Morgunblaðið - 12.07.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
M.BENZ C350e AVANTGARDE
nýskr. 03/2018, ekinn 14 Þ.km, bensín/rafmagn
(plug in), sjálfskiptur, glerþak ofl. ofl. Stórglæsilegur!
TILBOÐSVERÐ 5.690.000 kr. Raðnúmer 259502
BMW 530e IPERFORMANCE
nýskr. 06/2018, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn (plug
in), sjálfskiptur, vel búinn aukahlutum. Stórglæsilegur!
Verð 6.490.000 kr. Raðnúmer 380510
VW PASSAT GTE PREMIUM
nýskráður 02/2018, ekinn 31 Þ.km, bensín/rafmagn
(plug in), sjálfskiptur, leður, glerþak ofl. Geggjaður bíll!
Verð 5.150.000 kr. Raðnúmer 259510
M.BENZ E 350e EXCLUSIVE
nýskr. 05/2017, ekinn 34 Þ.km, bensín/rafmagn
(plug in), sjálfskiptur, tvöfalt stafræntmælaborð ofl.
Glæsilegt eintak! TILBOÐSVERÐ 6.290.000 kr.
Raðnúmer 259503
LAND ROVER RANGE ROVER HSE
LIMITED nýskr. 02/2015, ekinn 53 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur. Verð 13.900.000. Raðnúmer 259534
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
hjálpa til við að sinna íslenska
markaðnum,“ segir Heimir.
Frá því að Heimir tók við sem
framkvæmdastjóri Microsoft á Ís-
landi hefur rekstur félagsins tekið
stakkaskiptum. Aðspurður segir
hann að breytingar síðustu ára
þurfi ekki að koma á óvart enda
hafi í talsverðan tíma staðið til að
draga úr umsvifum félagsins.
„Þetta er búið að gerjast ansi lengi
og stefnubreytingin var síðan ansi
kröpp fyrir tveimur árum. Í stað
þess að setja fjölda fólks á bak við
stærstan hóp okkar viðskiptavina,
minni og meðalstór fyrirtæki,
ákváðum við að setja aukinn kraft í
þjónustu við stærri viðskiptavini,“
segir Heimir og bætir við að með
þessu sé Microsoft að færa aukna
ábyrgð í hendur samstarfsaðilum
sínum. „Við erum að treysta aðilum
á borð við Origo, Advania auk ann-
arra til að annast þjónustuna.
Þeirra tækifæri felst í því að fanga
þessa viðskiptavini betur en þeir
hafa áður gert. Þannig geta þeir
tekið við því hlutverki sem Micro-
soft sinnti til ákveðins tíma,“ segir
Heimir.
Mörg tæknifyrirtæki á Írlandi
Spurður hvort viðskiptavinir
verði varir við breytingar á starf-
semi félagsins segir Heimir að svo
kunni að vera. Enn séu þó sex
starfsmenn starfandi hjá Microsoft
sem beina munu málum í réttan
farveg. „Við skiptum okkur upp
þannig að ákveðinn hluti sinnir við-
skiptavininum á meðan hinn gætir
hagsmuna fyrirtækisins. Þannig
sinna færri hendur sama hlutverki
auk þess sem meira traust verður
lagt á okkar samstarfsaðila,“ segir
Heimir sem sjálfur mun starfa
áfram sem talsmaður Microsoft á
Íslandi.
Að sögn Heimis svipar ákvörðun
Microsoft mjög til aðgerða annarra
erlendra tæknifyrirtækja. Líkt og
áður hefur komið fram hefur fjöldi
erlendra tæknifyrirtækja flutt
starfsemi sína til Írlands. Þar búa
þau við hagstæðara skattaumhverfi,
en fyrirtæki á borð við Amazon og
Google gera hluta starfseminnar út
þaðan. „Sögulega séð hafa mörg
fyrirtæki farið til Írlands vegna
skattaumhverfis og þar er fjöldi
fyrirtækja með sambærilega starf-
semi. Hingað til hefur öll reikn-
ingagerð Microsoft hér heima verið
á Írlandi þannig að það breytist
ekki. Þarna hefur nú átt sér stað
mikil uppbygging á góðu teymi og í
kjölfarið færist stærri hluti starf-
seminnar í þeirra hendur,“ segir
Heimir.
Umsvifin dragast saman
Borgartún Höfuðstöðvar Microsoft á Íslandi hafa verið í Borgartúni.
Einungis sex starfsmenn eftir hjá Microsoft á Íslandi Írskir aðilar sjá um
þjónustuna í auknum mæli Fjöldi tæknifyrirtækja með starfsemi á Írlandi
Microsoft
» Starfsmönnum Microsoft á
Íslandi hefur fækkað úr átján
árið 2013 í sex árið 2019.
» Starfsemin færist í meira
mæli til Írlands. Þar í landi er
fjöldi þekktra tæknifyrirtækja,
en með því skapa þau sér
skattalegt hagræði.
