Morgunblaðið - 15.07.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Pepsi Max-deild karla
ÍBV – FH .................................................. 1:2
HK – KA.................................................... 2:1
Staðan:
KR 12 9 2 1 23:11 29
Breiðablik 12 7 1 4 23:15 22
ÍA 11 6 2 3 17:12 20
Stjarnan 12 5 4 3 19:16 19
FH 12 5 4 3 18:18 19
Valur 12 5 1 6 21:18 16
Fylkir 11 4 3 4 18:20 15
HK 12 4 2 6 15:16 14
Grindavík 11 2 6 3 7:9 12
KA 12 4 0 8 17:21 12
Víkingur R. 11 2 5 4 15:18 11
ÍBV 12 1 2 9 10:29 5
2. deild karla
Þróttur V. – Völsungur........................... 2:0
Sjálfsmark 8., Alexander Helgason 76.
Tindastóll – Vestri................................... 2:1
Arnar Ólafsson 23., Alvaro Cejudo 50.–
Aaron Spear 15.
Dalvík/Reynir – Víðir ............................. 1:0
Þröstur Mikael Jónasson 49.
Staðan:
Leiknir F. 11 6 4 1 22:11 22
Selfoss 11 6 2 3 26:12 20
Vestri 11 6 0 5 14:17 18
Fjarðabyggð 11 5 2 4 18:14 17
Völsungur 11 5 2 4 13:15 17
Víðir 11 5 1 5 17:15 16
Þróttur V. 11 4 4 3 14:14 16
ÍR 11 4 3 4 16:15 15
Dalvík/Reynir 11 3 6 2 14:13 15
KFG 11 4 0 7 19:25 12
Kári 11 3 2 6 20:25 11
Tindastóll 11 1 2 8 10:27 5
Noregur
Bodö/Glimt – Ranheim ........................... 1:0
Oliver Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi Bodö/Glimt.
Lilleström – Strömsgodset..................... 2:1
Arnór Smárason lék allan tímann með
Lilleström og skoraði bæði mörkin.
Mjöndalen – Odd...................................... 2:0
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á á 90.
mínútu í liði Mjöndalen og lék sinn fyrsta
leik í úrvalsdeildinni.
Rosenborg – Viking ................................ 5:1
Samúel Kári Friðjónsson lék allan tím-
ann með Viking. Axel Óskar Andrésson er
frá keppni vegna meiðsla.
Staðan:
Molde 15 9 3 3 35:15 30
Bodø/Glimt 14 9 2 3 33:23 29
Odd 15 9 2 4 22:17 29
Vålerenga 14 7 3 4 28:18 24
Rosenborg 15 7 3 5 20:18 24
Brann 15 6 5 4 17:15 23
Kristiansund 14 6 3 5 17:15 21
Haugesund 15 5 5 5 24:18 20
Viking 14 5 4 5 20:23 19
Lillestrøm 15 5 3 7 18:24 18
Mjøndalen 15 3 7 5 20:24 16
Tromsø 15 5 1 9 15:28 16
Ranheim 15 4 3 8 17:26 15
Stabæk 13 4 2 7 10:16 14
Sarpsborg 13 2 6 5 12:16 12
Strømsgodset 15 2 4 9 15:27 10
KNATTSPYRNA
Serbinn Novak Djokovic fagnaði
sigri í einliðaleik karla á Wimbledon-
mótinu í tennis annað árið í röð og í
fimmta skipti í sögunni þegar hann
bar sigurorð af Svisslendingnum
Roger Federer í mögnuðum úrslita-
leik í gær þar sem úrslitin réðust í
oddasetti. Leikurinn stóð yfir í fjór-
ar klukkustundir og 57 mínútur og
er lengsti úrslitaleikurinn í sögu
mótsins.
Djokovic, sem er 32 ára gamall,
hefur þar með unnið 11 risatitla á
ferlinum en hinn 37 ára gamli Fede-
rer hefur 20 sinnum fagnað sigri á
risamótum og hefur unnið Wimble-
don-mótið átta sinnum, síðast fyrir
tveimur árum. Djokovic hefur nú
haft betur gegn Federer í níu af síð-
ustu ellefu viðureignum þeirra og í
þremur af fjórum síðustu viður-
eignum þeirra á Wimbledon-mótinu.
„Ég held að þetta hafi verið mest
spennandi úrslitaleikur sem ég hef
tekið þátt í á ferlinum og það á móti
einum þeim allra besta í sögunni,
Roger Federer, sem ég ber mikla
virðingu fyrir. Því miður þurfti ann-
ar að tapa,“ sagði Djokovic eftir
sigurinn, en með sigrinum í gær
jafnaði hann Svíann Björn Borg,
sem hrósaði fimm sinnum sigri á
Wimbledon-mótinu.
„Þetta var langur leikur sem hafði
allt. Ég hafði svör, Djokovic líka og
við spiluðum frábært tennis. Ég
vona að ég gefi sumu fólki sem er 37
ára þá tilfinningu að þetta sé ekki
búið,“ sagði Federer eftir ósigurinn.
