Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Elsku Bjarki
minn, þú fórst allt of
snemma frá okkur.
Að segja að þín verði
sárt saknað er of vægt til orða tek-
ið. Það var sama hvað við vinirnir
gerðum saman, að hafa þig með
okkur gerði allt svo miklu
skemmtilegra. Þegar okkar tán-
ingaskeið stóð sem hæst upplifð-
um við meira á einu ári heldur en
margir gera á tíu. Þegar við hugs-
um um skemmtilegu dagana í okk-
ar lífi verður þú ætíð með í hjarta
okkar. Ég elska þig, Bjarki minn,
og hlakka til að hitta þig aftur í
næsta lífi.
Kristófer Júlíus Leifsson.
Af og til verða á vegi okkar ein-
staklingar sem standa upp úr og
eru eftirminnilegri en aðrir. Ein-
staklingar sem marka djúp spor í
tilveru okkar og breyta okkur til
frambúðar. Bjarki Már Sigvalda-
son var einn þeirra. Þótt hann
hefði fengið rýmri tíma en læknar
töldu til að byrja með þá er alltaf
erfitt að kveðja. Hann hafði það
lífsviðhorf að lífið sé núna og þrátt
fyrir erfið veikindi hélt hann
áfram að lifa lífinu með sínum ást-
vinum allt til loka. Bjarki greindist
með krabbamein árið 2012 og á
þessum sjö árum upplifði hann
bæði áföll og gleði. Vonin var þó
sterkasta aflið í huga hans, bjart-
sýnin á lífið og einlægur baráttu-
vilji. Það er eftirminnilegt að fyrir
þremur árum tók Bjarki þátt í vit-
undarvakningu með Krafti þar
sem hans slagorð voru „Hver dag-
ur er sigur“ og hann lifði svo sann-
arlega eftir því.
Þau Ástrós, kona hans, ákváðu
strax að láta krabbameinið ekki
stjórna lífi sínu en stefna þess í
stað ótrauð að settum markmið-
um. Þau giftu sig fyrir tveimur ár-
um og ári síðar eignuðust þau
Emmu Rut, dóttur sína. Þau
ákváðu að njóta lífsins, ferðuðust
víða erlendis og gerðu allt það sem
ungt fólk á þessum aldri gerir.
Þrátt fyrir ýmsa líkamlega ann-
marka lét Bjarki sjaldnast stöðva
sig í þeirri viðleitni. „Mér líður
ágætlega,“ svaraði hann jafnan
þegar hann var spurður út í
heilsufarið. Það var e.t.v. þessi af-
staða hans til lífsins sem gerði það
að verkum að margir gleymdu því
að hann var með lífsógnandi sjúk-
dóm. Ástrós sat lengi í stjórn
Krafts og síðustu tvö árin var hún
formaður félagsins. Þau hjónin
höfðu óbilandi áhuga á starfsemi
félagsins og voru óþreytandi í
stuðningi sínum við ungt krabba-
meinsveikt fólk og aðstandendur
þess. Þau voru óhrædd við að tala
opinskátt um lífsreynslu sína,
veikindin og allt sem þeim fylgir
sem við hjá Krafti erum þeim æv-
inlega þakklát fyrir, þ.e. að gefa
fólki svo sanna mynd af því hvern-
ig er að vera í þessum sporum.
Þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra
Bjarka og Ástrósar hafi staðið
dyggilega við bakið á þeim í þessu
ferli langar okkur sérstaklega að
minnast á Ástrós. Hún ákvað frá
fyrstu tíð, rétt eins og Bjarki, að
lifa eftir einkunnarorðum Krafts
„Lífið er núna“ og sagði jafnan að
mælikvarðinn á lífið væri ekki
lengd þess heldur hvernig því
væri lifað. Þau voru mjög sam-
stiga í lífinu og nutu hvers einasta
dags. Þrátt fyrir miklar byrðar
sem lagðar voru á þau stóð hún
svo sannarlega undir þeim af
æðruleysi, kærleik, dugnaði og
skynsemi. Við leiðarlok þökkum
við Bjarka Má samveruna og þær
Bjarki Már
Sigvaldason
✝ Bjarki Már Sig-valdason fædd-
ist 12. apríl 1987.
Hann lést 27. júní
2019.
Útför Bjarka
Más fór fram 12.
júlí 2019.
ómetanlegu gjafir
sem hann gaf okkur
með lífsviðhorfi sínu.
Við munum heiðra
minningu hans og
halda nafni hans á
lofti með því að gera
enn betur í stuðningi
okkar við ungt
krabbameinsveikt
fólk og aðstandend-
ur.
