Morgunblaðið - 15.07.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að gera ekki of miklar
kröfur til þín, þú talar þig of oft niður. Ekki
gefa þumlung eftir þegar einhver ætlar að
valta yfir þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú veist sitt af hverju en til allrar
hamingju ekki allt, enda væri það mjög
þreytandi fyrir félagana. Ekki vera sífellt á
varðbergi, slakaðu á.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú verður að grípa gæsina þeg-
ar hún gefst og notfæra þér þær að-
stæður sem eru heppilegar hverju sinni.
Njóttu þess sem er þitt og láttu af allri
græðgi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur verið erfitt að standa
frammi fyrir því að aðrir haldi mann vita
meira en raunin er. Allt félagsstarf mun
gera þér gott.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Taktu þér smáhvíld frá daglega
amstrinu. Þú kynnist manneskju sem á
eftir að lífga upp á tilveru þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu vera að taka áhættu í pen-
ingamálum í dag. Farðu á fætur fyrir allar
aldir og nýttu þér tímann þar til allir
vakna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kraftur þinn liggur í loftinu, taktu af
skarið og náðu forskoti. En ef þú leggur
þig fram geta allir þínir draumar ræst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Við notum sjaldnast tækifær-
ið til að tjá okkur við fólk er við hittum á
förnum vegi en á því verður breyting í
dag. Mest spennandi verkefni dagsins
teygjast vel fram á kvöld.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ættir að láta það eftir þér
að leita hugsvölunar í góðri bók, kvikmynd
eða tónlist. Þú tekur spor í rétta átt í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ferð að öllu með gát í dag.
Taktu engu sem sjálfsögðum hlut og
þakkaðu fyrir það líf sem þú átt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stutt ferðalög fela í sér ýmis-
legt óvænt. Njóttu þess að ræða málin við
makann og freista þess að fá botn í hlut-
ina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er óhætt að treysta eigin til-
finningum í vandasamri ákvörðun sem nú
bíður þín. Vertu örlát/ur og þú munt upp-
skera ríkulega.
M
agnús Björnsson er
fimmtugur í dag.
„Samkvæmt kenn-
ingu Konfúsíusar er
ég að renna inn í
besta skeið ævi minnar. Nú á ég að
vita allt og þekkja allt. Það stenst nú
reyndar engan veginn,“ segir hann
glaður í bragði við blaðamann. „En
ég á alla vega að geta kennt öðrum
núna,“ segir hann og það er í vissum
skilningi hlutverk hans sem for-
stöðumanns Konfúsíusarstofnunar-
innar Norðurljósa við Háskóla Ís-
lands. Hann fer fyrir þessari
kínversku menningar- og mennta-
stofnun sem teygir anga sína inn í
500 menntastofnanir um allan heim
og sinnir kennslu og kynningu á kín-
verskum fræðum. Því er það ekkert
annað en viðeigandi að á þessum
tímamótum vísi Magnús í Konfúsíus,
kínverska heimspekinginn fræga frá
5. öld f.Kr., enda skyldi maður ætla
að hann væri ákveðinn leiðtogi lífs
hans.
Magnús er ánægður, hann er stolt-
ur af þessum störfum. „Það eru alger
forréttindi að fá að vinna við það sem
stendur manni hjarta næst. Svo fel-
ast í þessu mikil samskipti við Kín-
verja, sem þó þau geti verið svolítið
þreytandi stundum færa mér mikla
ánægju,“ segir hann. Hann er altal-
andi á kínversku eins og vænta má
en samband hans við landið má rekja
til hálfgerðrar heimsreisu sem hann
fór í eftir útskrift úr menntaskóla.
„Ég fór í Síberíuhraðlestina svoköll-
uðu og endaði þá í Kína. Þar tók ég
ástfóstri við landið. Mér leist svo vel
á það að ég ákvað að ég yrði að koma
aftur,“ segir Magnús, sem eignaðist
á meðan á þessari dvöl stóð kínversk-
an vin sem hann heldur enn
tengslum við fram til þessa dags.
