Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Það er allgamall íslenskur ósið-ur að birta árlega álagða skatta einstaklinga og slá svo upp meintum reiknuðum tekjum út frá þeim upplýsingum. Ríkisvaldið, sem á að verja rétt fólks til einka- lífs, stendur sjálft fyrir þessum ósköpum. Sennileg skýring á því að þetta viðgengst er að þetta hófst áður en farið var að huga mjög að réttinum til einkalífs. Umræður um þann rétt hafa auk- ist með vaxandi og réttmætum áhyggjum af því að tæknin ógni einkalífinu mjög.    Vernd einkalífs fólks er mikil-væg og áherslan á hana á að fara vaxandi. Stofnunin Persónu- vernd er eitt af því sem á að stuðla að aukinni persónuvernd, en varla verður sagt að stofnunin standi undir nafni í nýjum úr- skurði.    Þar er fjallað um heimildir tilbirtingar fyrrgreindra við- kvæmra persónuupplýsinga og kemst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að birting sé heimil, en að óheimilt sé að upplýsa um gjöld einstaklinga í framkvæmda- sjóð aldraðra og til Ríkis- útvarpsins! Þá megi í þessu sam- bandi ekki birta kennitölu fólks, en nafn, heimilisfang og fæðingardag megi birta!    Þetta er hlægilegt en því miðurekki grín. Og Persónuvernd vísar í lög úrskurðinum til stuðn- ings, þannig að vandinn virðist liggja hjá löggjafanum.    Er ekki tímabært, ekki síst íljósi aukins mikilvægis persónuverndar, að einhverjir þingmenn taki sig saman og ráði bót á þessu? Hlægilegt en þó ekkert grín STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Þetta verður svolítið bara svona áfram. Vikan er voðalega einsleit,“ sagði Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi og spurðist fyrir um veðurhorfur í vik- unni. Eftir góða byrjun á sumrinu, þ. á m. júnímánuð sem klóraði í Íslands- met í sólskinsstundum á höfuð- borgarsvæðinu, hefur verið nokkuð þungbúið um helgina og er útlit fyr- ir að slíkt haldi áfram. „Það voru þessi skil núna, sem fóru yfir í [gær] og endast út bróðurpart [dagsins í dag]. Svo fáum við aðeins aðra gusu á þriðjudag og miðvikudag, sem snertir eiginlega mest allt landið,“ sagði Páll Ágúst. Sagði hann að síðar í vikunni, á fimmtudag og föstudag, væri útlit fyrir rigningarveður á Suðaustur- landi og Austurlandi, „og gengur svo yfir Norðurlandið. Suðvestur- og Vesturlandið sleppur örugglega. Svo það sést örugglega í eitthvað blátt á milli þar.“ Aðspurður sagði hann að áfram yrði hiti þó tiltölulega mildur. „Það munu áfram sjást ágætis hitatölur. Svona tíu til fimmtán gráður hérna suðvestanmegin og svona fimmtán til tuttugu gráður norðaustanlands.“ Útlit fyrir „aðra gusu“ á morgun  Veður í vikunni voðalega einsleitt  Sést örugglega í „eitthvað blátt“ Morgunblaðið/Hari Þungbúið Ef að líkum lætur verða grá ský algeng sjón í vikunni. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Á annað hundrað keppenda voru skráðir til leiks í frjálsíþróttum á þriðja og síðasta degi Sumarhátíðar Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í gær, en sumar- hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1983. Fjölmennasta keppnis- greinin á laugardag var sund en á föstudag var keppt í örlítið óhefð- bundnari greinum, þar á meðal í stígvélakasti. Var sú keppnisgrein hluti af góðgerðarmótinu sem haldið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum, en góðgerðarmótið markaði upphaf hátíðarinnar. Safnað var í þágu geð- heilbrigðismála á Austurlandi. Spurð hvers vegna geðheilbrigðis- mál hefði verið valin í þetta sinn sagði Gréta Sóley Arngrímsdóttir, hjá UÍA, málefnið hafa þurft á fjár- stuðningi að halda, en til stæði að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir átján ára og eldri. „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir þann hóp hefur svolítið setið á hak- anum,“ sagði hún. Auk frjálsra íþróttir og sunds var keppt í hinum ýmsu greinum, þar á meðal fjallahjólreiðum, bogfimi og kökuskreytingum. Lögðu áherslu á fjölbreytni Spurð hvort lögð hefði verið áhersla á að bjóða upp á keppnir í „óhefðbundnari íþróttum“, en ekki stórum íþróttum eins og körfubolta og fótbolta, sagði Gréta að fyrst og fremst hefði verið lögð áhersla á fjöl- breytni í keppnisgreinum. „En við vorum með keppni í brennibolta,“ bætti hún við. Þá var í fyrsta skipti keppt í raf- íþróttum á sumarhátíð UÍA. „Keppt var í FIFA og Rocket League,“ sagði Gréta, en fyrrnefndi tölvuleik- urinn er knattspyrnuleikur og sá seinni bílaleikur. Keppt bæði í sundi og stígvélakasti  Rafíþróttir á með- al keppnisgreina á Sumarhátíð UÍA Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Vaskir Ungir menn munda bogann í bogfimikeppninni fyrir austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.