Morgunblaðið - 12.07.2019, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 162. tölublað 107. árgangur
ÁRÁSIR OG
OFSÓKNIR GEGN
BLAÐAMÖNNUM FLESTAR ÚR BREIÐABLIKI
ÓLAFUR ELÍASSON
MÆTTUR AFTUR
Í TATE MODERN
LIÐ 9. UMFERÐARINNAR 24 MISJAFNIR DÓMAR 29FJÖLMIÐLAFRELSI 14
Tap gæti myndast
» Forstjóri Íslandspósts segir
tap geta myndast á vissum
landsvæðum vegna kröfu um
eitt verð fyrir alþjónustu.
» Óvíst er hvort einkaaðilar
munu sinna dreifbýlinu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óvissa er uppi um áhrif nýs ákvæðis í
póstlögum á samkeppni í póstþjón-
ustu. Gæti túlkun þess haft mikil
áhrif á samkeppnisumhverfi póst-
þjónustunnar til frambúðar hér á
landi.
Ný póstlög taka gildi um næstu
áramót og þá verður einkaréttur Ís-
landspósts á bréfasendingum undir
50 grömmum afnuminn. Umrætt
ákvæði snýr að gjaldskrá fyrir alþjón-
ustu og að hún skuli vera sú sama um
allt land. Í nýju lögunum er alþjón-
usta skilgreind sem sú lágmarksþjón-
usta sem notendum póstþjónustu
skal standa til boða á jafnræðisgrund-
velli. Stjórnvöld feli alþjónustuveit-
anda að sinna henni, sem verður þá
Íslandspóstur en vinna við gerð nýs
þjónustusamnings stendur yfir. Mun
ákvæðið um sama verð ná til stórs
hluta póstsendinga, jafnt innan lands
sem milli landa, eða fyrir bréf allt að 2
kg, pakka allt að 10 kg innanlands og
20 kg milli landa. Birgir Jónsson, for-
stjóri Íslandspósts, segir þetta
ákvæði hafa komið öllum á óvart og
óljóst hver áhrifin verði.
Áhrif póstlaga mjög óljós
Krafa um sama verð fyrir alþjónustu gæti haft áhrif á samkeppnisumhverfi
póstþjónustu Forstjóri Íslandspósts segir margt í nýjum póstlögum vera óskýrt
MÓvissa uppi um áhrif … »10
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Drangey Virðulegir fuglarnir sitja
á hverri syllu í eyjunni.
Lundastofninn í Drangey í Skaga-
firði stendur vel um þessar mundir,
en skv. mælingum verptu þar í sum-
ar alls um 41 þúsund pör. Alls voru
90,5% holanna í eynni setin í ár. Það
mun svo sjást þegar lengra er liðið á
sumarið hver viðkoman er, það er
hve margir ungar hafa komist úr
eggi og þaðan svo flögrað úr holu út í
veröldina. Óvíða á landinu er jafn
stórt varp lunda og í Drangey, þar
sem ennig má sjá talsvert af svart-
fuglstegundum eins og langvíu, álku
og stuttnefju. Þar sjást fálkar flögra
fyrir.
Skýringuna á góðri stöðu lunda-
stofnsins í Drangey segir Erpur
Snær Hansen líffræðingur vera þá
að þörungablóminn í sjónum við
landið sé mikill um þessar mundir.
Með því eflist stofn sandsílis sem sé
mikilvæg undirstaða í fæðu lundans.
Daglegar ferðir eru út í Drangey
frá Sauðárkróki. Njóta þær vin-
sælda en alls lögðu um 1.600 manns
þangað leið sína á síðasta ári. „Fyrir
mér er Drangey ævintýrastaður,“
segir Viggó Jónsson sem stendur að
rekstri Drangeyjarferða.
sbs@mbl.is »6
Sterkur Drangeyjarlundi
Alls um 41 þúsund pör verptu í skagfirsku eynni í vor
Tónlistarhátíðin Eistnaflug í Neskaupstað er
komin á gott skrið í Egilsbúð. Þangað munu um
40 hljómsveitir mæta um helgina og von er á
500-600 gestum en hátíðin er nú haldin í 15. sinn.
