Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta rafdrifna skemmtiferðaskip heims, norska skipið Roald Amundsen, kemur við í Reykjavík í byrjun ágúst í fyrsta leiðangri sínum á norðurslóðir. Það fer síðar í Suður-Íshafið þar sem því verður formlega gefið nafn að hætti Amundsen. Norska fyrirtækið Hurtigruten, sem annast siglingar með farþega með strönd Noregs og rekur skemmtiferðaskip sem meðal ann- ars sigla til Íslands og með strönd- um landsins, lét smíða tvíorku (hy- brid) skemmtiferðaskip sem verður í haust gefið nafn norska landkönnuðarins. Það er með mikl- ar rafhlöður en einnig vélar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Út- blástur gróðurhúsalofttegunda á að vera 20% minni en á hefð- bundnum skemmtiferðaskipum af sömu stærð. Í Reykjavík 6. ágúst Skipið er 140 metra langt. Það tekur 530 gesti og 150 manns eru í áhöfn þess. Systurskip er í smíð- um og það mun fá nafn annars norsks landkönnuðar og vísinda- manns, Fridtjof Nansen. Eftir jómfrúarferð þar sem fjöldi staða í Noregi er heimsóttur verður skipinu stefnt á norðurslóð- ir, til Svalbarða og Íslands. Það leggst að bryggju við Skarfabakka snemma að morgni 6. ágúst og fer af stað áleiðis til Grænlands um kvöldið. Síðan verður norðvestur- leiðin farin, en Roald Amundsen stjórnaði fyrsta leiðangrinum sem fór þá leið til Kyrrahafs. Áfram verður haldið meðfram ströndum Bandaríkjanna og Suður-Ameríku- landa til Suðurskautslandsins. Siglingin er til heiðurs Amund- sen, sem stýrði fyrsta leiðangr- inum sem náði Suðurpólnum. Skip- inu verður gefið nafn í nóvember og þá verður ekki brotin kampa- vínsflaska á stefni þess heldur ís- klumpur. Það er í anda Amund- sens, sem það gerði þegar hann gaf heimskautaskútu sinni, Maud, nafn árið 1917. Siglt undir nafni Amundsens  Norðmenn stefna fyrsta rafdrifna skemmtiferðaskipinu til Íslands í byrjun ágúst  Fær formlega nafn landkönnuðarins í Suður-Íshafinu í nóvember Ljósmynd/Hurtigruten Glæsiskip Skipið sem fær nafn Roalds Amundsens er rafdrifið og mengar minna en önnur skip af þessari stærð. Opið laugardag 10-15 STÓRÚTSALA 30-70% AFSLÁTTUR Skoðið LAXDAL.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Sumaryfirhafnir - Gæðafatnaður Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu knatthúss sem FH er nú að reisa á félagssvæði sínu í Kaplakrika í Hafnafirði. Húsið verður 8.400 fermetrar að flatarmáli og svo bætist við 300 fer- metra búnings- og félagsaðstaða. Vænst er að snemma í september megi hefja æfingar í húsinu, en það verður svo tekið formlega í notkun 15. októ- ber í haust, en þá verður FH 90 ára. „Þessi bygging og frábæra aðstaða verður mikil lyftistöng fyrir allt knattspyrnustarf okkar og mun nýtast fyrir æfingar allra aldursflokka og beggja kynja,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, í samtali við Morgunblaðið. Knatthúsið nýja er 22 metra há stálgrindarbygging með boga sem sterkur PVC-plastdúkur er strengdur á. Undir honum er gervigrasvöllur í löglegri stærð keppnisvalla, það er 68x105 m, en honum má svo skipta upp í minni einingar eftir æfingum og atvik- um hverju sinni. Viðar segir húsið munu nýtast vel til dæmis fyr- ir æfingar yngri flokka í knattspyrnunni og að jafnaði megi búast við 600-800 iðkendum á degi hverjum. „Hér verður öflugt starf alveg frá klukk- an tvö á daginn og fram á ellefta tímann á kvöldin. Bæði nýtist aðstaðan okkur í FH en svo munu krakkar