Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýtt skipurit hjá Íslandspósti verður
kynnt í næsta mánuði. Eins og grafið
hér á síðunni ber með sér hefur skipu-
ritið lítið breyst í tíu ár.
Á tímabilinu hafa að jafnaði starfað
á annað þúsund manns hjá fyrir-
tækinu, sem er í eigu ríkisins. Starfs-
mönnum fækkaði töluvert í fyrra.
Þeir voru tæplega 1.200 árið 2017 en
innan við þúsund í fyrra.
Samkvæmt skipuriti félagsins í
fyrra skiptist starfsemin í fimm
meginsvið, sem hvert var með fram-
kvæmdastjóra. Undir þau heyrðu 20
undirsvið sem voru með 19 yfirmenn.
Ásamt forstjóra eru þetta samtals 25
yfirmannsstöður.
Yfirfært á fjölda starfsmanna jafn-
gildir það einum yfirmanni á hverja
fjörutíu starfsmenn. Við það bætast
deildarstjórar o.s.frv.
Birgir Jónsson, nýr forstjóri Ís-
landspósts (ÍSP), segir ýmsar hliðar á
þessari talningu.
„Það er ekki til
nein tala yfir það
sem menn geta
kallað yfirmenn
því það er mjög
breitt hugtak. Það
á jafnmikið við um
forstjóra sem og
vaktstjóra í út-
keyrslu eða hóp-
stjóra í dreifingu,“
segir Birgir.
Hann segir að í grafinu hér fyrir
neðan séu tilgreindir framkvæmda-
stjórar og forstöðumenn sem séu
„aðalstærðirnar“ í því sem hægt sé að
kalla stjórnunarlagið. „Það má ekki
gleyma því að Pósturinn er marg-
brotið fyrirtæki með mjög margar
starfsstöðvar og því er nauðsynlegt
að hafa ákveðið skipulag til að láta
starfsemina ganga á hverjum degi,
sem hún gerir eins og klukka,“ segir
Birgir um skipulagið.
Hann segir aðspurður að fjöldi
stjórnenda sé ekki vandamál í sjálfu
sér heldur að skipulagið hafi ekki
virkað sem skyldi vegna „síló-menn-
ingar“ hjá lóðréttum, aðskildum
sviðum. Sviðin og deildirnar hafi ekki
náð að vinna nógu vel saman og hvert
svið þróað með sér sína eigin menn-
ingu. Það hafi aftur valdið því að
menn hafi misst sjónar á því að vera á
sama bát og aðrir starfsmenn þótt
þeir séu á öðrum sviðum.
Færa ábyrgðina nær starfsemi
„Það er vandamálið sem við erum
að reyna að leysa með því að fækka
stjórnendum og færa ákvörðunarvald
og ábyrgð nær sjálfri starfseminni í
stað þess að safna henni á hóp milli-
stjórnenda og yfirmanna.
Þegar ég hef talað um að yfirbygg-
ingin sé of mikil er það ekki aðeins
kostnaðarmál heldur hefur ákvarð-
anatakan ekki verið að virka. Mál
tefjast og flækjast um og festast svo í
milliríkjadeilum á milli sviða og
deilda. Þetta er þekkt vandamál í
mörgum fyrirtækjum sem nota þessa
tegund af skipulagi,“ segir Birgir.
Titlatog skipti ekki máli. „Það að
minnka launakostnað og fækka
stjórnendum er ekki stærsta málið í
að ná Póstinum á beinu brautina.
Aðalávinningurinn er sá að hraða
ákvarðanatökunni og gera fyrirtækið
kvikara svo það sé auðveldara að
keyra inn nýjungar og breytingar. Þá
kemur liðsheildin sterk inn,“ segir
Birgir, sem telur að nýja skipulagið
muni leysa þessa krafta úr læðingi.
Það verði kynnt í ágústmánuði.
„Það minnkar allt sem heitir titla-
tog og hver er yfir hverjum og svo-
leiðis sem skiptir engu máli. Fólk
verður að vinna saman að vel skil-
greindum markmiðum. Vægi fram-
kvæmdastjórnar minnkar og í stað-
inn kemur stærri hópur af lykil-
stjórnendum sem getur svo miðlað
upplýsingum um ákvarðanir hraðar
til starfsmanna sinna og aukið þannig
upplýsingaflæði um fyrirtækið. Það
er það sem mun snúa rekstri fyrir-
tækisins til lengri tíma.“
Ríkisendurskoðun birti í lok júní
skýrslu um fjárhagsvanda ÍSP. Sagði
þar að fjöldi stöðugilda hjá Íslands-
pósti ohf. hefði almennt ekki þróast í
takt við síminnkandi umsvif í kjarna-
starfsemi félagsins væri litið til síð-
ustu 10 ára. Starfsmannavelta væri
„mjög mikil“, eða 37% í fyrra.