Hann vissi að hann yrði að koma
aftur og það gerði hann. „Þetta var
bara tímaspursmál. Það sem verður
til þess að ég drífi mig loksins aftur
út árið 1995 er námsstyrkur. Ég
skellti mér til Peking í tungumála-
skóla í tvö ár en tók svo meistara-
gráðu í alþjóðastjórnmálafræði við
Renmin-háskóla í sömu borg,“ segir
hann og lýsir því að sá skóli sé al-
gengt val meðal verðandi embættis-
manna innan kínverska kommún-
istaflokksins. Í Renmin kynntist
Magnús eiginkonu sinni, Xin Shi, en
þá var hún að lesa sagnfræði við
sama skóla. „Hún og vinkonur henn-
ar tóku einn kúrs í stjórnmálafræð-
inni. Þar kynntumst við. Það var
ánægjuleg lukka,“ segir Magnús,
sem hefur búið ásamt konu sinni og
börnum á Íslandi frá því upp úr alda-
mótum.
Eftir að Magnús útskrifaðist úr
meistaranáminu í Peking vann hann
þar í íslenska sendiráðinu í ár en
sneri svo aftur til Íslands, þar sem
hann hefur fengist við ýmsa kennslu
síðan og tekið þátt í að stofna ferða-
þjónustufyrirtæki sem kona hans
rekur í dag. Hann hefur sem sagt
verið í stöðugum tengslum við Kína
frá upphafi 10. áratugarins og hefur
séð margt breytast. „Ég er mjög
þakklátur fyrir að hafa séð Kína fara
í reynd frá 19. öldinni og inn í nýja
öld. Þessar breytingar eru gríðar-
legar og til marks um það var að
fyrst á mínum námsárum mátti fara
að nefna kapítalisma á nafn. Árið
1995 ferðuðust til dæmis flestir
þarna um á hjólum og bílar voru fá-
ir,“ segir Magnús, sem sjálfur er
einnig stjórnmálafræðingur í grunn-
inn frá Háskóla Íslands 1994.
Magnús er fæddur og uppalinn á
Hólabaki, Þingi í Austur-Húnavatns-
sýslu. Hann ólst þar upp elstur fjög-
urra systkina og fékk þar „klassískt
sveitauppeldi“ eins og hann orðar
það. „Ég byrjaði snemma að vinna og
svona. Ég hefði ekki viljað alast upp
neins staðar annars staðar,“ segir
Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa – 50 ára
Kínamúrinn Magnús og Xin Shi eiginkona hans kynntust við nám í Peking
undir lok síðustu aldar. Hér eru þau ásamt börnum sínum á Kínamúrnum.
Minnugur Konfúsíusar í dag
Heiðraður Magnús tekur við heiðursmerki úr hendi varaforsætisráðherra
Kína fyrir framúrskarandi störf í þágu Konfúsíusarstofnunarinnar.
Ísland Feðgin í sveit að sumri. Björn
og Jenný eiga sér einnig kínversk nöfn.
30 ára Þór er uppalinn
í Reykjavík og býr þar.
Hann er með BA-gráðu
í lögfræði frá Háskóla
Íslands og stundar þar
meistaranám í lög-
fræði. Þór var fram-
kvæmdastjóri InnX inn-
réttinga og vann einnig sem aðstoðar-
maður fasteignasala. Hann hefur starfað á
ritstjórn mbl.is og Morgunblaðsins frá
2018. Hann er í fríi á afmælinu.
Foreldrar: Steinar Örn Ingimundarson, f.
1969, d. 2013, eigandi InnX innréttinga og
knattspyrnuþjálfari úr Breiðholti, og Jóna
Margrét Sigurðardóttir, f. 1967, starfs-
maður í Almenna lífeyrissjóðnum úr Árbæ.
Móðurfaðir Þórs er Sigurður Atli Elísson
prentari og þeir eru bestu vinir.
Þór
Steinarsson
Til hamingju með daginn
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
60 ára Daðey Þóra er
fædd á Þingeyri við
Dýrafjörð og býr á Akra-
nesi. Hún er sviðsstjóri
þjónustusviðs hjá
Sýslumanninum á Vest-
urlandi og hefur unnið
þar samfleytt frá 1996
en hóf þar upphaflega störf 1982. Hún er
rekstrarfræðingur.
Dóttir: Ólöf Vala Schram, f. 19.5.1989.
Hún er lagerstarfsmaður hjá Heilsu ehf.
Foreldrar: Ólafur Jón Þórðarson frá Auð-
kúlu við Arnarfjörð, fæddur á Hrafnseyri
24.9. 1930, látinn 8.3. 2004. Hann vann
ýmis skrifstofustörf, síðast hjá Rafveitu
Akraness. Þórey Jónsdóttir frá Þorvalds-
stöðum í Breiðdal, fædd 5.5. 1936, látin
10.9. 2011. Hún var fótaaðgerðafræðingur.
Daðey Þóra
Ólafsdóttir