Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opin handavinnustofa kl. 9 -12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Mánudagur: Bingó kl. 13.00. Magnús Einarsson hrossa- ræktandi frá Kjarnholtum er með myndasýningu í matsalnum næstu vikur, allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hringboðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndasamkepp- nin um nafn á nýju útitækjunum í fullum gangi lýkur að kveldi 17. júlí. Hádegismatur kl. 11:30. Handavinnuhornið kl. 13-15. Félagsvist kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Núvitund í handverkstofu kl. 10.30. Göngutúr um hverfið kl. 13.00. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur frá 11.30 til 12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14.30 til 15.30 alla virka daga. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.00. Bridge í Jónshúsi kl. 13.00. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.15 Canasta. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum með Margréti kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45,upplestur kl.11, hádegisverður kl.11.30, ganga m.starfsmanni kl.14, síðdegiskaffi kl.14.30, bíó í betri stofunni kl.15.30.Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Minnum á harmonikkuballið á fimmtudaginn klukkan 15.00 - 17.00. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegis- matur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ Fanney Eiríks-dóttir fæddist á Landspítalanum 10. mars 1987. Hún lést á líknardeild LSH 7. júlí 2019. Foreldrar henn- ar eru Rósa Lára Guðlaugsdóttir, f. 7.1. 1955, og Eirík- ur Sturla Jóhann- esson, f. 22.2. 1955. Fanney var yngst þriggja systra. Systur hennar eru: Linda Björk Eiríksdóttir, f. 27.8. 1978, og Gyða Eiríksdóttir, f. 3.10. 1983. Eiginmaður Fanneyjar er Ragnar Snær Njálsson, f. 20.4. 1986. Foreldrar hans eru Njáll skrifaðist sem stúdent úr Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Fanney vann alla tíð með skól- anum og var verslunarstjóri í GS skóm Kringlunni. Síðar starfaði hún í nokkur ár á lög- mannsstofu Guðmundar Ólafs- sonar sem aðstoðarkona lög- manns. Fanney bjó í Garðabæ þar til hún og Ragnar stofnuðu saman heimili í Hafnarfirði. Fanney helgaði sig móðurhlutverkinu eftir að dóttir þeirra Ragnars, Emilý Rósa, kom í heiminn. . Fanney æfði dans og knatt- spyrnu á sínum yngri árum. Hún var alla tíð iðin við líkamsrækt og var Boot Camp hennar helsta áhugamál síðustu árin. Útför Fanneyjar fer fram frá Vídalínskirkju Garðabæ í dag, 15. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Harðarson, f. 27.10. 1961, og Marsibil Fjóla Snæbjarnar- dóttir, f. 5.11. 1963. Systir Ragnars er Svala Fanney Njálsdóttir, f. 1.2. 1981. Fanney og Ragn- ar gengu í hjóna- band í Hafnar- fjarðarkirkju 16. júlí 2016. Börn þeirra eru Emilý Rósa Snædahl Ragnarsdóttir, f. 27.12. 2014, og Erik Fjólar Snædahl Ragnars- son, f. 24.9. 2018. Fanney ólst upp í Garðabæ þar sem hún gekk í Flataskóla og síðar Garðaskóla. Hún út- Elsku Fanney frænka, ef ég mætti lýsa þér með einu orði, þá væri það hetja. Þú sýndir það og sannaðir hversu mikill styrkur bjó í þér í þinni baráttu. Þegar ég hugsa til þín koma upp svo marg- ar skemmtilegar minningar. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst hrædd við unglinga. Við vorum kannski 11 eða 12 ára þegar við vorum á leiðinni út í sjoppu af því að það þurfti að kaupa stóran nammipoka til að hafa fyrir kósí- kvöldið okkar. Allir sem þekkja þig vita að þú varst alltaf með besta og stærsta nammipokann. Við gengum af stað út í sjoppu og skyndilega stoppaðir þú og hljópst svo yfir götuna. Ég hljóp á eftir þér og spurði hvað væri eig- inlega í gangi. Þú sagðir: „Æi, það eru unglingar þarna, ég er svo hrædd um að þeir elti okkur.