Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
✝ GuðmundurSalómon Ás-
geirsson fæddist í
Bolungarvík 13.
janúar 1962. Hann
lést af slysförum
27. júní 2019.
Foreldrar hans
voru þau Ásgeir
Guðmundsson, f.
12.12. 1919, d. 13.1.
1997, og Kristrún
Steinunn Bene-
diktsdóttir, f. 26.6. 1927, d. 5.12.
1997. Bræður Guðmundar eru
Jón Sigurgeir Ásgeirsson, f.
1945, Drengur Ásgeirsson, f.
1946, d. 1946, og Húni Sævar
Ásgeirsson, f. 1954, d. 2017.
Systur Guðmundar eru Bene-
dikta Fanney Ásgeirsdóttir, f.
1948, d. 2017, Eva Margrét Ás-
geirsdóttir, f. 1951, Guðrún Ás-
geirsdóttir, f. 1952, Ásrún Ás-
geirsdóttir, f. 1958, Erla Þórunn
Ásgeirsdóttir, f. 1960, Kolbrún
Rögnvaldsdóttir, f. 1964, Inga
María Ásgeirsdóttir, f. 1965, og
Rósa Sigríður Ásgeirsdóttir, f.
1968.
í mál en að flytja með henni suð-
ur og styðja hana í náminu. Þeg-
ar Inga Sigga hafði lokið námi
fluttu þau aftur heim til Ísa-
fjarðar þar sem þau bjuggu
saman til æviloka. Þau eign-
uðust saman þrjá syni og undu
sér vel í Skutulsfirðinum. Inga
Sigga greindist með MND-sjúk-
dóminn árið 2013 og lést árið
2015 eftir skamma, en hetjulega
baráttu við sjúkdóminn. Guð-
mundur stóð þétt við bakið á
henni alveg fram á hennar síð-
asta dag.
Á sinni ævi vann Guðmundur
hin ýmsu störf. Hann hóf sinn
starfsferil í beitningu í Bolung-
arvík, einnig vann hann við véla-
og tækjavinnu hjá Ísafjarðar-
kaupstað, bygginga- og verk-
takafyrirtækinu Jóni Friðgeiri
Einarssyni hf. í Bolungarvík,
Ísafjarðarleið, Eimskipum, Sam-
skipi og Vegagerðinni.
Guðmundur var einnig virkur
í félagsstörfum og má þar m.a.
nefna þátttöku hans í Sunnu-
kórnum, Karlakórnum Erni,
setu hans í stjórn Verkstjóra-
félags Vestfjarða og var hann
félagi í Oddfellowstúkunni Gesti
á Ísafirði.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Ísafjarðarkirkju í dag,
13. júlí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Guðmundur
eignaðist þrjá syni
með eiginkonu
sinni Ingibjörgu
Sigríði Guðmunds-
dóttur, f. 1962, d.
2015, þá Ásgeir, f.
1985, Arnar, f.
1987, og Aron, f.
1994. Unnusta Ás-
geirs er Margrét
Jónsdóttir, f. 1994,
sonur þeirra er
Guðmundur Salómon Ásgeirs-
son, f. 2015. Unnusta Arnars er
Kristbjörg Tinna Sigurðardótt-
ir, f. 1992, synir þeirra eru Aron
Breki Arnarsson, f. 2017, og Al-
exander Máni Arnarsson, f.
2019.
Guðmundur og eiginkona
hans Ingibjörg Sigríður, alltaf
kölluð Inga Sigga, hófu vegferð
sína saman aðeins 16 ára gömul.
Þau voru bæði fædd árið 1962,
hún var frá Ísafirði og hann frá
Bolungarvík. Þau byrjuðu að
búa saman þegar Inga Sigga
ákvað að sækja skóla í Reykja-
vík. Guðmundur tók ekki annað
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi. Það er þyngra en tárum taki
að þurfa að setjast niður og rita
minningargrein um mann sem
tekinn hefur verið frá okkur allt of
snemma. Nú hefur þú kvatt þessa
jarðvist og endurnýjað kynnin við
elskuna þína. Tómleikinn er mikill
og það er erfitt að skilja þá raun að
aldrei aftur munum við hitta þig
eða heyra í þér. Minning þín mun
þó alltaf lifa með okkur, allar þær
stundir sem við áttum saman og
þau gildi sem þú hafðir að leiðar-
ljósi munu aldrei víkja frá okkur.
