Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 32
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat 35” Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan. 6-manna bíll. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. 35” dekk. með FX4 off-road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. 2019 Ram Limited 3500 Nýtt útlit 2019! Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal). Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 2019 F-350 Limited 35” breyttur Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20” felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, toppljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð- aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl. o.fl. 3,6 L Hybrid. 2018 Ford F-150 Lariat Litur: Hvítur og brúnn / brúnn að innan. Einnig til í Ruby red. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6). 10-gíra. 375 hestöfl. 470 lb-ft of torque. VERÐ 10.990.000 m.vsk VERÐ 11.790.000 m.vsk VERÐ 12.490.000 m.vsk VERÐ 7.990.000 m.vsk VERÐ 10.990.000 m.vsk Rokksveitin Dimma heldur tón- leika í bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum, sem eru á dagskrá bæjarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar, leikur nýr trymbill með Dimmu, Egill Örn Rafnsson, en aðrir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru Stefán Jakobsson, Sigurður Geirdal og Ingó Geirdal. Dimma mun rokka í Bæjarbíói á morgun MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 189. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Efstu tvö lið Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu mættu neðstu tveimur liðunum um helgina. KR vann þá útisigur á botnliði ÍBV, en Breiðablik missteig sig og tapaði heima fyrir grönnum sínum í HK í Kópavogsslag. KR er þar með kom- ið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar Íslandsmótið er um það bil hálfnað. »26-27 KR-ingar eru komnir með sjö stiga forskot ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Þrír af þeim sex íslensku keppendum sem skráðir voru til leiks á Evrópubik- armótinu í fjölþrautum á portúgölsku eyjunni Madeira um helgina bættu sinn besta árang- ur. María Rún Gunnlaugsdóttir vann brons í sjöþraut, en hún var í fjórða sæti eftir fyrri keppnisdaginn. Glódís Edda Þur- íðardóttir bætti sig einnig og hafnaði í 13. sæti. Benjamín Jóhann Johnsen varð í fimmta sæti í tugþraut og náði einnig sínum besta ár- angri. »24 Þrjú bættu sinn besta árangur á Madeira Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekkert er nýtt undir sólinni. Útkalls- bækur Óttars Sveinssonar hafa kom- ið út árlega síðan 1994 og Fréttablað- ið hóf göngu sína 2001, en ekki er á margra vitorði að Sigurður B. Stef- ánsson gaf út blöðin Útkall og Frétta- blaðið á níunda áratug liðinnar aldar. „Ég áttaði mig á þessu þegar mér áskotnuðust eintök af blöðunum mín- um fyrir skömmu, en ég fékk aldrei einkaleyfi á nöfnunum,“ segir útgef- andinn, sem hefur reyndar ekki kom- ið að slíkum störfum síðan þó að hug- urinn hafi stefnt til þess á unglings- árunum. „Ég tók að vísu viðtal sem birtist í tímaritinu Fornbíllinn 2015 en annars hef ég lagt annað fyrir mig.“ Tvö offsetfjölrituð 12 síðna tölublöð voru gefin út af unglingablaðinu Út- kalli, 1984 og 1985. Eftir að seinna tölublaðið kom út sagði 17 ára gamli ritstjórinn í viðtali við Morgunblaðið að til stæði að gefa út fleiri blöð, en hann yrði ekki strax milljónamær- ingur á útgáfunni. Í viðtali í Þjóðvilj- anum kom fram að Guðni Björnsson hefði teiknað forsíðurnar en Sigurður hefði unnið blaðið að mestu að öðru leyti með dyggri aðstoð frá Eðvarð Ingólfssyni, þáverandi ritstjóra Æsk- unnar, og Jens Guðmundssyni, þá- verandi ritstjóra Hjáguðs. Bernskubrek góðtemplara Sigurður var formaður í Hrönn, félagi ungtemplara, og var starfandi landvörður í Galtalækjarskógi í nokkur sumur. Hann vann meðal annars að undirbúningi bindind- ismannamótsins þar um versl- unarmannahelgar og var mótstjóri 1990 og 1994. Árið 1985 gaf hann út Fréttablaðið, átta síðna fjölritað blað í stærð A5 um málefni góð- templarareglunnar, og var það eina tölublaðið. „Þessi bernskubrek voru gleymd og grafin en rifjuðust upp þegar gamall vinur færði mér eintök af þessum blöðum mínum sem ég hafði ekki séð í áratugi.“ Unglingablaðið var hugsað fyrir frjáls skoðanaskipti um hvernig ungt fólk eyddi frítíma sínum. Í seinna tölu- blaðinu var m.a. fjallað um hljómsveit- ina Duran Duran, sem var með tón- leika í Reykjavík á dögunum, og plakat af bandinu í opnu. Upplag blaðanna var takmarkað enda segir Sigurður að illa hafi gengið að selja þau. „Ég reyndi að fá áskrif- endur í fyrra en það gekk illa og ég hætti við það,“ er haft eftir honum í fyrrnefndu viðtali í Þjóðviljanum. Þar kom jafnframt fram að dýrt væri að gefa út blað en hann reyndi að fjár- magna útgáfuna með auglýsingum. En hvernig stóð á nafngiftunum? Þeirri spurningu svaraði hann í Þjóð- viljanum í sambandi við fyrra blaðið. „Það er dregið af orðinu túkall, umsnú- ið verður það útkall.“ Nafnið Frétta- blaðið kom um leið. „Þegar kom að því að ákveða nafn á blaðið dúkkaði nafnið upp,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Hari Útgefandinn Sigurður B. Stefánsson með eintök af blöðunum sem hann gaf út á níunda áratug liðinnar aldar. Útkall og Fréttablaðið í eigu sama útgefanda  Átti ekki von á því að verða strax milljónamæringur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.