Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 52

Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Austurríski org- anistinn Johann- es Zeinler kemur fram á tvennum tónleikum í Hall- grímskirkju um helgina, á laug- ardag kl. 12 og á sunnudag kl. 17, en þeir eru á há- tíðinni Alþjóðlegt orgelsumar. Zeinler er einungis 26 ára en hef- ur, þrátt fyrir ungan aldur, þegar unnið til fjölda verðlauna, meðal annars sigrað í alþjóðlegum orgel- keppnunum í St. Albans og Char- tres. Hann hefur komið fram á þekktum tónlistarhátíðum víða um lönd, meðal annars í King’s College í Cambridge, Bavokerk í Haarlem, Dómkirkjunni í Poitiers, Fílharm- óníusalnum í Essen og Notre Dame dómkirkjunni í París Á tónleikunum í dag hljóma verk eftir Johann Sebastian Bach, Mau- rice Duruflé, Charles-Marie Widor og Louis Vierne. Á sunnudags- tónleikunum leikur Zeinler síðan verk eftir Bach, César Franck og Vierne. Ungur og umtal- aður organisti Johannes Zeinler Fríða Kristín Gísladóttir opnar í Gallerí Göngum í safnararheimili Háteigskirkju á mánudag klukk- an 17 sýningu er hún kallar Ljósið líkamnað en þá fagnar hún jafn- framt sextugs- afmæli sínu. Fríða nam við MHÍ og í framhaldi fatahönnun erlendis, þar sem hún fékkst líka við módelstörf. Hún hef- ur sett upp margar sýningar með verkum sínum. Nú sýnir Fríða að mestu verk máluð á þessu ári. Í tilkynningu segir: „Verk Friðu eru Niðurhal Ljóssins. Listamaðurinn málar í hugleiðslu þar sem hún tengir við æðri vitund. Útkoman er birting- armynd ljóss og ljósvera á striga. Fríða er einnig undir áhrifum frá náttúrufyrirbærum eins og norður- ljósum og fossum.“ Hluti verks á sýn- ingunni. Tónlistarkonurnar Ösp Eldjárn og Valeria Pozzo sameina krafta sína á tónleikum í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Eru þeir hluti af tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Ösp og Valeria Pozzo kynntust haustið 2011 þegar þær hófu báðar nám við tónlistarskóla í London. Síðan hafa þær haldið fjölda tón- leika saman, bæði á Íslandi og Bretlandi. Að þessu sinni munu þær stöllur flytja lög eftir Ösp, í bland við nokkur uppáhaldslög þeirra úr barnaleikritum Astridar Lindgren, Þorvaldar Þorsteins- sonar og fleiri og eru tónleikarnir við hæfi barna sem fullorðinna. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir Tónleikaröðin er styrkt af Hér- aðssjóði Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmis, KEA, Akureyrar- stofu, Tónlistarsjóði, Greifanum og sóknarnefnd Akureyrarkirkju og er partur af Listasumri á Akureyri. Halda tónleika í Akureyrarkirkju Listakonurnar Valeria Pozzo og Ösp Eldjárn koma fram í Akureyrarkirkju. Hin geysivinsæla þungarokkshljómsveit Me- tallica hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hún ætli að gefa út barnabók. Bókin, sem mun bera titilinn The ABCs of Metallica, verð- ur gefin út 26. nóvember, til styrktar góðgerð- arfélagi hljómsveitarinnar, All Within My Hands. Metallica skrifaði barnabókina í sam- starfi við rithöfundinn Howie Abrams og myndskreyting er í höndum Michael „Kaves“ McLeer. The ABCs of Metallica mun segja sögu hljómsveitarinnar frá A til Ö eða í raun- inni frá A til Z samkvæmt stafrófi frummáls- ins. Hver bókstafur er sagður tileinkaður há- punkti af ferli hljómsveitarinnar eða skemmtilegum staðreyndum um hana. Einhverjum gæti þótt undarlegt að hljómsveitin hafi ráðist í þessa út- gáfu enda álitamál hvort tónlist hennar og stormasöm saga er barnvæn. Þungarokkshljómsveit gefur út barnabók Stafrófið Kápa væntanlegrar barnabókar Metallica. Söngvar elds og óreiðu er gríðarlega hvöss og ofsafengin