Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 44

Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 50 ára Brynja er fædd og uppalin í Vestur- bænum í Reykjavík. Síð- ustu þrjú ár hefur hún búið í Kópavogi. Hún starfaði við Hagaskóla 2001-2017 og Lang- holtsskóla 2017-2018. Svo hóf hún störf hjá InfoMentor í sér- fræðiráðgjöf. Hún er með kennarapróf og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Börn: Silja Rós Ragnarsdóttir, f. 1993, leikari og söngkona, og Valdimar Þór Ragnarsson, f. 1995, hagfræðingur. Eiginmaður: Ragnar Þór Valdimarsson tölvunarfræðingur, f. 1969. Foreldrar: Baldur Ingólfsson flugstjóri, f. 1944, ættaður úr Landeyjum, og Rós Ben- der tölvunarfræðingur, f. 1949, ættuð af Norðurlandi. Brynja Baldursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Berðu framtíðaráform þín undir vini og vandamenn. Vertu tilbúinn að taka við hrósi frá ókunnugum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lendir líklega í spennandi ástar- ævintýri næstu daga. Gleði þín og ánægja snerta aðra. Að vera bjartsýnn gerir allt auðveldara. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þeir hlutir sem þú hefur látið þig dreyma um svo lengi eru ekki eins fjar- lægir og þú heldur. Stígðu fram og segðu hug þinn umbúðalaust ef þú ert beðinn um það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Passaðu þig að ofhugsa ekki. Vandamálin hverfa ekki þó að þú sópir yfir þau. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gengur ekki að þú ríghaldir í alla skapaða hluti á vinnustaðnum og viljir drottna yfir öllu. Einhver fegrar hlutina um of. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Aldur er bara tala. Ekki láta neinn segja þér hvað er viðeigandi og hvað ekki. Farðu þínar eigin leiðir, það er löngu orðið tímabært. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hagaðu máli þínu svo að enginn sé í vafa um hvað þú vilt. Einhver nýr aðili kemur inn í líf þitt eins og stormsveipur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft ekki að vera stöðugt með þessar áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum. Gefðu þér tíma til að njóta feg- urðar náttúrunnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að góð vinátta er gulli betri. Skoðaðu dæmið af fullri skynsemi ef þú ætlar að ráðast í breytingar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitthvert valdatafl í gangi í vinnunni svo að þér er skapi næst að gefast upp. Hinkraðu samt aðeins og sjáðu hvað verður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gjafmildi felst ekki bara í því að gefa peninga sem maður hefur aflögu; það má líka gefa upplifun. Ef þú tekur að þér verkefni og ert útkeyrður verður þér ekk- ert úr verki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt ýmsir erfiðleikar steðji að þér máttu ekki láta þá stjórna lífi þínu. Fólk tekur mark á því sem þú segir, þú ert góð fyrirmynd. komandi frumbyggja á Löndum í Stöðvarfirði, en þar ólst Guðrún sjálf upp í 10 systkina hóp. „Við ólumst upp á þríbýli tíu börn á mismunandi aldri. Við vorum þó öll ung og gátum leikið okkur saman. Annars gerði maður ekki kröfur um mikið á þess- um tíma. Við vorum hálftíma að ganga í skólann,“ segir Guðrún. 16 ára fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík og var þar fjóra vetur. „Þar áttum við til dæmis allar í mesta landsins, stofnað 1904. Hún varð for- maður þess fyrst kvenna árin 1973- 84. „Þetta var bæði lærdómsríkt og gott. Ég hafði gott fólk með mér,“ segir Guðrún en í hennar tíð hóf stjórn félagsins að gefa út blað sem sent var til fólks af Austurlandi bú- setts í Reykjavík og nágrenni en allur ágóði af starfsemi félagsins fór aust- ur, eins og af Austfirðingamótum. Guðrún er Austfirðingur sjálf langt aftur í ættir og er nánar tiltekið af- G uðrún Kr. Jörgensen fé- lagsmálafrömuður er 90 ára í dag. „Ég hef sagt að á meðan ég hef séns- inn held ég áfram. Það er engin ástæða til að vera að leika eitthvert gamalmenni,“ segir Guðrún, sem í dag fer á afmælismót sér til heiðurs í sal Bridgesambandsins. Þar verða að spila um hundrað manns og var ekki annað að heyra á Guðrúnu í gær en að hún væri sérstaklega spennt fyrir deginum. „Mér finnst mjög gott að halda upp á þetta með fólkinu sem ég umgengst mest,“ segir hún, en hún hefur spilað brids í 55 ár. „Þetta hefur verið líf mitt.