Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Byggðarráð Norðurþings hefur
samþykkt að auglýsa tillögu að
breyttu deiliskipulagi á Húsavík-
urhöfða vegna fyrirhugaðrar upp-
byggingar hótels við Vitaslóð.
Búið er að byggja upp baðstað,
sjóböð, og ganga frá bílastæðum á
grundvelli gildandi deiliskipulags.
Baðstaðurinn tók til starfa í sept-
ember í fyrra og hefur notið mikilla
vinsælda, bæði meðal Íslendinga og
erlendra ferðamanna. Baðstaðurinn
stendur fremst á Húsavíkurhöfða,
við hlið vitans, og er með stór-
glæsilegu útsýni yfir Skjálfandaflóa
og til Kinnarfjalla.
Stærra hótel og stærri lóð
Í gildandi deiliskipulagi er gert
ráð fyrir hóteli á svæðinu, en sú lóð
er talin óheppileg til uppbyggingar
og of lítil fyrir þær hugmyndir sem
nú liggja fyrir. Því er gert ráð fyrir
nýrri lóð norðan núverandi skipu-
lagsmarka þar sem byggja megi allt
að 200 herbergja hótel sem gæti
staðið allt að 20 metra upp fyrir nú-
verandi landhæð. Almennt skulu
byggingar vera 1-4 hæðir en hluti
bygginga má vera 5-6 hæðir.
Á þeirri lóð sem ætluð er undir
hótelbyggingu á gildandi deiliskipu-
lagi er nú gert ráð fyrir að byggja
megi allt að 200 m² hús undir bor-
holu og dælustöð fyrir heitt vatn.
Samhliða verður auglýst tillaga að
aðalskipulagsbreytingu. Hún felst í
því að verslunar- og þjónustusvæði
er stækkað úr 5,4 hekturum í 6,7 ha.
til norðurs og austurs á kostnað
grænna svæða og íbúðasvæðis.
Fram kemur í gögnum með tillög-
unum að nú sé gert ráð fyrir tölu-
vert stærra hóteli en áður var
áformað. „Forsenda fyrir stækk-
uninni er að hótelið sjálft verði ein-
stakt, bæði staðsetning þess og
hönnun, og að það verði eftirsókn-
arvert vegna sérstöðu sinnar. Unnið
verði að markaðssetningu á hótelinu
út frá þessum forsendum og að gest-
ir heimsæki Ísland sérstaklega til að
gista á því.“
Bent er á að miklir möguleikar
séu á svæðinu til að bjóða upp á
heilsutengda ferðaþjónustu. Hægt
sé að byggja upp eftirsóknarverðan
áfangastað í nágrenni við sjóböðin,
þéttbýlið og náttúrutengda upplifun.
Bent er á að fjölskrúðugt fuglalíf sé
í björgum á Húavíkurhöfða og
margar og fjölbreyttar gönguleiðir
séu á Húsavíkurhöfða og nágrenni.
Á Húsavík eru nú starfrækt tvö
hótel með um 260 gistiplássum, sex
misstór gistiheimili með um 120
gistiplássum, auk nokkurra minni
gististaða. Áætlaður fjöldi gisti-
plássa er 400-500.
Ferðamannastraumur til Húsa-
víkur hefur farið mjög vaxandi hin
síðari ár, sérstaklega vegna hvala-
skoðunarferða sem boðið er upp á.
Biðlistar eru eftir gistirými yfir há-
annatímann á sumri og því er talin
þörf fyrir aukið framboð á þeim
tíma.
Hægt er að kynna sér skipulags-
tillögurnar á heimasíðu Norður-
þings, www.nordurthing.is. At-
hugasemdafrestur er sex vikur.
Áform um 200 herbergja hótel
Nýtt skipulag fyrir Húsavíkurhöfða auglýst til umsagnar Miklir möguleikar fyrir heilsutengda
ferðaþjónustu sem gæti tengst sjóböðunum á höfðanum Skortur á gistirými á hánnatíma á Húsavík
Ljósmynd/Gaukur Hjartarson
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða Baðstaðurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var opnaður í fyrrahaust. Útsýnið er einstakt út yfir Skjálfandaflóa.
skoðið úrvalið á facebook
Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu
okkar og fengið sent hvert á land sem er.
Opið: Mánudaga-laugardaga frá 10-18, sunnudaga frá 11-17.
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI Í
ÁLNÁVÖRUBÚÐINNI
ALLT AÐ60%AFSLÁTTUR