“ Það voru ófá skiptin sem við gistum saman og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Skemmtilegast fannst okkur þegar Gyða vildi hafa okk- ur með. Að passa fannst okkur mjög gaman, sérstaklega ef það var eitthvað fram eftir kvöldi. Eitt sinn þegar við vorum að passa fyrir Beggu frænku gerð- irðu nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Þú talaðir oft upp úr svefni en oft skildist ekkert hvað þú varst að segja. Þetta kvöld skildi ég allt sem þú sagðir. Ég ýtti í þig til að vekja þig og spurði hvort að við ættum ekki að hringja í Beggu. Þú settist upp með lokuð augun og sagðir: „Fáðu þér bara sjálf vatn í krananum.“ Ég passaði mig að hlæja ekki og spurði aftur hvort við ættum ekki að hringja í Beggu og þá sagðir þú: „Úlpan þín er inni á klósetti.“ Þá sprakk ég úr hlátri og þú vakn- aðir. Þú varst alltaf svo skemmti- leg og hafðir mikinn húmor fyrir sjálfri þér. Alls staðar þar sem þú varst var gaman, þú eignaðist vini alls staðar og varst góð við alla. Þú varst jafn falleg að innan sem utan og það var alltaf hægt að leita til þín í erfiðleikum. Þegar ég fékk bílpróf var oft farið á rúntinn og þú varst yfirleitt búin að skrifa geisladisk með nýjustu tónlist- inni. Þú klikkaðir aldrei í tónlist- inni og kunnir öll skemmtilegustu lögin utan að og varst ótrúlega fljót að ná þeim. Það var mikið hlegið og spjallað í þessum bíltúr- um. Þegar við urðum mömmur fannst okkur ekki leiðinlegt að hittast og gera eitthvað skemmti- legt saman. Það er svo margt sem ég get skrifað um þig því þú varst hrókur alls fagnaðar. Ég mun minnast þín með gleði og söknuði þar til ég kem og hitti þig. Þú munt alltaf vera bjartasta stjarn- an á himninum. Þín frænka Elva Rut Ólafsdóttir. Lítið fallegt stelpuskott fagnar frænku sinni með innilegu knúsi þegar hún kíkir í heimsókn til fjöl- skyldunnar í Kjarrmóunum. Sú stutta bíður róleg á meðan frænk- an nælir sér í kaffibolla og kemur sér fyrir í notalegum hægindastól í stofunni. Þá kemur stelpuskottið upp að hægindastólnum, styður sig við sætisarminn, horfir með sínum fallegu augum á frænku sína og segir: „Sjóka, má blása?“ Fátt þykir henni nefnilega skemmtilegra en þegar frænka dregur eldspýtur upp úr veskinu sínu og leyfir henni að blása á log- ann. Á þessum árum voru nefni- lega slík verkfæri iðulega í tösk- unni hennar frænku. Þónokkuð margir eldspýtustokkar fóru í þessa iðju okkar Fanneyjar. Frænka kveikti logann á eldspýt- unni sem sú stutta blés á með miklum tilþrifum. Þessi minning hefur ætíð verið mér hugleikin en hefur nú verið færð í kistu dýr- mætustu minninganna ásamt öðr- um sem ég á frá hennar allt of stuttu ævi. Minningabrotin líða hjá í huga mínum. Minning um fallega og lífsglaða stúlku í ógleymanlegri ferð með fjölskyldunni til Mal- lorca þar sem hún sigraði í lim- bódansi með glæsibrag. Minning um unga og glæsilega stúdínu sem voru allir vegir færir og lífið brosti við. Minning um fegurðar- dís sem geislaði af og mér þótti bera af öðrum fögrum dísum. Minning um unga stolta móður og fagra brúði. Minning um unga konu með mikinn baráttuvilja og þrek. Björt sumarnóttin var eins og þær gerast fegurstar á Íslandi þegar lífslogi minnar elskuðu bróðurdóttur, Fanneyjar, slokkn- aði í hinsta sinn. Loginn sem hún reyndi, af öllum þeim mætti sem hún átti til, að halda lifandi en varð að lokum að játa sig sigraða. Við, sem eftir sitjum hnípin, syrgjum en á sama tíma fögnum við lífi þessarar fögru mannveru. Lífi sem skilur eftir sig tvö yndis- leg börn og minningar sem við getum yljað okkur við. Ég og fjölskylda mín biðjum al- mættið um að veita ykkur styrk í sorginni, kæri Ragnar og börn, Eiríkur, minn kæri bróðir, Rósa mágkona, Linda, Gyða og fjöl- skyldur. Minningin um mannveru sem var jafn fögur að utan sem innan lifir með okkur öllum. Ég kveð þig, elsku Fanney mín, með þessum ljóðlínum Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson) Snjólaug (Snjóka frænka). Elsku fallega Fanney mín. Það er ósanngjarnt hversu hratt líf manns getur breyst og ég trúi því ekki enn að þú sért farin frá okk- ur. Ég vildi óska þess að mig væri að dreyma vondan draum! Fyrir ári varst þú í blóma lífs þíns og geislandi af hamingju komin um 20 vikur á leið. Eftir að þú greind- ist með krabbamein kom ekki annað til greina en að berjast og það hart. Ég hef aldrei kynnst eins mikilli hetjudáð og þú sýndir síðastliðna 11 mánuði. