Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið hús kl. 13-15. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegis- matur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringborðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn kl. 9- 16. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Hugmyndasamkeppni um nafn á nýju æfingartækin. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Föstudagshópurinn hittist og boccia kl. 10 í dag. Göngutúr um hverfið kl. 13. Vöfflukaffi kl. 14.30. Opið hjá okkur alla virka daga. Hádegismatur frá 11:30 til 12:30 og kaffi frá 14.30 til 15.30 alla daga vikunnar. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.00. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 20.00 Félagsvist. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, bingó kl. 13.30, síðegiskaffi kl. 14.30 Uppl. í s. 4112760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnudagskvöld 14. júlí kl. 20.00. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Smáauglýsingar Bækur Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar „Ég vona að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með þær“, sagði forlagsstjórinn. „Ég á þær allar“, sagði viðkomandi. „Og nú er ég farinn að kaupa þær til að gefa öðrum. Þetta eru frábærar bækur.“ Allar Hornstrandabækurnar 5 = 7,500 kr. Frítt með póstinum Vestfirska forlagið jons@snerpa.is Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á að seljast Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA – 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR – 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - vertu vinur Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 200 mílur ✝ Bjarki MárSigvaldason fæddist í Reykjavík 12. apríl 1987. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. júní 2019. Foreldrar Bjarka Más eru Sigvaldi Einarsson, f. 2. apríl 1963, og Guðlaug Birgis- dóttir, f. 4. febrúar 1963. Systur hans eru Hrefna Björk Sig- valdadóttir, f. 18. júlí 1983, í sambúð með Guðmundi Ágústi Ólafssyni, f. 27. júní 1975, og Ingibjörg Sigvaldadóttir, f. 25. september 1992, í sambúð með Kára Tristan Helgasyni, f. 12. september 1992. Börn Hrefnu úr fyrra sambandi eru Aníta Ósk Kjærnested, f. 2. febrúar 2003, og Sigurður Þorvaldsson, f. 27. október 1960, kvæntur Guðrúnu S. Reynisdóttur, f. 19. febrúar 1962, sem eiga saman bræður Ástrósar þá Anton Inga, f. 4. júní 1997, og Róbert Leó Sigurðarsyni, f. 6. janúar 1994. Bjarki Már ólst upp með fjöl- skyldu sinni í Kópavogi. Hann lauk grunnskólagöngu frá Snæ- landsskóla og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2009. Bjarki var alla tíð mikill HK-ingur, æfði með fé- laginu frá fjögurra ára aldri og var snemma talinn mjög efni- legur. Hann spilaði sem miðju- maður og byrjaði snemma að æfa með meistaraflokki HK. Á ferlinum spilaði hann með þeim 87 leiki og skoraði 11 mörk. Hann var einnig mikilvægur leikmaður í ungmennalands- liðum Íslands. Bjarki starfaði sem sölufulltrúi hjá Icepharma fyrir Nike-vörur. Útför Bjarka Más fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 12. júlí 2019, klukkan 11. 2001, og Óðinn Örn Kjærnested, f. 19. mars 2008, og börn Guðmundar úr fyrra sambandi eru Ólafur Jürgen Ólafsson, f. 28. apr- íl 2005, og Gabríel Óðinn Ágústsson, f. 9. apríl 2007. Bjarki kvæntist æskuást sinni Ást- rós Rut Sigurðar- dóttur, f. 18. maí 1988, þann 8. júlí 2017 og þau eignuðust sam- an dóttur sína Emmu Rut Bjarkadóttur 7. september 2018. Foreldrar Ástrósar eru Aldís Hafsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1968, gift Ívari Bragasyni, f. 20. júní 1969, sem eiga saman bræður Ástrósar þá Garibalda, f. 22. ágúst 1998, og Rúrik Lár- us Ívarssyni, f. 8. desember Elsku ástin mín, mér fallast einfaldlega hendur þegar ég sest niður og þarf að fara að skrifa minningargrein um þig. Ég bara sé ekkert út fyrir tárum. Mig langar að skrifa svo margt og segja svo margt við þig, þú varst svo stórkostlegur maður með endalausa kosti að ég yrði hér í allan dag að telja þá upp. Ég elska þig svo innilega heitt og mikið og söknuðurinn er bú- inn að vera mér næstum óbæri- legur. Ég finn samt svo mikið fyrir þér og þú gefur mér svo mikla ró og yfirvegun. Takk fyrir að vera ennþá hjá mér þótt þú sért farinn, ég þarf svo sannarlega á því að halda. Þú ert ástæðan fyrir því hvað ég er sterk í dag og