“ Guðrún kemur til með að þakka fyrir sig í af- mælinu í dag, „enda ekki óvön að fara í pontu eftir allt þetta vafstur í fé- lagsmálum í gegnum tíðina,“ segir hún. Guðrún ætlaði að nýta tækifærið og safna í bauk fyrir Kvenfélag Hrings- ins, sem rekur Barnaspítalann, en keppnisstjórar bættu um betur og ákváðu að láta allan aðgangseyri fyrir spilið í dag renna til Hringsins. Guð- rún segir ekki veita af um þessar mundir, ekki síst í ljósi frétta af E. coli-smiti barnanna. Hún hefur fylgst með málinu frá upphafi til enda, enda „dálítið fréttasjúk“ eins og hún orðar það. „Þetta er voðalega skrýtið og mikið rannsóknarefni,“ segir hún. Þetta er ekki í fyrsta og ekki síð- asta sinn sem Guðrún leggur sitt af mörkum til starfsemi Hringsins, nema síður sé: hún hefur verið í kven- félaginu frá árinu 1981 og var í stjórn þess árin 1993-1996. Hún tekur enn virkan þátt í starfsemi félagsins, eins og nú síðast í jólakaffinu, þar sem hún stýrði aðgerðum. „Ég var komin nið- ur eftir hálfníu. Ég þyki góð að stjórna og þær eru fegnar að ég geri það. Ég sníkti hangikjötið á 300 flat- kökur á sex stöðum og passaði að smjörið sem við fengum hjá Mjólkur- samsölunni væri mátulega mjúkt. Og ég er dálítið stolt af því að vera í þessu,“ segir hún. Önnur félagsmálastörf sem Guðrún getur verið hreykin af eru þau sem hún vann áratugum saman fyrir Aust- firðingafélagið, elsta átthagafélag lagi tvennt til að skipta um, en krakk- ar í dag eiga miklu meira af fötum. Þeir eiga alltof mikið af fötum,“ segir hún. Eftir útskrift úr Kvennaskólanum árið 1949 fór Guðrún aftur austur, þangað sem helst þurfti að ferðast siglandi. Þar var henni boðin vinna í kaupfélaginu þar sem hún vann til 1954. Þá fór hún aftur suður, vann hjá Karli Jónssyni gigtarlækni til 1957, en hafði gift sig árið 1955. Fyrsta barn sitt eignaðist hún 1956. Guðrún vann svo sem ráðskona kennara í Álftamýrarskóla árin 1985-1999. Guðrún hefur lifað tímana tvenna. „Ég er ekki með tölvu og ætla ekkert að fá mér tölvu. Ég held að þegar fólk eldist sé það mikilvæga hreyfing og samskipti, en ekki að sitja fyrir fram- an tölvuskjáinn,“ segir hún. Það hefur ýmislegt annað breyst frá því að hún var ung, eins og hlutverk kynjanna. „Okkur óraði til dæmis ekki fyrir því að síðar gengju drengir í Kvennaskól- ann þegar við vorum þar,“ segir hún og talar um að um miðja öld hafi það ekki tíðkast í sama mæli og nú að kon- ur væru að vinna úti, þó hún hafi gert það á köflum. Á sama hátt hafi barn- laust fólk ekki getað fengið sömu læknisfræðilegu aðstoð við að eignast börn, en á móti hafi komið að algeng- ara var að börn væru tekin í fóstur, enda féllu foreldrar oftar frá. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Bent Bjarni Jörgensen, bifvélavirkjameist- ari og einn af eigendum Sveins Egils- sonar. Hann var fæddur í Danmörku 25.8. 1927, d. 19.1. 2016. Þau gengu í hjónaband 19.11. 1955. Foreldrar Bents voru Alfred Christian Jörg- ensen, f. 25.4. 1901, d. 5.11. 1960, og Bjarney Ingimundardóttir Jörg- ensen, fædd á Patreksfirði 21.1. 1901, d. 18.10.1982. Börn Guðrúnar og Bents eru: 1) Aðalheiður S. Jörgensen, f. 11.5. 1956, tryggingafulltrúi, maki Friðgeir Sv. Kristinsson fjármálastjóri, f. 20.2. 1955. Börn Aðalheiðar eru: a) María Guðrún Nolan, f. 3.1. 1979, fram- kvæmdastjóri í Englandi, maki Þor- steinn Böðvarsson, f. 10.8. 1976, dóttir Guðrún Kr. Jörgensen, fyrrverandi formaður Austfirðingafélagsins – 90 ára Fjölskyldan á sjötugsafmæli Bents Frá vinstri Alfreð Bjarni, svo hjónin, Guðrún og Bent Bjarni, svo Aðalheiður og á endanum er Árni Ómar. „Ég þyki góð að stjórna“ Stjórn Austfirðingafélagsins 1979 Frá vinstri í efri röð eru Brynjólfur Ingólfsson, Birgir Stefánsson og Grímur Helgason. Í neðri röð eru Sigrún Haraldsdóttir, Guðrún sjálf og Sonja Berg. 40 ára Jón er fæddur og uppalinn í Víðilundi í Skagafirði. Hann er organisti í Skálholts- dómkirkju og hefur verið í 10 ár. Hann hef- ur píanókennarapróf úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og kantorspróf og einleiks- áfanga úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann hefur síðasta áratug búið í Reykholti, Bisk- upstungum, og flytur nú á Laugarvatn. Dóttir: Hildur Inga Jónsdóttir, f. 2012. Maki: Bergþóra Ragnarsdóttir djákna- kandídat, f. 1979. Hún er frá Akurnesi, Nesjum í Hornafirði. Foreldrar: Bjarni Á. Jóhannsson kennari, f. 1926, d. 2002, og Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1946. Þau eru bæði úr Skaga- firði. Jón Bjarnason Til hamingju með daginn Vinirnir Alexía Krist- ínardóttir Mixa og Hergill Frosti Frið- riksson seldu mar- engstoppa, smákökur, djús og kaffi 17. júní. Þau seldu veitingar fyrir 33.000 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum að gjöf. Rauði krossinn þakkar Alexíu og Hergli fyrir þetta rausnarlega framlag. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.