Gleðin, dugnaðurinn, hjálpsemin,
fórnfýsin og staðfestan eru aðeins
örfá orð sem lýsa þér. Það var allt-
af fjör í kringum þig og alltaf nóg
að gera, verkefnin mörg sem alltaf
þurfti að ganga í að leysa um leið.
Þú varst með eindæmum drífandi
á allan hátt og studdir okkur í einu
og öllu sama hvað það var, svo
mikið að varla mátti nefna hug-
myndir, þá varst þú búinn að
hringja nokkur símtöl til þess að
finna lausnir. Betri afa er erfitt að
finna og afastrákarnir þínir eru
svo sannarlega heppnir að hafa
fengið að kynnast þér þó að við öll
hefðum viljað að þeir hefðu fengið
að njóta návistar þinnar mikið
lengur. Ást ykkar og hrifning af
hver öðrum skein úr andlitum
ykkar í hvert sinn sem þið hittust
eða töluðuð saman í gegnum síma.
Það var nefnilega allt hægt og það
mátti allt með afa. Enginn veit
sína ævi fyrr en hún er öll og því er
mikilvægt að lifa hvern dag en
ekki láta hann líða hjá. Við höfum
komist að því erfiðu leiðina og
munum halda minningu ykkar
mömmu hátt á lofti.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi
við elskum þig afar heitt. Guð
geymi þig.
Ásgeir Guðmundsson,
Margrét Jónsdóttir og
Guðmundur Salómon
Ásgeirsson.
Í dag kveðjum við pabba,
tengdapabba og afa Gumma með
hlýju og nístandi söknuði. Við
kveðjum þig allt of snemma og til-
hugsunin um að þú sért farinn frá
okkur er sár og einstaklega erfið.
Afi Gummi á Ísafirði, eins og Aron
Breki kallaði hann, var einstakur.
Hann var alltaf glaður og hress og
ljúfmennskan og hjálpsemin
fylgdi alltaf með. Við erum svo
sannarlega þakklát fyrir að hafa
átt þig að, og tilhugsunin um að
strákarnir fái ekki að alast upp í
kringum þig er þyngri en tárum
taki. Því það gaf svo margt að
horfa á þig í kringum strákana,
stoltið og hversu vel þú reyndist
þeim. Þó að það hafi ekki verið
lengi var það tími sem maður mun
varðveita í hjartanu. Það verður
alltaf erfitt að hugsa til þess þegar
strákarnir vaxa úr grasi að geta
ekki farið til eða hringt í afa
Gumma. Þú munt alltaf fylgja
okkur í lífinu. Við trúum því og
minningarnar um þig munu fylla
upp í tómið sem þú skilur eftir, en
skarðið sem þú skilur eftir er stórt
og það fyllir enginn. Okkur langar
samt að þakka þér fyrir allt sem
þú kenndir okkur, ekki bara
hvernig við skyldum takast á við
lífið, heldur líka hvernig við skyld-
um alltaf hlúa að og koma vel fram
við náungann, en það er sá hlutur
sem þú kunnir svo vel. Elsku
pabbi, þetta verður tómlegt og
þetta verður skrítið, verulega
lengi. Ég ætla að trúa því að nú
sértu kominn í fangið á mömmu
og þið munið vaka yfir okkur í
sameiningu og það er sennilega
það sem mun hjálpa okkur í gegn-
um þetta. Elsku pabbi, takk fyrir
allt, því ég vildi svo sannarlega
vakna og átta mig á því að þetta
væri bara hræðilegur draumur.
Arnar Guðmundsson, Krist-
björg Tinna Sigurðardóttir,
Aron Breki Arnarsson,
Alexander Máni Arnarsson.
