Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá 66.900 með vsk. Sláttuvélar og sláttutraktorar frá Toro Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnar- fjarðar hefst í kvöld, 8. júlí, og stend- ur fram á sunnudag, 14. júlí. Páll Eyjólfsson umboðsmaður, skipu- leggjandi hátíðarinnar, segir ástæðu þess að hátíðin er haldin fyrst og fremst þá að íbúar Hafnarfjarðar hafi ekki til þessa haft stóra bæj- arhátíð eins og svo mörg önnur sveitarfélög hafa. „Þetta er viðleitni til þess að búa til bæjar- og tónlistar- hátíð í Hafnarfirði. Hafnarfjörður telur 30 þúsund manns þannig að það eitt og sér sýnir að það er ærin ástæða til. Þegar við lítum til ná- grannasveitarfélaganna eins og Grindavíkur og Reykjanesbæjar, sem eru með stórar hátíðir, þá eig- um við ekki að láta okkar eftir liggja að gleðjast líka í heimabænum.“ Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar er haldin og segir Páll ganga vel að stækka hana. Björgvin langstærstur Á opnunarhátíðinni, í kvöld kl. 19, verður í fyrsta sinn afhjúpuð „stjarna íslenskrar tónlistar“ svo- kölluð. Lögð verður niður stjarna í gangstéttina fyrir framan Bæjarbíó í Strandgötu í Hafnarfirði. „Við byrjum á Björgvini Halldórs- syni. Hann er langstærsti tónlist- armaður Hafnarfjarðar fyrr og síð- ar. Það hefði alltaf verið skrítið að velja hann ekki. Svo verða tónleikar honum til heiðurs sem fyrsta stjarn- an okkar,“ segir Páll. Fjöldi tónlist- armanna mun koma fram og verður frítt inn á útisvæði hátíðarinnar svo Hafnarfjarðarbúar og aðrir gestir geta glaðst með Björgvini. Dagskráin næstu daga er fjöl- breytt. Tónleikar fara fram í Bæjar- bíói öll kvöld meðan á hátíðinni stendur. Auk þess verður útisvæði þar sem hægt verður að fylgjast með tónleikunum sem varpað verður á stóran LED-skjá með miklum hljóð- gæðum. Annað kvöld, þriðjudagskvöld, spilar rokkhljómsveitin Dimma og daginn eftir heldur Friðrik Dór tónleika. Á fimmtudaginn stígur Björgvin Halldórsson sjálfur á svið ásamt hljómsveit og í framhaldi af því verður Papaball. Föstudaginn 12. júlí koma Jónas Sig. og Milda hjarta fram og þá verður aftur Papaball á dagskrá. Hljómsveitin Á móti sól stígur svo á pall á laugardagskvöldið og heldur síðan ball þar til svæðinu verður lokað. Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld þegar Vök heldur tónleika í Bæjar- bíói. Miðasala fer fram á vefsíðunni www.midi.is. Ljósmynd/Sigga Ella Vök Poppsveitin vinsæla kemur fram á hátíðinni í Hafnarfirði í ár. Hún hitaði upp fyrir Duran Duran fyrir skömmu í Laugardalshöll. Hafnfirðingar gleðjast í heimabænum  Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar haldin í þriðja sinn 8.-14. júlí  Stjarna til heiðurs Björgvini Halldórssyni verður lögð í götuna  Tónleikar á hverju kvöldi í Bæjarbíói og mikið líf á útisvæði Morgunblaðið/Eggert Hafnfirðingar Björgvin Halldórsson og dóttir hans Svala taka bæði þátt í Hjarta Hafnarfjarðar. Hér syngja þau dúett á Jólagestum árið 2008. Jack Reacher fer víða í Engrimálamiðlun, nýjustuspennusögu Lee Child á ís-lensku. Að þessu sinni bæt- ast netheimar við raunheima og er það ekki öfundsvert en söguhetjan veit hvað hún syngur þó að hún leið- ist af kunnugri leið á stundum. Í ónefndu bandarísku landbúnað- arhéraði er lestarstöðin Mother’s Rest í sam- nefndum smábæ. Eng- inn veit eða virðist vilja vita hvað nafnið stendur fyrir og kulda- legt viðmót íbúanna bend- ir til þess að þeir hafi eitt- hvað að fela. Ekkert farsímasamband er á svæð- inu og hvorki er minnst á kirkju né krá. Hvergi er safn eða minnisvarða að sjá. Ekki spennandi staður fyrir venjulega ferðalanga en Jack Reac- her er óvenjulegur maður og and- rúmsloftið kveikir í forvitni hans. Í þessu undarlega umhverfi hittir Reacher Michelle Chang, fyrrver- andi rannsóknarlögreglu hjá banda- rísku alríkislögreglunni, FBI. Þau eru á sömu bylgjulengd og leit að Keever, samstarfsmanni Chang, færir þau á hvert hættusvæðið á eftir öðru. Lee Child kann þá list að byggja upp spennu og gerir það vel í þessari viðbjóðslegu en um margt raunsæislegu sögu á stundum. Ein- eygður maður er lítil fyrirstaða fyrir Reacher og hann vílar ekki fyrir sér að berjast við þrjátíu manns enda fæddur áflogahundur en hann er líka snöggur að hugsa og raunsætt mat hans er yfirleitt á skynsamlegri nótum. Hér og þar er plantað litlum vísbendingum og eftir því sem líður á söguna mynda þær heildstæða mynd. Ógeðslega mynd. Sumum kann þykja of hægt farið, en virða ber að Reacher hefur líka um annað að hugsa. Annað einkenni á Reacher er þolinmæði. Hann er meðvitaður um að allt getur skipt máli. Þess vegna þarf að fara víða, gá í öll horn, skyggnast undir yfirborðið, skanna djúpvefinn, setja saman púslin. Upp- byggingin er markviss, þræðirnir eru margir og slóðin hitnar eftir því sem nær dregur endalokunum. Djúpríkið er sem helvíti. Rómantíkin svífur yfir vötnum, eitthvað sem ekki hefur truflað Reacher mikið til þessa. Það sýnir að hann er ekki bara tröll heldur mann- legt tröll. Aukinheldur er hann ekki ósigrandi í öllum lotum en hafa ber í huga að viðfangsefni hans eru sem langhlaup frekar en spretthlaup. Glæpamenn gera allt sem þeir geta til þess að hylja slóðina. Oft tekst það, en þegar Jack Reacher er annars vegar sjá þeir sæng sína upp- reidda. Þess vegna óttast þeir hann. Þess vegna er hann bestur. Þess vegna er hann eftirminnilegur. Í stuttu máli má líkja sögunni við köngulóaravef þar sem Mother’s Rest er miðpunktur Reachers með um 350 km radíus. Spennuhöfundur „Lee Child kann þá list að byggja upp spennu og gerir það vel í þessari viðbjóðslegu en um margt raunsæislegu sögu á stundum.“ Óþægileg dvöl á djúpvefnum Spennusaga Engin málamiðlun bbbbm Eftir Lee Child. Ragna Sigurðardóttir þýddi. JPV-útgáfa, 2019. Kilja, 416 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.