Tækifærið ekki nýtt
Viðmælandi blaðsins, sem hefur
rannsakað fjárhag ÍSP, sagði þessa
staðreynd benda til að fyrirtækið
hefði ekki nýtt tækifærið og fækkað
starfsfólki þegar bréfum fækkaði.
Hjá fyrirtækjum þar sem flestir
starfsmenn eru háskólamenntaðir
væri tilhneigingin sú að milli-
stjórnendalagið væri þykkara. Hjá
framleiðslufyrirtækjum með einfalda
þjónustu væru verkstjórnendur hins
vegar almennt færri. Með hliðsjón af
eðli starfseminnar hjá ÍSP vekti at-
hygli hve millistjórnendalagið væri
þykkt.
Þá benti annar viðmælandi, sem
einnig hefur rannsakað ÍSP, á að
sílóahugsunin í skipulagi félagsins
hefði verið algeng hjá fyrirtækjum en
væri nú á undanhaldi.
Skipulag Íslandspósts
Árið 2018 samkvæmt
upplýsingum frá félaginu
Starfsfólk Íslandspósts 2009-2018
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Fjöldi starfsmanna Fjöldi stöðugilda Starfsmannavelta
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Fjármálasvið
Helga Sigríður
Böðvarsdóttir
Fjárstýring
Bókhald
Greiningardeild
Upplýsingadeild
Póstmiðstöð
Útkeyrsludeild
Dreifi ngarstöðvar
Fasteignadeild
Rekstrarþróun
Svæði 1
Svæði 2
Svæði 3
Svæði 4
Frímerkjasala
Fræðsludeild
Launadeild
Markaðsdeild
Viðskiptaþróun
Sölu- og
þjónustudeild
Vörustýring
Framkvæmdasvið
Tryggvi Þorsteinsson
Markaðs- og sölusvið
Anna Katrín
Halldórsdóttir
Pósthúsasvið
HörðurJónsson
Starfsmannasvið
Sigríður Indriðadóttir
Forstjóri
Ingimundur Sigurpálsson
Stjórn
Skrifstofa forstjóra
Alþjóðamál og einkaréttur
Gæðastjórnun og verkefnastofa
Árið 2009 samkvæmt ársreikningi
Fjármálasvið
Helga Sigríður
Böðvarsdóttir
Fjárstýring
Bókhald
Greiningar- og
launavinna
Tölvu- og upplýs-
ingatæknideild
Póstmiðstöð
Útkeyrsludeild
Dreifi ngarstöðvar
Fasteignadeild
Rekstrarþróun
Svæði 1-5
Frímerkjasala
Skeytadeild
FræðsludeildÞjónustudeild
Markaðsdeild
Viðskiptaþróun
Fyrirtækjasala
Einstaklingssala
Rafrænar lausnir
TNT Hraðfl utningar
Framkvæmdasvið
Tryggvi Þorsteinsson
Markaðs- og sölusvið
Anna Katrín
Halldórsdóttir
Pósthúsasvið
Hörður Jónsson
Starfsmannasvið
Andrés Magnússon
Forstjóri
Ingimundur Sigurpálsson
Stjórn
Starfsmenn/stöðugildi
Starfs-
manna-
veltaHeimild: Ríkisendurskoðun
Skrifstofa forstjóra
Alþjóðamál
Gæðastjórnun og verkefnastofa
Skipulag Póstsins stokkað upp
Skipuritið lítið breyst í tíu ár Einn stjórnandi á hverja 40 starfsmenn Við það bætast yfirmenn
Birgir
Jónsson
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Falleg lífstíls- og heimilisvöruverslun í Kringlunni með virkilega flottar
vörur. Verslunin er ung að árum og þannig gefst tækifæri fyrir nýjan
eiganda að móta hana eftir sínum hugmyndum. Hagstæður
leigusamningur í boði.
• Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar
fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í
leiguhúsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og
afkoma með ágætum.
• Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar
viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður.
• Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta
100mkr. Góður hagnaður.
• Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í
innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel
tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr.
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á
Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn
rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug
rekstrarsaga. Velta 45 mkr.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is