Elsku pabbi, það er sárt að
hugsa til þess að ég muni ekki sjá
þig aftur, að ég muni ekki heyra
rödd þína aftur, að ég geti ekki
tekið utan um þig aftur. Þú varst
tekinn frá okkur allt of fljótt, við
áttum eftir að gera svo margt
saman. Þú og mamma voruð og
eruð enn mínar helstu fyrir-
myndir, þið sáuð til þess að ég var
alltaf umvafinn ást, átti alltaf
öruggt húsaskjól og átti bestu
æsku sem ég hefði getað beðið um.
Þið gerðuð mig að þeim manni
sem ég er í dag og fyrir það er ég
gríðarlega þakklátur.
Við upplifðum margt saman og
stóðum þétt við bakið á hvor öðr-
um í gegnum súrt og sætt. Í mín-
um augum varstu ekki bara pabbi
minn, þú varst einn af bestu vinum
mínum, þess vegna er svo sárt að
hugsa til þess að ég muni ekki sjá
þig aftur, við sem vorum alveg að
verða komnir á góðan stað aftur
eftir fráfall mömmu. Það var eitt
mesta gæfuspor sem ég hef tekið
að hafa flutt aftur heim til Ísa-
fjarðar og þín fyrir ári, þetta ár
var eitt af þeim bestu sem við höf-
um átt saman og fyrir það er ég
þakklátur.
Ég minnist með mikilli hlýju
þeirrar stundar sem við áttum
saman á ættarmóti fyrir þremur
vikum þar sem við spiluðum á gít-
arana okkar og sungum saman í
síðasta skipti. Af og til litum við á
hvorn annan og þú gafst mér til
kynna með svipbrigðum og lík-
amstjáningu að þetta væri bara
virkilega flott hjá okkur.
Það er erfitt að horfa fram á
veginn vitandi það að þú og
mamma séuð ekki þar og erfitt að
sjá ljósið í gegnum öll þessi áföll.
Ég mun þó gera mitt besta í að
halda mínu striki og í þá vegferð
hef ég öll þau góðu gildi sem þið
hafið kennt mér.
Elsku pabbi, þú varst frábært
foreldri, studdir við bakið á mér í
einu og öllu en umfram allt varstu
góður og traustur vinur. Ég mun
elska þig og minnast þín að eilífu.
Aron.
Elsku Gummi, það er þyngra
en tárum taki að setjast niður og
skrifa þessar línur aðeins fjórum
árum eftir að hafa verið í þessum
sömu sporum þegar elsku Inga
Sigga þín lést eftir erfið veikindi.
Nú hverfur þú á svo skyndilegan
hátt að við eigum enn erfitt með að
meðtaka símtalið sem við fengum.
Þú komst ungur inn í líf okkar
þegar þið Inga Sigga byrjuðuð
saman og alla tíð hefur verið mikil
og hlý vinátta okkar á milli. Það
eru margar skemmtilegar minn-
ingar sem við eigum til að ylja
okkur við og það er sem við heyr-
um hláturinn þinn þegar við hugs-
um til baka.
Þú varst einstaklega hlý mann-
eskja og sást það ekki hvað síst
þegar tengdamóðir þín veiktist,
þú varst ávallt til staðar og vissir
alltaf hvernig henni leið og hvers
hún þarfnaðist. Þið Inga Sigga
voruð einstaklega samrýmd hjón
og það varð öllum mikið áfall þeg-
ar hún greindist með MND-sjúk-
dóminn og enn og aftur varst þú í
umönnunarhlutverkinu og annað-
ist hana af þeirri alúð og um-
hyggju sem þér einum var lagið.
Það er nú bara einhvern veginn
þannig að enn þann dag í dag segj-
um við Gummi hennar Ingu Siggu
ef nafn þitt ber á góma – þið voruð
einfaldlega sem eitt.
Þó svo að síðustu ár hafi verið
þér og þínum erfið þá varstu að
komast aftur í gamla gírinn og þið
Aron búnir að koma ykkur vel fyr-
ir í fallegu íbúðinni þinni. Þú naust
þess að syngja og hlusta á góða
tónlist og fannst gaman að fara á
tónleika og nú nýlega fórstu í ferð
til Skotlands með karlakórnum
Erni.