plata, hvergi slakað á frá fyrsta tóni. Orð eins og „ágengt“ og „heift- úðugt“ eiga vel við. Algleymi er hins vegar til muna fjölskrúðugra verk. Fullorðnara, á einhvern hátt. Brjál- aðri keyrslu er skipt út fyrir pæld- ari kafla og meiri mýkt, þó að ég hlæi reyndar upphátt þegar ég skrifa orðið „mýkt“ í þessu sam- hengi. En þar sem fyrri platan var eins og krepptur hnefi er þessi í faðmlaginu, opin fyrir öðrum leið- um og möguleikum. Ég nefni „Ísland, steingelda krummaskuð“ sem dæmi, það fer af stað í nokkurs konar „black‘n‘roll“ gír, en svo þeg- ar lengra er komið er opnað á afar melódískan og áhrifamikinn kafla. Algleymi er marglaga verk í raun, pláss fyrir ljós og skugga, og alveg jafn tilkomumikið og frumburður- inn, bara á allt annan hátt. Allir textar á íslensku, og eru þeir sungn- ir af eftirtektarverðum krafti. Rennsli verksins alls er mikilúðlegt, það er lýsingarorð sem á vel við. Hvassleika og grimmd vikið í burtu fyrir eitthvað stærra og eiginlega meira ógnvekjandi. Hljómur er góð- ur og D.G. gerir vel í að fylla inn í með tilraunakenndum blæbrigðum, sjá t.d. endann á „Allt sem eitt sinn blómstraði“, skuggalegt sveim lok- ar því lagi með bravúr. Og svo hend- ast menn í keyrslu strax á eftir í lag- inu „Alsæla“. Það er mikið vor núna í íslensku svartþungarokki, alls kyns hljóm- sveitir að störfum og nálgast þau þetta dásamlega form á ólíka vegu. Tengingar við útlönd eru sterkar og um útgáfu og dreifingu á þessu verki sér Norma Evangelium Dia- boli, frönsk útgáfa sem m.a. hefur gefið út risa eins og Deathspell Omega, Funeral Mist og Watain. Misþyrming kom þá fram á As- cension-tónlistarhátíðinni í Mos- fellsbæ fyrir stuttu, einstaklega metnaðarfullri hátíð, og það segir sitthvað að hægt sé að keyra þriggja daga, fremur sérhæfða öfgarokks- hátíð hér á Íslandi (og svo erum við með tvær slíkar hátíðir til viðbótar). Misþyrming mun síðan halda í tón- leikaferðalag um Evrópu í sept- ember til að fagna útgáfu Algleymis. Með svipur á lofti »En þar sem fyrriplatan var eins og krepptur hnefi er þessi í faðmlaginu, opin fyrir öðrum leiðum og mögu- leikum. Ljósmynd/Verði ljós Ný plata íslensku svartmálmssveitar- innar Misþyrmingar kallast Algleymi og er hún þegar farin að vekja mikla athygli, innanlands sem utan. Öflugir Meðlimir Misþyrmingar kalla ekki allt ömmu sína. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Misþyrming hefur verið meðhelstu svartþungarokks-sveitum íslenskum um langa hríð, staða sem hún innsiglaði með hinni mögnuðu Söngvar elds og óreiðu árið 2015. Senan hérlendis – og erlendis – er því búin að bíða í of- væni eftir næsta skammti. Við- brögðin létu enda ekki á sér standa er platan nýja, Algleymi, leit svo loks dagsins ljós og lenti meðal ann- ars í 11. sæti World Albums- lista Billboard. Upptökur Algleymis hófust árið 2016 en í byrjun árs 2017, þegar platan var tilbúin, voru meðlimir Misþyrm- ingar ekki nógu ánægðir með út- komu upptakanna, eins og fram kemur í formlegri fréttatilkynn- ingu. Því var ákveðið að hljóðrita alla plötuna upp á nýtt. Um hljóð- ritun sá D.G., forsprakki sveitar- innar, og var hún svo hljómjöfnuð í Orgone Studios í Bretlandi af Jamie Gomez Arellano. Vegur íslensks svartþunga- rokks er orðinn giska mikill erlend- is, sérstaklega í þeim kreðsum sem eru með puttann á svarta púlsinum. Glæst umslag plötunnar inniheldur t.d. málverk eftir Manuel Tinnem- ans, en hann hefur unnið með virt- um tónlistarmönnum í svartþung- arokkinu, eins og t.d. Deathspell Omega og Urfaust. Fríða Kristín sýnir í Galleríi Göngum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.