breytt mann- eskja til hins betra. Þú gerðir mig að betri manneskju með hugarfari þínu, visku og þolin- mæði. Ég get alveg sagt þér það, elsku besti minn, að það verður erfitt að fara aftur út í lífið án þín og læra að lifa af án þess að hafa þig við hliðina á mér. Þú ert besti vinur minn og sálufélagi, hvernig í ósköpunum varð ég ekkja 31 árs? Og hvernig á ég að fara að? Þú ert svo stór partur af mínu lífi, þú ert hinn helmingurinn af mér og þetta verður erfiðasta og stærsta verkefni sem ég hef fengið, að læra á lífið upp á nýtt. Ég veit að þó þú hafir ekki viljað fara strax þá ertu hvíldinni feginn. Það eru engir verkir lengur en það var orðið óbæri- legt að sjá þig þjást. Eigingirnin í mér er bara svo sterk að vilja hafa þig lengur hjá mér. Ég veit þó að þú verður alltaf hjá mér í huga og hjarta. Takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt þegar ég var 16 ára göm- ul, ég varð ástfangin við fyrstu sýn og er það enn í dag. Takk fyrir að ferðast með mér um heiminn, giftast mér og eignast besta barn í heimi með mér sem mun bera öll góðu genin þín um ókomna tíð. Ég ætla að standa í stykkinu fyrir þig, ég mun ala Emmu upp eftir okkar lífsgildum alveg eins og við töluðum um og mun ávallt passa upp á að hún eigi fullt af fallegum minningum um þig. Þú ert besti maður sem ég hef kynnst, svo klár, góðhjartaður og með fallega og skýra hugsun. Þessi dásamlegu fótboltalæri munu ávallt lifa með mér, þú varst einfaldlega toppurinn á til- verunni í mínu lífi! Að sjá þig dúllast með Emmu var einstök gjöf, þú ert svo yndislegur pabbi. Ég elska þig meira en allt, ástin mín, að eilífu. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þangað til við sjáumst næst, elsku ástin mín, þín Ástrós. Elsku hjartans barnið mitt, það er þyngra en tárum taki að rita minningarorð um þig. Engin orð eru nógu máttug til að lýsa tilfinningum mínum núna. Þú varst einstakur drengur, hjartahlýr og góðhjartaður. Þessi barátta þín var einstök, enda einstakur drengur. Ekkert verkefni var of stórt fyrir þig, það sýndir þú svo sannarlega í gegnum fótboltann, frábær fyrirliði og fyrirmynd fyrir svo marga. Takk, ástin mín, fyrir að vera minn besti drengur, takk fyrir öll faðmlögin, ástina og kærleikann, takk fyrir að koma með Ástrós Rut inn í líf okkar og takk fyrir hana Emmu Rut okkar, sem við munum styðja og styrkja svo lengi sem við lifum. Eins erfitt og það er að segja það þá veit ég að þú ert hvíldinni feginn. Draumalandið verður bara betra með þig innanborðs og ég veit að þú ert með góðum ástvin- um og honum Guffa þínum. Hvíldu í friði, ástin mín, og við sjáumst svo seinna. Þín elskandi móðir Guðlaug Birgisdóttir. Ég trúi ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur, elsku besti brósinn minn. Við sitjum öll eftir með brotin hjörtu og tómleikinn er svo stór. Mikið væri ég til í að fá að halda utan um þig, finna góða ilminn af þér, heyra þig hlæja og segja þér einu sinni enn hvað mér þykir vænt um þig og minna þig á hversu mikið þú breyttir lífi mínu til hins betra. Þú varst nefnilega enginn venjulegur bróðir. Síðustu dagar hafa verið svo skrýtnir; eina stundina er sorgin óbærileg og ég næ varla andan- um fyrir stingandi sársauka í hjartanu en þá næstu er ég skæl- brosandi að hugsa um allar ynd- islegu stundirnar sem við áttum saman. Með einstökum baráttuvilja þínum og æðruleysi gafstu okkur nefnilega svo mikinn tíma til að eyða saman. Það er svo erfitt að sætta sig við að fá ekki að eldast með ykk- ur litlu fjölskyldunni, að fá ekki að ferðast meira um heiminn með þér, borða góðan mat, hlæja yfir góðri bíómynd og spjalla um allt og ekkert. Á sama tíma er ég svo óendanlega þakklát fyrir allt sem við náðum að gera saman og ég á feikinóg af minningum til að ylja mér við út ævina. Það var svo gott að eiga þig að. Þú varst svo yndislega þol- inmóður, fordómalaus, hjálpsam- ur og sniðugur. Þú komst mér í gegnum mín erfiðustu ár, stóðst alltaf þétt við bakið á mér og minntir mig á að stoppa og njóta augnabliksins. Þó að þú hafir fengið alltof fá ár á þessari jörðu skildirðu svo sannarlega eftir þig stór spor í hjörtum svo margra og þar muntu áfram lifa. Takk fyrir að treysta mér fyr- ir að fylgja litla gullinu þínu í gegnum lífið. Eins og ég lofaði munum við systurnar sjá til þess að Emma Rut þín fái að heyra fullt af sög- um af besta pabbanum og að hana muni ekkert skorta. Ég spara svo bestu sögurnar af henni þar til við hittumst næst. