Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 31

Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda 551 1266 Skipulag útfarar Dánarbússkipti Kaupmálar Erfðaskrár Reiknivélar Minn hinsti vilji Fróðleikur Sjá nánar á www.utfor.is Klettaskóli, Suðurhlíð 9 Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Reynslumikið fagfólk Elín Sigrún Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Ellert Ingason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir Lögfræðiþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjafi Sigrún Óskarsdóttir Guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta utfor.is horfði stoltur á hjólið sitt, hand- viss í sinni sýn á þetta hjól og sagði „nú er þetta hjól loksins að verða flott“. Fyrir síðustu ferðina okkar saman setti Mummi upprunalega tankinn á hjólið svo hann yrði nú ekki bensínlaus í ferðinni, eins og hann átti nú til að verða. Hins vegar þegar við erum að renna inn á Hólmavík eftir töluvert burr þann daginn skila sér allir nema Mummi. Það fyrsta sem kom upp í hugann hjá öllum var að nú er Mummi bensínlaus, sem reyndist staðreynd. Þegar búið var að koma til hans bensíni og hann skilaði sér til okkar brosti hann og sagði „ef ég ætla hvort sem er að verða bensínlaus þá set ég sko aftur litla tankinn á“. Það hefur komið svo berlega í ljós nú eftir fráfall hans hversu marga Mummi hefur náð að snerta á stuttum tíma. Til okkar hefur streymt fólk til að bjóða fram aðstoða sína eða bara til að tala um hann og rifja upp góðar minningar. Elsku Sara, Hildur Heiða, fjöl- skyldur og vinir. Við vottum ykk- ur okkar dýpstu og innilegustu samúð. Takk fyrir þennan yndis- lega dreng og takk fyrir vera partur af Sturlungafjölskyldunni. Góða ferð, elsku unginn okkar, og þar til við hittumst aftur. Ó ástin hlý á himni ekkert ský. Minning þín mitt hjarta klæðir sem ljós minn huga græðir. Þó hendur mínar fái þig ekki snert þá snertir hugur minn og hjarta þig hverja stund til eilífðarnóns. (AH) Fyrir hönd Sturlunga MC Hafnarfirði, Jón Már forseti. ✝ ÁsmundurGeirsson fæddist 1. mars 1932 í Álfta- gerði, Skútustaða- hreppi, S-Þing. Hann lést á Hrafn- istu Hafnarfirði 24. júní 2019. Foreldrar hans voru Freydís Sigurð- ardóttir, f. 11. apríl 1903, d. 3. mars 1990, og Geir Krist- jánsson, f. 8. mars 1905, d. 3. mars 1977, bændur í Álftagerði. Systkini Ásmundar eru Málm- fríður Geirsdóttir, f. 14. febrúar 1934, maki Jón Jakob Jónsson, f. 2. ágúst 1925, d. 17. júní 1988. Arngrímur Geirsson, f. 29. mars 1937, maki Gígja Est- er Sigurbjörnsdóttir, f. 11. júní 1940. Ásmundur bjó í Álftagerði fyrri hluta ævi sinnar, hjálpaði til við bú- skap foreldra sinna ásamt því að vinna við ýmis störf í sveitinni, var lengi tækja- maður hjá Vega- gerðinni. Var hann nokkur ár hjá Kísilverk- smiðjunni. Ásmundur flutti til Reykjavíkur 1990 og settist að í Miðholti 1 í Hafnarfirði. Síðustu starfsárin starfaði hann sem ör- yggisvörður hjá Securitas. Ásmundur var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Skútustaðakirkju í dag, 13. júlí 2019, klukkan 15. Ég var svo lánsamur á sjötta áratugnum að smápolli var ég sendur mörg sumur í sveit í Álftagerði í Mývatnssveit. Þar bjuggu Freydís Sigurðardóttir móðursystir mín og maður hennar Geir Kristjánsson. Elsta barn þeirra hjóna var Ásmund- ur sem í dag er sunginn til moldar frá Skútustaðakirkju meðal áa sinna og genginna sveitunga, kominn langleiðina í nírætt. Það var fjórbýlt í Álftagerði á þessum árum, bærinn í þjóð- braut sem og enn í dag, margt um manninn og stráklingar á líku reki í sveit um sumur á þremur búanna. Mér fannst og raunar veit að ekki blundaði bóndi í hugskoti Ásmundar og vann hann því meira og minna utan heimilis og sveitar. Á þess- um árum var knattspyrnuvöllur Mývetninga á Álftabáru og þangað söfnuðust knattspyrnu- menn úr sveitinni til skrafs og