Fyrsti sigur Rúmena
Hin rúmenska Simona Halep
hafði betur gegn Serenu Williams
frá Bandaríkjunum í úrslitaleiknum
í kvennaflokki. Þetta var fyrsti sigur
Halep á Wimbledon-mótinu en ann-
ar sigur hennar á risamóti. Halep,
sem er 27 ára gömul, bar sigur úr
býtum á opna franska meistara-
mótinu í fyrra. Williams, sem freist-
aði þess að vinna 24. risatitil sinn á
ferlinum, átti aldrei möguleika gegn
Halep, sem vann í tveimur settum,
6:2 og 6:2, og hún varð þar með
fyrsti Rúmeninn sem fagnar sigri á
Wimbledon-mótinu. Williams, sem
er 37 ára gömul, hefur hins vegar sjö
sinnum hrósað sigri á Wimbledon-
mótinu en hún vann síðast risamót
fyrir tveimur árum þegar hún vann
opna ástralska mótið.
,,Mamma mín sagði þegar ég var
tíu ára gömul að ef ég ætlaði að vera
í tennis þá yrði ég að spila til úrslita
á Wimbledon-mótinu. Ég sagði það
þegar mótið byrjaði að ég ætlaði að
reyna að vinna það og það tókst. Ég
hef aldrei spilað betri leik,“ sagði
Halep eftir sigurinn, en fyrir úrslita-
leikinn hafði hún aðeins einu sinni
haft betur á móti Williams í níu
viðureignum þeirra; í úrslitaleik á
móti í Singapúr fyrir fimm árum.
gummih@mbl.is
Djokovic vann
í spennutrylli
Vann Wimbledon-mótið í 5. sinn
AFP
Meistari Novak Djokovic með bikarinn eftir sigurinn á Wimbledon-mótinu.
Gunnleifur Gunnleifsson, mark-
vörður og fyrirliði knattspyrnuliðs
Breiðabliks, skrifaði í gær undir
nýjan samning við félagið, á 44 ára
afmælisdegi sínum. Gunnleifur hef-
ur leikið með Breiðabliki frá árinu
2013 og er kominn í þriðja til fjórða
sæti yfir leikjahæstu leikmenn
Kópavogsfélagsins í efstu deild með
143 leiki. Hann hefur áður leikið
með FH, HK, Keflavík og KR í
deildinni og er leikjahæsti leik-
maður HK í efstu deild, en Gunn-
leifur lék fyrst á Íslandsmóti
meistaraflokks árið 1994. vs@mbl.is
Nýr samningur á
afmælisdaginn
Morgunblaðið/Hari
Samningur Gunnleifur Gunn-
leifsson samdi við Blika í gær.
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton
fagnaði í gær 80. sigri sínum í Form-
úlu 1 þegar hann vann breska kapp-
aksturinn á Silverstone-brautinni.
Hamilton nálgast jafnt og þétt Þjóð-
verjann Michael Schumacher, en
hann hefur oftast allra unnið sigur í
Formúlu 1, eða 90 sinnum. Þetta var
í sjötta sinn sem Hamilton vinnur
breska kappasturinn, en heims-
meistarinn fimmfaldi hefur nú 39
stiga forskot á Finnann Valtteri
Bottas í stigakeppni ökuþóra. Bottas
varð annar í gær og Frakkinn
Charles Leclerc hafnaði í 3. sæti.
80. sigur Hamil-
ton í Formúlu eitt
AFP
Fyrstur Lewis Hamilton fagnar
sigri sínum á Silverstone í gær.
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson opnaði marka-
reikning sinn með sænska meistaraliðinu AIK um
helgina þegar hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins í 3:0
sigri gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta voru
fyrstu deildarmörk Kolbeins í fimm ár, eða frá því hann
skoraði þrennu með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í
september 2014, en Kolbeinn skoraði síðast mark með
félagsliði þegar hann skoraði fyrir franska liðið Nantes í
bikarleik á móti Bordeaux fyrir þremur árum.
„Þetta var frábært. Ég hef beðið í þrjú ár eftir marki
með félagsliði og þetta hefur verið langur tími. Það var
því svolítið sérstakt fyrir mig að skora. Þetta hefur ekki
verið auðvelt en það er þess virði núna þegar ég fæ þessa tilfinningu. Núna
finnst mér að það sé þess verði eftir alla erfiðu tíma sem ég hef gengið
gegnum,“ sagði Kolbeinn við sænska fjölmiðla eftir leikinn, en hann lék
fyrstu 75 mínúturnar. Kolbeinn samdi við AIK í mars til tveggja ára, en lið-
ið er í öðru sæti deildarinnar á eftir Malmö. gummih@mbl.is
Hef beðið í þrjú ár eftir marki
Kolbeinn
Sigþórsson
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari karlaliðs FH í knatt-
spyrnu, reiknar með að færeyski landsliðsmaðurinn Ják-
up Thomsen verði frá keppni næstu fjórar til sex vik-
urnar vegna meiðsla sem hann hlaut í 2:1 sigri FH gegn
ÍBV í Pepsi Max-deildinni í Eyjum á laugardaginn.
Jákup varð fyrir meiðslum á 34. mínútu þegar brotið var
á honum innan vítateigs og þurfti hann að hætta leik í
kjölfarið. „Það tognuðu liðbönd í hné hans og ég reikna
með að hann verði frá keppni í fjórar til sex vikur. Hann
hittir lækni á morgun (í dag) og þá kemur þetta betur í
ljós,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Ólafur vonast
til að bæta sóknarmanni í lið sitt á næstunni. „Við ætlum
að reyna að taka erlendan framherja og erum að fara yfir stöðuna hvað
þau mál varðar,“ sagði Ólafur. FH-ingar voru á höttunum eftir Kristjáni
Flóka Finnbogasyni frá norska B-deildarliðinu Start en allar líkur eru á að
hann gangi í raðir KR-inga. gummih@mbl.is
Jákup úr leik næstu vikurnar
Jákup
Thomsen