Morgunblaðið - 08.07.2019, Side 25

Morgunblaðið - 08.07.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – Víkingur R .............. 19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Valur.............. 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík 19.15 2. deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – Völsungur......... 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Vináttuleikir U17 kvenna Slóvakía – Ísland .................................. 29:20 Slóvakía – Ísland .................................. 23:23 EM U18 kvenna B-keppni, leikin í Makedóníu: Portúgal – Ísland.................................. 65:49  Staðan: Tyrkland 6, Portúgal 5, Sviss 3, Búlgaría 2, Ísland 2. Ísland mætir Sviss á morgun og Búlgaríu á miðvikudaginn. EM kvenna Undanúrslit: Frakkland – Bretland .......................... 63:56 Spánn – Serbía...................................... 71:66 Úrslitaleikur: Spánn – Frakkland............................... 86:66 Bronsleikur: Serbía – Bretland ................................. 81:55 Leikur um 5. sætið: Belgía – Ungverjaland......................... 72:56 Leikur um 6. sætið: Rússland – Svíþjóð ............................... 52:57 KÖRFUBOLTI Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, mun yfirgefa lið- ið 22. júlí og ganga í raðir Új- pest frá Ung- verjalandi. Blik- ar tilkynntu á dögunum að þeir hefðu samþykkt tilboð ungverska félagsins og Aron hefur samið um kaup og kjör. Hann fer hins vegar ekki út fyrr en eftir leiki Blika við Vaduz frá Liechten- stein í 1. umferð forkeppni Evrópu- deildarinnar 11. og 18. júlí. Aron fer eftir Evrópuleikina Aron Bjarnason HM 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Bandaríska kvennalandsliðið heldur áfram að skrifa nýja kafla í knatt- spyrnusöguna, en liðið undirstrikaði ótrúlega yfirburði sína með öðrum heimsmeistaratitlinum í röð eftir 2:0-sigur á Evrópumeisturum Hol- lands í úrslitaleik HM í Frakklandi í gær. Þetta var fjórði heimsmeistaratit- ill bandaríska liðsins síðan fyrsta mótið í kvennaflokki var haldið árið 1991. Bandaríkin hafa nú unnið tvö- falt fleiri titla en öll önnur landslið til samans, en Þýskaland á tvo titla að baki og Noregur og Japan einn hvort. Síðan Bandaríkin gerðu jafn- tefli í öðrum leik sínum í riðlakeppni HM 2015 hefur liðið unnið 12 leiki í röð á heimsmeistaramóti og unnið tvo titla. Það er sigurganga sem engu liði, hvorki í karla- né kvenna- flokki, hefur áður tekist í sögu HM. Til þess að fullkomna yfirburði sína endanlega þá setti bandaríska liðið nýtt markamet á mótinu. Eftir að Rapinoe kom Bandaríkjunum yfir í úrslitaleiknum bætti Rose Lavelle við marki og innsiglaði sigurinn. Bandaríkin skoruðu því alls 26 mörk í leikjunum sjö og hefur ekkert kvennalið skorað fleiri í sögu HM. Það vill oft verða svo að allir muna eftir sigurvegaranum en tap- liðin í úrslitaleikjum gleymast. Hol- lenska liðið á þó sannarlega skilið að verða minnst fyrir framgöngu sína, en þetta var aðeins í annað sinn sem liðið kemst inn á lokakeppni heims- meistaramóts. Það að vera ríkjandi Evrópumeistari þýðir ekki að liðið eigi sér langa sögu, því sá titill vannst á aðeins þriðja Evrópumóti í sögu Hollands. Uppgangurinn hefur því verið magnaður. En Bandaríkin eru einfaldlega í sérflokki. Rapinoe er á allra vörum Sá leikmaður sem óhætt er að segja að hafi stolið senunni á mótinu var Megan Rapinoe, fyr- irliði bandaríska liðsins. Hún skor- aði fyrra mark liðsins í úrslita- leiknum í gær úr vítaspyrnu, en það var hennar sjötta mark á mótinu í ár sem jafnframt tryggði henni gullskóinn. Þá var hún valin besti leikmaður úrslitaleiksins og besti leikmaður mótsins, en hún var í byrjunarliðinu í þriðja úrslita- leik HM í röð sem er nokkuð sem aðeins hin þýska Birgit Prinz hefur áður afrekað. Það sem Rapinoe hefur ekki síð- ur gert til þess að vekja athygli er hversu opinská og hreinskilin hún hefur verið í viðtölum. Daginn fyrir úrslitaleikinn gagnrýndi hún Al- þjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, harðlega fyrir það að láta leikinn ekki eiga sviðið á al- þjóðavísu. Úrslitaleikir Ameríku- bikarsins og Gullbikarsins, meist- arakeppni Norður- og Mið-Ameríku, fóru einnig fram í gær og sagði Rapione það vera lít- ilsvirðingu fyrir konur í íþróttinni. Þá talaði hún einnig hreint út um óréttlætið sem fylgir lægra verð- launafé á HM kvenna. Þá náði Rapinoe að reita Donald Trump Bandaríkjaforseta til reiði fyrr í mótinu fyrir ummæli sín um að vilja ekki fara í heiðursheimsókn í Hvíta húsið ef Bandaríkin yrðu heimsmeistarar. Trump sagði það óvirðingu og að hún ætti fremur að einbeita sér að því að vinna titilinn en að spá í heimsókn til sín. Óhætt er að segja að Rapinoe hafi tekið Trump á orðinu. Þriðja bronsið til Svíþjóðar Það voru svo Svíar sem hrepptu bronsið eftir 2:1-sigur á Englandi í leiknum um þriðja sætið á laug- ardag. Kosovare Asllani og Sofia Jakobsson komu Svíum í tveggja marka forystu áður en Francesca Kirby minnkaði muninn fyrir Eng- land. Þetta var í þriðja sinn sem Svíar vinna bronsið, en liðið gerði það einnig á HM 2011 og 1991. Þá á liðið einnig silfurverðlaun í safni sínu frá HM 2003 eftir tap fyrir Þýskalandi í úrslitaleik. Enska liðið taldi sig þó heldur hlunnfarið í leiknum, en mark sem Ellen White skoraði var síðar dæmt af eftir að myndbands- upptökur voru skoðaðar. Raunar voru tvö mörk dæmd af White á mótinu, en hún skoraði engu að síður sex mörk eins og Rapinoe. White spilaði hins vegar fleiri leiki og gaf enga stoðsendingu og fékk því bronsskóinn. England vann fyrstu fimm leiki sína á mótinu, í fyrsta sinn í sögu sinni á HM, en tapaði tveimur þýð- ingarmestu leikjunum í kjölfarið. Enska liðið fer því heim án þess að hafa náð í sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti. AFP Heimsmeistarar Fyrirliðinn Megan Rapinoe lyftir heimsmeistarabikarnum á loft og fagnar með félögum sínum í bandaríska landsliðinu í Frakklandi í gær. Ótrúlegir meistarar  Bandaríkin hafa nú unnið tvöfalt fleiri heimsmeistaratitla en önnur landslið  Megan Rapinoe markahæst og valin best og tók Bandaríkjaforseta á orðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.