Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 23

Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Bandaríski söngvarinn Ro- bert Kelly, sem ber listamanns- nafnið R. Kelly, var handtekinn í gær og ákærður fyrir mansal. Fram hefur kom- ið að ákæra í þrettán liðum hafi borist á hendur Kelly, meðal annars fyrir barnaníð og vörslu barnakláms. Hinn 52 ára Kelly hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu af yfir 20 kyn- ferðisbrotum en hann hefur verið ásakaður um fjölda slíkra brota síð- astliðna tvo áratugi. Heimildarþættirnir Surviving R. Kelly hafa vakið aukna athygli á meintum brotum Kellys. Þeir fjöll- uðu ítarlega um tilraunir hans til að ná til ungra stúlkna í byrjun lista- mannsferils síns. Þá var Kelly ákærður fyrir 10 kynferðisbrot í febrúar en hann lýsti yfir sakleysi sínu og var sleppt gegn tryggingargjaldi. R. Kelly handtekinn fyrir mansal BANDARÍKIN R. Kelly Að minnsta kosti 37 manns slös- uðust, níu þeirra alvarlega, í mikilli ókyrrð um borð í flugvél Air Ca- nada í fyrradag, sem flaug frá Van- couver til Sydney. Vélin þurfti að nauðlenda í Honu- lulu á Havaí vegna ókyrrðarinnar en farþegar vélarinnar sögðu vél- ina blóðuga og raskaða eftir að far- þegar tókust á loft og skutust í loft vélarinnar. Myndir innan úr vélinni sýna að súrefnisgrímur féllu úr lofti og þjónustuvagnar féllu um koll á meðan á ókyrrðinni stóð. Í tilkynningu sem barst frétta- stofu BBC í gær sögðu forsvars- menn Air Canada að allir særðu hefðu fengið aðhlynningu en þrjá- tíu manns þurftu að leggjast inn á spítala í Honululu. „Við skullum öll í loftið og allt féll um koll,“ sagði Jess Smith, sem var um borð í vélinni, við sjónvarps- stöðina KHON. „Fólk flaug bara,“ sagði hún. Alex Macdonald frá Brisbane ssgði við kanadíska miðilinn CBC News að farþegar um borð hefðu verið í áfalli. „Ég sá fólkið fyrir framan mig kastast í handfarang- ursgeymsluna og aftur í sætin sín,“ sagði hann. 37 slösuðust í flugferð til Sydney KANADA Air Canada Mikil ókyrrð var um borð. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Tyrklandi barst í gær fyrsta sending rússneska loftvarnakerfisins S-400 í flugstöð höfuðborgar landsins, Ank- ara. Fyrsti hluti kerfisins er kominn þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem Tyrkir eiga aðild að. Fyrr í vikunni vöruðu bandarísk yfirvöld við kaupum á loftvarnakerf- inu og sögðu að þau myndu hafa „raunverulegar og neikvæðar afleið- ingar“, að því er fram kemur á fréttavef AFP. Kerfið samræmist ekki kerfi NATO NATO hefur lýst yfir áhyggjum af viðskiptunum og ítrekað varað við því að rússneska loftvarnakerfið samræmist ekki loftvarnakerfum NATO og hinu nýja F-35 herþotu- kerfi. Bandarísk yfirvöld óttast að ef Tyrkland innleiði S-400 kerfið, og það verði þar með hluti af varnar- kerfi landsins, sé aukin hætta á því að viðkvæm gögn um F-35 kerfi Bandaríkjanna gætu lekið til Rússa. Þá hafa bandarísk yfirvöld hótað að svipta Tyrki aðild að F-35 kerfinu verði viðskiptin að veruleika. Tyrk- nesk yfirvöld hafa borið fyrir sig að varnarkerfin verði ekki á sama svæði og að Bandaríkin hafi verið of sein að bjóða Tyrkjum loftvarnakerfi. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur neitað að hætta við kaupin og lýsti því yfir að Tyrkir myndu ekki sitja undir refsiaðgerð- um af hendi Bandaríkjamanna. Þá sagði hann eftir að hafa fundað með Donald Trump Bandaríkjaforseta að hann tryði því ekki að Bandaríkin myndu beita refsiaðgerðum. Restin kemur „á næstu dögum“ Varnarmálaráðuneyti Tyrklands greindi frá því í gær að næstu hlutar sendingarinnar myndu berast „á næstu dögum“. Tyrknesk yfirvöld höfðu samið um kaup á 100 bandarískum F-35 her- þotum og lagt mikla fjármuni í F-35 kerfið en tyrknesk fyrirtæki fram- leiða 937 hluti í hverri þotu. Þrátt fyrir það hefur Tyrkland tekið upp sjálfstæðari varnarstefnu vegna stirðra samskipta ríkisins við Evrópu og Bandaríkin. Ríkið keypti rússneska S-400 varnarkerfið fyrir 2,5 milljarða og hefur einnig sent hersveitir í þjálfun til Rússlands til að aðlagast hinu nýja kerfi. Flugskeyti streyma til Tyrklands  Fyrsta sending S-400 loftvarnakerfisins komin til Tyrklands  Tyrkir keyptu loftvarnakerfið af Rússum  NATO hefur lýst yfir áhyggjum vegna viðskiptanna AFP Sending Tyrkir fengu fyrstu sendingu varnarkerfisins S-400 í gær. Kerfið er framleitt í Rússlandi og hafa viðskiptin vakið ólgu innan NATO. Fjöldi ólöglegra innflytjenda hópaðist inn í Pantheon- hofið í París í gær og kröfðust þeir þess að fá dvalar- leyfi í landinu. Samtök sem aðstoða þennan hóp í París telja að um 700 ólöglegir innflytjendur og stuðnings- menn þeirra hafi mætt. Franska lögreglan var með mikinn viðbúnað við hofið á meðan á mótmælunum stóð og þurftu ferðamenn að yfirgefa hofið, sem geymir jarðneskar leifar margra af helstu hugsuðum Frakk- lands. Til einhverra átaka kom og fékk þessi mótmæl- andi aðhlynningu frá slökkviliðsmönnum á staðnum. Kröfðust þess að fá dvalarleyfi AFP Bretar munu senda annað herskip til Persaflóa við íranska lögsögu vegna tilraun Írana til að hertaka breskt olíuskip á miðvikudaginn. Var tilraunin andsvar við hertöku Breta á írönsku olíuskipi við strendur Gíbraltar. Bretar hafa þegar sent eitt herskip á svæðið og verða því bresk herskip á svæðinu tvö talsins. Bresk stjórn- völd sögðu að sending herskipsins væri liður í skipulagðri siglingu. Hún væri einnig til þess að tryggja nærveru Breta í einni af mikilvægustu en jafnframt óstöð- ugustu siglingaleiðum heims, þeg- ar olíuskip eiga í hlut. Írönsk stjórnvöld hafa þegar farið fram á að Bretar láti íranska olíuskipið laust, sem þeir hertóku í síðustu viku við strendur Gíbralt- ar. Fyrir lá grunur um að olíu- skipið væri á leið til Sýrlands til að eiga í olíuviðskiptum þar, sem myndi brjóta í bága við kjarnorku- samning nokkurra stórvelda frá árinu 2015. Íranskur embætt- ismaður sagði í samtali við frétta- stofu IRNA að bresk yfirvöld ættu ekki að taka þátt í þessu „hættuspili“. Bretar senda ann- að herskip  Herskipin tvö við íranska lögsögu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.