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Fyrirtækið fór í ákveðnar kúvend-
ingar á starfseminni og þetta er
einn angi þess,“ segir Heimir Fann-
ar Gunnlaugsson, framkvæmda-
stjóri Microsoft á Íslandi. Vísar
hann í máli sínu til uppsagna
þriggja starfsmanna fyrirtækisins á
dögunum. Einungis sex einstakling-
ar starfa nú hjá Microsoft á Íslandi,
en til samanburðar voru starfs-
mennirnir átján talsins árið 2013.
Að sögn Heimis var ráðist í tals-
verðar breytingar á rekstrinum fyr-
ir tveimur árum. Farið var í um-
fangsmikla vinnu við stefnumörkun
ásamt breyttum áherslum í rekstri
félagsins.
Reksturinn breyst gríðarlega
„Það urðu miklar breytingar á
því hvernig fyrirtækið hugsar fram-
tíð sína og stefnu. Við gjörbreyttum
því hvernig við seljum og vinnum
með samstarfsaðilum,“ segir Heim-
ir og bætir við að meðfram þessu
hafi byggst upp sterkt söluteymi
Microsoft á Írlandi. Þjónusta við ís-
lensk fyrirtæki verði nú í auknum
mæli í þeirra höndum. „Í millitíð-
inni hefur verið að byggjast upp
mjög sterkt söluteymi á Írlandi sem
mun sinna íslenska markaðnum
þaðan. Á þeirra snærum er hópur
sérfræðinga, bæði sölu- og mark-
aðsfólk, sem er að hjálpa viðskipta-
vinum og samstarfsaðilum. Þess ut-
an höfum við frá stofnun Microsoft
á Íslandi verið í góðu sambandi við
danska teymið, sem einnig mun
mest, eða tæpir 39,4 milljarðar
króna, og næst á eftir því komu
frystar þorskafurðir upp á 35,3
milljarða. Bretlandsmarkaður var
verðmætasti markaður fyrir ís-
lenskar sjávarafurðir á árinu 2018
og stóð hann undir 15,3% útflutn-
ingsverðmætisins. Þar á eftir kom
Frakkland með 11,3%. Spánn, Nor-
egur og Bandaríkin náðu hins veg-
ar ekki 10% hvert. Reyndust hlut-
föllin milli markaðanna svipuð og á
árinu 2017.
Á síðasta ári nam útflutnings-
verðmæti sjávarafurða frá Íslandi
239,8 milljörðum króna og jókst
það um 21,7% frá fyrra ári. Í magni
talið nam útflutningurinn 671 þús-
und tonni og nam aukningin 61 þús-
und tonni frá árinu 2017.
Af útflutningsverðmætinu stóðu
frystar sjávarafurðir undir 46,7%
verðmætanna, ísaðar afurðir undir
24,9% og mjöl og lýsi 14,3%. Þegar
litið er til einstakra tegunda reynd-
ist verðmæti ísaðra þorskafurða
Fluttu út 670 þúsund tonn 2018
Verðmætið nemur 240 milljörðum
Markaðir Mestu verðmætin fengust af viðskiptum við Bretlandsmarkað.
12. júlí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.17 126.77 126.47
Sterlingspund 157.37 158.13 157.75
Kanadadalur 96.1 96.66 96.38
Dönsk króna 18.958 19.068 19.013
Norsk króna 14.583 14.669 14.626
Sænsk króna 13.311 13.389 13.35
Svissn. franki 127.18 127.9 127.54
Japanskt jen 1.1578 1.1646 1.1612
SDR 174.1 175.14 174.62
Evra 141.5 142.3 141.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.8707
Hrávöruverð
Gull 1395.45 ($/únsa)
Ál 1782.5 ($/tonn) LME
Hráolía 64.78 ($/fatið) Brent
Ferðaþjónustufyrirtækin Allra
handa GL ehf. og Reykjavik Sight-
seeing Invest ehf. hafa tilkynnt Sam-
keppniseftirlitinu um fyrirhugaða
sameiningu á næstu mánuðum, en
fyrirtækin eru bæði með áætlunar-
akstur til og frá Keflavíkurflugvelli,
auk afþreyingarferða og hópferða.
Sameiningin er með fyrirvara um
samþykki Samkeppniseftirlitsins og
niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
fyrirtækjunum.
Taprekstur síðustu ár
Rekstur fyrirtækjanna hefur ekki
gengið vel síðustu ár. Þannig var 195
milljóna króna tap á rekstri Allra-
handa árið 2017 og 54 milljóna króna
tap árið á undan. Tap á rekstri
Reykjavik Sightseeing Invest ehf.
var 97 milljónir króna árið 2017 og
árið 2016 tapaði það 71 milljón.
Starfsemi Allrahanda GL er rekin
undir vörumerkjunum Gray Line og
Airport Express. Vörumerki
Reykjavík Sightseeing Invest eru
Airport Direct, Reykjavik Sight-
seeing og Smart Bus.
Í tilkynningunni segir að meg-
inástæða sameiningarinnar sé óhag-
stæð rekstrarskilyrði sem leitt hafi
til óviðunandi afkomu. tobj@mbl.is
Rútufyrir
tæki sam-
einast
Óhagstæð rekstr-
arskilyrði ástæða
Taprekstur Bæði félögin hafa átt
erfitt uppdráttar síðustu ár.