Þú varst yndislegur afi og við
vitum að barnabörnin fá að heyra
margar sögur af afa og öllum bíl-
unum hans, en þinn tími með þeim
var alltof, alltof stuttur.
Það var alltaf stutt í brosið og
dillandi hláturinn og það var gam-
an að heyra í þér þegar þú hringd-
ir í okkur þann 16. júní síðastliðinn
og varst þá staddur á bíladögum á
Akureyri í blíðskaparveðri „á
Bensanum með blæjuna niðri“
eins og þú sagðir hlæjandi. Það
var létt yfir þér í þessu síðasta
símtali við okkur en slysin gera
ekki boð á undan sér og nú allt í
einu ertu horfinn í einni andrá.
Elsku Aron, Arnar og Ásgeir,
það er mikið á ykkur lagt á svo
stuttum tíma og við vitum að miss-
ir ykkar er mikill en þið getið
huggað ykkur við að nú eru
mamma ykkar og pabbi sameinuð
á ný og vaka yfir ykkur og litlu
fjölskyldunum ykkar.
Við vitum líka að þið eigið stór-
an frændgarð og ómetanlega vini
sem munu styðja ykkur í gegnum
þessa erfiðu tíma.
Góður Guð verndi ykkur og
styrki í sorginni.
Minningin um yndislegan
dreng lifir með okkur öllum sem
vorum svo heppin að fá að kynnast
honum.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Hvíl í friði, elsku svili og mágur.
Steinunn Arnórsdóttir og
Ólafur Guðmundsson.
Í dag kveðjum við systur ást-
kæran frænda okkar Gumma Sala
með miklum söknuði. Við vorum
svo lánsamar að fara ár hvert í
sumardvöl í Móholtið til Gumma
frænda, Ingu Siggu og strákanna
þeirra Ásgeirs, Arnars og Arons,
en þeir hafa verið eins og bræður
okkar alla daga síðan. Á Ísafirði
hjá þeim eignuðumst við safn
góðra minninga sem munu vera
okkur ofarlega í huga alla daga og
fylgja okkur út ævina.
Í sumardvölinni okkar á Ísa-
firði var nóg um að vera og mikið
brallað með Gumma, Ingu Siggu
og strákunum. Við fórum meðal
annars í fjallgöngur, útilegur,
hjólaferðir og gönguferðir út í bæ
sem oftar en ekki enduðu með ís í
Hamraborg. Á kvöldin var oft
kvöldkaffi með alls konar góðgæti
sem við systur og Inga Sigga höfð-
um bakað. Oft eftir kvöldkaffið
sátum við inni í stofu við arineld og
hlustuðum með aðdáðun á
Gumma spila á gítarinn sinn og
syngja með. Gummi var ákaflega
góður að spila og syngja en okkur
fannst gaman að fylgjast með hon-
um og einnig sungum við með.
Gummi hefur alla tíð stutt við
bakið á okkur í öllu sem við höfum
gert og alltaf trúað því að við get-
um framkvæmt allt það sem við
óskum okkur að gera. Gummi var
einstaklega góður maður með fal-
legt bros og skemmtilegan hlátur
og frá honum streymdi lífsgleðin.
Gummi hafði þann hæfileika að
draga fram það besta í fólkinu í
kringum sig og var ein af okkar
helstu fyrirmyndum. Gummi
kenndi okkur svo ótrúlega margt
og erum við ævinlega þakklátar
fyrir að hafa átt þessar stundir
með honum og fjölskyldunni.
Elsku Gummi okkar, við elsk-
um þig af öllu hjarta og munum
aldrei gleyma þér. Við kveðjum
þig með miklum söknuði í hjarta
og þökkum fyrir allar samveru-
stundirnar með þér og minning-
arnar sem við eigum um þig og
munum varðveita þær í hjörtum
okkar alla ævi.
Guð geymi þig og hvíl þú í friði.