úr öðrum félögum einnig koma hingað til æfinga, til dæmis úr Haukum. Annars er starfið í FH afar öflugt og börn og ungmenni yngri en 18 ára sem æfa knattspyrnu með félaginu eru nærri eitt þúsund,“ segir Viðar. Áætlaður kostnaður við byggingu knatthússins nýja er um 800 milljónir króna og er greiddur af FH. Tæmdist félaginu fé með sölu nokkurra bygg- inga í Kaplakrika til Hafnafjarðarbæjar en áskilið var í samningum við bæinn að FH verði andvirð- inu í fyrrgreint verkefni. Með þeirri ráðstöfun stendur fjármögnunin nánast á sléttu, segir for- maðurinn. sbs@mbl.is Knatthús FH í notkun í haust  Stórframkvæmd í Kaplakrikanum  1.000 ungmenni æfa knattspyrnu með FH Morgunblaðið/Eggert Kaplakriki Lyftistöng, segir Viðar Halldórsson, formaður FH, hér með nýbygginguna í baksýn. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga segir að sveitar- stjórnarfólk taki illa í hugmyndir samgönguráðuneytisins um að stofnað verði sameiginleg félag ríkisins og landshlutasamtaka um rekstur almenningssamgangna. Eva Björk Harðardóttir segir að með því fyrirkomulagi væri verið að láta sveitarfélögin taka yfir helming ábyrgðar á rekstri sem sé á verk- sviði ríkisins. Taprekstur hefur verið á almenn- ingssamgöngum á landsbyggðinni. Eva Björk segir að hallinn hafi ekki verið gerður upp við sveitarfélögin sem átt hafi að gera. Samgönguráðuneytið hefur sent fulltrúum landshlutasamtaka hug- myndir um það hvernig sé hægt að eyða óvissu um ábyrgð á þjónustu og kostnaði. Annars vegar er nefnt að Vegagerðin taki þjónustuna alfarið yfir. Hins vegar að stofnað verði sameiginlegt félag ríkis og lands- hlutasamtaka. Gert er ráð fyrir því að sveitarfélögin eigi tæpan helming á móti ríkinu og taki á sig ábyrgð á kostnaði í samræmi við það. Finna þarf nýjar leiðir Málið var rætt á stjórnarfundi hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfé- laga og fengu tillögur um stofnun sameiginlegs félags ekki undir- tektir. Stjórnin taldi að tillagan myndi ekki hljóta brautargengi hjá sveitarfélögunum. Bent er á að sam- göngur á milli sveitarfélaga séu á ábyrgð ríkisins og hafi verið fjár- magnaðar af því. „Með þessu er ver- ið að velta ábyrgðinni yfir á sveit- arfélögin. Okkur líst ekki á það,“ segir Eva. Hún segir að þjónustan sé nauð- synleg og sveitarstjórnarmenn séu reiðubúnir að koma að skipulagn- ingu hennar enda þekki þeir nær- samfélag sitt og þarfir íbúanna. Hún telur að endurhugsa þurfi almenn- ingssamgöngurnar frá grunni í ljósi taprekstrar og finna nýjar leiðir. „Það er verið að keyra stórar rútur hálftómar um allt land og tapið eykst stöðugt,“ segir Eva. Hafna félagi með ríkinu  Vilja ekki taka ábyrgð á almenn- ingssamgöngum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgöngur Gengið með farangur inn í Selfossstrætó í Mjódd. Skötumessa 2019 verður haldin í Gerðaskóla í Garði kl. 19 miðviku- daginn 17. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem messan er haldin í nýju sveitar- félagi, Suðurnesjabæ. Fjölbreytt skemmtiatriði eru á dagskrá, m.a. munu Halldór Gunn- ar Fjallabróðir og Sverrir Berg- mann flytja tónlist. Sigríður Á. Andersen, ættuð frá Móakoti í Garði, er ræðumaður kvöldsins. Allur ágóði rennur til góðra mál- efna á Suðurnesjum. Miðinn kostar 5.000 kr. og er hægt að greiða fyrir fram á reikn- ing 0142-05-70506, kt. 580711-0650. Skötumessa 2019 í Suðurnesjabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.