Ástrós, Emmu
Rut, fjölskyldu Bjarka og öðrum
ástvinum þeirra sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Við getum öll heiðrað minningu
Bjarka með því að muna að njóta
dagsins í dag. Lífið er núna.
Fyrir hönd Krafts,
Hulda Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Krafts.
Það eru svo sannarlega blendn-
ar tilfinningar sem hrærast innra
með mér þegar maður hugsar til
þess að mikill vinur, risastór kar-
akter, ungur faðir og eiginmaður,
stórkostlegur íþróttamaður og
fyrirmynd þurfti að kveðja okkur
svona snemma. Reiði, gríðarleg
sorg og vonsvikni eru mér ofar-
lega í huga en á sama tíma gleðst
maður yfir því að Bjarki hafi feng-
ið sína hvíld og sé á góðum stað,
langt í burtu frá líkamlegu verkj-
unum sem hann þurfti að upplifa
síðustu mánuðina í sínu lífi.
Bjarki var einstakur og hæfi-
leikarnir á fótboltavellinum sáust
úr kílómetra fjarlægð. Ég var
þess heiðurs njótandi að fá að
spila með Bjarka upp alla yngri
flokka HK. Bjarki sá um að vinna
titla fyrir okkur á meðan við hinir
hlupum um á vellinum eins og
aukaleikarar í kvikmynd sem
þurftu einfaldlega að fylla upp í
leikmyndina. Bjarki var frábær
fótboltamaður. Einn af þeim betri
sem ég hef spilað með. Hann var
hraustur, áræðinn, ósérhlífinn og
með eindæmum vinnusamur og
jákvæður. Allt eru þetta lýsing-
arorð sem settu svo stóran svip á
baráttuna hans við krabbameinið
sem varði í sjö ár.
Fjölskyldan var Bjarka ávallt
efst í huga og talaði hann ítrekað
um hversu lánsamur hann væri.
Ástrós og Emma Rut voru og
verða hans gersemar. Án Ástrós-
ar hefði baráttan verið styttri að
hans sögn. Betri lífsförunaut hefði
hann ekki getað hugsað sér.
Kletturinn sem studdi hann og
stóð við bakið á honum í gegnum
súrt og sætt.
Vinátta okkar þéttist og varð
meiri með hverju árinu sem leið
og minningarnar eru endalausar.
Við spiluðum saman fyrir landslið
Íslands, fórum saman á reynslu til
Bolton í Englandi, fórum í
keppnisferðir erlendis með HK
og unnum sigra saman á fótbolta-
vellinum. Seinna heimsótti Bjarki
mig til útlanda þar sem við nutum
lífsins og nærveru hvors annars
og ræddum um himin og haf. Það
var einmitt á þannig stundu sem
að Bjarki lét eftirfarandi orð falla.
„Sá sem verður aldrei þakklátur
fyrir það sem hann á og hefur
mun aldrei eignast neitt.“
Takk fyrir allt sem þú gafst og
kenndir mér, elsku vinur minn!
Ég votta fjölskyldu og vinum
Bjarka mína dýpstu samúð. Ver-
um góð við hvert annað!
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Lífið er núna!
Rúrik Gíslason.
Haustið 2012 hélt Icepharma
hf. stefnumótunarfund með öllum
starfsmönnum félagsins í Borgar-
nesi. Skipulag fundarins var í
formi þjóðfundar og var starfs-
mönnum skipt niður á borð og
reglulega endurraðað þannig að
miklar og líflegar umræður sköp-
uðust við borðin og allir tóku virk-
an þátt. Þarna kynntist ég Bjarka
fyrst að ráði. Við lentum tvisvar
saman á borði og ég heillaðist
hreinlega af honum. Hann var 25
ára, geislaði af lífshamingju og
naut þess að vera í liði Icepharma.
Hann var afar jákvæður gagnvart
vinnustaðnum, starfsfélögum,
stjórnendum og ekki síst mötu-
neytinu. Ég hlakkaði til að fá að
fylgjast með honum nánar og
veita honum stjórnendalegan
stuðning þannig að hann fengi að
vaxa og dafna í starfi, þar sem
hann virtist hafa alla burði til
þess. En stuttu eftir þennan fund
dró ský fyrir sólu þegar Bjarki
greindist með illkynja mein í
ristli. Bjarki hélt áfram að starfa
hjá Icepharma með hléum svo
lengi sem heilsan leyfði. Ég hitti
Bjarka og Ástrós eiginkonu hans
reglulega næstu árin. Bjarki var
afar þakklátur fyrir þann stuðn-
ing sem starfsfélagar hans veittu
honum og sagði við mig að við
værum líka hans fjölskylda. Mér
er mjög minnisstæður einn fund-
ur okkar þegar hringt var í
Bjarka meðan á spjalli okkar stóð.
