Morgunblaðið - 12.07.2019, Side 29

Morgunblaðið - 12.07.2019, Side 29
Umfangsmikil sýning með 40 fjöl- breytilegum verkum eftir Ólaf Elí- asson var opnuð í Tate Modern- safninu í London í vikunni. Sýn- ingin kallast In Real Life og með henni snýr Ólafur aftur í safnið þar sem segja má að hann hafi öðlast heimsfrægð í heimi myndlistar- innar er verk hans, The Weather Project, var sett upp í Túrbínu- salnum árið 2003 og er enn vinsæl- asta verkið í þeirri sýningaröð en um tvær milljónir manna sáu það. Á sýningunni nú upplifa gestir allrahanda verk sem fjalla um og takast á við skynjun og umhverfi, og þá er í mörgum af þeim nýrri undirliggjandi umfjöllunarefni sú ógn sem stafar af hlýnun vegna loftslagsbreytinga. Í öðrum er unn- ið með geómetrísk form, mynstur og litapælingar. Í viku hverri munu gestir geta verið í sambandi við starfsmenn á vinnustofu Ólafs í Berlín, þar sem starfa yfir eitt hundruð manns, og þá hefur veitingastað Tate Modern verið breytt og er matseðillinn í anda þess sem gert er í eldhúsi vinnustofu listamannsins. Ólafur setur líka að nýju mark sitt á Túrbínusalinn en gestum býðst að byggja þar framtíðarborg úr hvítum Lego-kubum í innsetn- ingu sem mun smám saman stækka. Hans þokuverk best Þegar hafa mörg helstu dagblöð Bretlands og ýmsir aðrir miðlar birt ýmiskonar gagnrýni um sýn- ingu Ólafs. Gagnrýnandi The Gu- ardian, Adrrian Searle, gefur sýn- ingunni þrjár stjörnur og segir náttúrulegan efnivið eins og hann noti mikið vera í tísku; hann hafi séð þar þokuverk í fimmta sinn á stuttum tíma – en Ólafur megi eiga það að hans verk hafi verið falleg- ast og elst, frá árinu 2010. Searle segir síðan að verkin búi yfir meiru en „ódýrum furðum og röku lofti“. Ólafur sé „uppfinningamaður, arki- tekt, hann kljúfi ljósið og jafnvel sjálf atómin, hann er heimsborgari, listamaður – sannkallaður endur- reisnarmaður“. Þá eigi listamað- urinn í vandaðri sýningaskránni í samskiptum við vísindamenn, heim- spekinga, hagfræðinga, taugavís- indamenn og mannfræðinga,“ auk meistarakokks, fyrrverandi for- seta, hipphopp-tónlistarmanns og sérfræðings í loftslagsmálum. Allt sé það áhugavert og í raun frábært en Ólafur sé einstaklega fróð- leiksfús maður og listinn yfir verk- efni hans langur. Rýnirinn bætir svo við og gætir efasemda: „Maður veltir hins vegar fyrir sér hvort það sé tími til að skapa listaverk.“ Margt á sýningunni heillar þó rýninn, á ýmsan hátt, en í niður- lagsorðum veltir hann fyrir sér hversu ferk og ný sköpunin sem þar birtist sé. Meistari ægifegurðarinnar Rosemary Waugh skrifar í Time Out og er hæstánægð, gefur fimm stjörnur, og segir fáa listamenn samtímans jafn „epíska“. Ólafur takist á við frumkrafta náttúrunn- ar, en bæði í verkum sem byggjast á náttúrunni og hinum sem virkja skynjunina takist honum að gera gestina meðvitaða um líkama sinn og stöðu. „Elíasson er meistari 21. aldar í að takast á við ægifegurð,“ skrifar hún og að hann noti þann styrk til að vekja athygli á því hvað maðurinn sé að gera náttúrunni. Mark Hugson í The Telegraph gefur sýningunni þrjár stjörnur og segir í fyrirsögn metnaðinn mikinn en innihaldið rýrara. Eins og Searle segir hann Ólaf vera endurreisnar- meistara samtímalistarinnar, því svo virðist sem hann vilji takast á við alla þætti lífisins í einu, „frá því hvernig við upplifum heiminn gegnum skilningarvitin, til umhverfisins, neysluhyggju og samstöðumáttar manna“. Í heildina sé sýningin frekar „dauf og stofn- analeg“ sem komi ekki á óvart því Ólafur hafi breytt sér og vinnustofu sinni í einskonar stofnun. Rýninum finnst að hin mikla breidd í við- fangsefnum listamannsins leiði til skorts á dýpt í sköpun hans. Áhrifaríkt samtal Loks skrifar Ben Luke í Evening Standard og er mun ánægðari, gef- ur sýningunni fjórar stjörnur. Hann talar um að Ólafur hafi gegnum hina fjölmennu vinnustofu sína unn- ið jafnt með stórfyrirtækjum og rík- isstjórnum og úrtölumenn hafi kall- að hann „Bono myndlistarheims- ins“. En verk hans séu þó að mestu leyti virkilega góð. Einhver nái ekki flugi en önnur búi yfir ríkulegum tilfinningum og miðli á áhugaverð- an hátt hugmyndum listamannsins og sýn á það hvernig náttúran og vísindi geti mætt listinni. Bestu verkin „trufla skynjun okkar en skapa jafnfram meðvitund um sjón- ræna úrvinnslu, í áhrifaríku samtali hugar og líkama“. Viðamikil sýning endurreisnarmanns  40 stór verk og innsetningar eru á sýningu Ólafs Elíassonar í Tate Modern í London  Veitinga- staður safnsins settur upp eins og eldhús vinnustofu Ólafs  Gagnrýnendur breskra miðla mishrifnir AFP Einlitt Hér er horft gegnum gulan glervegg í innsetningunni „Room for one colour“ inn í sal með ljósmyndum sem sýna hörfandi íslenska jökla. Lita- og ljósbrot Eitt margra verka sem heilla gesti á sýningu Ólafs er „Cold Wind Sphere“, þar sem litum og formum er varpað af kúlu. Litskuggar Fjölskylda stillir sér upp fyrir myndatöku við verk er nefnist „Your uncertain shadow“. Listamaðurinn Ólafur stillir sér upp við verkið „Your Spiral View“ í Tate Modern. Um hálsinn er hann með birtugjafann umhverfisvæna Little Sun. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited 3,6 L Hybrid. Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi ofl. ofl. VERÐ 7.990.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 Nýtt útlit 2019! Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal). Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitan- leg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat 35” Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan. 6-manna bíll. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. 35” dekk. Með FX4 off-road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 F-350 Limited 35” breyttur Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20” felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top- pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð- aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.490.000 m.vsk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.