Stelpurnar þínar,
Helga Lára og Hjördís Ósk.
Dauðinn er óskeikull en hverf-
ull, stundum gerir hann boð á und-
an sér en stundum kemur hann
fyrirvaralaust. Með mikilli virð-
ingu og þökk kveðjum við vin okk-
ar og félaga, Guðmund Salómon
Ásgeirsson, sem lést af slysförum
27. júní síðastliðinn.
Guðmundi var einkar lagið að
létta lund allra sem hann átti sam-
leið með. Hann brá sér stundum í
gervi ýmissa samferðarmanna og
var leikur, látbragð og málfar
hans af slíkri snilld að nærri tók
betur en fyrirmyndirnar, en ávallt
þó græskulaust og fyrirmyndirn-
ar því ánægðar. Oft komu frá
Gumma, eins og hann var ávallt
kallaður, gullkorn í umræðum
dagsins eða hita leiksins, sem
einnig gat gerst, gullkorn sem við
vinnufélagar hans geymum í safni
kærra minninga. Þau eigum við
eftir að rifja upp á góðum stund-
um, stundum sem munu koma aft-
ur þrátt fyrir mikinn söknuð und-
anfarinna vikna.
Gummi hafði skoðanir á hinum
ýmsu þjóðmálum, svo ekki sé
minnst á fótbolta sem var ofarlega
á áhugalista hans. Þegar málin
voru rædd kom hann blóðinu á
hreyfingu allt í kringum sig. Þá
var Guðmundur söngmaður góður
og sótti víða tónleika uppáhalds-
hljómsveita sinna auk þess sem
hann söng með Karlakórnum
Erni.
Umhyggjusemi Gumma var
einstök. Að því urðum við vinnu-
félagar hans vitni daglega fyrst
eftir að hann kom til vinnu með
okkur. Umhyggjusemi sem var öll
í þá veru að létta ástkærri eigin-
konu sinni lífið í hennar erfiðu
veikindum, en þau höfðu verið
óaðskiljanleg nánast frá unglings-
árum. Þá var það ríkt í eðli
Gumma að taka málstað lítilmagn-
ans, málstað sem hann tók sér oft í
fang þegar á þurfti að halda, en að
sama skapi bar hann sig aldrei
undan einu eða neinu sem varðaði
hann sjálfan.
Missirinn er mikill. Mestur er
missir sona Gumma, tengdadætra
og sonarsona, sem verða af um-
hyggju og ástríki föður og afa en
afahlutverkið átti stóran þátt í því
að Gummi náði gleði sinni aftur
eftir að eiginkona hans, Inga
Sigga, féll frá fyrir fjórum árum.
Komið er að kveðjustund. Vott-
um fjölskyldu Guðmundar Salóm-
ons, systkinum og stórum vina-
hópi hans, okkar dýpstu samúð.
Þá viljum við þakka þeim við-
bragðsaðilum sem komu að eftir
sviplegt fráfall Gumma.
Hjartans kveðja.
Fyrir hönd starfsfólks
Vegagerðarinnar á Dagverðardal
við Skutulsfjörð,
Guðmundur R. Björgvinsson.
Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur,
fleiri orð, fleiri nætur fyrir þig.
Þó að ævin geymi óteljandi sekúndur,
þá er oft eins og tíminn svíki mig.
Ef ég hefði önnur færi, önnur augnablik,
önnur ráð, aðra kosti handa þér.
Oft á tíðum á ég ekki nógu hægt um vik
til að sá eða gefa’af sjálfum mér.
Ekkert annað sem mig þyrstir í.
Þessi sál þessi hugur þráir þig.
Þó að myrkrið virðist endalaust
vetur sumar vor og haust,
skaltu minnast þess að lífið er
ýmist fjara eða flóð.
Þetta brot út texta lags Sálar-
innar hans Jóns míns er líklega
það sem Gummi Ásgeirs hefur
sungið hvað oftast um ævina. Sál-
in var í uppáhaldi hjá Gumma.