Hann bað um að fá að taka sím-
ann, sem var auðsótt. Í ljós kom
að í símanum var landsliðsmaður í
fótbolta sem hafði fengið rangan
lit á Nike-fótboltaskóm og lá mik-
ið á að skipta yfir í réttan lit.
Bjarki tók á málinu af yfirvegun
og elskulegheitum og lofaði að
skutla réttu pari á viðkomandi.
Ég dáðist að æðruleysinu sem
hann sýndi, en þarna sat hann fár-
veikur og hafði eirð í sér til að
sinna hversdagslegum hlutum á
einlægan hátt. Við sem náðum að
starfa með Bjarka hjá Icepharma
höfum öll orðið að betri manni við
kynni okkar af honum, þó hann
væri yngstur í hópnum þá náði
hann að kenna okkur svo margt.
Vinnufélagar hjá Icepharma
senda Ástrós, Emmu, fjölskyldu
og vinum innilegar samúðar-
kveðjur. Lífið er núna. Fyrrver-
andi forstjóri,
Margrét Guðmundsdóttir.
Mikill keppnismaður og góður
drengur er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Bjarki Már Sigvalda-
son spilaði knattspyrnu fyrir HK
frá fimm ára aldri, eða allt frá
stofnun knattspyrnudeildar, og
sýndi hann strax mikla hæfileika
innan vallar. Ljúfur og hæglátur
leiðtogi sem öllum líkaði vel við í
mjög sterkum árgangi sem náði
að verða fyrsta lið sem vinnur Ís-
landsmeistaratitill í yngri flokk-
um HK.
Bjarki spilaði með unglinga-
landsliðum og var einn efnilegasti
leikmaður landsins. Því miður
gerðu meiðsli það að verkum að
hann náði ekki að uppfylla
drauma sína. Þegar hann hafði
komist yfir meiðslin með mikilli
hörku og dugnaði kom hann sér í
form, spilaði með meistaraflokki
HK og sýndi hann að hann hafði
einstaka hæfileika og yfirsýn á
vellinum. Maður var viss um að nú
myndi hann ná að blómstra sem
leikmaður fyrir félagið sitt, en þá
veiktist hann. Í framhaldinu hófst
barátta sem sýndi úr hverju
Bjarki var gerður, aðdáunarvert
viðhorf hans, keppnismaður fram
í fingurgóma, aldrei að gefast upp
og lifa fyrir líðandi stund.
Hann var gegnheill HK-ingur
og mikil fyrirmynd innan vallar
sem utan. Vildi veg HK alltaf sem
mestan og bestan innan vallar
sem utan, nú hefur hann tekið það
verkefni að sér að vinna að þeim á
bak við tjöldin um ókomna fram-
tíð.
Elsku Ástrós, Emma og fjöl-
skylda. Megi hæsti höfuðsmiður
himins og jarðar veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Minningin um góðan dreng og fé-
laga mun alltaf lifa hjá HK-fjöl-
skyldunni, liði fólksins.
Sigurjón Sigurðsson,
formaður HK.
Kæri frændi.
Andstæðingurinn hafði betur,
þótt þú, mótherjinn sjálfur, hefðir
barist til síðustu mínútu og það
hetjulega.
Stundum fara kappleikir ekki
eins og maður vill að þeir fari, þótt
maður hafi tröllatrú á sínum
mönnum, hvetji þá til dáða og
hrópi stuðningsorð þar til maður
verður rámur í röddu.
Bjarki, þú varst maður leiksins
fyrir okkur; spilaðir af prúð-
mennsku, auðmýkt og ákveðni
eins og sannur keppnismaður.
Við sendum Ástrós, Emmu
Rut, Gullu, Silla, Hrefnu, Ingi-
björgu og öllum þeim sem standa
þeim nærri okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Erna, Eiríkur, Hrefna,
Margrét, Þórarinn, mæður
okkar, makar og börn.
Mig langar í örfá-
um orðum að minn-
ast Heiðrúnar Sig-
urbjörnsdóttur,
móður Ólafs æsku-
vinar míns.
Við vinirnir vorum ávallt au-
fúsugestir á heimili þeirra hjóna í
Birkigrundinni. Óli var með sína
eigin íbúð á neðri hæð hússins og
hófust helgarnar hjá stórum vina-
hópnum ósjaldan þar.
