Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 26

Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 26
FRJÁLSAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Alls voru þrjú mótsmet sett á 93. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugar- dalsvelli í Reykjavík um helgina. Spennan var mismikil en fremsta fRjálsíþróttafólk landsins vann mjög afgerandi sigra í sínum greinum og þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlut- unum. Tvö mótsmet voru sett í sleggju- kasti, en Hilmar Örn Jónsson úr FH setti mótsmet í karlaflokki í gær þeg- ar hann kastaði sleggjunni 73,42 metra. Hilmar vann öruggan sigur, en hann kastaði sleggjunni tæplega fimmtán metrum lengra en Vil- hjálmur Árni Garðarsson, sem hafn- aði í öðru sæti. „Ég vissi ekki alveg hverju ég mátti eiga von á. Ég er búinn að vera nokkuð stöðugur að undanförnu en samt veit maður einhvern veginn aldrei. Það er alltaf gaman að setja mótsmet og ég fæ helling af stigum líka í nýja stigakerfinu hjá Frjáls- íþróttasambandi Íslands þannig að þetta var bara fínn dagur heilt yfir,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið á Laugardalsvelli í gær. Tímabilið hefur verið langt og strangt hjá Hilmari og hann viður- kenndi fúslega að vera farinn að finna fyrir þreytu í líkamanum. „Þetta hefur verið mjög langt tímabil hjá mér og ég er í raun bara búinn að vera á fullu síðan í mars á þessu ári. Ég get alveg viðurkennt það að ég finn það að líkaminn er að- eins farinn að þreytast en samt sem áður er ég í hörkuformi og það er aldrei að vita nema nýtt Íslandsmet verði sett á næstu vikum.“ Hilmar setur stefnuna á HM í Doha í Katar sem hefst í lok septem- ber og segir að markmiðið á næstu vikum verði að kasta eins langt og hann getur. „Ég er alveg á grensunni með að komast inn á HM. Þeir taka inn 32 og eins og staðan er í dag er ég í 28. sæti og það kemur ekki í ljós fyrr en 6. september hverjir komast inn á HM. Ég ætla þess vegna að reyna að keyra á metið og reyna að kasta eins langt og ég get til þess að hækka mig á listanum, næstu tvær vikurnar, og svo held ég bara áfram að æfa fyrir HM.“ Fagnar aukinni samkeppni Vigdís Jónsdóttir úr FH setti mótsmet í sleggjukasti kvenna þegar hún kastaði 59,67 metra en hún fagn- aði því að vera loksins komin með samkeppni í greininni í samtali við blaðamann eftir að úrslitin lágu fyrir. „Ég er búin að detta aðeins niður eftir að ég sneri heim frá Bandaríkj- unum en 59,67 metrar eftir slaka byrjun á sumrinu er nokkuð sem ég get lifað með. Það er auðvitað alltaf gaman að setja mótsmet og vinna, þar sem mér leið í raun bara illa á ákveðnum tímapunkti í vetur. Ég er hins vegar með frábært fólk í kring- um mig og þetta er allt á uppleið hjá mér,“ sagði Vigdís. Vigdís breytti um ákveðna taktík í vetur ásamt þjálfara sínum í Banda- ríkjunum og er stefnan núna sett á að toppa seinna á árinu, en hún hefur venjulega verið að kasta best á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta hefur verið langt og strangt tímabil hjá mér. Ég byrjaði að keppa í janúar á þessu ári úti í Bandaríkj- unum og er í raun bara búin að vera að keppa samfleytt í einhverja sex mánuði núna og það tekur smá tíma að venjast þessu álagi. Planið var samt sem áður að reyna að toppa í júní/júlí og mér finnst það hafa geng- ið nokkuð vel eftir. Venjan hjá mér í gegnum tíðina hefur verið að toppa í mars en þjálfarinn minn í Bandaríkj- unum hefur sett stefnuna á að reyna að seinka því aðeins þannig að ég sé að ná stærri árangri á stærri mótum.“ Markmið Vigdísar á næstu vikum er að koma sér í lið Íslands sem tek- ur þátt í Evrópubikarnum sem fram fer í Bydgoszcz í Póllandi um miðjan ágúst. „Ég er að vinna í því að reyna að koma mér í liðið fyrir Evrópubikar- inn en ég mun fá alvöru keppni líka. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR er að koma mjög sterk inn, sem er frá- bært fyrir greinina. Ég þarf virki- lega að hafa fyrir hlutunum en það hefur ekki alltaf verið þannig því ég hef meira og minna verið ein í þessu síðan ég byrjaði sjálf. Það er frábært að sjá hversu stór grein sleggjukast er orðin á Íslandi og vonandi er þessi framgangur kominn til þess að vera.