æfinga. Ekki minnist ég þess þó að hann nýtti sér aðstöðu þessa til að sparka í bolta. Var þó fóthvatur í fremra lagi þegar svo bar við. Sennilega hefði frændi minn kallast ant- isportisti nú á dögum. Fyrir nokkrum áratugum flutti Ásmundur til Reykjavíkur og vann þar síðustu ár starfs- ævinnar. Þar sótti hann meðal annars námskeið í eldsmíði sér til lífsfyllingar og gamans, en þær smíðar lærði faðir hans ungur maður og stundaði öðrum þræði með bústörfum. Hann var sögumaður góður, víðlesinn og fróður; jók hann þekkingu sína og auðgaði sér líf- ið með lestri góðra bóka. Þær heyrðu einmitt til híbýlaprýði í íbúð hans í Hafnarfirði. Dulur var hann, skapfastur og við- kvæmur og sóaði ekki tilfinn- ingum sínum og það svo að orðið gat honum fjötur um fót. Slíkt getur einmitt hent þá sem bæði eiga sér ákveðnar skoðanir og lífsviðhorf en bjóða hvorugt falt. Í seinni tíð hefur mér orðið æ ljósara hve langt hann bar af mér og mörgu skyldfólki okkar um ræktun frændgarðsins með heimsóknum meðan heilsa leyfði. Hann var einn þeirra mörgu manna sem hreifir af víni losa tjóðrið og frjálsir af sér skína eins og sól í heiði. Við Rannveig heimsóttum hann tvisvar á sjúkrastofnanir fyrr á þessu ári og leyndi sér ekki að langt var liðið á ævi- kvöld. Þegar við kvöddumst í seinna sinnið var okkur frændum ljóst að þessi kveðjustund kynni að vera sú síðasta. Enn erum við minnt á hegðun gangverksins, að elfur tímans áfram rennur, kynslóðir koma og kynslóðir fara, þrotin er leið og sól gengin undir. Þannig líð- ur hver öldin eftir aðra að al- múgi forfeðra vorra hverfur í móðu tímans. Við Rannveig kveðjum nú frænda og heimilisvin, óskum honum fararheilla og sendum systkinum hans og fjölskyldum þeirra samúðar kveðjur. Kristján Pálsson. Ásmundur Geirsson Leifturmyndir frá löngu liðinni tíð leita á hug minn þegar fyrrum kær sveitungi minn og nemandi er af heimi horfinn. Fólkið hans á Sléttu var á sinni tíð í sérstöku vinfengi við okkur Seljateigsfólk, ekki hvað sízt var vináttan einlæg milli móður minnar og hennar Sess- elju, en móðir mín taldi Sess- elju beztu vinkonu sína heima og er þá mikið sagt. Guðjón sonur þeirra Sesselju og Páls sem við kveðjum nú var bráð- ger og einkar röskur drengur til allra verka, hress og glað- vær sem krakki, ljómandi nemandi, prúður og námfús og afar kappsamur, eiginleikar sem áttu eftir að einkenna hann sem athafnamann sem mun sjaldan hafa fallið verk úr hendi. Sem góðan nemanda man ég hann bezt og sú minninga- mynd er hugumkær, ekki sízt þessi glaði hlátur hans sem smitaði svo hressilega út frá sér. Grimm örlög síðar á lífsleið- inni voru manni harmsefni, harmsefni sem aldrei fékkst Guðjón Pálsson ✝ Guðjón Pálssonfæddist 17. september 1943. Hann lést 24. júní 2019. Útför Guðjóns fór fram 9. júlí 2019. skýring á, en átti eftir að gjöra þennan vaska mann ófæran til þeirra verka sem annars hefðu beðið hans. Guðjón var í miðið af systkinun- um á Sléttu, Sól- rún Pálína elzt og Guðmundur yngst- ur, einstakt at- gervisfólk og þar ekki hvað sízt Guðjón, hinn mikli völundur og kunnur að framtakssemi og dugnaði áður fyrr. Ég vil geyma myndina af fólkinu á Sléttu í hug mér og hjarta sem vina er í raun reyndust og bjartar myndir frá systkinunum þar munu fylgja mér á veg fram. Samfylgdina kæra við hann Guðjón frá löngu liðnum stundum þakka ég heilum huga. Þar sannast spakmælið um gjörvileikann og gæfuna, því Guðjón var glæsilegur á velli og vildi öllum gott gjöra. Þeim syni hans, systkinum hans og þeirra fólki eru sendar einlægar samúðarkveðjur okk- ar Hönnu, þegar lífsferli bróð- urins ljúfa er lokið. Við leiðarlok er efst í minni glaðbeittur drengur bernsku og æsku og minnast skal hans sem hins gegna þjóðfélags- þegns á sinni tíð. Blessuð sé mæt minning Guðjóns Pálssonar. Helgi Seljan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.