Það vildi stundum til að gleð-
skapur var á sama tíma á efri hæð-
inni og oftar en ekki lét ég mig
hverfa og stalst upp til Heiðrúnar
og Svans og þeirra gesta. Þar var
fjörið síst minna og samræðurnar
mun skemmtilegri en í hófi hinna
lítt lífsreyndari á neðri hæðinni.
Oft man ég eftir að hafa hringt
heim til Óla að Heiðrún svaraði, þá
átti maður kannski hálftíma spjall
við hana og kvaddi síðan með
virktum án þess að spyrja eftir
Óla, sem var jú upphaflegur til-
Heiðrún
Sigurbjörnsdóttir
✝ Heiðrún Sig-urbjörnsdóttir
fæddist 10. sept-
ember 1934. Hún
lést 30. júní 2019.
Útför hennar fór
fram 11. júlí 2019.
gangur símtalsins.
Á erfiðu tímabili í
lífi mínu átti ég alltaf
öruggt skjól inni á
heimili Heiðrúnar,
þótt ástand manns
hafi á köflum verið
misjafnt. Þó óhætt
megi segja að fullt
tilefni hafi verið á
stundum að tala yfir
hausamótunum á
manni, leggja til
strangar lífsreglur og kveða upp
Salómonsdóma var það aldrei
raunin eða sú nálgun sem Heiðrún
og Svanur beittu. Alltaf var vel
tekið á móti mér, boðið upp á heitt
kakó og kleinu og innihaldsríkt og
skemmtilegt samtal um daginn og
veginn sem gat spannað allt frá
meistara Stórval til súrdoða í
klaufdýrum. Engin fordæming og
aldrei talað niður til manns, held-
ur komið fram við mann sem jafn-
ingja. Mér leið alltaf betur er ég
kvaddi og hélt áfram á æskunnar
óvissu gönguför, óróinn í huga og
sál minni en áður.
Með þakklæti og gleði kveð ég
Heiðrúnu, minn góða vin og vel-
gjörðarmann. Að hennar vega-
nesti mun ég búa allt til yfir lýkur.
Ásgeir Nikulás.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýju vegna andláts og útfarar
okkar elskulega eiginmanns, föður og afa,
ÁSBJÖRNS MAGNÚSSONAR,
sjómanns og athafnamanns,
Drangsnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Landspítalanum,
Heilbrigðisstofnun Vesturlands og kvenfélagsins Snótar á
Drangsnesi.
Valgerður Magnúsdóttir og fjölskylda
Einlægar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýju og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BÁRU R. SIGURJÓNSDÓTTUR
sjúkraliða,
Kársnesbraut 65, Kópavogi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 14. júní. Sérstakar þakkir
fær starfsfólk Sóltúns fyrir góða aðhlynningu og hlýhug.
Jón Rúnar Hartmannsson
Unnsteinn Gísli Oddsson Þórdís Sigríður Hannesdóttir
Linda Kristín Oddsdóttir Sigmar Eðvaldsson
Sigdís Hrund Oddsdóttir Viðar Már Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður og afa,
JÓNS GUNNARS SKÚLASONAR
verkfræðings,
Sólbraut 12, Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns,
deildar C-2 og starfsfólks Landspítala, Landakots, deildar L-4
fyrir alúð og umhyggju.
Hildigunnur Ólafsdóttir
Marta María Jónsdóttir
Jóakim Uni Arnaldarson
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Skipalóni 22, Hafnarfirði.
Starfsfólk LSH, einkum taugadeildar B2
ásamt K1 og L2 á Landakoti, fær sérstakar
þakkir fyrir einstakt og hlýtt viðmót.
Hróbjartur Árnason Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir
Hjördís Árnadóttir Jóhann Jóhannsson
Helena Árnadóttir Tómas Njáll Möller
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
Ljómatúni 11, Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 15. júlí klukkan 13.30.
Ólafur Ágústsson
Lilja Ólafsdóttir, Þórólfur Steinar Arnarson og börn
Ágúst Ólafsson, Valborg Rósudóttir og börn
Þorsteinn Ólafsson, Thelma Björg Stefánsdóttir og börn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS SVANLAUG ÁRNADÓTTIR
lést á Skógarabæ, Reykjavík, þriðjudaginn
25. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 19. júlí klukkan 13.
Starfsfólki Vesturbæjar/Skógarbæ eru færðar bestu þakkir fyirir
góða umönnun.
Guðrún Valgeirsdóttir Björn Jónsson
Árni Valgeirsson Sesselja Kristinsdóttir
Hannes Valgeirsson Guðbjörg S. Stefánsdóttir
Pétur Valgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn