Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 50 ára Bjarni Pétur Hafliðason er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Lúxemborg. Pétur býr nú í Hafnarfirði og hef- ur búið þar með hléum síðan 2002. Hann er flugrekstrarfræðingur frá Florida Institute of Technology frá árinu 1993 og vinnur í flugdeild hjá flug- félaginu Bláfugli. Maki: Margrét Benediktsdóttir, kennari í Áslandsskóla í Hafnarfirði, f. 1971. Börn: Hafliði Þór, f. 1991 í Reykjavík, Benedikt, f. 2003 í Brussel, og Snædís, f. 2008 í Reykjavík. Foreldrar: Hafliði Örn Björnsson flug- maður, f. 1941, og Maja Þuríður Guð- mundsdóttir húsmóðir, f. 1941. Þau eru úr Reykjavík og búa í Hafnarfirði. Pétur Hafliðason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur alltaf verið á undan þinni samtíð og það sannast í dag. Þú munt líklega skipta um vinnu í lok sum- ars. 20. apríl - 20. maí  Naut Haltu ró þinni hvað sem á dynur. Þú hrósar sigri í dag. Láttu vissan aðila sigla sinn sjó. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Bíddu til morguns með ákvarðanir um sameiginlegar eignir eða fjármál. Taktu með í reikninginn að sumir eru farnir að reskjast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú talar. Það hafa ekki allir eins harða skel og þú. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumir dagar eru auðveldari en aðrir og í dag þarftu að hafa fyrir hlut- unum. Segðu því aðeins skoðun þína að þér finnist efnið þess virði að sinna því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Taktu stjórnina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. Sigldu milli skers og báru í sam- skiptum þínum við ungmennið á heim- ilinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú vinnur vel muntu uppskera samkvæmt því. Allar tilraunir þínar til að koma á sáttum milli aðila mistakast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er kominn tími til þess að gera eitthvað skemmtilegt með fjöl- skyldunni. Þú skýtur skjólshúsi yfir ein- hvern sem er þér kær. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Losaðu þig við það sem þú þarft ekki og notar ekki lengur. Nú skiptir máli að halda út því betra starf er hugsanlega í boði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Heppnin ætti að vera með þér í dag og því ekki úr vegi að taka áhættu. Komdu á fundi milli aðila sem deila. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú mátt ekki láta aðfinnslur samstarfsmanna þinna draga úr þér kjarkinn. Ástamálin ganga glimrandi vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú þarftu að taka bæði áhættu og þora að láta til skarar skríða. Bittu endahnútinn á verkefnin heima fyrir og farðu síðan í gott frí. að ég ílentist,“ segir Jóhannes, feginn að svo hafi orðið. Hann starfaði sem skrifstofustjóri fram til ársins 1978 og varð þá aðstoð- arframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri til ársins 1995. Þegar Borgarspítalinn var samein- aður Landakoti og úr varð Sjúkra- hús Reykjavíkur, varð Jóhannes forstjóri þess allt til aldamótanna 2000 þegar Sjúkrahús Reykjavíkur var sameinað Landspítala. Þá varð hann yfirlögfræðingur Landspítala til ársins 2008, þegar hann fór á in voru þau sömu og þau eru í dag: sala víns og sælgætis. Að loknu námi við háskólann fór hann frá sölu síður heilsusamlegs varnings yfir í störf við heilbrigð- isgeirann, sem eins og komið hefur fram varð að hans ævistarfi. „Það var kannski eins og svo margt annað í lífinu, bundið tilviljunum hreinum. Mér gafst kostur á að hefja störf sem skrifstofustjóri Borgarspítalans árið 1972 og fann mig ágætlega þar. Svo virtist fólki líka vel við mig sömuleiðis, þannig J óhannes Pálmason er 75 ára í dag. Hann hefur haldið upp á stórafmæli en lætur það vera að þessu sinni. Þó stenst hann ekki mátið að bjóða upp á „lágstemmd hátíðahöld“ fyrir fólk- ið sitt, sem munu felast í kvöld- máltíð þar sem fjölskyldan kemur saman og nýtur lífsins. „Ég kannski flagga,“ segir hann í sam- tali við blaðamann og hlær við. Þetta eru eftir allt tímamót. Jóhannes er sáttur. „Þetta er in- dælt líf. Við hjónin erum ánægð með það og horfum sátt í okkar baksýnisspegla,“ segir hann. Enda er rétt á tímamótum sem þessum að líta um öxl, það er beinlínis ætl- ast til þess, og í tilfelli Jóhannesar er margs að geta. Hann hefur staðið vaktina á heilbrigðisvæng þjóðfélagsins, hann hefur verið mikilvirkur kirkjunnar maður um áratugabil