Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fuglalífið í Drangey dafnar vel,“ segir Skagfirðingurinn Viggó Jóns- son. Á líðandi sumri eins og mörg undanfarin eru Viggó og Helgi Rafn sonur hans með daglegar ferðir í eyna frá Sauðárkróki. Lagt er af stað kl. 10 á morgnana. Alls heimsóttu um 1.600 manns eyjuna á sl.ári og væntir Viggó þess að Drangeyjarfarar í ár verði ekki færri. Á hraðskreiðum Sómabát er hálf- tíma stím frá Króknum í Drangey, sem er á miðjum Skagafirði og um margt táknmynd héraðsins alls. Þeg- ar að eyjunni er komið er bátnum lagt við flotbryggju í Uppgönguvík. Þar er gengið í land og svo prílað upp brekkurnar. Svo þarf að fara um ein- stigi utan í hamrastáli, svo fikra sig upp snarbratta brekku og loks fara í stiga á hamrastáli, upp á efstu brún eyjunnar sem er 180 m á hæð. Stofninn stendur vel Í Drangey ber mest á lunda, en talið er að þar hafi í sumar verpt um 41 þúsund pör. Einnig ber mikið á svartfuglstegundum í eynni; svo sem langvíu, álku og stuttnefju. Einnig sést nokkuð af fýl, teistu, ritu og ein- staka fálki. „Lundastofninn í Drangey stendur vel um þessar mundir og við sjáum mörg jákvæð merki um framvindu hans,“ segir Erpur Snær Hansen, líf- fræðingur hjá Náttúrustofu Suður- lands, en hann fylgist vel með stöðu lundastofnsins á landsvísu. „Ábúð í Drangey er góð. Þar á ég við að verpt er í 90,5% af holum lundans í eynni. Við sjáum svo í sumarlok hver við- koman verður. Það sem annars styrkir fuglinn nú er sú staðreynd að þörungablóminn í sjónum við landið er mikill og þar með ætið. Allt svona spilar saman.“ Ævintýrastaður Á kolli Drangeyjar fylgir Helgi Rafn fólki um brúnir; sýnir og segir frá því sem fyrir augu ber. Hann fer líka aldrei þar um nema biðja Fað- irvorið bæði á leiðinni upp og niður björgin. Er þetta gert í varúðar- skyni, því príl um eyjuna er ekki hættulaust. „Fyrir mér er Drangey ævintýra- staður,“ segir Viggó Jónsson sem með Helga Rafni hefur verið með reglulegar ferðir í eyna frá árinu 2011. Þeir tóku þá við merkinu af Jóni Eiríkssyni, föður Viggós, sem hafði verið með þessar siglingar í áratugi. Standa ferðirnar fram til 20. ágúst og er sjón sögu ríkari. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vængjasláttur Prófastar á syllu og annar býr sig undir að taka flugið. Lundinn dafnar  Dagsferðir í Drangey  Verpt í yfir 90% hola í eynni Samhengi í lífríkinu Feðgar Viggó Jónsson og Helgi Rafn fara daglega í Drangey. Dragney Séð að eynni úr suðri. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 18.900,- IITTALA TOIKKA VUONOL 2019 VERÐ 59.900,- STELTON Kertastjaki Verð 23cm 8.990,- 17cm 7.990,- Vandaðar brúðargjafir KAY BOJESEN Ástarfuglar Verð 14.990,- HOLMEGAARD Kertalukt grá Verð frá 9.990,- stk. IITTALA TOOLS Eldfast mót Verð frá 37.900,- JUST RIGHT STOFF Kertastjaki Verð 5.750,- stk. Króm/svartur KORRIDOR Steypudýr – fleiri teg. til Verð frá 6.990,- RITZENHOFF Aspergo glös Verð 4.900,- 6 stk. í pakka KARTELL BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- IITTALA KASTEHELMI Kökudiskur 31.5 cm Verð 8.900,- ALESSI KÖKUSTANDUR Verð 37.900,- Allir sem gera gjafalista hjá okkur fá kaupauka að verðmæti 15% af öllu því sem keypt er af gjafalistanum. Guðjón Skarphéðinsson, einn þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu, hefur stefnt ríkinu til greiðslu bóta. Ragn- ar Aðalsteinsson, lögmaður Guð- jóns, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Málið var þingfest í lok júní. Ragnar vill ekki gefa upp hver bótakrafan er en gera má ráð fyrir af fyrri yfirlýsingum að hún sé í kringum milljarð króna. Guðjón var árið 1980 fundinn sek- ur um að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni Einarssyni að bana sex árum áður, en auk hans voru Krist- ján Viðar Viðarsson, Sævar Cie- sielski, Albert Klahn, Tryggvi Rún- ar Leifsson og Erla Bolladóttir sakfelld. Sexmenningarnir fengu mislanga dóma, en Guðjón var dæmdur í 10 ára fangelsi. Hann sat þó aðeins inni í fjögur og hálft ár og fékk árið 1995 uppreist æru. Hæstiréttur sýknaði alla sak- borninga sl. haust, að Erlu undanskilinni. Í Silfrinu á RÚV í maí sl. greindi Ragnar Aðalsteinsson frá því að Guðjón krefðist milljarðs króna í