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi) Elska þig alltaf, þín litla systir og mesti aðdá- andi, Ingibjörg. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Þrátt fyrir að hafa vitað lengi í hvað stefndi er maður aldrei undirbúinn þegar kallið kemur. Við vorum systkinabörn og það er skrítið að hugsa til þess að einhver sem maður hefur þekkt alla hans ævi sé farinn. Bjarki var ótrúlega sætt barn með hvítt hár og fallegt bros sem bræddi alla. Það kom fljótt í ljós að dreng- urinn var hæfileikaríkur með knöttinn og þrátt fyrir að hann væri í röngu félagi í Kópavog- inum fylgdumst við stolt með af- rekum hans. Það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna þegar hann veiktist en þá kom bersýni- lega í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Allir fylgdust af að- dáun og lotningu með því hvern- ig þau Ástrós tókust á við þetta ósanngjarna og mikla verkefni sem það er að kljást við ólækn- andi krabbamein. Sér í lagi þegar maður er ekki orðinn þrítugur. Það sem þau áorkuðu var og er ótrúlegt og ber vitni um þroska sem enginn gerir ráð fyrir hjá þetta ungu fólki. Það sem þau kenndu okkur hinum í viðhorfi sínu til lífsins er og verður okkur systkinunum ógleymanlegt. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig öll fjölskyldan stóð sam- an í þessu ferli og við vottum ykkur öllum innilega samúð okk- ar. Eyrún, Hreiðar og Katrín. Elsku hjartans vinur okkar. Við kveðjum þig með sorg í hjarta en minningin um þig lifir í hugum okkar og hjörtum. Þú varst einstakur maður. Fyrir- mynd svo margra og þar á meðal okkar. Þú hafðir svo sterka og yf- irvegaða lífssýn og kenndir okkur svo margt. Það að lifa núna og hugsa um það sem raunverulega skiptir máli. Það var svo gott að tala við þig. Þrátt fyrir allt sem þú þurftir að ganga í gegnum varstu alltaf tilbúinn að gefa öðr- um tíma og góð ráð. Þú varst svo góður hlustandi. Það var eins og þú værir miklu eldri en við. Miklu skynsamari og lífsreyndari. Þegar við hugsum um þær góðu stundir sem við átt- um saman síðustu ár eru nokkrar sem eru okkur efst í huga. Þegar við fögnuðum saman óvænta af- mælinu þínu sem Ástrós hafði planað eins og henni einni er lag- ið með búningaþema og öllu til- heyrandi. Brúðkaupsdagurinn ykkar fallegi þar sem þið ljóm- uðuð af ást. Þegar við vorum í Bjallavaðinu og þið sprengduð blöðruna og í ljós kom að þið Ást- rós ættuð von á stúlku. Þegar við sátum saman á Kaffi Laugalæk og ræddum um lífið og tilveruna. Ógleymanlega steikin sem þið buðuð okkur í á Álftanesinu með einstaklega góðu spjalli og kræs- ingum eftir matinn. Þegar við fórum í jólapeysur á hlaðborð og uppistand og þegar við hittumst í kringum jólin síðustu og litlu stelpurnar okkar voru svo sætar saman. Allar þessar góðu minn- ingar sem við upplifðum saman munu lifa með okkur um ókomna tíð og ljós þitt mun skína í gegn- um dásamlegu Emmu Rut ykkar Ástrósar. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Sjáumst síðar, kæri vinur. Þínir vinir, Hrafntinna og Þorvaldur Davíð. Í dag kveðjum við einstakan vin og samstarfsfélaga, yndið okkar og Nike-goðsögnina Bjarka Má. Það kom fljótt í ljós þegar hann hóf störf hjá okkur hversu einstakur Bjarki var því fyrir ut- an það hvað hann var duglegur og samviskusamur fylgdi honum alltaf gleði og jákvætt viðhorf, sem heillaði okkur öll. Bjarki tókst einmitt á við veik- indin sín með lífsgleðina og bar- áttuviljann að vopni. Hann kenndi okkur að gefast aldrei upp, láta drauma okkar rætast, lifa lífinu og sýna hvert öðru vin- áttu og kærleik. Bjarki er og verður alltaf hluti af Híþró-liðinu og hans verður sárt saknað. Við erum stolt og þakklát fyrir þau allt of fáu ár sem við fengum að njóta með honum en minning hans mun lifa áfram í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku vinur. Fyrir hönd vina þinna og vinnufélaga á Heilsu- og íþrótta- sviði Icepharma, Þuríður Hrund Hjartardóttir. Bjarki Már Sigvaldason HINSTA KVEÐJA. Það er komið að leiðar- lokum og ég þarf að kveðja þig, elsku kúturinn minn. Með sorg og söknuð í hjarta þá sé ég ljósið bjarta sem fylgir þér og þú hefur fengið hvíldina góðu eftir erfiða baráttu. Sjáumst síðar, elskan. Þín tengdamamma, Aldís.  Fleiri minningargreinar um Bjarka Má Sigvalda- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.