og sá til þess að engum leiddist. Það var hasar í Pólgötunni á Ísafirði, enda margir strákar á sama aldri sem þar bjuggu. Í þá daga ríkti algjört frelsi hjá yngstu kynslóðinni og reglur um útiveru ekki teknar há- tíðlega. Strákarnir voru alls stað- ar; uppi á þökum, niðri í fjöru, á götunni eða að nappa rabarbara úr Jennýjargarði. Einsi lét sig aldrei vanta og var potturinn og pannan í flestum uppátækjum. Í fjölskyldunni gleymum við því ekki þegar hann var næstum bú- inn að sprengja ekki bara sjálfan sig heldur bæinn allan í loft upp. Það var þannig að faðir okkar gaf þeim bræðrum hvellhettubyssu og þeir gengu um bæinn skjótandi sér til ánægju. Þeir gengu fram hjá bensínstöðinni á Torfnesi, en þar var verið að koma með bensín á tankana. Einsi var ekki mikið að spá í það og skaut af byssunni rétt við tankana og við það gaus upp mikill eldur. Bílstjórinn var snöggur til og gat slökkt áður en slys urðu, en eldtungurnar náðu samt að „grilla“ Einsa og sviðn- uðu föt og augabrúnir. Einsi tók þessu með mesta jafnaðargeði og hafði bara áhyggjur af að nýja peysan hans hefði sviðnað. Væntanlega hefur þetta tekið á þolinmæði móður okkar, en Einsi var svo jákvæður og kátur að það þýddi ekkert að skamma hann eða tala til, hann var snöggur að slá öll vopn úr höndum þeirra eldri. Hann vann ýmis verkamanna- störf og var lengi í Hagkaupum þar sem hann hafði meðal annars eftirlit með „kerrukrökkunum“. Hann kynntist vel Pálma heitnum og hann reyndist Einsa vel, enda var hann duglegur við alls kyns útréttingar og alveg til í að taka allt að sér. Veikindi og slys settu fljótt strik í líf hans, en einhvern veginn voru krankleikar hans ekki teknir nógu alvarlega. Það tók til dæmis nokkur ár að uppgötva að hann var með nokkra brotna hryggjar- liði og þurfti að spengja á honum bakið. Sá krankleiki angraði hann mikið og hélt honum frá vinnu. Þegar hann sá fram á að hann gæti ekki séð að fullu um sig sjálf- ur fluttist hann í Ás í Hveragerði og þar fór mjög vel um hann og hann var sáttur við allt og alla. Þrátt fyrir að hann væri lang- yngstur á svæðinu kynntist hann vel mörgum nágranna sinna og gerði margt til að aðstoða þá. Nokkrar eldri frúr kallaði hann mömmur sínar og fór með þær á föstudögum í BBB-túr, sem sagt á bókasafnið, í Bónus og síðan í bjór, þær fengu bjór en ekki hann því hann var bindindismaður alla sína ævi. Það munu allir vera sammála því að Einsi hafi verið góður drengur og ekki síður góður mað- ur. Hann var allra vinur og vildi allt fyrir alla gera. Við systkinin og pabbi munum sakna Einsa alla tíð, því hver vill ekki hafa í kring- um sig mann sem alltaf er jákvæð- ur, alltaf í góðu skapi og kvartar aldrei undan því sem honum var gefið. Innilegustu samúðarkveðjur til barna hans og tengdabarna. Bless Einsi og takk fyrir allt. Árni G. Jónsson. Einar Þór Jónsson Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag. Elsku Inga. Inga er dáin segir Helgi snemma morguns í símann. Ég horfi á bókina á náttborðinu mínu, „Ég græt að Ingibjörg Jóna Árnadóttir ✝ Ingibjörg JónaÁrnadóttir fæddist 23. maí 1949. Hú lést 14. júní 2019. Foreldrar hennar voru Árni Guð- mundsson, f. 11. september 1919, d. 28. janúar 1992, og Halldóra Auður Jónsdóttir, f. 20. júlí 1924, d. 23. apríl 2005. Útför hennar fór fram í kyrr- þey frá Langholtskirkju 27. júní 2019. morgni“, og ég grét þennan morgun. Er ég sá Ingu fyrst, systur Helga, varð ég dá- leidd af henni, hvað hún var fín. Ljóshærð og geislandi. Lipur og létt á fæti á hælaskónum hlaupandi upp og niður stigann í Skeiðarvogi. Glæsileg á allan máta. Við urðum strax góðar vinkonur og varð hún mér afar kær, ég nýkomin til borgarinn- ar, sveitastúlkan að norðan. Lánaði mér föt og gaf mér góð ráð varðandi tískustrauma. Við gátum hlegið að alls konar vit- leysu saman. Inga hló oft. Ætíð fylgdist hún með stelp- unum mínum, systrum og móð- ur minni. Aldrei sagði hún styggðaryrði um nokkurn mann. Er ég kom úr aðgerð sl. mars var hún mætt með stóran blómvönd og súkkulaði, sjálf þá nýkomin heim af spítala og mikið veik. Ætíð trygg og trú. Eins og flestir naut Inga ekki alltaf sólar í lífi sínu. Ég á eftir að sakna þeirrar hlýju er hún sýndi mér alla tíð og ég þakka henni það sem hún var. Síðasta skipti okkar Ingu var viku fyr- ir andlát hennar er við Helgi fórum til hennar einn sólardag- inn og færðum henni hvítan hörkjól sem hún fór strax í og brosti eins og sól í heiði og ætl- aði aldrei úr honum. Þannig mun ég minnast hennar, alltaf svo þakklát og hlý. Í dag komu öll blóm æskunnar til mín og brostu í dag Í dag og ég sveif léttum hlæjandi skrefum yfir allar útgrátnar slóðir í dag (Nína Björk Árnadóttir) Elsku Inga, hvað ég á eftir að sakna þín og allra okkar símtala, sem voru mörg ansi mörg í seinni tíð. Vertu Guðs krafti falin. Þín mágkona, Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.