skaðabæt- ur en hann hefur áður vísað í dóma- fordæmi frá árinu 1983 þar sem mönnum voru dæmdar bætur upp á 535 þúsund krónur á dag, núvirt, vegna óréttmæts gæsluvarðhalds. Samsvarar það tæpum 880 millj- ónum króna fyrir fjögurra og hálfs árs fangelsisvist. Stefnir ríkinu til greiðslu bóta Guðjón Skarphéðinsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ekki er útilokað að í haust verði til- mæli um varúð við Svínafellsjökul endurskoðuð. Síðastliðinn vetur hef- ur sprunga í Svínafellsheiði, sem valdið gæti berghlaupi, opnast hæg- ar en meðaltalið frá árinu 2010 segir til um. Engar skipulagðar ferðir hafa verið á jökulinn frá því síðasta sum- ar, en talið er að sprungan hafi myndast eftir að aðhald frá jöklinum minnkaði vegna hopunar hans. Hópur vísindamanna heldur að jöklinum í næstu viku til að undirbúa uppsetningu fleiri mælitækja, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fags- tjóra á sviði jöklafræði hjá Veður- stofu Íslands. Skynjararnir verða settir upp í ágúst eða september. „Við ætlum að mæla á öðrum stöð- um þar sem við munum koma fyrir viðmiðunarboltum og gera greiningu með gervihnattargögnum til að kom- ast að því hvort aðrir staðir eru með jafn hægri hreyfingu. Það getur ver- ið mismunandi ef sprungurnar liggja þannig að eitthvað opnast á bak við þá bolta sem mældir eru,“ segir Tómas, en umrædd sprunga opnað- ist aðeins um örfáa millimetra á síð- asta ári samkvæmt mælitækjum sem þegar eru á staðnum. Í rólegum aðdraganda Sprungan í Svínafellsheiði er 20- 40 sentimetrar að breidd að sögn Tómasar. „Hún hefur opnast það mikið síðan árið 2010. Hreyfingin á stykkinu í heild sinni hefur að með- altali verið tveir til fjórir sentimetrar á ári. Hún er enn ekki að herða mikið á sér. Við vitum að í Hítardal og í Öskju, þar sem orðið hafa stór hlaup, þá herðir hreyfingin á sér talsvert löngu áður en berghlaup verður. Það þarf svolitla hreyfingu til þess að helstu staðir sem stykkið hangir á safni upp spennu til að þar geti orðið brot,“ segir Tómas, en með mæli- tækjunum má spá fyrir um hrun með talsverðum fyrirvara sem hefur „augljósa þýðingu“ fyrir almanna- varnir að sögn Tómasar. „Við virð- umst vera í rólegum aðdraganda að einhverju sem við vitum ekki hvað verður. Það eru engin ummerki um það í okkar mælingum núna að neitt sé byrjað að herða á sér. Ef eitthvað er, þá er hreyfingin rólegri en hún hefur verið, en við sjáum það betur í næstu viku hvort sýnileg eru á yf- irborði merki um ný jarðföll og nýja sprungumyndun,“ segir hann. Á nokkrum stöðum í heiminum eru sambærilegar aðstæður og nýj- ustu mælingar við Svínafellsjökul sýna. Jafnvel þar sem vegir og járn- brautarteinar eru undir. „Ef menn mæla að þetta gerist jafnt og þétt á óbreyttum hraða frá ári til árs, þá getur verið að þetta verði endurskoðað í samráði við heimamenn og Almannavarnir. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það, en það er alls ekki útilokað,“ segir Tómas. Áformað er að skila inn hættumati fyrir svæðið í haust þar sem metin verður hætta af flóði við Svínafells- jökul, falli skriða ofan í lónið við jök- ulinn. „Það er unnið að líkanreikn- ingum til þess að meta hversu mikil flóð gætu hugsanlega átt sér stað, hvert þau stefna og hve mikla hættu þau gætu skapað,“ segir Tómas. Síðasta sumar var gróflega áætlað að um 60-70 milljónir rúmmetrar af efni væru á hreyfingu vegna sprung- unnar. Yrði berghlaup yrði það mjög stórt á íslenskan mælikvarða. Tómas segir að magnið sé mjög mikið, lík- lega tugir milljóna rúmmetra, en kostnaðarsamt sé að meta það með nákvæmum hætti. „Í Noregi kemur fyrir að þar sem hagsmunir eru miklir og miklar líkur eru á slysum, bori menn á jafnvel fleiri en einum stað með mjög miklum tilkostnaði og taki kjarnaholur og sjái þá hvar bergið er uppbrotið og skrið á sér stað. Við eigum ekki von á því að fara út í slíkt hér,“ segir Tómas. Gætu aflétt viðvörun við Svínafellsjökul Morgunblaðið/RAX Svínafellsjökull Engar skipulagðar ferðir hafa verið farnar frá því síðasta sumar vegna hættu á berghalupi, en hún hefur opnast hægt frá því í vetur.  Sprunga í Svínafellsheiði hefur opnast hægt frá því í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.