Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
Inkasso-deild karla
Fram – Leiknir R. ................................... 2:1
Helgi Guðjónsson 6., 45. – Sólon Breki
Leifsson 59.
Fjölnir – Keflavík .................................... 1:1
Albert Brynjar Ingason 36. – Rúnar Þór
Sigurgeirsson 90.
Afturelding – Þróttur R.......................... 1:1
Andri Freyr Jónasson 86. – Rafael Alex-
andre Victor 45.(víti)
Magni – Þór .............................................. 1:1
Kristinn Þór Rósbergsson 69.(víti) – Jó-
hann Helgi Hannesson 90.
Njarðvík – Víkingur Ó ............................ 3:0
Ivan Prskalo 40., Kenneth Hogg 45., 58.
Rautt spjald: Emmanuel Keke (Víkingi) 49.
Haukar – Grótta ...................................... 2:2
Gunnlaugur F. Guðmundsson 55., Oliver
Helgi Gíslason 88. – Pétur Theódór Árna-
son 44., Halldór Kristján Baldursson 70.
Staðan:
Fjölnir 11 7 2 2 21:10 23
Grótta 11 6 3 2 24:16 21
Þór 11 6 2 3 19:11 20
Fram 11 6 2 3 17:15 20
Víkingur Ó. 11 5 2 4 11:9 17
Keflavík 11 4 4 3 16:12 16
Leiknir R. 11 5 0 6 17:19 15
Þróttur R. 11 4 2 5 24:16 14
Haukar 11 2 5 4 16:18 11
Njarðvík 11 3 1 7 12:20 10
Afturelding 11 3 1 7 13:24 10
Magni 11 1 4 6 11:31 7
2. deild karla
Leiknir F. – Fjarðabyggð ....................... 2:2
Arkadiusz Jan Grzelak 16., Daniel Garcia
83. (víti) – José Luis Vidal 45., Gonzalo
Bernaldo 47.
Selfoss – Kári ........................................... 4:0
Adam Örn Sveinbjörnsson 41., Ingi Rafn
Ingibergsson 45., Kenan Turudija 52., Þór
Llorens Þórðarson 59.
Staðan:
Leiknir F. 11 6 4 1 22:11 22
Selfoss 11 6 2 3 26:12 20
Vestri 10 6 0 4 13:15 18
Fjarðabyggð 11 5 2 4 18:14 17
Völsungur 10 5 2 3 13:13 17
Víðir 10 5 1 4 17:14 16
Þróttur V. 10 3 4 3 12:14 13
Dalvík/Reynir 10 2 6 2 13:13 12
ÍR 10 3 3 4 13:13 12
KFG 10 4 0 6 17:22 12
Kári 11 3 2 6 20:25 11
Tindastóll 10 0 2 8 8:26 2
3. deild karla
KH – Höttur/Huginn ............................... 1:0
Staðan:
Kórdrengir 11 8 2 1 30:13 26
KV 11 8 1 2 24:12 25
Vængir Júpiters 11 8 0 3 22:15 24
KF 11 7 2 2 26:12 23
Reynir S. 11 5 3 3 19:18 18
Einherji 11 4 3 4 15:13 15
Sindri 11 4 1 6 24:27 13
Álftanes 11 3 3 5 16:19 12
Höttur/Huginn 11 2 4 5 15:19 10
Augnablik 11 1 4 6 14:23 7
KH 11 2 1 8 15:32 7
Skallagrímur 11 2 0 9 14:31 6
KNATTSPYRNA
bjargar með glæsilegum mark-
vörslum úr dauðafærum Levadia-
liðsins.
Hilmari brást bogalistin af
vítapunktinum
Það var ekki sami kraftur í
Stjörnuliðinu í seinni hálfleik. Eist-
arnir byrjuðu hálfleikinn af krafti
og gerðu sig líklega til skora en á
63. mínútu fékk Stjarnan dæmda
vítaspyrnu eftir að markvörður Le-
vadia hafði slegið til Ævars Inga
Jóhannessonar. Hilmar Árni Hall-
dórsson, sem að öllu jöfnu er
öruggur af vítapunktinum, lét
markvörð Levadia verja spyrnuna.
Hilmar bætti upp fyrir mistök sín
þegar hann átti gullfallega send-
ingu á Þorstein á 74. mínútu sem
afgreiddi boltann snyrtilega í stöng
og inn. Liðsmenn Levadia brotnuðu
hins vegar ekki við þetta mark og
þeim tókst að skora mikilvægt úti-
vallarmark rúmum tíu mínútum
fyrir leikslok sem gæti reynst dýr-
mætt þegar upp er staðið.
Það verður ærið verkefni fyrir
Stjörnuna að tryggja sér farseðil til
Katalóníu og mæta Espanyol í 2.
umferðinni. Lið Levadia er sýnd
veiði en alls ekki gefin. Leikmenn
liðsins eru líkamlega sterkir sem
láta vel finna fyrir sér og inni á
milli eru hættulegir leikmenn sem
geta gert vel. Stjörnumenn þurfa
að halda vel á spöðunum í Tallinn á
fimmtudaginn. Þeir eru að mínu
mati með betra lið og meiri gæði og
ég myndi halda að Rúnar Páll Sig-
mundsson, þjálfari liðsins, þyrfti að
kreista allt það besta úr sínum
mönnum til að slá Levadia úr leik.
Vonandi tekst það.