og hann hefur komið að rekstri kirkjugarða landsins, svo fá dæmi af mörgum séu tekin. Hann er fyrir nokkru sestur í helgan stein en er þó hvergi nærri hættur. Hann ferðast, hann er í sóknarnefnd Hallgrímskirkju og hann kemur að lífi og atvinnu- rekstri afkomenda sinna eftir at- vikum. „Og svo þarf auðvitað að bóna bílinn mánaðarlega, þú veist það,“ segir hann við blaðamann. Jóhannes er Eyfirðingur en á rætur að rekja í móðurætt vestur á firði í Tálknafjörð og Patreks- fjörð. Hann ólst upp á Akureyri, vann við sveitastörf á Hofsá í Svarfaðardal á yngri árum og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1964. Hann fluttist til Reykjavíkur og las lögfræði við Háskóla Íslands, þaðan sem hann lauk prófi árið 1971. Tafirnar eru skýrðar með því, meðal annars, að honum og konu hans Jóhönnu Árnadóttur fæddust tvö börn á námsárum hans. „Þetta gekk vel en auðvitað var þetta ekki alltaf auðvelt,“ segir hann um þessa tíma. Aðgangur að námslánum var ekki sá sami og hann er í dag og því vann Jóhannes fyrir sér í Frí- höfninni í Keflavík, þar sem störf- eftirlaun. „Þessi ár voru erfið. Það var að mörgu að hyggja, það var verið að sameina sjúkrahús. Það þurfti að vanda til verka en menn lögðust á eitt í þeim efnum og skil- uðu árangri sem ég held að hafi verið ansi góður,“ segir hann, al- mennt ánægður með unnin störf. Eftir að hann fór á eftirlaun hef- ur Jóhannes fyrst og síðast varið kröftum sínum í kirkjustarf, sem hann hefur þó gert alla tíð. Hann hefur verið formaður sóknar- nefndar Hallgrímskirkju frá árinu 1990, en tók fyrst sæti árið 1989. Hann hefur séð tímana tvenna hjá þeirri stofnun og fellst á að kalla ferðamannastrauminn hvalreka fyrir kirkjuna, sem veltir miklu meiru en þekkist í nokkurri ann- arri kirkjusókn landsins. „Þetta hefur bjargað fjárhag kirkjunnar og okkur hefur gefist kostur á að ráðast í endurbætur og viðgerðir upp á vel á annan milljarð króna frá árinu 2007 til dagsins í dag,“ segir Jóhannes og segir stoltur frá nýrri lyftu sem þeytist upp göngin með ferðamenn á 30 sekúndum, en sú gamla tók sér heilar 57 sek- úndur í verkið. Jóhannes hefur gegnt fjölda ólíkra trúnaðarstarfa á ýmsum vettvangi. Hann var formaður stjórnar Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma frá 1994-2018. Hann varð heiðursfélagi Kirkju- garðasambands Íslands 2019. Jó- hannes sat í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1975-82 og í stjórn Félags forstöðumanna sjúkrahúsa árin 1977-97. Hann var formaður byggingarnefndar Borg- arspítalans 1984-98, formaður Landssambands sjúkrahúsa 1985- 2000, í samvinnunefnd sjúkrahúsa 1985-2000 og í daggjaldanefnd sjúkrahúsa 1985-1991. Hann sat í stjórn Lyfjaverslunar ríkisins og síðar Lyfjaverslunar Íslands hf. 1988-1995. Svo var hann í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga 1997-2008 og var formaður stjórn- ar Heyrnar- og talmeinastöðvar 1998-2001. Eftir starfslok á Land- spítala hefur Jóhannes starfað fyr- ir stjórnarráðið í ýmsum nefndum, Jóhannes Pálmason, fyrrverandi forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur – 75 ára Fjölskyldan Jóhannes á góðri stundu með dætrum og eiginkonu. Frá vinstri eru Auður, Jóhanna, Magný, Jóhannes sjálfur og svo Guðrún. Hann kannski flaggar Hallgrímskirkja Jóhannes hefur ver- ið formaður sóknarnefndar frá 1990. Hjónin Jóhannes og Jóhanna í Mjan- mar á gullbrúðkaupsdeginum 2015. 30 ára Hanna Jóna er fædd og uppalin á Húsavík. Nú býr hún á Hálsi í Fnjóskadal með bónda sínum. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2016 og hefur síðan unnið á geðdeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hanna Jóna er sveitarstjórnarfulltrúi í Þingeyjarsveit frá síðustu kosningum, fulltrúi Ð-lista Fram- tíðarinnar svonefnds. Sonur: Stefán Leó Sigurðsson, f. 2017. Maki: Sigurður Jóhann Freygarðsson, bóndi á Hálsi, f. 1973, frá Akureyri. Foreldrar: Stefán Geir Jónsson stýri- maður frá Húsavík, f. 1965, d. 2017, og Dóra Fjóla Guðmundsdóttir, leikskóla- kennari á Húsavík, f. 1966. Hanna Jóna Stefánsdóttir Til hamingju með daginn Selfoss Hjalti Þór Haraldsson fædd- ist 15. nóvember 2018 klukkan 4.11 í Reykjavík. Hann vó 3.188 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Haraldur Óli Kjartansson og Gunnhildur Þórðardóttir. Nýr borgari Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Losnaðu við ör eftir bólur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.