Harðkjarnasveitin Une Misère, sem skrifaði á
dögunum undir útgáfusamning við Nuclear
Blast, er meðal þeirra sem koma fram á Eistna-
flugi. Hér hefur einn gítarleikarinn náð miklu
flugi á sviðinu við góðar undirtektir viðstaddra.
Hátt er flogið á Eistnaflugi
Ljósmynd/Eydís Klara Þorleifsdóttir
Heilbrigðisráðherra staðfesti í
gær samkomulag Sjúkratrygginga
og Rauða kross Íslands um fram-
lengingu á samningi um kaup og
rekstur sjúkrabíla til ársins 2022.
Fyrirliggjandi samningur rann út
fyrir fjórum árum og hefur end-
urnýjun flotans tafist á þeim tíma.
Strax verða 25 nýir sjúkrabílar
keyptir, samkvæmt útboði sem nú
stendur yfir. Verða fyrstu bílarnir
teknir í notkun á næsta ári.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra lýsir ánægju með að
samkomulag náðist. Öllum ágrein-
ingi hafi verið ýtt til hliðar og hags-
munir almennings og heilbrigðis-
kerfisins settir í forgang. »14
Samið um sjúkra-
bíla og 25 keyptir
Verulega hefur dregið úr umsvifum
Microsoft á Íslandi síðustu ár.
Starfsmenn fyrirtækisins voru 18 ár-
ið 2013 en eru nú einungis sex tals-
ins. Heimir Fannar Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Microsoft á Ís-
landi, segir að ráðist hafi verið í mikl-
ar breytingar á rekstrinum.
„Við höfum verið að breytast mik-
ið síðustu ár. Þetta hefur síðan gerst
virkilega hratt síðustu tvö ár og
segja má að farið hafi verið í
ákveðnar kúvendingar á rekstrin-
um,“ segir Heimir og bætir við að
starfsemin muni í auknum mæli fær-
ast til Írlands. Þá verði aukið traust
lagt á samstarfsaðila fyrirtækisins
hér á landi.
„Með þessu erum við að treysta
aðilum á borð við Origo og Advania
auk annarra til að annast þjón-
ustuna. Þeirra tækifæri felst í því að
fanga þessa viðskiptavini betur en
þeir hafa gert áður og taka þannig
við því hlutverki sem Microsoft
sinnti í ákveðinn tíma,“ segir Heimir.
Vitað er til þess að fjöldi erlendra
tæknifyrirtækja færi starfsemi sína
til Írlands sökum skattalegs hag-
ræðis. aronthordur@mbl.is »12
Færa starfsemina út
fyrir landsteinana
Aðeins hafa um 3.200 laxar veiðst
það sem af er laxveiðitímabilinu en
45.000 veiddust allt síðasta sumar.
Þótt lítillega hafi glaðnað yfir
undanfarna daga, samkvæmt sam-
antekt Landssambands veiðifélaga,
er veiðin í flestum ám landsins, sér-
staklega vestanlands, langt undir
því sem venjulegt er á þessum tíma.
Sumarið er ekki búið og binda
veiðimenn vonir við smálaxa-
göngur næstu daga.
„Það eru komnar ákveðnar vís-
bendingar um að ekki séu líkur á
stórveislu framundan. Það verða
engin veiðimet slegin í sumar,“ seg-
ir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri
ferskvatnslífríkis á Hafrannsókna-
stofnun. Hann segir að mælingar
hafi lengi sýnt að árgangur laxanna
sem áttu að bera uppi veiðina í sum-
ar sé lítill. »10
Morgunblaðið/Einar Falur
Háfað Laxveiðin er misjöfn í sumar.
Aðeins 3.200 laxar
hafa veiðst í sumar