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið þig inn í líf mitt fyr- ir meira en áratug og ég þakka Kristbjörgu vinkonu okkar fyrir það. Endalausar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka og sem betur fer auðveldar tæknin manni að geyma dýrmæt- ar minningar. Elsku fallegu gim- steinarnir þínir, Emilý Rósa og Erik Fjólar fá að sjá myndir og myndbönd af mömmu sinni þegar þau verða eldri. Elsku Fanney þú passaðir að öllum liði vel og varst ávallt til staðar fyrir vini þína. Takk fyrir alla aðstoðina í gegnum tíðina og takk fyrir að vera svona góð við dóttur mína, Ásu. Þú gafst henni margar fallegar gjafir og fullt af dóti frá Emilý. Ég mun varðveita þetta allt og hlakka til að segja Ásu sögur af fallega englinum sem vakir yfir okkur. Mörg voru kvöldin sem við átt- um saman í Fellsmúlanum, sér- staklega hér áður fyrr þegar þú komst með harða diskinn þinn til þess að fá ný lög. Tónlist var stór partur af lífi þínu og það er gaman að horfa á myndbönd þar sem þú rappar alla undir borðið! Þrátt fyrir að hafa verið mikið kvalin og þreytt á líknardeildinni þá gastu muldrað textann og dillað hönd- um við lög Cardi B. Þetta getur enginn nema elsku besta Fanney! Dýrmætu stundunum sem við áttum síðustu vikur og mánuði mun ég aldrei gleyma en engan grunaði að þetta myndi gerast svona hratt. Ég er svo glöð fyrir þína hönd að þú ákvaðst að halda upp á afmælið þitt í mars síðast- liðnum. Sá dagur er besta minn- ingin sem ég á um þig og þú geisl- aðir af gleði umkringd dásam- legum vinkonum! Barátta þín síðastliðið ár hefur kennt mér að taka ekkert sem sjálfsagðan hlut og einblína enn meira á að lifa lífinu núna með dóttur minni. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. (Úr Hávamálum) Elsku Raggi, Emilý, Erik, Rósa, Eiki, Linda og Gyða, ég votta mína dýpstu samúð og þið hafið staðið ykkur af mikilli dáð í baráttu Fanneyjar. Nú er elsku hetjan okkar komin í ró og fylgir okkur að himnum ofan. Elska þig Fanney! Ingveldur (Inga Kristjáns) og Ása. Elsku Fanney. Elsku lífsglaða vinkona mín sem ég elska svo mikið. Drættir pennans eru þungir og það er sárara en öll orð fá lýst að þurfa að kveðja þig. Við sem áttum allt lífið saman framundan. Við töluð- um svo oft um hvað það yrði gam- an hjá okkur á elliheimilinu í framtíðinni að rifja upp gamlar fyndnar minningar og skoða myndir. Ég er svo þakklát fyrir okkar einstöku vináttu og allt sem henni fylgdi. Þú varst svo ótrúlega dýr- mætt eintak og heimurinn mætti læra fullt af þér. Þú tókst lífið ekki of alvarlega og það átti alltaf að vera gaman. Bros þitt og gleði þín lýsti upp hvert herbergi sem þú komst inn í og þú heillaðir alla upp úr skónum með persónuleika þínum. Þú varst sterkasta mann- eskja sem ég hef á ævi minni kynnst og alltaf með jákvæðnina að leiðarljósi. Þessi illkvittni sjúk- dómur átti ekki að buga þig og hann gerði það ekki, þú barðist af hetjudáð fram á síðustu mínútu og kvartaðir aldrei. Þú talaðir alltaf um að það ætti ekki að vor- kenna þér því það væru margir aðrir sem ættu erfitt. Þetta lýsir svo vel þeirri manneskju sem þú ert, mesti nagli í heimi og með hjarta úr gulli. Ég á eftir að sakna þess að vera með þér í bíl og hlusta á skrítna rapptónlist sem ég þekkti ekki en þú kunnir alla texta við, hlátursins, símtalanna og faðma- laganna sem sögðu meira en þús- und orð. Minning þín mun lifa alla ævi. Emilý Rósa og Erik Fjólar munu fá að heyra óteljandi sögur af lífs- glöðu mömmu sinni sem var tekin frá þeim alltof snemma. Ég mun sakna nærveru þinnar og kveð þig með tár í augum og tómarúm í hjarta. Englar eins og þú: Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín vinkona Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir. Elsku besta vinkona mín, þeg- ar ég hitti þig fyrst datt mér aldr- ei í hug að þú myndir hafa svona gríðarleg áhrif á líf mitt og verða ein mikilvægasta manneskjan í mínu lífi. Allar dýrmætu stund- irnar sem við áttum saman mun ég geyma með mér svo lengi sem ég lifi. Árið 2010 eignaðist ég bestu vinkonu mína. Næstu ár á eftir eru eftirminnilegustu ár lífs míns þar sem við eyddum fleiri dögum saman en í sundur, við gerðum allt saman, einu stundirn- ar sem við vorum ekki saman var á næturnar, svona nánast. Það var orðið þannig að ef ég mætti ein í ræktina þá spurðu allir: „Hvar er Fanney?