“ Ætlaði ekki að taka þátt Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla sem fram fór í gær og hafði betur gegn Ara Braga Kára- syni sem hafnaði í öðru sæti. Engir tímar voru skráðir í hlaupinu þar sem tímatakan klikkaði en Kolbeinn vann nokkuð öruggan sigur og hefndi þar fyrir 100 metra hlaupið á laugardeginum þar sem Ari Bragi fór með sigur af hólmi á tímanum 10,76 sekúndur en Kolbeinn hafnaði í öðru sæti, tveimur hundruðustu úr sekúndu á eftir Ara. „Ég sá ekki neitt, hvorki í hlaupinu né eftir hlaupið, þannig að við verð- um bara að gera ráð fyrir því að þetta hafi verið nokkuð sannfærandi sigur,“ sagði Kolbeinn í samtali við blaðamann eftir að úrslitin lágu fyrir en hann var svekktur með að sjá ekki tíma sinn í hlaupinu. „Ég bjóst við miklum bardaga á lokakaflanum en ég náði að halda þetta út sem betur fer. Þetta er extra sætt þar sem ég ætlaði mér ekki að keppa neitt í sumar. Ég kom heim í vor eftir erfitt tímabil í Bandaríkj- unum og ég ætlaði mér ekki að keppa neitt í sumar. Planið var einfaldlega bara að koma heim, vinna, æfa og sofa en svo kom einhver andi yfir mig fyrir tveimur vikum og ég ákvað að láta verða af því að taka þátt hér í dag.“ Kolbeinn vildi ekki gefa það út hvort hann ætlaði sér að hlaupa meira í sumar, en planið hjá þessum öfluga spretthlaupara var einfald- lega að taka því rólega næstu daga. „Því verður ekki neitað að það er alltaf gaman að taka Íslands- meistaratitil en planið núna er bara að fara heim og taka því rólega. Við sjáum svo bara hvað verður en það er best að segja sem minnst og plana  ÍR liðameistari þriðja árið í röð Öryggið upp- málað hjá þeim bestu 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is STIMPILPRESSUR Loftpressur af öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af aukahlutum HANDBOLTI EM U19 kvenna B-deild í Búlgaríu: Grikkland – Ísland................................ 13:22  Ísland mætir Búlgaríu í dag, Serbíu á miðvikudag og Bretlandi á fimmtudag. EM U20 karla B-deild í Portúgal: Írland – Ísland ...................................... 61:85 Rússland – Ísland................................. 90:69  Ísland er með einn sigur í þremur leikj- um og mætir Ungverjalandi í lokaumferð riðlakeppninnar á miðvikudaginn. EM U18 kvenna B-deild í Norður-Makedóníu: Keppni um sæti 13-16: Úkraína – Ísland................................... 77:60 Leikur um 15. sætið: Eistland – Ísland .................................. 75:76 KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Mustad-völlur: Grindavík – ÍA............ 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – Fylkir.... 19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – Valur...................... 18 Nettóvöllur: Keflavík – Fylkir ............ 19.15 Jáverkvöllur: Selfoss – Stjarnan......... 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Augnablik........ 19.15 Í KVÖLD! Rússland Rostov – Orenburg .................................. 2:1  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov og var fyrirliði en Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á á 83. mínútu. Krilia Sovetov – CSKA Moskva ............. 2:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann með CSKA en Arnór Sigurðsson fór af velli á 88. mínútu. Akhmat Grozní – Krasnodar ................. 1:0  Jón Guðni Fjóluson var ónotaður vara- maður hjá Krasnodar. Danmörk Bröndby – Silkeborg............................... 3:0  Hjörtur Hermannsson lék allan tímann með Bröndby. SönderjyskE – Randers .......................... 2:1  Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á á 67. mínútu í liði SönderjyskE en Frederik Schram var varamarkvörður liðsins. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Torpedo Zhodino ....... 4:1  Willum Þór Willumsson lék allan tímann með BATE og lagði upp eitt mark.  Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö, gæti orðið frá keppni í langan tíma, en leikmaður Djurgården braut illa á hon- um undir lok fyrri hálfleiks í viðureign liðanna í gær, sem endaði 1:1. Arnór var borinn af velli eftir að Haris Radet- inac, leikmaður Djurgården, traðkaði ofan á sköflungi Arnórs sem lá óvígur eftir, greinilega sárþjáður. Morgunblaðið náði í gærkvöld tali af Arnóri, sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu en sagði að meiðslin skýrðust í dag eftir myndatöku. Uwe Rösler, þjálfara Malmö, var heitt í hamsi eftir leik- inn, en hann sagði að um afar ruddalegt brot hefði verið að ræða og Arnór kynni að vera fótbrotinn. „Þetta var virkilega ljótt brot og svona vill fólk ekki sjá í fótbolta. Arnór gæti orðið lengi frá keppni,“ sagði Rösler eftir leikinn, en dómari leiksins sá ekki ástæðu til að spjalda Radetinac fyrir þetta ruddalega brot sem verð- skuldaði rautt spjald. Eftir jafnteflið er Malmö með fjögurra stiga forskot á Kolbein Sigþórsson og félaga hans í meistaraliði AIK, en Kolbeinn opnaði markareikning sinn með liðinu á laugardaginn. gummih@mbl.is Arnór gæti orðið lengi frá Arnór Ingvi Traustason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.