Eftir það sem á undan er gengið
þá er gott til þess að hugsa að text-
inn sem Gummi flutti svo oft fang-
ar vel líf hans og ekki síður ást
hans á henni Ingu Siggu, konunni
sem hann elskaði heitt og var
kletturinn alla daga í lífi hans.
Hann fangar líka söknuð og þrá
hans til Ingu Siggu.
Inga Sigga veiktist af sjúkdóm-
inum MND árið 2013 og dó af
völdum hans fyrir sléttum fjórum
árum. Ástvinir hans og aðrir
syrgjendur geta huggað sig við þá
hugsun að þau Gummi og Inga
Sigga eru nú sameinuð á ný.
Í veikindum Ingu Siggu birtust,
enn einu sinni, nokkrir af þeim
mannkostum sem prýddu þennan
sanna Bolvíking. Hann studdi ást-
ina sína í gegnum veikindin og var
í senn heilbrigðisstarfsmaður, eig-
inmaður, faðir, tengdafaðir og afi.
Og svo miklu meira en það. Eng-
inn dagur féll úr í þeirri umönnun
sem hann veitti henni af einskærri
natni og samviskusemi. Það var
örmagna maður sem síðan syrgði
eiginkonu sína þegar yfir lauk.
Eftir fráfall Ingu Siggu urðu sum-
ir dagar betri en aðrir, ekki síst við
að fylgjast með elsta afabarninu
alnafnanum, Guðmundi Salómoni
Ásgeirssyni, vaxa og dafna. Hann
fæddist tæpum fimm mánuðum
áður en Inga Sigga kvaddi. Eins
þegar hann eignaðist annan og
þriðja afadrenginn, þá Aron
Breka og Alexander Mána. Þessir
gullmolar veittu honum sanna
gleði. Erfitt er til þess að hugsa að
afadrengirnir fái ekki notið fleiri
samverustunda með afa sínum,
sem var einstaklega barngóður og
fór afahlutverkið einstaklega vel
úr hendi.
Við sem umgengust Gumma
hvað mest vorum sammála um að
síðustu mánuðina hafi sorgin og
söknuðurinn ekki þjakað hann
eins og áður. Eins og honum gengi
betur að sætta sig við ástvinamiss-
inn. Hann hafði líka ríka ástæðu til
þess að gleðjast, þrátt fyrir þessar
þrengingar, með drengina sína þá
Ásgeir, Arnar og Aron, sem allir
eru einstaklega vel gerðir drengir
og hafa alla burði til að blómstra.
Það var því þungbært fyrir ást-
vini Gumma að fá þær fréttir að
hann væri allur.
Við biðjum fyrir sonum og
tengdadætrum Gumma, sem og
barnabörnunum hans. Þessi at-
burðarás er svo öfugsnúin og
óraunveruleg. Það verða viðbrigði
að fá Gumma ekki í kaffi, mat eða
að syngja og spila á gítar hér
heima í bílskúrnum í Móholtinu,
þar sem gefandi samverustundir
áttu sér stað mörg undanfarin ár.
Nú leiðir haltur ekki blindan leng-
ur. Þegar Gumma leið vel var
söngur hans og hlátur smitandi.
Slíkar manneskjur bæta heiminn.
Enn og aftur erum við minnt á
mikilvægi þess að njóta hvers
dags og halda hópinn. Nú er það
verkefni sona Ingu Siggu og
Gumma, tengdadætranna og
barnabarnanna að njóta komandi
daga saman. Við munum veita
þeim þá aðstoð sem þau þurfa til
þess og okkur er unnt að leggja til.
Hvíldu í friði, elskulegi vinur,
og hafðu þökk fyrir áratuga
trausta vináttu.
Alma Björk Sigurðar-
dóttir og Hlynur Hafberg
Snorrason.
Það er eins og í gær að við
hjálpuðumst að við að staulast á
fætur eftir sorglegan missi Ingu
Siggu. Svo koma fréttir um annað
rothögg, Guðmundur lést af slys-
förum. Eins og við hitt rothöggið
er eina leiðin til að standa upp
núna að við þjöppum okkur saman
Guðmundur Saló-
mon Ásgeirsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017