Morgunblaðið - 15.07.2019, Page 1
M Á N U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 164. tölublað 107. árgangur
NÝ GESTASTOFA
OPNUÐ HJÁ
ORF LÍFTÆKNI DRÖG AÐ ÖRYGGISÁÆTLUN
STARFRÆKIR RIT-
HÖFUNDASKÓLA
FYRIR BÖRN
BÖRN ERU 37% SLASAÐRA 14 LÆSI BARNA ER VANDAMÁL 28TAKA Á MÓTI MÖRGUM 12
Lið ÍR-inga hrósaði sigri á 93. Meistaramóti Íslands í frjáls-
um íþróttum sem lauk á Laugardalsvellinum í gær. Þetta
var þriðji sigur ÍR-inga í röð á Meistaramótinu, en þeir
höfðu betur gegn FH-ingum sem höfnuðu í öðru sætinu og
Breiðabliki sem varð í þriðja sæti. Flest besta frjáls-
íþróttafólk landsins tók þátt í mótinu. Hlaupadrottningin
Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í 800 metra hlaupinu í
gær og hér á myndinni má sjá hana fyrir miðju í hlaupinu.
Við hlið hennar, önnur til hægri, er Iðunn Björg Arnalds-
dóttir, systir Anítu, sem hafnaði í þriðja sæti, en Ingibjörg
Sigurðardóttir, önnur frá hægri, varð í öðru sæti. Allar eru
þær í ÍR. » Íþróttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍR-ingar hrósuðu sigri á Meistaramóti Íslands
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Í nýjum umferðarlögum sem taka
gildi í upphafi næsta árs er handhöf-
um stæðiskorta (P-korta) fyrir hreyfi-
hamlaða heimilað að keyra á vélknún-
um ökutækjum á göngugötum og
leggja þar í sérstök stæði. Í áætlunum
Reykjavíkurborgar er einna mest um
hugmyndir um göngugötur og stend-
ur til að gera meirihluta Laugavegar
að varanlegri göngugötu, en hingað til
hefur Laugavegi aðeins verið lokað
tímabundið fyrir bílaumferð.
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi
Viðreisnar, segir það breyta ásýnd
göngugatna ef fólk sem þar sé, t.d.
með börn sín, þurfi að hafa varann á
vegna bílaumferðar.
„Ég held það sé betri lausn til
framtíðar að búa til fallega og mann-
væna miðborg í staðinn fyrir að líta
alltaf til þess að bíllinn sé leið fólk til
þess að komast sem næst verslunum
eða fyrirtækjum,“ segir Pawel, en
hann hefur óskað upplýsinga um
fjölda handhafa stæðiskorta, sem
virðist ekki liggja fyrir.
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, er ósammála
Pawel, en hún lagði til að borgar-
stjórn samþykkti sambærilega tillögu
í haust sem fékk óblíðar móttökur að
hennar sögn. „Þegar þetta er orðið að
lögum efast ég um að þau geti komist
hjá þessu. Borgin verður að virða
lögin,“ segir hún. »6
Ósætti ríkir um bíla-
umferð á göngugötum
Hreyfihömluðum veitt heimild til að keyra á göngugötum
Morgunblaðið/Eggert
Göngugata Á tilteknum tíma hingað til hefur akstur verið bannaður á hluta
Laugavegar. Til stendur að hann verði varanleg göngugata innan tíðar.
Stefnan sem borgarmeirihlutinn
fylgir til að minnka bílaumferð, með
þéttingu byggðar, hefur snúist upp í
andhverfu sína, segir Egill Þór Jóns-
son borgarfulltrúi. Segist hann
gjarnan vera þrjú korter að aka úr
Breiðholti niður í Ráðhús en bróðir
hans aki frá Þorlákshöfn í Grafar-
vog á 35 mínútum. Hann á allar ræt-
ur að rekja í Breiðholtið og segir
mikilvægt að tekið verði á ýmsum
þeim málum er snúa að almennri vel-
ferð ungmenna og barna þar. »10
Mikilvægt að taka á
málum í Breiðholti
Framkvæmdir hófust fyrir viku á
húsnæði Safns Jóns Sigurðssonar á
Hrafnseyri við Arnarfjörð á Vest-
fjörðum. Verið er að skipta út hluta
af gamalli múrhúð á framhlið húss-
ins og mála það, en húsið er bæði
nýtt sem íbúðarhús og undir Safn
Jóns Sigurðssonar.
Að sögn Valdimars Halldórs-
sonar, staðarhaldara á Hrafnseyri,
koma milli 5.000 og 6.000 ferða-
menn yfir sumartímann á Hrafns-
eyri. Að hans sögn eru fleiri á ferð-
inni í ár en í fyrra og eru gestir
skemmtiferðaskipa sem sækja Ísa-
fjörð heim áberandi. »11
Unnið að viðgerðum
á Hrafnseyri
Sigurður Pétur Snorrason, stofn-
andi RVK Brewing Company og for-
maður samtaka íslenskra hand-
verksbrugghúsa, segir marga
bjórframleiðendur telja ótækt að
lægri gjöld séu lögð á léttvín en bjór
og vilji að lagaumhverfið verði
endurskoðað. Hann og fleiri fram-
leiðendur séu að skapa störf, ný-
sköpun sé um allt land og framleið-
endur fái til sín gesti og túrista. Á
sama tíma búi bjórframleiðendur við
mjög óþjált og íþyngjandi umhverfi
áfengisgjalda. Agnes Anna Sigurð-
ardóttir, eigandi Kalda segir að ekki
sé nægjanlega hlúð að íslenskri bjór-
framleiðslu og telur galið að kampa-
vín og fleiri vinsælir drykkir beri
lægri gjöld en bjór. »2
Vilja lægri
gjöld á bjór
Morgunblaðið/Eggert
Mismunun Áfengisgjöld eru mest á
sterk vín, svo bjór og loks á léttvín.