Markið gæti
komið Stjörn-
unni í koll
Til Tallinn með eins marks forskot
Stjarnan með eina sigur Íslands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Garðabær Kamerúninn Marcellin Gando sem var í framlínu Levadia Tallinn
og Heiðar Ægisson sem lék á miðjunni hjá Stjörnunni í návígi í gærkvöld.
Í GARÐABÆ
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Stjarnan var eina íslenska liðið sem
hrósaði sigri í fyrri leikjunum á
Evrópmótunum í fótbolta en
Garðbæingar höfðu betur gegn
eistneska liðinu Levadia Tallinn 2:1
á Samsung-vellinum í Garðabæ í
gærkvöld.
Sjálfsagt naga Stjörnumenn sig í
handarbökin fyrir að hafa ekki
landað stærri sigri og að hafa feng-
ið á sig mark rúmum tíu mínútum
fyrir leikslok sem gæti komið þeim
í koll þegar liðin eigast við í seinni
leiknum í Tallinn næsta fimmtudag
en sigurliðið mætir spænska liðinu
Espanyol í 2. umferðinni.
Það var fínn bragur á Stjörnulið-
inu í fyrri hálfleik þar sem boltinn
gekk oft vel á milli manna, menn
voru hreyfanlegir og baráttuglaðir.
Grundfirðingurinn Þorsteinn Már
Ragnarsson kom Garðbæingum yf-
ir á 15. mínútu þegar hann fékk
sendingu inn fyrir vörnina frá
Daníel Laxdal.
Stjörnumenn voru klárlega
rændir vítaspyrnu á 33. mínútu en
leikmaður Eistanna sló þá boltann
með hendinni nánast á marklínu og
afstýrði þar með að boltinn færi í
netið. Stjarnan hefði réttilega átt
að fá dæmda vítaspyrnu og leik-
maður Eistanna vera sendur í bað
en hvítrússneski dómarinn lokaði
augunum fyrir þessu atviki, synd
fyrir Stjörnumenn. Eistarnir áttu
sín upphlaup í fyrri hálfleik og
tvisvar sinnum kom Haraldur
Björnsson sínum mönnum til
1:0 Þorsteinn Már Ragnarsson 15.
2:0 Þorsteinn Már Ragnarsson 73.
2:1 Nikita Andreev 79.
I Gul spjöldDaníel (Stjörnunni), Podhol-
juzin, Lepmets (Levadia).
Stjarnan: (4-3-3) Mark: Haraldur
Björnsson. Vörn: Jóhann Laxdal,
Brynjar Gauti Guðjónsson, Martin
Rauschenberg, Jósef Kristinn Jós-
efsson (Ævar Ingi Jóhannesson 46).
STJARNAN – LEVADIA TALLINN 2:1
Miðja: Heiðar Ægisson (Eyjólfur
Héðinsson 62), Daníel Laxdal, Alex
Þór Hauksson. Sókn: Þorsteinn Már
Ragnarsson, Guðmundur Steinn Haf-
steinsson (Baldur Sigurðsson 90),
Hilmar Árni Halldórsson.
Levadia: (4-3-3) Mark: Lepmets.
Vörn: Jürgenson, Podholjuzin, Osi-
pov, Kruglov (Dudarev 72). Miðja:
Peetson (Marin 79), Kaljumäe, Mor-
elli. Sókn: Gando, Andreev, Roosn-
upp (Nesterov 40).
Dómari: Denis Scherbakov, Hvíta-
Rússlandi. Áhorfendur: 876.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Dramatíkin var alls ráðandi í hinni
gríðarlega jöfnu 1. deild karla í
fótbolta í gærkvöld þegar fyrri
helmingi tímabilsins lauk með sex
leikjum í elleftu umferð. Fjórir
leikjanna enduðu með jafntefli, og
allir á þann hátt að jafnað var á
lokamínútunum.
Rúnar Þór Sigurgeirsson jafn-
aði fyrir Keflavík á fjórðu mínútu í
uppbótartíma gegn Fjölni í Graf-
arvogi, 1:1.
Jóhann Helgi Hannesson jafn-
aði fyrir Þór gegn Magna á Greni-
vík, 1:1, þegar uppbótartími var að
hefjast.
Oliver Helgi Gíslason jafnaði
fyrir Hauka gegn Gróttu, 2:2, á
Ásvöllum á 88. mínútu leiksins.
Andri Freyr Jónasson jafnaði
fyrir Aftureldingu gegn Þrótti úr
Reykjavík á Varmárvelli, 1:1, á 86.
mínútu.
Tvö efstu liðin, Fjölnir og
Grótta, urðu því af tveimur stigum
á allra síðustu stundu, og sama er
að segja um botnlið Magna ásamt
Þrótti.
Njarðvíkingar unnu mest af-
gerandi sigur kvöldsins og hann
kom nokkuð á óvart, 3:0 gegn Vík-
ingi frá Ólafsvík. Njarðvík hafði
tapað sex leikjum í röð en komst
upp fyrir Aftureldingu og úr fall-
sæti. Nýr Bosníumaður, Ivan
Prskalo, skoraði fyrst og Skotinn
Kenneth Hogg bætti við tveimur
mörkum.
Fram styrkti stöðuna í topp-
baráttunni með því að sigra Leikni
í Reykjavíkurslag í Safamýri, 2:1.
Hinn efnilegi Helgi Guðjónsson
skoraði bæði mörk Framara.
Fjögur jöfnunarm