“ Fólki fannst athugavert að sjá okkur hvora í sínu lagi. Við vorum ein heild. Þú lagðir mér lífsreglurnar, passaðir ávallt upp á mig og hafðir alltaf vit fyrir mér, fyrir utan þau skipti sem þú manaðir mig upp í að gera eitthvað heimskulegt sem við hlógum svo mikið að. Þú settir alltaf þá sem voru þér næstir í fyrsta sæti og passaðir að okkur liði ekki illa, líka þegar þér leið hvað verst þá passaðirðu upp á að okkur liði vel. Þú hafðir svo mikið að gefa öðrum með þitt stóra hjarta. Það var ómögulegt að rök- ræða við þig, þú varst ein sú þrjóskasta. Þú stóðst alltaf föst á þínu og hafðir oftast rétt fyrir þér. Það fór einmitt þannig að þrjóskan í þér og vitleysan í mér varð til þess að við töluðumst ekki við í eitt ár. Sá tími var sá erfiðasti sem ég hef upplifað ásamt síðast- liðnu ári þar sem þú barðist hetju- lega við krabbameinið. Ég man að ég hringdi í þig niðurbrotin eftir að hafa ekki talað við þig í eitt ár. Eftir það símtal tókum við upp þráðinn þar sem frá var horfið eins og ekkert hefði gerst. Allt var orðið eins og það var, þegar við mættum hvor í sínu lagi á Bo- otcamp-æfingar var ég spurð hvar þú værir. Eftir þetta ár sem við töluðumst ekki við hét ég því að missa þig ekki aftur en hér er- um við í dag þar sem ég kveð þig í hinsta sinn. Í þetta skipti get ég ekki hringt í þig og fengið þig til baka. Þú ætlaðir ekki að tapa þessari baráttu fyrir börnin þín, þú vildir lifa fyrir þau. Við munum sjá til þess á hverjum degi að þau viti að mamma þeirra elskar þau og fái að vita hversu yndisleg mamma þeirra var. Þú náðir að snerta mörg hjörtu þar á meðal hjarta litlu systur minnar sem leit á þig sem vinkonu sína og teiknaði hún margar myndir handa þér sem þér þótti svo vænt um. Hún á margar minningar með þér og stendur upp úr þegar við bökuð- um lakkrístoppa fyrir þig og fór- um með á spítalann til þín, henni fannst svo gott að geta glatt þig, því þú gladdir hana alltaf. Þú elskaðir tónlist, það var alltaf tón- list í kringum þig og við sungum hástöfum saman við Celine Dion, það voru dýrmætar stundir. Þú varst með náðargáfu í að læra texta við ótrúlegustu rapplög og allt fram á síðustu stundu muldr- aðir þú textana þrátt fyrir að vera kvalin. Ég votta börnunum þín- um, Emilý Rósu og Erik Fjólari, Ragnari og dásamlegu fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Minn- ing þín lifir í okkur öllum. Ég elska þig, Fanney mín. Þín vinkona Thelma Rut Svansdóttir. Það er sárt að þurfa að kveðja Fanneyju, einstaka unga konu. Kynni við Fanneyju voru í gegnum samstarf á Jarðhitasýn- ingunni í Hellisheiðarvirkjun sem hófst árið 2016. Fanney var alltaf tilbúin þegar þörf var á. Hún var glaðlynd, vandvirk, með þægilega nærveru og átti einstaklega gott með að ná til fólks. Alltaf var stutt í hláturinn í kringum Fanneyju og ekki sjaldan að hún kom með bakkelsi sem hún hafði búið til sjálf handa hópnum. Síðastliðið sumar tilkynnti Fanney að þau ættu von á barni, sem voru mikil gleðitíðindi. Stuttu síðar sagði hún mér þær sorgarfréttir að hún hefði greinst með krabbamein. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Fyrir hönd starfsfólks Jarð- hitasýningar ON sendi ég Ragn- ari Snæ eiginmanni Fanneyjar, börnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Minning um einstaka konu mun lifa með okkur. Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, rekstrarstjóri ON. Fanney Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.